Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 23 Mynd þessi var tekin f hofninni i Barrow-in-Furness í fyrrakvöld í Englandi þar sem Greenpeace-menn voru að mótmæla flutningi á kjarnorkuúrgangi frá Japan til Bretlands þar sem honum verður eytt. (AP-símamynd) Leyniviðræður á vegum Nixons Þetta gerðist- - 27. marz 1979 — OPEC hækkar olíuverð um 9%. 1977 — Mesta flugslys sögunnar er 581 fórst í árekstri tveggja flugvéla á Kanaríeyjum. 1976 — Suður-Afríkumenn flytja herlið sitt frá Angola. 1971 — Þúsundir falla í bardögum hersveita og óbreyttra borgara í Austur-Pakistan. 1968 — Yuri Gagarin, fyrsti geim- farinn, fórst í flugslysi. 1964 — Friðargæzlulið SÞ tekur við stjórninni á Kýpur — Rúmlega 100 fórust í jarðskjálfta í Alaska. 1945 — Yfirlýsing Eisenhowers hershöfðingja um ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni. 1941 — Páli prins steypt af stóli í Júgóslavíu vegna samnings við Adolf Hitler. 1939 — Krafa Adolfs Hitlers um að Pólverjar samþykki innlimun Danzig í Þýzkaland. 1933 — Japanir boða úrsögn sína úr Þjóðabandalaginu. 1878 — Bretar kalla út varaher og senda indverskt herlið til Möltu. 1854 — Frakkar segja Rússum stríð á hendur. 1802 — Amiens-friður Breta og Frakka og friður í allri Evrópu. 1713 — Spánverjar láta Gíbraltar og Minorca af hendi við Breta í Utrecht. 1703 — Pétur mikli stofnar St. Pétursborg. Afmæli: Wilhelm von Röntgen, þýzkur eðl- isfræðingur (1845—1923) — F.H. Royce, brezkur bílasmiður (1863— 1933) — Cyrus Vance, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna (1917—) — Gloria Swanson, band arísk leikkona (1898—) — David Jansen, bandarískur leikari (1930—1980). Andlát: 1378 Gregorius páfi IX — 1624 Jakob I Englandskonungur — 1848 Blicher skáld & prestur í Spentrup — 1889 John Bright, stjórnmálaleiðtogi — 1931 Arnold Bennett, rithöfundur. Innlent: 1563 Yfirréttur — 1764 Eldur í verksmiðjuhúsunum í Reykjavík — 1811 íslenzkur majór, Ketill Melsted, fellur í bardaga við Englendinga á eynni Anholt — 1820 d. Jón sýslumaður Guð- mundsson — 1866 f. Lárus H. Bjarnason — 1949 Þingsályktun- artillaga ríkisstjórnarinnar um að- ild að NATO — 1956 Ríkisstjórn Ólafs Thors biðst lausnar — 1961 Lög um launajafnrétti — 1896 f. Þórarinn Guðmundsson fiðluleik- ari. Orð dagsins: Hjartað er aldrei hlutlaust — Jarlinn af Shaftes- bury, enskur stjórnmálaleiðtogi (1621-1683). Berlin, 26. marz — AP. KENNETH Rush fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna í Vestur- Þýzkalandi sagði i viðtali við Vestur-Berlín í dag að hann hefði eitt sinn fengið fyrirmæli um það frá Richard M. Nixon þáverandi forseta að taka upp leynilegar viðræður við fulltrúa Sovétríkj- anna um stöðu Berlínar, án þess að láta fulltrúa Frakklands og Bret- lands vita. Rush sagði í samtalinu að hann hefði átt leynilega fundi með Pjotr Abrassimov sendiherra Sovétríkj- anna í Austur-Þýzkalandi og við sovézka sendiherrann í Bonn, Val- entin Falin, og rætt um breytingar á einstöku greinum fjórveldasáttmál- ans um Berlín. Hann sagði að William Rogers þáverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hefði ekki heldur verið látinn vita um viðræðurnar, því að Nixon hefði ekki treyst samningslipurð hans. Ekki gaf Rush frekari upplýsingar um viðræðuefnið, né heldur hve oft hann hefði rætt við sovésku sendi- herrana. Fulltrúar Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna, Frakklands og Bretlands undirrituðu samkomulagið árið 1972. Samkvæmt því tryggðu Sov- étríkin og Vesturveldin þrjú frjálsar samgöngur við Vestur-Berlín, og staðfestu tengsl borgarinnar við Vestur-Þýzkaland. Tal tapaði Moskvu. 26. marz — AP. - * FYRSTU skákinni í áskorenda- einvígi þeirra Mikhails Tals og Levs Polugajevskys, sem fór í bið eftir 41 leik, lauk í dag með því að Tal gaf skákina áður en Poluga- jevsky lék sinn 42. leik. Hefur Polugajevsky því forustuna með einn vinning gegn engum. Ráðherra vikið frá Santiago, Chile, 26. marz — AP. AUGUSTO Pinochet forseti Chile óskaði í dag eftir lausnarbeiðni Hernans Cubillos utanríkisráð- herra, að því er opinbera frétta- stofan Orbe skýrir frá. Segir í fréttinni að Enrique Valdez Puga aðstoðarráðherra taki við embætti Cubillos til bráðabirgða. Brottrekstur Cubill- os er bersýnilega bein afleiðing misheppnaðrar Asíuheimsóknar Pinochets forseta, en hann varð að hætta ferð sinni s.l. laugardag þegar Ferdinand Marcos forseti Filipseyja skýrði frá því að hann gæti ekki tekið á móti Pinochet vegna anna. Veður Akureyri -1 snjókoma Amsterdam 10 skýjaó Aþena 20 skýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 3 skýjað BrUssel 5 skýjaö Buenos Aíres 25 skýjaö Chicago 2 skýjað Dublin 8 skýjaö Frankfurt 15 rigning heiðskírt Genf 11 Helsinki 0 heiðskírt Jerúsalem 26 skýjað Jóhannesarborg 22 heiðskírt Kaíró 34 mistur Kaupmannahöfn 3 skýjað Las Palmas 19 skýjaö Lissabon 16 skýjað London 11 heiðskírt Los Angeles 19 rigning Madríd 15 skýjaö Malaga 19 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Miami 28 skýjað Moskva 0 heiðskirt New York 6 skýjaö Ósló 1 heiöskírt París 11 skýjaö Reykjavík 0 úrk. í gr. Rio De Janeiro 38 heiðskírt Rómaborg 11 skýjað Stokkhólmur -3 heiðskírt Sydney 26 heiðskírt Tel Aviv 26 skýjað Tókýó 11 heiðskírt Vancouver 11 skýjað Vínarborg 6 skýjaö Loksins vann Kennedy Frá önnu Bjarnadóttur fréttaritara Morgunblaðsins i Washington. EDWARD Kennedy og George Bush unnu langþráða sigra í forkosningum bandarisku stjórnmálaflokkanna á þriðjudag. Kennedy sigraði Jimmy Carter í forkosningum demókrata í New York með 59% atkvæða gegn 41% og í Connecticut með 47% atkvæða gegn 41%. Bush hlaut 38% atkvæða i Connecticut, en Ronald Reagan hlaut 33% og John Anderson 22%. Reagan hlaut flesta fulltrúa repúblikana frá New York á landsþingi flokksins. Yfirburðir Kennedys í New York og Connecticut komu á óvart. Carter vann stóran sigur í Illinois í síðustu viku og skoðanakannanir sýndu þá, að kosningarnar í New York færu á sömu leið. Kénnedy fór að draga á Carter í skoðana- könnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar, en þó ekkert í líkingu við það, sem úrslitin sýndu. Alla síðustu viku var sung- in sálumessa yfir framboði Kenne- dys, en hann sagðist sjálfur ætla að halda baráttunni áfram ótrauð- ur, hver sem úrslitin í New York yrðu. Honum verður það auðveld- ara nú, þótt vonir um útnefningu flokksins séu ekki bjartar. Jody Powell, blaðafulltrúi, og Richard Strauss, kosningastjóri Carters, sögðu báðir, þegar úrslit voru kunn, að nýjar efnahags- ráðstafanir Carters, sem hann kunngerði fyrir nokkru, og mistök, sem áttu sér stað í Sameinuðu þjóðunum um mánaðamótin, hefðu kostað Carter sigur í New York og Connecticut. Þeir létu í það skína, að kjósendur hefðu greitt atkvæði gegn Carter frekar en með Kennedy. New York og Connecticut eru meðal þeirra ríkja, sem Kennedy var spáð öruggum sigri í, áður en fór að halla undan fæti fyrir honum. Carter varð fjórði í for- kosningunum í New York 1976. Það stóð honum ekki fyrir þrifum, það sem eftir var baráttunnar þá. Kennedy fagnaði sigrinum á þriðjudag og sagði, að kjósendur hefðu gefið skýra vísbendingu um, að þeir hafi ekki efni á að lifa við 18% verðbólgu og jafnháa vexti. Því er spáð að hann muni nú leggja allt kapp á að standa sig vel í forkosningunum í Pennsylvaníu, sem verða haldnar 22. apríl. George Bush þurfti á sigrinum í Connecticut, sem er annað heima- ríki hans, að halda. Kosningabar- átta hans fór vel af stað, en hann hefur tapað fyrir Reagan í hverj- um forkosningunum á fætur öðr- um að undanförnu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja meira upp úr tæknilegum hliðum baráttunnar en rökræðu um mál- efni. Hann hefur nú snúið við blaðinu og leggur áherzlu á mun- inn, sem er á skoðunum hans og Reagans. Bush þykir fjálslyndari en Reagan. John Anderson hefur lagt mikla áherzlu á forkosningarnar í Wis- consin, sem verða haldnar í næstu viku. Þær eru opnar öllum, og hann vonast til að hljóta stuðning demókrata og óháðra kjósenda, jafnt og repúblikana. Mikið er talað um, að hann fari í sjálfstætt framboð, þegar vonir hans um útnefningu repúbiikanaflokksins bresta, en hann hefur ekki viljað segja af eða á um það enn. Ronald Reagan er svo til örugg- ur um útnefningu repúblikana- flokksins. Hann hreppti stuðning Johns Connally, sem sjálfur dró framboð sitt til baka fyrir nokkru, á þriðjudag. Reagan hefur nú 209 fulltrúa, Bush 47 og Anderson 38 á landsþing repúblikana í sumar. 998 er þörf til að hljóta útnefningu flokksins. 1666 fulltrúa er þörf til að hljóta útnefningu demókrata. Carter hefur nú 748,5 þeirra og Kennedy 398,5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.