Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Guðjón Sveinbjörns- son vélstjóri — Minning Fæddur 9. descmber 1899. Dáinn 18. marz 1980. Þegar við stöndum nú yfir moldum Guðjóns Sveinbjörnsson- ar vélstjóra, verður huga mínum ósjálfrátt reikað aftur til hausts- ins 1935, þegar fundum okkar bar saman í fyrsta sinn. Það vildi til með þeim hætti, að við urðum skipsfélagar á mb. Bangsa, sem gerður var út frá Hafnarfirði. Ég var þá rúmlega tvítugur, en Guðjón þaulreyndur sjósóknari og alvanur vélstjóri, enda nokkurn veginn jafngamall öldinni — fæddur að Kirkjufelli'í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 9. des. 1899. Þetta haust var með afbrigðum umhleypingasamt og erfitt til sjó- sóknar, því að hver illviðrishrinan rak aðra. Reknetaveiðar í svart- asta skammdeginu voru því ekkert áhlaupaverk, að ekki sé meira sagt. Báturinn var aðeins 30 lestir, átti suður fyrir Reykjanes að sækja og varð síðan að komast yfir nesið aftur, um rastir og strauma, því að aflinn varð að komast í erlendan togara, sem lá í Keflavíkurhöfn til síldarkaupa. Þegar svo stóð á, var okkur, hinum ungu mönnum á Bangsa, það mikil uppörvun og hvatning, að bæði vélstjóri og skipstjóri voru reyndir menn, sem kunnu að glíma við Ægi, enda mörgu mis- jöfnu vanir og æðruðust aldrei. Mér er það meðal annars minn- isstætt frá þessum tíma, að við lentum tvisvar í grunnbrotum, svo að við, sem vorum á framdekki vorum drykklanga stund í bóla- kafi, svo að það gat hvarflað að manni að nú væri hinsta stund báts og áhafnar komin. En snar- ræði skipstjóra og vélstjóra mátti þakka, að betur fór en á horfðist og við sluppum ■ lífs úr þessum brotum. Einu sinni vorum við nýlagðir af stað frá Keflavík til Reykja- víkur í nóvember, þegar á brast ofviðri og það svo snögglega, að ekki var viðlit að snúa við til sama lands, aðeins hægt að halda sem horfði. Fór þá svo ömurleg nótt í hönd, að hún hefur mér aldrei úr minni liðið. Við vorum 13 klukku- stundir á leiðinni, og svo mikið var veðrið, að hver maður varð að halda sig, þar sem hann var staddur, þegar lætin hófust — til dæmis var ehginn möguleiki að komast úr lúkarnum og aftur í stýrishús. Ekki bætti það úr skák, að rafmagnið var fljótlega óvirkt, og mátti Guðjón þá vinna sitt verk í kolamyrkri alla leiðina. Þegar höfn var náð eftir þessa illu nótt, hafði að kalla allt ofanþilja, sem brotnað gat, sópast fyrir borð. Leiðir okkar Guðjóns lágu næst saman árið 1940, en þá fékk ég inni í Hafnarhúsinu með fyrirtæki mitt, en Guðjón átti mörg erindi í það hús, þegar hann var í landi, því að Slysavarnafélagið hafði þar einnig skrifstofur sínar og Guðjón var starfsmaður þess þá og lengi síðan. Guðjón hafði fljótt gerst hand- genginn slysavarnahugsjóninni, enda kunnugur hættunum á haf- inú af eigin raun, og þegar hann gekk í félagið á fyrsta áratug þess, sýndi hann hug sinn þegar með því að gerast ævifélagi. Þar með vildi hann sýna, að ég hygg, að þarna væru samtök, sem hann vildi fórna krafta síðan, meðan þeir entust, enda fór það svo. Þegar SVFÍ réðst í eitt fyrsta stórvirki sitt, sem var smíði björg- unarskútunnar Sæbjargar, þá gerðist Guðjón starfsmaður þess og var í fyrstu 2. vélstjóri á henni. Hann var síðan á því skipi alla tíð, og við stækkun Sæbjargar eftir stríð, var hann 1. vélstjóri. Og hann hætti ekki störfum fyrir félagið, þótt hann færi í land, því að þá gerðist hann birgðavörður þess og sinnti.því starfi af sömu trúmennsku og elju, meðan hann mátti. Hér hefur aðeins verið stiklað á fáeinum atriðum á langri athafna- sögu þessa ágæta drengs, en það eru menn eins og hann, sem slysavarnahugsjónin og slysa- varnasamtökin standa ævinlega í óbættri skuld við. Þegar kemur að leiðarlokum, er aðeins hægt að þakka ómetanlegt framlag fátæk- legum orðum, en ég á vart betri ósk til handa Slysavarnafélaginu en að það megi sem lengst njóta krafta sem flestra líka Guðjóns Sveinbjörnssonar. Ástvinum hans öllum færi ég alúðarþakkir samtaka okkar á þessari kveðjustund. Gunnar Friðriksson. Fimmtudaginn 27. marz 1980 verður Guðjón Sveinbjörnsson vélstjóri, Ásvallagötu 10, jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. Guðjón Sveinbjörnsson var fæddur 9. desember 1899 að Kirkjufelli í Eyrarsveit, Snæ- fellsnessýslu. Faðir Guðjóns var Sveinbjörn Finnsson bóndi og sjómaður frá Görðum í Kolbeins- staðahreppi. Móðir hans var Guð- ný Margrét frá Króki í Eyrarsveit. Snemma tók Guðjón þá stefnu, sem síðan varð lífsstarf lians til æviloka. Ungur að árum sótti hann námskeið í mótorfræðum og nokkru síðar viðbótarskóla í sömu fræðum. Guðjón gerðist síðan vél- stjóri á ýmsum fiski- og flutn- ingaskipum frá 1926 til 1937. Árið 1938, er björgunar- og varðskipið Sæbjörg kom til lands- ins, var Guðjón ráðinn 2. vélstjóri og þar með innsiglaði hann langt og gæfuríkt starf í þágu slysa- og landhelgisvarna fyrir land okkar og þjóð. Árið 1945 var Sæbjörgu lagt upp og gerðar á henni viðamiklar breytingar, en með þvi verki hafði Guðjón eftirlit. Eftir breytingarn- ar 1947 gerðist Guðjón 1. vélstjóri á Sæbjörgu og heldur því starfi allt til ársins 1965 er skipinu er skilað aftur til Slysavarnafélags Islands frá ríkinu, sam hafði haft það á leigu. 1966—1967 hefur Guðjón eftirlit með skipinu og siglir á því sem 1. vélstjóri undir stjórn Slysavarna- félags Islands. Áð lokum gegnir Guðjón svo starfi birgðarvarðar hjá félaginu frá 1968 unz hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir árið 1975. Guðjón vann mikið og gott starf varðandi félagsmál Mótorvél- stjórafélags íslands og sat þar í stjórn um árabil. Guðjón var sæmdur heiðursmerki Slysa- varnafélags Islands með stjörnu árið 1958 og hann var gerður að heiðursfélaga Slysavarnafélagsins á sjötugsafmælinu 9. desember 1969. Heiðursmerki Sjómannadagsins hlaut hann 1968 fyrir langt og gæfuríkt starf. Eftirlifandi kona Guðjóns er Oddný Guðrún Guðmundsdóttir, f. 17. nóvember 1897, dóttir Guð- mundar Einarssonar bónda á Leirum undir Eyjafjöllum og Guð- rúnar Þorfinnsdóttur. Þau hjónin eignuðust 3 börn, sem öll eru á lífi: Guðnýju, f. 10. júlí 1927, gift Guðmundi Baldvinssyni forstjóra; Guðmund Einar, f. 23. marz 1931, sjókortagerðarmaður og kafari, kvæntur Björgu Björgvinsdóttur, og Huldu Guðrúnu, f. 3. nóvember 1933, gift Garðari Hafsteini Svav- arssyni forstjóra. Leiðir okkar Guðjóns lágu sam- an árið 1950 er ég skráðist 1. stýrimaður á björgunar- og varðskipið Sæbjörgu, en Guðjón gegndi þá stöðu 1. vélstjóra á því skipi. Háttur Guðjóns að taka á móti ungum og óreyndum mönnum var slíkur að allt reynd- ist leikandi létt og tryggð skapað- ist frá fyrstu kynnum. Guðjón var dagfarsprúður maður með létta lund. Hann var félagslyndur með afbrigðum og eitt er víst að slysavarnakonurnar hafa metið hann réttilega fyrir greiðasemi hans og hlýlegt við- mót. Guðjón var mannblendinn og barngóður, en það lýsir manninum ef til vill betur en flest annað. Skáldmæltur var Guðjón og bjó yfir næmri kímnigáfu, sem hann beitti af frábærri list og margar snjallar sögur heyrði maður af hans munni um samferðarfólkið. Ekki þurfti mikið tilefni í striti og starfi að ekki yrði til vísa af munni fram. Oft voru spaugileg atvik innsigluð með góðri vísu. Guðjón orti ekki aðeins fyrir sjálfan sig, heldur fékk alla áhöfn- ina til að taka þátt í þessari þjóðaríþrótt íslendinga. Guðjón var snyrtimenni í allri umgengni og gilti þá einu hvort um vél eða sjálfan manninn var að ræða. Það er engin tilviljun að forystulið Slysavarnafélags íslands sá við fyrstu kynni hvern mann Guðjón hafði að geyma og hann hefur ekki brugðist foryst- unni í einu eða neinu. Starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar senda eftirlifandi ekkju Guðjóns heitins, börnum og öðrum venzlamönnum innilegar samúð- arkveðjur og biðja góðan guð að blessa minningu hans. Garðar Pálsson eftirlitsmaður. Afi er dáinn. Minningarnar x streyma fram hver af annarri um góðan afa, eins góðan og best er hægt að hugsa sér hann. Þegar ég átti heima á Ásvalla- götunni sem barn, voru þau ófá sporin, sem ég átti til afa og ömmu. Það var alltaf jafn mikið tilhlökkunarefni að fá að fara í bíltúr með afa, spila við hann eða láta hann segja sér sögur, enda gaf hann sér ætíð tíma til að sinna okkur barnabörnunum með gæsku sinni. Alltaf var afi glaður og bros- mildur og gerði oft óspart að gamni sínu, þó svo að alvara lífsins byggi undir. Ef um ein- hvern mann.er hægt að segja að hann hafi verið ungur í anda þá var það afi. Þær yndislegu minningar, sem ég á um afa minn, munu aldrei líða mér úr minni. Það var alltaf svo gott að vera í návist hans, finna hlýju hans, glaðværð og væntumþykju. Ég vona að góður Guð gefi ömmu allan þann styrk sem hún þarf á að halda í sorg sinni. Blessuð sé minning afa. Haukur Geir. + Útför mannsins míns, fööur okkar og tengdafööur SIGUROAR JÓNSSONAR, Hjarðarhaga 46, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. marz kl. 10.30. Svanhildur Þorvaröardóttír, Þóra S. Blöndal, Kjartan Blöndal, Andrea Sigurðardóttir, Sigurður Hafstein. u!ISí kSFiy !V'nnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu AÐALBJARGAR INGÓLFSDÓTTUR fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 28. marz, kl. 2 e.h. Ragnar Björnsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn, faöir, tengdafaöir og sonur GUNNAR BJARNASON frá Öndveröarnesi, Ásgaröi 9, veröur jarösunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. marz kl. 1.30 e.h. María Arnadóttir Anna Gunnarsdóttir Þráinn Tryggvason Jón Kristinn Gunnarsson Kristrún Pátursdóttir Kristín Halldórsdóttir + Faöir okkar BENEDIKT ÖGMUNDSSON, skipstjóri, Hafnarfirði, veröur jarösettur frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 28. marz kl. 10.30. Börnin. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma GUÐBJÖRG GUOJÓNSDÓTTIR Álfaskeiði 64, Hafnarfiröi. veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 27. marz kl. 14. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag vangefinna. Þórarinn J. Björnsson Guðjón Þórarinsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Aöalbergur Þórarinsson, Ólafía Einarsdótttir, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Ágúst Húbertsson, Þóra Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. svají M/rr EFTIR BILLY GRAHAM Eg er mik'll aðdáandi yðar og slcppi aldrei tækifæri til að hlusta á yður í sjónvarpi. Eg heí verið slæmur á taugum í mörg ár. Hef leitað til taugalæknis, en án árangurs. Eg bið þess daglega, að eg læknist. Fram að þessu situr við hið sama. Segið mér, hvernig á því stendur. Biblían segir, að menn geti stundum vegsamað Guð enn meir en ella í þjáningum, sjúkdómum og veikleika. Eg trúi á lækningu fyrir bæn. En eg tel ekki, að Biblían kenni, að allir kristnir menn eigi að vera við góða heilsu á öllum tímum. Páll postuli var einn dyggasti lærisveinn Krists. Satt að segja átti hann við veikleika að stríða. Það hlýtur að hafa hindrað hann mjög í þjónustunni, því að hann bað Drottinn þess þrisvar sinnum, að hann tæki þetta frá honum. En Drottinn sagði: „Náð mín nægir þér“. Þá sagði Páll: „Þess vegna uni eg mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists, því að þegar eg er veikur, þá er eg máttugur“ (2. Kor. 12, 8—10). Eg þekki marga menn, sem Drottinn notar í veikleika þeirra og hefðu kannski ekki verið notaðir, ef þeir hefðu læknazt. Ein bezta vinkona okkar hefur alla ævi setið í hjólastól. En margir hafa öðlazt trú á Jesúm Krist vegna þeirrar gleði og birtu, sem yfir henni hvílir sakir samfélags hennar við Jesúm. Fyrir nokkru var eg í Anaheim. Þar var liðsforingi einn, sem hafði misst handlegg og auga. Hann stóð frammi fyrir 54 þúsundum áheyrenda. Hann hélt á Biblíunni í gervihendinni — og bros hans bar þess merki, hversu Kristur var honum dýrmætur. Menn sáu það. Honum var veittur styrkur í veikleika sínum. Náð Guðs nægir yður líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.