Morgunblaðið - 27.03.1980, Síða 38

Morgunblaðið - 27.03.1980, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 + Eiginmaður minn JANUS ÞORBJARNARSON, frá Flateyri, Blönduhlíð 21, lést á Landakotsspítala 25. marz. Magnúsína Þóroddsdóttir. + Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, GUÐBJÓRG SVEINFRÍÐUR SIGURDARDÓTTIR, frá Hesti Önundarfirði, Laugarnesvegi 40, Reykjavík, lést f Borgarspítalanum að morgni 25. marz 1980. Guðjón Guöjónsson, börn og tengdabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi KARL SVEINSSON frá Seyöisfirði lést í Landspítalanum 25. marz. Halldór Karlsson, Fanney Sigurjónsdóttir, Stefanía Karlsdóttir, Stefán Kárason Guðrún Karlsdóttir, Anna Karlsdóttir, og barnabörn. + Móðir okkar ELÍN LÁRUSDÓTTIR Yzta-Mói í Fljótum lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar að morgni miövikudagsins 26. marz. Börn hfnnar látnu. + Konan mín MARGRÉT FRIDRIKSDÓTTIR frá Seli, Ásahreppi veröur jarðsungin frá Hábæjarkirkju í Þykkvabæ föstudaginn 28. marz kl. 2. Bílferð veröur frá Umferðarmiðstööinni kl. 11.30. Fyrir hönd vandamanna. Vigfús Guðmundsson. + Móöir okkar og tengdamóöir GEIRÞÓRA ÁSTRÁDSDÓTTIR Lindargötu 6, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, laugardaginn 29. marz kl. 10.30. Gunnhildur Guðmundsdóttir Síguröur Sigurðsson Yngvi Guðmundsson Sigrún Einarsdóttir Áslaug Guðmundsdóttir Haraldur Guðmundsson + Útför HAFLIÐA GUÐMUNDSSONAR, Búö, Þykkvabæ, veröur gerö fré Hábæjarkirkju, laugardaginn 29. marz kl. 14. Blóm og kransar afbeðið, þeim sem vilja minnast hans látið Hábæjarkirkju njóta þess. Börnin. + Konan mín GUÐFINNA JÓHANNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíö 4, Reykjavík, verður jarösungin frá Háteigskirkju föstudaginn 28. marz kl. 13.30. Þeir sem vilja rriinnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands. Einar Pálsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Páll B. Einarsson forstjóri — Minning Fæddur 10. marz 1905. Dáinn 1G. marz 1980. I dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Páls Björns Einarsson- ar, forstjóra. Eg tel mér skylt að minnast hans með nokkrum orðum svo margt, sem ég á honum að þakka á lífsleiðinni. Páll var fæddur að Gaulverjabæ í Flóa, en foreldrar hans voru sr. Einar Páisson, prestur þar, og kona hans, Jóhanna Katrín Kristjana Briem, en Páll var næstyngstur sjö barna þeirra. Páll afi hans var bóndi á Glúmsstöðum og Arnórsstöðum á Jökuldal. Hann var sonur Jóns Þorsteins- sonar bónda á Melum í Fljótsdal. Kona Páls á Arnórsstöðum var Hróðný Einarsdóttir bónda á Brú á Jökuldal Einarssonar. Jóhanna kona séra Einars Pálssonar var dóttir Eggerts Briems sýslumanns á Reynistað en hann var sonur Gunnlaugs Briem, sýslumanns, sem er forfað- ir hinnar kunnu Briemsættar. Af þessu sést, að það voru sterkir stofnar, sem stóðu að þessum glæsilega systkinahópi. Systkini Páls voru: Eggert Ólaf- ur Briem, læknir í Borgarnesi síðar á Kirkjubæjarklaustri, Pála Ingibjörg, gift Eyjólfi Eyfells list- málara, Gunnlaugur Briem, cand theol., Hróðný Svanbjörg, gift Árna B. Björnssyni gullsmið í Reykjavík, Kristín Valgerður, gift Stefáni bónda í Kalmanstungu Ólafssyni og Vilhjálmur Einar bóndi á Laugarbökkum í Ölfusi. Af systkinum Páls eru nú á lífi systurnar Svanbjörg og Valgerður og yngsti bróðirinn Vilhjálmur. Páll ólst upp á mannmörgu og glaðværu heimili foreldra sinna fyrst í Gaulverjabæ en síðar í Reykholti í Borgarfirði, sem faðir hans fékk veitingu fyrir árið 1908. Ungur að árum, aðeins 14 ára gamall hleypti Páll heimdragan- um og hélt til Reykjavíkur til járnsmíðanáms, en af því varð þó ekki að sinni sökum þess, að hann veiktist af berklum. Að ráði lækna vistaðist hann ekki á berklahæli heldur hélt heim í Reykholt og safnaði þar kröftum á ný, sem tókst svo vel, að að tveim árum liðnum hafði hann algerlega sigr- ast á sjúkdómi sínum og naut eftir það beztu heilsu fram undir sjöt- ugsaldur. Páll tók þá aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og hóf nám í járnsmíði í Vélsmiðjunni Hamri og síðar Héðni. Því námi lauk hann tvítugur að aldri og tveimur árum síðar lauk hann vélstjóra- prófi frá Vélskóla íslands. í fyrstu stundaði hann sjó- mennsku en sökum þrálátrar sjó- veiki hætti hann til sjós og réðist til Olíuverzlunar Islands árið 1929 og varð síðar stöðvarstjóri á olíustöð félagsins á Klöpp. Árið 1945 verða enn þáttaskil í lífi Páls, því það ár gerðist hann forstjóri Stillis hf., sem hann hafði stofnað með fjórum félögum sínum tveim árum áður. Síðar keypti Páll hluti flestra félaga sinna og var eftir það aðaleigandi fyrirtækisins. Páll var frumkvöðull að stofnun Vélsmiðjunnar Keilis hf. og Skipa- nausts hf. og var hann stjórnar- formaður beggja þeirra fyrir- tækja. Það urðu honum hins vegar mikil vonbrigði, að vegna ýmiss + Hjartkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóöir, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA ODDSDÓTTIR Eskihlíð 24 verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. marz kl. 3 e.h. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á barnauppeldissjóö Thorvaldsensfélagsins. Magnús Guðbrandsson Katrín Magnúsdóttir Þorsteinn Baldursson Kjartan Magnússon Snjólaug Sveinsdóttir Kristinn Magnússon Ingibjörg Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum inniiega auösýnda samúö við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Keldulandi 1. Njáil Guðnason Svanborg Sighvatsdóttir Haraldur Jónsson Árni Njálsson Kristín Helgadóttir Anna Njálsdóttir Eysteinn Björnsson Sigrún Njálsdóttir Ingólfur Magnússon og barnabörn + Innilegar þakkir færum við þeim, sem vottuöu okkur samúö við andlát og útför móður okkar LÁRU ARNÓRSDÓTTUR, frá Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á deild E-6 Borgarspítalans. Fyrir hönd okkar bræöranna, tengdadætra, systur hinnar látnu og barnabarna Óskar Þ. Óskarsson Tómas P. Óskarsson Arnór E. Óskarsson Skrifstofur Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar veröa lokaöar fyrir hádegi föstudaginn 28. marz vegna jaröarfarar Benedikts Ögmundssonar, skip- stjóra. Lokað vegna jarðarfarar PÁLS EINARSSONAR, fimmtudaginn 27. marz. Bílasport, — Bílarafvirkinn Laugavegi 178. konar tálmana yfirvalda gat Skipanaust aldrei hafið rekstur og fór því svo, að því félagi var slitið. Öll umsvif Páls báru vitni stórhug hans og áræði og þótti jafnvel sumum um of. Ég vil hér geta nokkurra þeirra verkefna sem Páll réðst í og bera þessa vitni. Á stríðsárunum strandaði breskur tundurspillir við Viðey. Páll réðst í það með tveimur sameigendum sínum í Keili að kaupa skipið á strandstað og tókst honum á ævintýralegan hátt að bjarga því af strandstaðnum og var því lagt framan við lóð Keilis við Élliðavog. Þar var skipið síðar rifið og ýmis tæki þess nýtt hér innanlands en að öðru leyti var það selt sem brotajárn til Eng- lands. Þegar Laxfoss strandaði við Kjalarnes tók Páll að sér að reyna björgun hans af strandstaðnum. Skipið reyndist hins vegar svo mikið skemmt, að því varð ekki bjargað. Sumarið 1953 lagði Páll land undir fót og hélt til Englands og keypti þar flutningaskip á hafs- botni, en því hafði verið sökkt á stríðsárunum. Hófst hann handa um að bjarga farmi þess, sem að mestu var búnaður til mann- virkjagerðar hersins, sem unnt reyndist að endurnýja og selja. Öll þessi umsvif báru vott um ódrepandi kjark Páls og áræði. Þótt Páll færðist oft mikið í fang og hefði mikil umsvif átti hann sér fjölmörg önnur áhuga- mál en að fást við atvinnurekstur og græða peninga. Hann var mjög áhugasamur ferðamaður og laxveiðimaður ágætur. Ég naut oft þeirrar ánægju að fara með honum í veiðiferðir og raunar kenndi hann mér undirstöðuatriði lax- og sil- ungsveiðinnar. Betri ferða- og veiðifélaga er ekki hægt að hugsa sér. Víða átti hann ítök í veiði- vötnum. Fyrir getur komið hjá öllum veiðimönnum að þeir geti ekki nýtt veiðirétt sinn einstaka daga. Það var oft þegar slíkt kom fyrir, að hann hringdi til mín og sagði sem svo „ég kemst ekki í ána á morgun, getur þú ekki nýtt veiðileyfið eða leyfin? Taktu ein- hverja félaga þína með þér og ég hræki á eftir þér“. Fyrir allmörgum árum keypti Páll í félagi við vini sína jörðina Goðdal í Bjarnarfirði. Þar hafa þeir félagar húsað stórmannlega, lagt í miklar framkvæmdir við vega- og brúargerð og ennfremur hafa þeir gert þar eldis- og klaktjarnir og m.a. nýtt til þess jarðhita, sem þar er. Þótt árangur hafi ekki orðið sem skyldi af þeirri starfsemi, leið Páli sjaldan eða aldrei betur en þegar hann var kominn þangað. Þar baðaði hann sig í laug, sem þeir félagar komu sér upp og naut útivistarinnar við ána þar sem rennt var fyrir lax og silung. Gaman var að heimsækja hann þar enda var hann stórbrot- inn höfðingi og veitull sem bezt má verða. Páll var hár maður og þrekinn og vel á sig kominn að öllu leyti og aldrei sá ég honum afls vant. Öll hans handtök voru hins vegar gerð af slíku lagi, að viðstöddum fannst hann nánast ekkert hafa fyrir stórvirkjum þeim, sem hann réðst í. Sem dæmi um a'fl hans og áræði get ég ekki still mig um að segja af honum eina litla sögu. Það kom fyrir hann að hjólbarði sprakk á bíl hans og einhverra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.