Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
90
Brezkur hermaður heldur á lýðveldisfána sem var tekinn af
uppreisnarmönnum.
Brezki landstjórinn, Wimborne lávarður, kannar lið sitt.
Dublin,
1916
Maxweil hershöfðingri, yfirmaður brezka herliðsins, sem eyðilagði írskir fangar færðir í fangelsi.
fyrir málstað Breta.
raun væri gerð til að hlífa þeim.
Brezkur liðsauki sótti til höfuð-
borgarinnar frá Kingstown og
varð fyrir miklu manntjóni þegar
menn de Valera veittu honum
fyrirsát. Þau tíðindi spurðust, að
Bretar hefðu líflátið Sheehy
Skeffington, vinsælan málsvara
lítilmagnans. Hann hafði orðið
vitni að því, að Bowen Colthurst
höfuðsmaður myrti ungan mann
með köldu blóði og hótað að kæra
hann. Höfuðsmaðurinn leiddi
hann fyrir aftökusveit og lét
skjóta þrjá menn aðra „á flótta."
Liðsaukanum frá Englandi var
att fram, en mennirnir voru lítt
þjálfaðir og gerðu lítinn grein-
armun á óbreyttum borgurum og
uppreisnarmönnum sem voru
óeinkennisklæddir. Nýr yfirmaður
kom frá Englandi, Sir John Max-
well hershöfðingi, sem var nýkom-
inn frá Egyptalandi og þekkti lítið
til írlands. Hann sagði í yfiriýs-
ingu: Ef nauðsynlegt reynist, mun
ég ekki hika við að eyða öllum
byggingum á öllum svæðum sem
eru á valdi uppreisnarmanna."
Hann hafði fengið fyrirmæli frá
Asquith forsætísráðherra um að
bæla niður uppreisnina sem fyrst,
en hann tók ekki tillit til pól-
itytra afleiðinga og átti mikinn
þárt í að grafa undan stjórn Breta.
Alian fimmtudag og föstudag
sóttu Bretar stöðugt. Arásir voru
gerðar á Boiand’s-mylluna og
mennirnir í fátækrahverfinu voru
neyddir til að hörfa. Stórskota-
liðsárás var gerð á pósthúsið,
eldur læsti sig um efstu hæðina og
konur voru fluttar úr bygging-
unni. Connolly særðist tvisvar og
leyndi því félögum sínum, en þeir
voru að niðuriotum komnir. Skot-
færi uppreisnarmanna voru á
þrotum, lið þeirra hafði riðlazt
vegna alvarlegs mannfalls, mið-
borg Dublin var í rústum, stór-
skotalið hafði víða valdið eldsvoða
og matur og jafnvel vatn var af
skornum skammti.
Flótti
Síðdegis á föstudag flúðu Conn-
olly, Pearse og félagar þeirra úr
pósthúsinu, sem nú var næstum
því alelda og var að falli komið.
Connolly, sem hafði fengið mor-
fínssprautur en haldið áfram að
stjórna iiði sínu, var borinn út í
sjúkrabörum. The O’Rahilly
sleppti 13 brezkum gíslum úr haldi
og féli fyrir vélbyssuskothríð þeg-
ar hann stjórnaði flóttanum úr
brennandi byggingunni. Tom
Clarke krafðist þess að fara
síðastur úr byggingunni. Bretar
héldu áfram að skjóta á auða
bygginguna.
Bardagar héldu áfram umhverf-
is Four Courts, gelt í vélbyssum og
skothríð frá leyniskyttum heyrð-
ist um alla borgina og O’Connell
Street stóð í björtu báli. Lokaorr-
usta var háð um King’s Street
nálægt Four Courts, en það tók
um 5.000 brezka hermenn búna
brynvörðum vögnum og stórskota-
liði 28 tíma að sækja rúmlega 150
metra vegalengd gegn um 200
uppreisnarmönnum. í þessum
átökum drápu brezkir hermenn
óbreytta borgara, sem földust í
kjöllurum, með byssustingjum og
skotvopnum.
Meðan þessu fór fram komu
leiðtogar uppreisnarmanna sér
fyrir í nýjum aðalstöðvum í ný-
lenduvöruverzlun í Moore Street,
þar sem þeir voru algerlega ein-
angraðir. Þar var haidinn fundur
umhverfis rúm Connollys á laug-
ardagsmorgun. Aðeins Tom
Clarke viidi halda áfram bardög-
um, en var ofurliði borinn. Klukk-
an 2.30 gafst Patrick Pearse skil-
yrðislaust upp fyrir W.H.M. Lowe
hershöfðingja í Parnell Street og
sendi uppgjafarfyrirmæli til ann-
arra stöðva uppreisnarmanna í
borginni. Um kl. 9 um kvöldið var
uppreisninni lokið, þótt leyni-
skyttur létu enn að sér kveða á
húsaþökum þar sem þær höfðu
ekki heyrt um uppgjöfina. Bretar
höfðu misst 130 menn fallna, en
uppreisnarmenn 56. AIls féilu og
særðust um 3.000, þar af margir
óbreyttir borgarar. Stór hluti
Dublin var í rústum og eignatjón
mikið.
Háðsyrði
Háðsyrði dundu á uppreisnar-
mönnum þegar þeir voru færðir í
fangelsi og þeir fengu ekki samúð
fyrr en aftökur hófust. Bretar áttu
í baráttu upp á líf og dauða við
Þjóðverja og voru ákveðnir í að
sýna enga miskunn. Ekki leið á
löngu þar til 3.500 höfðu verið
handteknir, margfalt fleiri en
tóku þátt í uppreisninni. Sumir
voru látnir lausir án þess að vera
ákærðir og margir voru fluttir tii
Engiands. De Valera, Markiewicz
greifafrú, próf. MacNeill og fleiri
voru dæmdir í ævilangt fangeisi
(de Valera var bandarískur þegn
og slapp við dauðadóm).
Aftökurnar hófust 3. maí þegar
Tom Clarke, Patrick Pearse og
Thomas MacDonagh voru skotnir.
Joseph Plunkett, sem var ör-
kumla, William Daly, Wiiliam
Pearse, 18 ára bróðir Patricks, og
Michael O’Harrahan voru líflátnir
daginn eftir. John MacBride maj-
ór var tekinn af lífi 5. maí og röðin
kom að Eamon Kent, Michael
Mallin, Cornelius Colbert og Sean
Heuston 8. maí. Thomas Kent var
líflátinn 9. maí og loks kom röðin
að Sean MacDermott og James
Connolly, hinum særða, 12. maí.
Connolly var borinn á aftöku-
staðinn á sjúkrabörum og settur í
stól fyrír framan aftökusveit, þar
sem hann gat ekki staðið.
Meðaumkun, aðdáun og jafnvel
þakklæti kom í stað háðsins áður
og seinna fylgdi reiði í kjölfarið.
Páskauppreisnin hafði að vísu
farið út um þúfur, en djúpt og
óbrúanlegt bil myndaðist milli
þjóðarinnar og stjórnarinnar.
George Bernard Shaw sagði í
„Daily News„: „Mín skoðun er sú,
að mennirnir, sem voru skotnir
með köldu blóði, hafi verið
stríðsfangar eftir handtöku þeirra
eða uppgjöf." Kaþólski biskupinn í
Limerick fordæmdi dauðadómana
og í Neðri málstofunni var hrópað
„Morð“. „Manchester Guardian"
sagði, að aftökurnar væru „að
verða níðingsverk" og hjálparsjóð-
ur var stofnaður í Bandaríkjun-
um, þar sem mikil reiði greip um
sig. Mótmæli bárust einnig frá
samveldislöndunum óg írskir her-
menn í skotgröfunum höfðu í
hótunum um uppreisn.
Þjóðin sameinuð
Reiðin dvínaði ekki þótt Asq-
uith forsætisráðherra reyndi að
verja aðgerðirnar og færi í heim-
sókn tii írlands og hún dvínaði
heidur ekki þegar hann gerði sér
grein fyrir því að mistök hefðu átt
sér stað og rak Maxwell. Svo
alvarleg voru mistökin, að þau
kostuðu Breta yfirráðin yfir
írlandi. írar höfðu litið á upp-
reísnina sem táknræn mótmæli
ungra skálda og menntamanna og
uppreisnin hefði farið út um þúfur
ef Bretár hefðu látið við það sítja
að umkringja uppreisnarmennina.
Ef Bretar hefðu aðeins handtekið
uppreisnarmennina hefðu þeir
enga samúð fengið, en aftökurnar
æstu íra gegn stjórninni.
Þegar Bretar komust að því að
þeir væru að sameina þjóðina
gegn sér slepptu þeir mörgum úr
fangelsi og þeir hófust strax
handa um að skipuleggja nýjan
lýðveldisher, sem að þessu sinni
naut stuðnings þjóðarinnar. Kosn-
ingar fóru fram 1918 og Sinn Fein
varð sigurvegari. Baráttan harðn-
aði og vorið 1919 hófst uppreisn,
sem lauk með friðarsamningi
1921, en í apríl 1922 hófst borgara-
styrjöld, sem lauk með sigri lýð-
veldissinna í apríl 1923. írar fengu
að ráða málum sínum sjálfir.
Páskauppreisnin, sem á sínum
tíma virtist sjálfsmorð og naut
lítillar hyili, náði tilgangi sínum
að lokum, þótt fáa óraði fyrir því
að draumurinn um sjálfstæði gæti
rætzt á svo skömmum tíma.