Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 15
94
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
íkingar hafa þeir norrænu menn
veriö nefndir, sem á ofanveröri
áttundu öld tóku aö herja í austur
og vestur, námu lönd á endimörk-
um hins byggilega heims og voru
boöberar nýrrar menningar. Þeir
myrtu, rændu og skildu eftir sig
sviöna jörö, en þeim veröur ekki
lýst aö gagni meö því aö tína
aöeins til glæpi þeirra og hryðju-
verk. Hernaður hefur ævinlega
kallaö fram þaö versta og lágkúru-
legasta í mannlegu eöli. Til að gera
sér skynsamlega hugmynd um
víkingana þarf einnig aö skoöa
hvernig þeir reyndust í friöi.
Upphafi víkingaaldar hefur veriö
líkt viö vorleysingar, — þau átök,
sem veröa þegar náttúran rífur sig
úr fjötrum íss og myrkurs og allt
verður nýtt. Víkingaöldin var
tímabil, sem ekki á sinn líka í sögu
norrænna manna. Aldrei síðan
hafa þeir boriö slíkan ægishjálm
yfir aörar þjóöir. Saga víkinganna
er saga manna, sem vildu út, —
manna sem létu stjórnast af frum-
hvötum, er á öllum tímum hafa leitt
til framfara og ávinnings, — árás-
argirni, ævintýraþrá og óeirö.
Víkingaöldin var byltingartíö.
Stórfengleg öfl leystust úr læðingi.
Myrkuraldir voru aö baki. Nýr
sjóndeildarhringur opnaöist. Ný
menning hélt innreiö sína. Ný lönd
bættust viö þá veröld, sem fyrir
var.
Víkingarnir voru börn síns tíma.
Miklar sögur hafa farið af grimmd
þeirra og níðingsskap, en slík
framganga er ekkert einsdæmi,
hvorki á víkingaöld né endranær.
Veldi þeirra stóö í nærfellt þrjú
hundruö ár, frá því á ofanverðri
áttundu öld fram á miöja elleftu,
og undirstaöa þessa stórveldis
veröur aö teljast yfirburöahæfni
víkinganna til sæfara. Um þessa
menn eru til margvíslegar heimild-
ir. Samtíöarheimildir eru norrænar
rúnaristur og dróttkvæði svo og
frásagnir manna, sem áttu um sárt
aö binda eftir heimsóknir þeirra.
Þá eru hetjusögur, einkum íslenzk
rit frá þrettándu og fjórtándu öld,
skrifaöar löngu eftir aö þessir
atburðir áttu sér staö, af mönnum,
sem sáu afrek þeirra í rómantísk-
úm bjarma. Loks er að geta minja,
sem fundizt hafa í heimkynnum
víkinganna á Noröurlöndum og á
slóöum þeirra víðsvegar.
Helzta vopn víkinganna var
skipiö, sá farkostur sem geröi
þeim fært aö komast lengra en
nokkrir Evrópumenn höföu áöur
gert. Þeir fundu Ameríku, byggöu
eyjar í Noröur-Atlantshafi þar sem
engir aörir en einsetumenn höföu
áöur komið, þeir opnuöu nýjar
samgönguleiöir í austur, stofnuöu
ríki í Kænugaröi og Hólmgaröi,
komust til vegs og viröingar í
Miklagaröi, þar sem þeir gengu á
mála hjá keisaranum, lögöu undir
sig mestallt England, Niðurlönd og
Noröur-Frakkland og létu mjög að
sér kveöa í löndunum við Miöjarö-
arhaf.
Lindisfarne
Upphaf vikingaaldar hefur ort
veriö rakiö til atburöar, sem átti
sér staö hinn 8. júní 793 á eynni
Lindisfarne fyrir strönd Norö-
imbralands. Lindisfarne merkir
„Helgey", en þar var á þessum
tíma mikiö klaustur. Skráöar sam-
tímaheimildir um árás víkinganna á
Lindisfarne herma aö aldrei hafi
þekkzt önnur eins grimmd. Víking-
arnir gengu berserksgang, brytj-
uöu miskunnarlaust niöur fjölda
munka, — þá, sem þeir tóku ekki
meö sér sem þræla — hirtu allt
fémætt og jöfnuöu viö jöröu kirkj-
una miklu á eynni. Hörmungasag-
an vakti mikinn ugg meöal krist-
inna manna, sem töldu þetta vera
trúarofsóknir. Tveimur árum síöar
var enn vegiö í sama knérunn.
Víkingarnir komu enn til Lindis-
farne og töldu þetta vera trúarof-
sóknir. Tveimur árum síöar var enn
v
V ikingaþorpið i Heiöabæ
á Suður-Jótlandi er einhver
merkasta heimildin um lifnaöar-
hætti víkinganna, en þar hafa hús
verið úr timbri og leir. Lækur
viröist hafa runniö um mitt þorpiö
og stígar milli húsanna hafa veriö
lagöir timburboröum. Svo heilleg-
ar voru þær minjar, sem grafnar
voru úr jöröu í Heiðabæ, aö unnt
var aö reisa nákvæma eftirh'kingu
af einu húsanna. Húsiö er tæpra
fimm metra breitt og um tólf
metrar aö lengd. Því er skipt í
nokkrar vistarverur, en í einni
þeirra er gríöarstór leirofn, sem
bendir til þess aö húsráöandi hafi
haft af því atvinnu aö baka brauö.
Langeldur er í stærsta herbergi
hússins, en þaö hefur verið í senn
svefnskáli, eldhús og vinnustofa.
Meöfram veggjum eru pallar, sem
hafa verið svefnstæði um nætur,
en á daginn hefur ýmiss konar
sýslan fariö þar fram. Þar stendur
vefstóll einn mikill. Pottur hefur
hangiö yfir langeldinum, sem bæði
hefur vermt og lýst, en þessi híbýli
eru gluggalaus. Mörg hús í Heiöa-
bæ hafa veriö miklu stærri í
sniöum, og hafa þau þá fremur
veriö í líkingu viö bæinn aö Stöng í
Þjórsárdal, sem enginn kotbragur
hefur veriö á. Húsgögn víkinganna
voru fá og fábrotin. Svefnstæöi
þeirra hafa víöast verið upphækk-
aöir, fastir pallar meöfram veggj-
um. Borö og hillur hafa fundizt frá
jjessum tíma, en engir skápar.
Fatnaö og stáss hafa víkingarnir
varöveitt í kistum, en tóvinna og
vefnaður hafa verið á hverju heim-
ili. Mest var unnið úr ull, — hör
kynntust víkingarnir ekki fyrr en
þeir fóru aö leggja leiö sína til
Englands og írlands, en hördúkur
var þá haföur í sjaldhafnarflíkur.
Segl víkinganna voru úr ull, sömu-
leiðis tjöld og mestallur fatnaöur.
Af vefnaði frá víkingaöld hefur
margt varöveitzt og er vitaö mál aö
slík vinnubrögö hafa veriö víkinga-
konum töm. Skrautvefnaöur hefur
tíökazt talsvert, og hafa skrautofin
og litrík bönd og bryddingar veriö
mikið notuö, auk þess sem út-
saumur hefur veriö í hávegum
hafður.
Sér til viöurværis hafa víking-
arnir haft fjölbreytta fæöu. Eina
sætmetiö, sem þeir þekktu var
hunang, en þaö var nauðsynlegt er
geröur var mjöður. Miklar sögur
hafa fariö af drykkjulátum
víkinganna, en helzti drykkur
þeirra var mjööurinn, sem talinn er
hafa veriö hóflega áfengur, þannig
aö vart hafa þeir oröiö ölóöir af því
aö kneifa. Sterkasti drykkurinn,
sem þeir þekktu, var vín, sem gert
var úr berjum og ávöxtum, en ætla
má aö þaö hafi ekki veriö á
borðum annarra en efnamanna.
Uppistaðan í fæöu víkinganna var
kjöt og fiskur, sem þeir kunnu aö
geyma meö margvíslegu móti.
Algengast var aö þurrka slíkan
mat, en miklu varöaöi aö hann
geymdist óskemmdur yfir haröan
og langan vetur. Vitaö er aö á
víkingaöld átu norrænir menn
hrátt kjör og hráan fisk, en þeir
hafa einnig gert mikiö af því aö
glóðarsteikja mat. Korn og hafra
notuöu þeir til grautargeröar og í
bakstur, en vandkvæöi voru á aö
geyma slíkt hráefni, einkum þaö
sem menn tóku meö sér í sjóferöir.
Til aö koma í veg fyrir aö korniö
myglaöi í slíkum feröum var þaö
þurrkaö viö glóö. Mjólkurmatur
var mikilvægur í fæöunni, en úr
mjólk hafa menn kunnað að búa til
fjölbreyttan mat.
Víkingar voru skartmenn miklir
og bæöi karlar og konur bárust á í
klæöaburöi eftir því sem efni
leyföu. Djásn kvenna voru til
marks um auðlegð þeirra, en meö
því aö telja hringa þeirra og
brjóstnálar mátti áætla nokkuö
nákvæmlega efnahag fjölskyld-
unnar. Þessir skartgripir voru
margir úr gulli og silfri, þ.e.a.s. þeir
sem voru í eigu efnafólks. Skart-
gripir þeirra, sem minna áttu af
jarðneskum verömætum, voru yfir-
leitt úr bronzi, en bronzgripir voru
Á víkingaöld höföu
menn ekki síður þörf fyrir
dægrastyttingu en nú á
tímum, og vitaö er aö á
þessum tíma voru til
margs konar töfl og leik-
ir, sem kröföust heila-
brota. Myndin til hægri
sýnir leikborö frá
víkingaöld, og í horninu
efst til vinstri er íslenzkur
taflkóngur, skorinn úr
hvalbeini.
þó yfirleitt gylltir eöa tinhúöaöir.
Helztu heimildir um búnaö manna
á víkingaöld eru úr gröfum þeirra á
Noröurlöndum, því aö þar sem
þeir settust aö í öðrum löndum
tóku þeir fljótlega upp búnaö
heimamanna, til aö skera sig síöur
úr og vekja andúö. Sundurgerð-
armenn í klæöaburöi hafa víking-
arnir ekki verið, og þaðan af síöur
konur þeirra. Föt þeirra eru mjög
einföld í sniöum og hafa verið
mjög þjál og þægileg. Hnappar og
krókar þekktust ekki, en flíkurnar
voru teknar saman meö böndum
eöa nælum.
Konur víkinga klæddust venju-
lega dragsíðum undirkjólum úr
þunnu efni og höföu yfir nokkurs