Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 28

Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 28
108 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Gamla Bíó, sem fyrst var til húsa í Fjala- kettinum. Að vísu höfðu Reykvíkingar átt kost á því frá árinu 1903 að horfa nokkrum sinnum á kvikmyndir í Iðnó og Bárunni. Sem dæmi um hversu við íslend- ingar höfum þó ver- ið fljót til að taka upp þennan sið og hversu sjaldgæf fyr- irbrigði kvik- myndahús voru um þetta leyti, má geta þess, að þá voru að- eins þrjú kvik- myndahús í Kaup- mannahöfn og öll í litlum salarkynnum. Fór ekki í bíó, ef ákveðið sæti var ekki laust A fyrstu dögum kvikmyndanna um 1895 töldu flestir þessa nýjung eiga litla framtíð fyrir sér og að „fólk yrði fljótt leitt á þessu“ En það fór fljótt þannig, að kvik- myndasýningar urðu með vinsælli skemmt- unum almennings, og það hefur haldist allt fram til dagsins í dag. Fyrsta kvikmynda- húsið sem tók upp daglegar kvikmynda- sýningar hérlendis var stofnað 2. nóv- ember 1906. Það var Ljósm. ól. K. Magnússon. „Loksins hættir þetta helvíti“ Húsið þótti henta mjög vel til hljómleikahalds og varð brátt aðalhljómleikahús bæjarins. Þar hafa komið fram margir lista- menn, innlendir og erlendir og sumir heimsfrægir og margt af okkar þekktasta listafólki hefur einmitt komið fyrst fram á sviði Gamla Bíós. Bíó-Petersen skrifar nokkrar endurminningar frá fyrstu árum kvikmyndasýninga hérlendis í af- mælisrit Gamla Bíós, er bíóið varð 40 ára 1946. Segir hann þar m.a.: „Margir kunnir Reykvíkingar voru frá byrjun fastir gestir, og sumir þeirra sátu alltaf í ákveðn- um sætum, t.d. Th. Thorsteinsson kaupmaður, sem sat alltaf á aft- asta bekk, næst sýningarklefan- um, Klemens Jónsson landritari, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, Lúðvík Hafliðason kaupmaður o.fl. Attu þessir menn það sameig- inlegt með fjölda annarra, að þeir höfðu strax frá byrjun áhuga fyrir þessari nýju tegund dægrastytt- ingar. En svo voru aftur aðrir, sem litu þetta öðrum augum. Það var venja, að daginn áður en skipta átti um myndir, voru límdir yfir auglýsingaspjöldin miðar, sem á var letrað: „I síðasta sinn“. Og það kom oft fyrir, að ég heyrði fólk, sem stóð við þessi auglýs- ingaspjöld segja: „Auðvitað gat þetta ekki gengið til lengdar", eða: „Loksins hættir þetta helvíti". Framboðsfundir voru ekki síður stór liður i starfsemi Gamla biós fyrr á árum. Þessa mynd tók ólafur K. Magnússon ljósm. Mbl. 1959 á framboðs- fundi Sjálfstæðisflokksins. Framarlega á myndinni má sjá Bjarna heitinn Benediktsson og Geir Hallgrímsson núverandi formann flokksins. „Vaktir til lífsins með Hoffmannsdropum“ Ef sýndar væru nú myndir þær, sem þóttu framúrskarandi góðar 1906, myndu þær líklega eingöngu kalla fram brosið hjá áhorfendum. En þrátt fyrir það, hve öll tækni var léleg um þær mundir eru margir, sem enn muna eftir t.d. myndunum „Vendetta" og „Nauta- - NÚ BIÐJA MENN í MESTA LAGI UM „AFTARLEGA FYRIR MIÐJU“ Fr. Warburg stórkaupmaður í Kaupmannahöfn var upphafsmað- ur að stofnun Gamla Bíós. Hann keypti öll nauðsynleg áhöld til kvikmyndasýninga, ásamt lítilli rafstöð, er var knúin af olíu- hreyfli. í þá daga voru aðeins örfá hús í Reykjavík er höfðu raflagnir. Sumarið 1906 sendir Fr. Warburg danskan mann, Albert Lind, til Islands með tækin. Hentugur sýn- ingarsalur var fenginn í Fjala- kettinum við Aðalstræti. Salurinn var leigður til tíu ára og mánað- arleg leiga 50 kr. í salnum voru nær 300 sæti og flest á lausum bekkjum, gengið var inn í bíóið frá Bröttugötu. Verð aðgöngumiða 15—35 aurar Fyrirtækið hlaut í byrjun nafn- ið „Reykjavíkur Biograftheater", sem styttist brátt í daglegu tali í „Bíó“. Leyfið til sýninganna gaf Halldór Daníelsson bæjarfógeti og var sýningargjald þá 2 kr. á kvöldi, eða 720 kr. á ári. Rann fé þetta í fátækrasjóð. Verð aðgöng- umiða var ákveðið 15, 25 og 35 aurar og sýningarskrá 5 aurar. Hver sýning var samsett af 6—8 smámyndum og stóð í um 45 mínútur. Alfred Linn réð P. Petersen strax til aðstoðar við stjórn kvik- myndahússins. Petersen er kunn- ari íslendingum undir nafninu Bíó-Petersen og var hann kallaður það í daglegu tali. Hann tók síðan alfarið við stjórn bíósins 1907 og við andlát Warburg stórkaup- manns 1913 keypti hann öll tæki af dánarbúinu fyrir 8.050 kr. og þótti það verð mjög hátt á þeim tíma. Bíó-Petersen fékk síðan til- skilin leyfi og starfrækti bíóið allt til 1. janúar 1940. 1912 byrjar Nýja Bíó kvik- myndasýningar í sal í Hótel Islandi, bíóið í Bröttugötu var þá af almenningi kallað Gamla Bíó og hefur það nafn haldist síðan. Salarkynnin f Fjalakettinum urðu brátt of þröng og 1924 kaupir Bíó-Petersen lóð við Ingólfsstræti og byrjað er að vinna að byggingu hins nýja kvikmyndahúss 13. sept. 1925. Bíó-Petersen fékk Einar Erlendsson arkitekt, síðar húsa- meistara ríkisins, til að teikna húsið og fóru þeir vítt og breytt um Norðurlönd, England og víðar til að kynnast svipuðum húsum og byggingarstíl. Fyrsta sýningin var haldin í Gamla Bíói við Ingólfsstræti 2. ágúst 1927 og þótti húsið mjög glæsilegt, enda hafði ekkert verið til sparað að gera það eins vandað og vistlegt og föng voru á. í húsið voru sett nýtízku hitunar- og lofthreinsunartæki. Þá var það algjör nýjung, að gólf voru lögð gúmdúkum. Það mátti einnig telja til nýjunga þá, sem nú tíðkast víða, að hægt var að hafa lýsingu í kvikmyndasalnum óbeina. IJÚHm. Mbl. RAX Hafliði Halldórsson og Hilmar Garðarsson, en þeir reka Gamia bió i dag. Innréttlngarnar eru lléstar þær srtmu o* voru I húanæAI blúeina I Ingólfsetræti. þegar opnað var þar. Þar á meðal er þetta afgreiðeluborð sem stóð þar til lyrir skemmstu I aðalanddyri bióslnB, en er nú inn af hliðarsvölunum. Ljósm. Mbl. Emilla. , Ljtism. Mbl. RAX Olafur Árnason sýningarstjóri hjá sýningarvélum biósins. Hér var Gamla bió upphaflega stofnað, I Fjalakettinum og starfaði þar fram tll ársins 1927, er sýnlngar voru hafnar I núverandi húsnæði við Ingólfsstræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.