Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 15

Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR47. APRÍL 1980 15 Nefndarálit sjálfstæðismanna um skattamál — síðari hluti: Ríkisstjórnin heldur öllum vinstri stjórnar sköttum og bætir nýjum álögum við næstum daglega HÉR fer á eftir síðari hluti ncfndarálits þess, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar lögðu fram í fyrradag um skatta- mál. Fyrri hluti þess birtist í Morgunblaðinu í gær: Skattahækkanir nú- verandi ríkisstjórnar Mörgum þótti nóg um gífur- legar skattahækkanir vinstri stjórnarinnar þá þrettán mánuði sem hún sat að völdum frá hausti 1978. í kosningabaráttunni í vetur var það eitt af grundvallarstefnu- miðum Sjálfstæðisflokksins að af- nema alla vinstristjórnarskattana og leggja tekjuskattinn niður sem almennan launaskatt. Núverandi ríkisstjórn hefur far- ið alveg öfuga leið. Hún viðheldur öllum vinstristjórnarsköttunum og bætir álögum á þjóðina næst- um daglega. Hún ber ábyrgð á að söluskatts- og vörugjaldshækkun- in, sem ákveðin var í fyrrahaust, leggur á þessu ári 15 milljörðum króna meiri skattaálögur á al- menning en í fyrra. Hún heimilar sveitarfélögum að leggja á að giska 4—5 milljarða aukaútsvar á skattborgarana. Hún bætir 2—3 milljörðum við tekjuskatta ein- staklinga ofan á hækkun vinstri stjórnarinnar og leggur á nýtt „orkujöfnunargjald" sem eykur skattbyrðina um 6 milljarða. Aukaskattreikningur hennar eftir rúmlega tveggja mánaða setu lítur því þannig út: Millj. kr. 1. Hækkun á vörugjaldi og söluskatti ................... 15 000 2. Hækkun útsvara ............. 4 500 3. Hækkun tekjuskatta ......... 2 500 4. „Orkujöfnunargjald ......... 6 000 Samtals 28 000 Við þetta mætti bæta áfram- haldandi okurskattlagningu á bensín, hækkun flugvallagjalds o.fl., o.fl. Núverandi ríkisstjórn ber því ábyrgð á meira en helmingi þeirr- ar auknu skattbyrði sem lagst hefur á skattborgarana frá haust- inu 1978. Á tveimur mánuðum hefur hún slegið skattamet vinstri stjórnar sem var 13 mánuði við völd. Skattastefna Sjálfstæðisflokksins Við fulltrúar þingflokks Sjálf- stæðisflokksins í fjárhags- og viðskiptanefnd Ed. erum þessari skattastefnu algerlega andvígir. Fyrr í vetur fluttum við brtt. um skattstiga ásamt fulltrúa Alþýðu- flokksins í nefndinni. Þær tillögur fólu í sér rúmlega 7 milljarða króna skattalækkun og voru áfangi á þeirri leið að afnema tekjuskatt af almennum launa- tekjum. Þeirri stefnu hefur verið haldið fram af sjálfstæðis- mönnum í áratugi og hefur hún nú hlotið víða hljómgrunn, m.a. í Alþýðuflokknum. Þessar tillögur voru felldar í Ed. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni flytjum hér enn breytingartillögur við þetta frumvarp, sem fela í sér eftirfarandi meginstefnu: 1) Að álagning tekju- og eignar- skatta sé sú sama eða sem hliðstæðust og var 1978 eftir þeim lögum sem sjálfstæðis- menn báru þá ábyrgð á. 2) Að afturvirk aukning tekju- og eignarskatta einstaklinga og félaga, sem vinstri stjórnin lagði á, sé afnumin, en þessir skattar hafa verið lagðir á í einu eða öðru formi síðan haustið 1978 og felast í till. 1. minni hl. fjárhags- og við- skiptanefndar. .KbnBl^u^ ansBmaboBÍ 3) Að tekjuskattar til ríkisins lækki sem svarar hækkun á útsvörum sem heimiluð var nú fyrir skömmu. Við undirritaðir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í fjárhags- og viðskiptanefnd teljum að allir þingmenn, sem kosnir voru á Alþingi af listum sjálfstæð- ismanna, hafi skuldbundið sig til að fylgja slíkri meginstefnu í álagningu tekju- og eignarskatta, enda lítum við svo á að hér sé um lágmarksskref að ræða í þá átt að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur. Nánari grein fyrir breyt- ingartillögum sjálf- stæðismanna á þskj. 315 Lagt er til að tekjuskattsstigar einstaklinga verði þannig: 25% af fyrstu 4 000 000 kr. 35% af næstu 4 000 000 kr. 45% af hærri tekjum en 8 000 000 kr. Barnabætur verði sem hér segir: Með fyrsta barni 150 000 kr. Með hverju barni umfram eitt 215 000 kr. Fyrir börn yngri en 7 ára verði barnabæturnar 65 000 kr. hærri. Barnabætur með börn- um einstæðra foreldra er lagt til að verði 280 000 kr. með hverju barni. Persónuafsláttur verði 525 000 kr. á einstakling. Þetta þýðir. 7.2 milljörðum kr. lægri tekjuskatta einstaklinga heldur en breytingartillaga 1. minni hl. fjárhags- og viðskipta- nefndar gerir ráð fyrir. Hækkun fyrsta skattþrepsins léttir 5 000 millj. kr. tekjuskattsbyrði af gjaldendum umfram tillögur 1. minni hl. nefndarinnar og síðasta skattþrepið 2 200 millj. kr. Skattalækkun einstaklinga yrði skv. þessum tillögum 12% og hjóna 17%, en meðaltalslækkunin yrði 16,4%. Eftir að heimild var samþ. um 10% álag á útsvar eru tekjur, sem skattlagðar eru í efsta skattþrepi, skv. till. 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar, þ.e.a.s. 50%, skattlagðar þannig að af hverjum 100 kr. fara 64.80 til ríkis og sveitarfélaga. Þessi háa skattprósenta sund- urliðast þannig: Tekjuskattur með álagi til byggingarsjóðs ...........50.-5% Útsvar ........................12.1% Kirkjugarðsgjald .............. 0.2% Sj úkratryggingagj............. 2.0% 64.8% Með slíkri skattlagningu er stórlega verið að draga úr fram- taki almennings, og það getur varla verið hugmynd þeirra sem ráða skattstefnunni. Skárra er að afla fjár í ríkissjóð með neyslu- sköttum, að svo miklu leyti sem þörf er á, heldur en tekjusköttum sem keyra svo úr hófi. Því er lagt til í till. okkar að efsta skattþrepið verði ekki hærra en 45%, þótt æskilegt sé að jafnarskattur sam- tals fari ekki yfir 50% af tekjum. Um eignarskatta er gerð sú tillaga, að þeir verði eins og 1978 að því er varðar einstaklinga. Sem fyrsti áfangi í lagfæringu eignar- skatts félaga er lagt til að hann verði frádráttarbær fcá tekju- skatti. Vegna breytinga á árs- uppgjöri félaga má búast við verulegri hækkun eignarskatta þeirra, og hlýtur að koma til athugunar að breyta þessari skattheimtu, þar sem hún mun nánast óþekkt annars staðar «n hér á landi og er því til þess fallin að draga úr samkeppnishæfni íslenskra atvinnuvega (sjá bréf frá Verslunarráði íslands, þskj. 3); Þær breytingar, sem hér eru lagðar til um lækkun tekjuskatta félaga og eignarskatta einstakl- inga, má áætla að dragi úr tekjum ríkissjóðs um 2 500 millj. kr. Heildartekjutap ríkissjóðs vegna þessara breytingartillagna er því um 9 700 millj. kr. Þegar haft er í huga, að meiri tekjuhækkun almennings milli ára gæti fært ríkissjóði 2—3 milljarða upp í þessa lækkun, ætti að vera unnt að finna leiðir til þess að skera niður útgjöld um 6—7 milljarða króna til þess að þoka skattheimtunni í framan- greinda réttlætisátt. Við undirrit- aðir erum reiðubúnir til samstarfs um slíkan niðurskurð, enda teljum við útilokað að leysa fjárhags- vanda ríkissjóðs með skattahækk- un ofan á skattahækkun oft á ári, eins og gerst hefur undanfarin ár. Aukasending ★ Aukasending Vegna gífurlegrar eftirspurnar höfum við fengið 75 bíla aukasendingu af hinum glæsilega og vandaða Polonez til afgreiðslu í næsta mánuði. PDLDNEZ Ekkert venjulega glæsilegur vagn á ótrúlega hagstæöu verði. ☆ 5 dyra ☆ 4 gíra alsamhæfur ☆ Fallega taubólstruð sæti ☆ Teppa- lagður ☆ Rafmagnsrúðusprautur og þurrkur framan og aftan ☆ Snúnings- hraðamælir ☆ Klukka ☆ Olíuþrýsti-, þensín- og vatnshitamælar ☆ Aövör- unarljós fyrir handbremsur og innsog o.fl. ☆ Diskabremsur á öllum hjólum ☆ Tvöfalt bremsukerfi ☆ Bremsujafnari ☆ 1500 cc vél 83 ha sa ☆ Rafmagns- kælivifta ☆ Yfirfalkskútur ☆ Tveggja hraða miðstöð og gott loftræstikerfi ☆ Halogen-þokuljós ☆ Bakljós ☆ Höfuð- púöar ☆ Rúllu-öryggisbelti ☆ Viö viljum minna öryrkjaleyfishafa á aö hafa samband viö okkur sem fyrst. POLDNEZ hefur góöa aksturs- eiginleika, léttur i stýri og liggur vel á slæm- um vegum. Sýningarbíll á staðnum — Komið, skoðið og gerið góð kaup. Vinsamega staðfestið pantanir. FlAT EINKAUMBOO Á ISLANOI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SlÐUMÚLA 35. SÍMI 85855. .umnu^i Ou magmbnðlBi 10 'inrf i. » f ni'j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.