Morgunblaðið - 17.04.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
19
Grétar Norðfjörð:
Veist þú hvar
barnið þitt er?
Fjöldi foreldra veit lítið um
hvað börn þeirra aðhafast þeg-
ar þau eru fjarverandi frá
heimilinu. Sem betur fer er
þetta þó ekki alfarið. Hver
kannast ekki við þegar barnið
biður um leyfi að fá að dveljast
á heimiii vinar eða vinkonu
næturlangt. Þetta er tekið gott
og gilt án þess að kanna það
nánar. Er þetta ein algengasta
leið barna og unglinga til þess
að sleppa undan eftirliti for-
eldra sinna. Um efni þetta væri
hægt að rita langt mál.
Notkun vímugjafa meðal ungl-
inga er nú algengari en nokkru
sinni fyrr. Ekki er óalgengt að
börn og unglingar verði ofurölvi
í ókunnugum húsakynnum án
minnstu vitundar foreldra.
Fjöldi barna og unglinga
ganga um borg og baei, brjótast
inn, rupla og vinna skemmdar-
verk á eignum einstaklinga,
borgar og bæja svo og ríkisins
fyrir tugi, eða hundruð milljóna
króna á ári.
Foreldrar verða fyrst og
fremst að gæta barna sinna,
leiðbeina þeim inná rétta braut
samkvæmt okkar þjóðskipulagi.
Ef þau ráða ekki við börn sín er
rétt að leita aðstoðar ábyrgra
aðila í hverju einstöku tilfelli.
Grétar Norðfjörð
Byggðarlagsnefnd I, J.C. Vík í
Reykjavík hefur sýnt sérstakan
skilning á þessu vandamáli. Eru
þær ágætu konur sem nefndina
skipa að vinna að verkefninu
„æskan og afbrotin". í leit að
hugsanlegri lausn þessa vanda
hafa þær leitað til unglinganna
sjálfra ef þeir kynnu að vita
hvar lausn þessa vanda liggur.
Veit ég að allir sem hlut eiga að
máli færa þeim bestu þakkir
fyrir framlag þeirra.
Á Snerru-lofti í Mosfellssveit stendur nú yfir sýning á 15
steinborðum eftir Martein Davíðsson. Eru þau gerð úr völdu íslenzku
grjóti og í ýmsum stærðum og gerðum. Sýningin verður opin næsta
hálfa mánuðinn á venjulegum verzlunartíma, en auk þess eftir pöntun
fyrir hópa og má þá hafa samband við verzlunina.
Félag ísl. bókaverzlana:
Efnir til bamabóka-
viku 17.—26. apríl
FÉLAG íslenzkra bókaverzlana
gengst í vikunni fyrir sérstakri
barnabókaviku og er tilgangur
hennar að kynna fullorðnum
barnabækur og vekja athygli á
þeim m.a. til sumargjafa og
verður dagana 17.—26. apríl
veittur 10% afsláttur á barnabók-
um í bókaverzlunum landsins.
Að sögn Guðmundar Si-
gmundssonar hjá Bókabúð Braga,
sem sæti á í undirbúningsnefnd
barnabókavikunnar, er tilgangur-
inn einnig að reyna að dreifa
bóksölunni á aðra árstíma en rétt
Þjóðhátíð-
arnefnd
BORGARRÁÐ hefur tilnefnt í
þjóðhátíðarnefnd eftirtalda menn:
Jón Karlsson, Hilmar Svavarsson,
Þórunni Sigurðardóttur, Ómar
Einarsson og Þórunni Gestsdótt-
ur.
fyrir jólin. Sagði hann að bóka-
verzlunum og útgefendum væri oft
legið á hálsi að halda ekki fram
bókum sínum nema í desember
þegar jólainnkaup stæðu yfir og
ætti nú að gera tilraun til að flytja
bóksölu yfir á aðra árstíma og
hvetja fólk til að gefa bókum
gaum þá. Hefði verið ákveðið að
efna til slíkrar barnabókaviku og
þær m.a. orðið fyrir valinu vegna
þess að margir héldu i þann gamla
sið að gefa sumargjöf og væri
ætlunin að halda fram barnabók-
um í því skyni, m.a. með því að
veita 10% afslátt á öllum barnab-
ókum. Sagði Guðmundur að bóka-
verzlanir myndu gera sér far um
að hafa sem mest úrval af barnab-
ókum þessa daga og kynna þær
með einhverjum hætti. Kvað hann
bókaverzlanirnar hafa verið í
sambandi við útgefendur og væri
afslættinum skipt jafnt niður á
verzlanir og útgefendur. Taldi
hann ekki útilokað að til slíkrar
barnabókaviku yrði efnt að nýju
tækist hún vel að þessu sinni.
BARNABÓKAVIKAN 17.-26. APRÍL:
Oscar Clausen
M hugstim viÓ
sérstaklega
til bantanna!
10 X afsláttur af öllum barnabókum!
í Bamabókavikunni bjóðum við öll
ifnum barnabókum í Barna-
Foreldrar, leyfið börn-
sér skemmtilegar bæk-
afir í Barnabókavik-
gerði jafnan tvö handrit — drög
og hreinritun. Einnig skráði
hann öll gögn Fangahjálpar
sinnar mjög vandlega og skrifaði
öll bréf hennar með eigin hendi.
Hann hafði snotra rithönd, en
var á síðari árum nokkuð
skjálfhentur og þá aðallega fyrrt
hluta dags að eigin sögn.
Oscar vann heilshugar að sér-
hverju verki, sem hann tók sér
fyrir hendur, en hann var óspar
á lof og þakklæti í garð þeirra
mörgu ágætismanna er réttu
honum hjálparhönd. Nefndi
hann þá helst Bjarna Bene-
diktsson ráðherra og Valdimar
Stefánsson saksóknara, en vin-
áttu þeirra mat hann mjög og
andlát þeirra beggja liðlega sex-
tugra urðu honum mikil áföll.
En Oscar var alla tíð einlægur
trúmaður, náði sér fljótt eftir
ágjöf, sneri sér með auknum
afköstum að verkefnunum og
sætti sig við þau örlög, sem
honum voru búin.
Oscar Clausen hafði löngum
samband við alþjóðasamtök
fangahjálpa og sótti þing þeirra
víðsvegar um heim allt fram á
níræðisaldur. Vakti árangurinn
af starfsemi hans hér á landi
verðskuldaða athygli og aðdáun
erlendis og um skeið mátti telja
hann heimsmetshafa í að ná
árangri við að byggja upp brota-
menn og gera þá að nýtum
þjóðfélagsþegnum.
Þarflaust mun að óska þessum
háaldraða mannvini góðrar
heimkomu með því líferni hans
og starf hefur eflaust tryggt
honum ódauðleika. H.F.
— Minningarorð
Mannvinurinn og rithöfundur-
inn Oscar Clausen, sem lést 9.
apríl 93 ára að aldri, var það vel
þekktur að ekki er ástæða til að
tíunda æviatriði þessa athafna-
sama manns hér, enda var þeim
gerð góð skil í grein Sveins heit.
Benediktssonar hér í blaðinu
hinn 6. febrúar 1977, daginn
áður en Oscar varð níræður.
„Ég hef aldrei þurft að öfunda
nokkurn mann“ sagði Oscar
Clausen við Morgunblaðið í til-
efni áttræðisafmælisins fyrir
rúmum þrettán árum. Þessi um-
mæli lýsa hugarfari Oscars heit-
ins einstaklega vel. Hann var
þannig gerður, a.m.k. síðustu
rúma þrjá áratugina, eftir að
hann lagði verslunarstörf á hill-
una og helgaði sig algjörlega
ritstörfum og fangahjálp, að
hann gerði engar þær kröfur til
lífsins að hann þyrfti neitt af
öðrum að hafa eða öfundast út af
velgengni annarra.
Þessa áratugi voru lifnaðar-
hættir hins nægjusama einsetu-
manns mjög til fyrirmyndar og
gengu nærri því fordæmi, sem
séra Friðrik Friðriksson setti, en
Oscar stundaði latínunám hjá
honum aldamótaárið. Löngum
setti hann svip á miðþorg
Reykjavíkur meðan hann bjó í
Vallarstræti og Bankastræti,
mætti árla í morgunkaffi á
Hótel Borg og eignaðist þar
marga vini og stuðningsmenn í
starfi, hélt sitt stúkuheit frá
æskuárum án þess að vera ofsa-
fenginn eða amast við venjum
annarra, lifði mestmegnis á
skyri og súrmjólk og nýtti af-
raksturinn af ritstörfum sínum
til að miðla öðrum, sem mætt
höfðu mótlæti í lífinu.
Oscar Clausen skrifaði um
þrjá og hálfan tug bóka og vann
að þeim á síðkvöldum ýmist
heima hjá sér eða á Landsbóka-
safninu meðan það var opið.
Aldrei notaði hann ritvél, en