Morgunblaðið - 17.04.1980, Side 22

Morgunblaðið - 17.04.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 Löngu striði lokið Síðasta nýlenda í Afríku fær Breta Salisbury, 16. apríl. AP KARL Bretaprins kom til Rhódesiu í dag til að vera viðstaddur þegar síðasta nýlenda Breta í Aíríku fær sjálfstæði. Tuttugu og eitt fallbyssuskot var skotið honum til heiðurs, herþotur flugu jfir höfði honum og innfæddar konur dönsuðu fyrir framan hann. Aður hafði lögreglan slegið hring um flugvöllinn og gert umfangsmiklar öryggisráðstafanir. Móttökuathöfninni stjórnaði skæruliðaleiðtoginn Robert Mug- abe sem verður fyrsti forsætis- ráðherra hins nýja ríkis er mun kallast Zimbawe þegar það fær sjálfstæði á miðnætti á morgun. Meðal annars stórmennis sem kom í dag til að vera við hátíða- höldin voru Muhammed Zia hershöfðingi, forseti Pakistans, og Malcolm Fraser, forsætisráð- herra Astralíu. Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, lagði einnig af stað frá nýju Delhi til að mæta við athöfnina. Sovézk sendinefnd undir for- ystu Sharaf R. Rashidov, auka- fulltrúa í stjórnmálaráði komm- únistaflokksins, kom til Salisbury í gær. Seinna í dag var væntanleg sendinefnd frá Bandaríkjunum undir forsæti Averell Harriman. Andrew Young, fyrrum sendi- herra hjá SÞ, er einnig í nefnd- inni. Alls er von á um 100 erlendum sendinefndum. Beiskja stríðsins virðist óðum að hverfa í kjölfar sáttfúsra yfirlýsinga Mugabes sem aðhyll- ist sósíalisma sem er að nokkru leyti undir áhrifum frá marxisma. Hann segir að sex milljónir blökkumanna vilji að 250.000 hvítir landsmenn verði um kyrrt í landinu og dafni þar. Hann hefur einnig forðazt að koma á ríkis- sósíalisma. Brezki landstjórinn, Soames lá- varður, hefur boðið Karli prins til kvöldverðar og borðdama hans verður 28 ára gömul ljóshærð Rhódesíustúlka, Barbara Travers, vinoka Soames-fjölskyldunnar. Þessi „Öskubuska" Rhódesíu sagði fréttamönnum að hún væri „ha- mingjusamasta stúlkan í Rhó- desíu". Yiðræður teknar upp um Gíbraltar Gíbraltar. 16. apríl. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Spán- ar, Marcelino Oreja, skýrði utan- rikisnefnd neðri deildar spænska þingsins frá því i dag, að Spán- verjar og Bretar hefðu í fyrsta skipti orðið ásáttir um að hefja samningaviðræður til þess að - leysa Gíbraltar-deiluna. Oreja sagði að í viðræðunum yrði fjallað um allar hliðar deilunnar, þar sem deiluaðilar hefðu ákveðið að jafna allan ágreining sinn í Gíbraltar-málinu. Hann lauk lofsorði á utanríkis- ráðherra Breta, Carrington lávarð, sem hann ræddi við í Lissabon í síðustu viku, fyrir að hafa „pól- itískt hugrekki til þess að horfast í augu við Gíbraltar-málið“. Hann sagði að Carrington væri fyrsti brezki utanríkisráðherrann, sem viðurkenndi nauðsynina á lausn málsins með samningaviðræðum. Spánverjar rufu samgöngur og fjarskipti við Gíbraltar, þar sem 25.000 manns búa, 1969, þegar Bretar höfðu hundsað ályktun SÞ frá því árið áður um að leggja bæri niður nýlendustjórn í Gíþraltar. Oreja sagði, að nú hefði verið samþykkt að opna aftur sambandið milli Gíbraltar og Spánar, en tók fram að þar með væri ekki sagt að ástandið færðist aftur í sama horf og fyrir 1969 þegar spænskir verka- menn hefðu tekið þátt í að auka velsæld nýlendunnar án þess að fá nokkur réttindi í staðinn eða að búa í Gíbraltar. Oreja sagði, að Spánarstjórn ítrekaði þá afstöðu sína að nauðyn- legt væri að stefna að því lokatak- marki að Spánverjar næðu aftur yfirráðum yfir nýlendunni. Hann kvað Spánverja reiðubúna að við- urkenna réttindi Gíbraltarbúa og ábyrgjast lögmæta hagsmuni þeirra, menningarlega sérstöðu og Schmidt til Moskvu ________ '_______66 99 snemma 1 sumar Garri Kasparov Yngsti stór- meistarinn Moskvu, 16. aprfl. AP. SOVÉZKUR námsmaður, Garri Kasparov tryggði sér á þriðjudag stórmeistaratitil i skák sam- kvæmt frétt frá Tass. Er hann yngsti stórmeistari heimsins en hann varð 17 ára á sunnudaginn. Kasparov náði áfanganum á skákmóti í Baku í Armeníu, en hann er talinn líkleg- ur sigurvegari í mótinu. Kasparov er talinn einn efnilegasti skák- maður heimsins í dag. Gegn ÓL Bonn. 16. apríl. AP. HELMUT Schmidt kanslari skor- aði í dag á ólympíulið Vestur- bjóðverja að sýna samstöðu með handarískum íþróttamönnum sem samþykktu að taka ekki þátt í Moskvu-leikunum. Hann sagði í boði með vetraról- ympíukeppændum að leikarnir gætu aðeins farið fram á friðartímum. „Það er komið undir Rússum að breyta ástandinu þannig að allir íþróttamenn geti keppt," sagði hann. Bonn, 16. april. AP. HELMUT Schmidt kanslari fer sennilega i fyrirhugaða heim- sókn sína til Moskvu í sumar að sögn stjórnartalsmanns i dag. Ferðinni hafði verið frestað vegna kala i sambúð austurs og vesturs. Klaus Bölling, aðaltalsmaður stjórnarinnar, sagði að sendi- herra Rússa, Vladimir Semyonov, hefði spurt Vestur-Þjóðverja fyrir nokkrum dogum hvort kanslaranum hentaði að koma til Moskvu í sumar. Samkvæmt heimildinni fer kanslarinn snemma i júni. En staðgengill Böllings, Armin Grunewald, sagði seinna að engin dagsetning hefði verið ákveðin, þótt heim- sóknin yrði sennilega farin „snemma í sumar“. Þar með gæti Schmidt gefið Carter forseta og öðrum vestræn- um stjórnarleiðtogum, sem sitja leiðtogafund um efnahagsmál 22.-23. júní í Feneyjum, skýrslu um heimsóknina. Grunewald sagði að heimsóknin yrði farin „innan ramma sam- skipta austurs og vesturs" og dag- setning yrði aðeins ákveðin að höfðu samráði við bandamenn Vestur-Þjóðverja, þar á meðal Bandaríkjamenn. Áður hafði verið tilkynnt að Schmidt hefði rætt í síma við Carter og Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseta und- anfarna daga og ekki er ólíklegt að heimsóknina hafi borið á góma. Þetta verður liklega fyrsta Moskvu-heimsókn vestræns stjórn- arleiðtoga eftir innrás Rússa í Afganistan. Leonid Brezhnev for- seti bauð Schmidt í heimsóknina þegar hann var í Bonn í maí 1978 og gert var ráð fyrir að Schmidt færi skömmu eftir síðustu áramót en innrásin breytti því. Austur- þýzki kommúnistaleiðtoginn Erich Honecker aflýsti jafnframt fyrir- huguðum fundi með Schmidt. Heimsóknin mun draga úr erfið- leikum sem kanslarinn á við að stríða í flokki sósíaldemókrata á kosningaári. Herbert Wehner og aðrir áhrifamiklir flokksleiðtogar vilja viðhalda sambandi við Rússa af ótta við að slökunarstefnan og bætt sambúð við Austur-Þjóðverja komist í hættu. En Bandaríkja- menn, kristilegir og frjálsir demó- kratar hvetja til aukinnar sam- stöðu Vesturlanda í Afganistan- málinu. Kanslarinn getur bent á heim- sóknina til marks um áhuga sinn á Armstrong heiðraður New Orleans. 16.apríl. AP. BORGARYFIRVÖLD í New Or- leans hafa opnað almennings- garð sem er helgaður jazz-tónlist og minningu færasta trompett- blásara hennar, Louis heitins Armstrong við hliðina á hinu gamla Congo-torgi þar sem dans þrælanna sáði fræjum jazzins. Ekkja Armstrongs, Lucille, af- hjúpaði bronsstyttu af Armstrong þar sem hann heldur á trompett og vasaklút og brosir kankvíslega. A eftir var haldinn sjö tíma „jam session", þar sem fram komu meðal annarra Count Basie, Dave Brubeck, Lionel Hampton, A1 Hirt og Allen Toussaint. Við tekur tveggja vikna jazz- hátíð. lífsvenjur. Það eina sem Spánverj- ar gætu ekki, væri að viðurkenna að þeir hefðu rétt til að afsala fullveldi Gíbraltar sem þeir ættu ekki. Bretar hafa iðulega sagt að deiluna sé ekki hægt að leysa án þess að taka tillit til óska Gíbralt- arbúa sjálfra. Bretar tóku Gíbralt- ar herskildi 1704 og Spánverjar afsöluðu sér höfðanum níu árum síðar um Utrecht-samningnum. Hollendingar sýna „Dauða prinsessu“ Amsterdam. 16. apríl. AP. HOLLENSKA sjónvarpið sýndi í dag „Dauða prinsessu“ á bezta tíma þrátt fyrir mótmæli frá stjórn Saudi Arabiu sem sagði að myndin væri móðgun við islam. Khaled konungur bað Andries van Agt forsætisráðherra að koma í veg fyrir sýninguna, en stjórn sjónvarpsins samþykkti aðeins nokkrum klukkustundum áður en sýningin átti að hefjast að leyfa hana með 19 atkvæðum gegn 7. Van Agt, sem er í Jakarta, kvaðst harma sýningu myndarinn- ar en sagði að samkvæmt hollenzk- um lögum hefði stjórn landsins ekki völd til að taka fram fyrir hendurnar á sjónvarpi og útvarpi. áframhaldi slökunarstefnu á sama tíma og stjórnin hafi til athugunar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn írönum og styðji þá stefnu að hætt verði við þátttöku í Ólympíuleikun- um í Moskvu. Þetta gerðist 1979 * Fyrstu kosningar um meirihlutastjórn blökkumanna í Rhódesíu. 1977 — Kona Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sektuð fyrir brot á gjaldeyrislögum. 1975 — Kommúnistar taka Phnom Penh og borgarastríði lýk- ur í Kambódíu. 1971 — Egyptaland, Sýrland og Líbýa undirrita samning um sam- einingu. 1969 — Sirhan B. Sirhan dæmdur fyrir morðið á Robert Kennedy öldungadeildarþingmanni — Al- exander Dubcek vikið úr stöðu aðalritara kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu. 1%3 — Egyptaland, Sýrland og Irak samþykkja að sameinast. 1961 — „Svínaflóa-innrásin" í Kúbu fer út um þúfur. 1945 — Kunngert að Japanir hafi misst rúmlega 200 flugvélar á einum degi í sjálfsmorðsárásum í orrustunni um Okinawa. 1941 — Uppgjöf Júgóslava fyrir Þjóðverjum. 1897 — Tyrkir segja Grikkjum stríð á hendur. 1895 — Kínverjar og Japanir viðurkenna sjálfstæði Kóreu með Shimonoseki-sáttmálanum — Kínverjar opna sjö nýjar hafnir og láta af hendi Formósu, Port Arth- ur og Liao Tung-skaga við Japani. Æfingar Napoli, 16. apríl. AP. LIÐSAFLI frá níu NATO ríkjum tekur þátt i æfingum bandalags- ins í næsta mánuði í Austur- og Mið-Miðjarðarhafi („Dawn Pat- rol 80“). Harold E. Dhear aðmíráll, yfir- maður liðsafla NATO í Suður- Evrópu, sagði að þessar árlegu æfingar ættu að sýna getu NATO til að koma í veg fyrir árás á suðurvængnum. Hann sagði að æfingarnar hefðu verið ákveðnar löngu fyrir síðustu atburði í íran og Afganistan og tímasetning þeirra stæði í engu sambandi við þá atburði. 17. april 1839 — Lýðveldi stofnað í Guate- mala. 1521 — Marteinn Lúther bann- færður á Worms-þinginu. 1492 — Ferdinand af Spáni sam- þykkir að standa straum af kostn- aði við landafundaferð Kristófers Kólumbusar. Afmæli — Henry Vaughan, enskt skáld (1622-1695) - J. Pierpont Morgan, bandarískur fjármála- maður (1837—1913) — Nikita Krúsjeff, sovézkur stjórnmálaleið- togi (1894-1971). Andlát — 1711 Jósef keisari I — 1790 Benjamin Franklin, stjórn- málaleiðtogi. Innlent — 1298 d. Árni bp Þor- láksson (Staða-Árni) — 1793 Ólaf- ur Stephensen leysir Skúla fógeta frá embætti — 1923 Magnús Jónsson fjármálaráðherra biðst lausnar — 1939 Þjóðstjórnin mynduð — 1944 Forsetaúrskurður um fánadaga — 1961 Ákveðið að kalla saman danák-íslenzka sér- fræðinganefnd til að gera hand- ritaskrá — 1969 Aflatogarinn „Sigurður" kemur úr 100. veiðiför — 1971 „Sigurfara" hvolfir í inn- siglingunni í Hornarfjarðarós og átta fórust — 1966 d. Júlíana Sveinsdóttir listmálari. Orð dagsins — Maðurinn er í sjálfu sér ekki innrættur — Thom- as Paine (1737—1790).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.