Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 34

Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 34
I 34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 Jón Viöar Jónsson: Frá norðurodda Manhattan allt til suðurenda eyjunnar sker Broadway sig þvert í gegnum New York-borg. I huga leikhúsfólks hvar sem er í heiminum er Broadway þó annað og meira en þessi langi vegur; Broadway er sjálfur hátindur bandarísks leik- húss. Broadway er goðsögn um stað, þar sem menn halda til fundar við mestu leikskáld og bestu leikara í voldugasta ríki heims. Umfram allt er Broadway þó goðsögnin um „The great show“, sjónarspilið mikla sem heldur áfram-til eilífðar og verður sífellt dýrðlegra og tilkomumeira. Auðvitað hafa verið gerðar til- raunir til að aflífa þessa goðsögn og margt af því markverðasta, sem hefur gerst í bandarísku leikhúslífi á seinni tímum, hefur átt sér staðví litlum leikhúsum langt frá Broadway. Fyrir u.þ.b. tíu til tuttugu árum merktu hug- tökin Off-Broadway og Off-off- Broadway annars konar leiklist en þá sem var iðkuð á Broadway. Það má vel vera að vaxtarbroddana að leiklist framtíðarinnar sé að finna í fátæklegum kjallaraholum ann- ars staðar í þessari milljónaborg. Engu að síður hafa uppreisnar- hreyfingarnar ekki haggað veldi Broadway og löngu eftir að mesti krafturinn er horfinn úr þeim stafar enn þá ljóma af leikhúsun- um, sem er þjappað saman á tiltölulega litlu svæði í nágrenni Times Square á milli 41. og 53. götu vestan við Broadway. Ahorfendurnir hafa ekki glatað trúnni á goðsögnina og í borg þar sem áttatíu prósent leikara ganga atvinnulausir fer fram grimmileg barátta um að komast á leiksvið Broadway. Það sem fer fram að tjaldabaki er því ekki jafn glæsilegt og það sem blasir við áhorfendum, þegar tjöldin lyftast á hverju kvöldi. Listamönnum leiksviðsins er Broadway frumskógur, þar sem sterkustu einstaklingarnir halda einir velli. Þarna ríkja miskunn- arlaus lögmál framboðs og eftir- spurnar og þau breyta öllu í vöru, sem annað hvort selst eða selst ekki. Leikhúsin eða öllu heldur leiksýningarnar eru reknar á sama hátt og hver önnur einkafyr- irtæki og kaupendurnir, þ.e. áhorfendur, hafa framgang þeirra algerlega í hendi sér. Miðaver^ er hátt, allt upp í 25 dollara, og mismunandi á virkum dögum og helgum, þegar má búast við meiri aðsókn. Og þeir sem sækja þessi leikhús eru ekki að taka á sig óþarfa áhættu, heldur bíða eftir dómum gagnrýnenda, sem eru þarna valdameiri en annars stað- ar á jarðríki. Öflög hverrar sýn- ingar liggja í höndum fimm til sjö manna, sem skrifa í helstu blöð og almenningur telur sig geta treyst. Ég las einu sinni skemmtilega frásögn bresks gagnrýnanda af því, hvernig listafólkið á Broad- way mæti vægi þessara gagnrýn- enda með tilliti til þeirra áhrifa sem dómar þeirra hefðu á aðsókn- ina. Ut frá þessu vægi höfðu menn komið sér upp nákvæmri aðferð til að reikna út, hvort sýningin félli eða kæmist af. Og það er ekki óalgengt að sýningar séu lagðar niður strax eftir frumsýningu, séu gagnrýnendur ekki náðugir og ólíklegt að hún skili nægilegum arði. En hitt gerist einnig að sýningar slá í gegn og mala eigendum sínum gull árum saman. A Broadway leggja menn allt undir og sigri þeir ekki, verða þeir sigraðir. Og það getur verið erfitt að sjá hvað það er sem ræður úrslitum. Jafnvel þeir sem hafa gert út á Broadway árum saman viður- kenna að þeir séu aldrei fullkom- lega öruggir um hvað muni falla í góðan jarðveg og hvað ekki. En það liggur í augum uppi að óttinn við smekk áhorfenda ýtir undir menn að veðja fremur á það sem hefur áður sannað gildi sitt en prófa eitthvað nýtt. Andrúmsloft- ið á Broadway er í eðli sínu óvinveitt nýjungum, þó að það neyði menn einnig til að hafa vöruna sæmilega ferska og komi í veg fyrir þá listrænu sjálfsfróun, sem er ekki óalgengt að listamenn stofnanaleikhúsa láti eftir sér. En róttæk tilraunastarfsemi þrífst þar ekki og þeir listamenn, sem vilja reyna að ryðja listinni nýjar leiðir, verða að leita annað. Hin harða samkeppni og þörf á end- urnýjun fæddi á sjötta áratugnum af sér Off-Broadway-hreyfinguna svokölluðu og svipuðu máli gegndi um Off-off-Broadway á síðasta áratug. Þarna var hægt að reyna á nýja höfunda og óþekkta krafta og mörg stjarnan sást fyrst á þessum slóðum, sem átti síðar eftir að blika skært á Broadway sjálfri. Það leynir sér ekki að á sínum tima gerðust verulega spennandi hlutir í kjallaraleikhúsum New York-borgar — og gerast e.t.v. ennþá, þó að þá fari hljótt um þá — en Broadway hefur lifað þessi leikhús öll. „The show goes on“ og ekkert virðist hafa mátt til að stöðva það. Þegar ég kom til New York nú á dögunum í ágætum hópi Þjóð- leikhúsfólks, var fyrsta kvöldinu eytt í litlu leikhúsi, sem þótti í röð merkari tilraunaleikhúsa borgar- innar fyrir nokkrum árum, Café LaMama. Þetta var eitt af þeim leikhúsum, þar sem hefðbundnum aðgerðum var varpað fyrir borð og reynt að finna nýjar tjáningar- leiðir. Við bjuggumst því við að sjá eitthvað óvanalegt eftir að hafa klöngrast upp í heldur óhrjá- legan áhorfendasal, sem var stað- settur upp á hanabjálka í leikhús- byggingunni. Það sem við fengum Á Broadway 1980 Richard Gere, nýjasta stór stirnið á Broadway. að sjá var slík hryggðarmynd að flest okkar voru gengin út áður en sýningin var hálfnuð. Þetta var söngleikur byggður á Jónsmessu- næturdraumi Shakespeares og átti auðsæilega að vera paródía, en hvort hún beindist að leikritinu sjálfu eða söngleiks- og óperu- forminu sem slíku tókst mér ekki að ráða í. Það sem kannski sagði þó mest um tilgang þessa leiks var leikskráin, sem var ekkert annað en ítarleg kynning á þeim sem tóku þátt í honum. Aðalerindi þeirra á þetta leiksvið virtist því vera að auglýsa sjálfa sig í þeim frægðarljóma, Sem stafar af nafni LaMama. Leikhúsið, sem eitt sinn sagði sölumennsku og yfirborðs- leika Broadway stríð á hendur, var þannig auðsjáanlega ekki ann- að en stökkpallur fyrir óuppgötv- að hæfileikafólk — og í New York getur slíkt stökk ekki haft nema eitt lokamarkmið. Við fengum að vísu fá tækifæri til að kynnast leikhúsheimi New York-borgar að tjaldabaki, en það þarf ekki náin kynni til að renna í grun þá baráttu sem þar fer fram til að koma sér áfram. Evrópskum leikhúslistamönnum, sem eru van- ir verndaðri starfsaðstæðum í ríkisstyrktum stofnunum, blöskr- ar gjarnan þetta ástand og efast um að það hafi heillavænleg áhrif á listræna vinnu. Breski leikstjór- Þríhyrningurinn í Svik- um: Roy Scheider, Paul Julia og Caroline Lager- feldt. inn Peter Brook, sem hefur sjálfur starfað á Broadway, segir t.d. í bók sinni The Empty Space: „Skipulagið er miskunnarlaust og lífsbaráttan hörð og menn verða að vera tilbúnir til að beita sjálfa sig og aðra harðneskju ætli þeir að fleyta sér áfram. Á Broadway verður hver einasti listamaður, leikarar, tónlistarmenn, leik- myndateiknarar og ljósmenn, að eiga sinn eigin umboðsmann, sem gætir hagsmuna hans, því að það er ekki ofmælt að þeir séu í stöðugri hættu. Manni þætti ekki óeðlilegt að þetta ástand fæddi af sér andrúmsloft ótta og öryggis- leysis, en í reynd einkennist Broadway af glaðværð og hlýlegu viðmóti. En það er eins og eitthvað grófgert leynist á bak við þessa hlýju og maður finnur þarna sjaldan það hávaðalausa öryggi, sem er forsenda þess að fólk opni sig og leyfi fínlegri tilfinningum að njóta sín.“ Eftir vonbrigðin á LaMama var gefið mál, að maður færi ekki að þvælast um í úthverfaleikhúsun- um upp á von og óvon, heldur notaði tímann til þess að sjá það sem Broadway hefði upp á að bjóða. Það sem ég hef lesið nýlegast af úttektum gagnrýn- enda á stöðu Broadway-leikhús- anna hefur að vísu ekki bent til þess, að þar væri eftir mjög miklu að slægjast. í grein sem Stanley Kaufmann, einn fremsti leikhús- gagnrýnandi Bandaríkjanna, skrifaði í breskt leiklistartímarit í fyrra hélt hann því fram, að flest þeirra hjökkuðu í sama farinu og viðleitni til nýsköpunar væri í lágmarki. Svipað hefur mátt lesa úr orðum annarra gagnrýnenda, sem eitthvert mark er á takandi, um þetta leikhúslíf og ég varð satt best að segja ekki var við annað en við værum flest komin á áþekka skoðun, þegar við héldum frá New York eftir vikudvöl og margar leikhúsferðir. Á hinn bóginn var vitað að á Broadway væri ekki stundað annað en pottþétt at- vinnumennska, auk þess sem þar var að sjá ýmislegt af því sem augu heimsins beinast helst að um þessar mundir. Sjálfsagt hefur goðsögnin um showið mikla einnig haft visst aðdráttarafl. Svik Pinters Einn þeirra höfunda sem ekki þótti í húsum hæfur á Broadway fyrr en hann hafði sannað gildi sitt Off-Broadway var breska leikskáldið Harold Pinter. Nú er Pinter löngu orðinn stórstjarna á Broadway og um þessar mundir gengur þar bresk sýning á nýjasta leikriti hans, Betrayal (Svik). Þetta leikrit er nokkuð ólíkt þeim leikritum sem hafa aflað Pinter mestrar frægðar, þó að handbragð hans leyni sér ekki. Það er skrifað á mjög hófstjlltan hátt og laust við þann fáránleika og óhugnað sem gera mörg eldri leikrita hans svo spennandi. Aðeins þrjú hlut- verk eru í verkinu, hjónin Robert og Emma, og Jerry, gamall vinur Roberts. Þetta fólk tilheyrir bresku menntastéttinni, hefur nóg auraráð og lifir mjög þægilegu lífi, a.m.k. í efnalegu tilliti. Efni leiks- ins er ekki auðvelt að gera skil í stuttu máli, en þar gerist það helst að Emma og Jerry standa í leynilegu ástarsambandi í nokkur ár og hjónaband Roberts og Emmu fer í vaskinn. í upphafsat- riðinu, sem gerist árið 1978, hitt- ast þau Emma og Jerry á krá, en þá er reyndar öllu löngu lokið á milli þeirra. Sagan er síðan sögð afturábak og lokaatriðið gerist árið 1968 í svefnherbergi Roberts og Emmu, þar sem Jerry játar henni ást sína á meðan húsbónd- inn er frammi að sinna gestum. Samskiptum þessara þriggja einstaklinga er lýst á alldulúðug- an hátt og höfundurinn forðast ákveðið að láta nokkuð uppi um það sem að baki býr. Við vitum ekki hvað veldur því að Jerry ákveður að taka fram hjá með konu vinar síns, — hann er sjálfur kvæntur og gott samband með fjölskyldunum — né hvað veldur því að slitnar upp úr hjá Robert og Emmu. Við fáum ekki heldur neina skýringu á því, sem er kannski sérkennilegast í verkinu, vináttu Roberts og Jerrys, sem stendur þetta allt saman af sér. Robert virðist láta sér standa fullkomlega á sama um svik Jerrys og ekki áfellast hann hið minnsta. Það er raunverulega að- eins Emma, sem tapar á þessu og hefur misst þá báða í lok leiksins. Broadway-sýningunni á Svikum er stjórnað af Peter Hall, sem hefur sviðsett mörg leikrita Pint- ers í fyrsta skipti, og voru að sjálfsögðu úrvals leikarar í hverju hlutverki. Leikmátinn var þurr- legur og ekkert reynt til að gæða innantómar orðræður persónanna dulinni merkingu. Þær segja aldrei neitt sem skiptir máli, kannski af því að ekkert skiptir máli? Það sem mér fannst athygi- isverðast við þessa sýningu var aðferð leikaranna við texta Pint- ers, sú áhersla sem þeir lögðu á tilgangsleysi þessa alls. í rauninni eiga engin dýpri samskipti sér stað á milli þeirra þriggja, þau lifa hvert í sinni veröld og ímynda sér að þau nái sambandi. Leikararnir drógu skýrt fram að orðin eru ekki annað en tilraun til að breiða yfir tómið á milli fólksins, látalætin og sjálfsblekkinguna. I sambandi Jerrys og Emmu er allt í plati frá upphafi og í lokaatriðinu, þegar hann játar henni ást sína, leynir sér ekki að hann ber engar sannar tilfinningar til hennar og að hún er fífl að trúa á hann. Sá eini sem sér að raunverulegt samband á milli fólks er vonlaust og hefur sætt sig við það er Robert; hann veit að þetta er allt til einskis og að hann hefur enga ástæðu til að vera afbrýðisamur. Trúlega er eina skýringin á sambandsslitum þeirra Emmu sú að hann er orðinn leiður á henni og hefur enga ástæðu til að vera með henni lengur. Hins vegar kann hann vel við sig í félagsskap Jerrys, senni- lega af því að hann krefst einskis annars en notalegra samræðna. Hann er sterki aðilinn í þrenning- unni, af því að hann trúir ekki á fölsk sambönd og kemst af án þeirra. Jerry og Emma eru hins vegar ginningarfífl ímyndaðra til- finninga og svíkja Robert vegna þeirra — og svikin verða þeim að falli, af því að með þeim afhjúpa þau óraunveruleika sjálfra sín. Svik Pinters eru vel skrifað leikrit og það getur verið spenn- andi að velta því fyrir sér. En það er of úthugsað til að ná raunveru- legum tökum á manni — sem er kannski ekki svo skrýtið með leikrit sem boðar fánýti allra samskipta! Pinter er nógu klókur til að prédika ekki beint yfir áhorfendum, enda kæmi þá fljótt í ljós að hann hefur ekki annað fram að færa en eftirhreytur af existentíalisma og absúrdisma 6. og 7. áratugarins. En dularhjúpur- inn er gagnsær og á bak við hann leynist andlit manns, sem er hættur að spyrja sjálfan sig spurninga og hefur fundið sinn stórasannleik. Það er dálítið kaldhæðnislegt, en í rauninni fell- ur Pinter hér í nákvæmlega sömu gryfju og þeir höfundar sem skipta persónum sínum í tvo flokka, jákvæða og neikvæða, til að sanna mönnum ágæti ákveð- inna skoðana og lífsgilda. Persón- dfiMSW

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.