Morgunblaðið - 17.04.1980, Síða 35

Morgunblaðið - 17.04.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 35 an Robert er í eðli sínu náskyld þeim persónum í verkum sósí- alískra höfunda, sem ákveða að fórna sér fyrir byltinguna, lesend- §1 um til sannrar eftirbreytni. Hann |(| á það sameiginlegt með fyrir- myndarverkamanninum að vera hetja ákveðins hugmyndakerfis, kerfis sem þykist geta vísað mönnum leið út úr þrengingum og óvissu mannlegs lífs. Og það breytir engu, þó að þessi kerfi j gangi út frá gerólíkum heimspeki- legum forsendum og haldi að mönnum ólíkum markmiðum; þau 'i eru bæði eitur í beinum lifandi skáldskapar. Bent Kvöldið eftir að sá Betrayal sá ég sýningu á leikritinu Bent (Beygður) eftir Martin Sherman, en það snýst um ofsóknir nasista á hómósexúalistum. í aðalhlutverki var ungur leikari, Richard Gere, sem er á góðri leið með að verða §§ stórstjarna, nýr Robert de Niro, að því er sumir segja, og vissulega hefur hann útlitið til þess. Að leik hans mátti raunar sitthvað finna og hann var ekki eins áhrifamikill ■ og hjá mótleikara hans, David Marshall Grant, sem lék ástmann aðalpersónunnar. Hlutverk Max, sem Gere fór með, er ekki heldur auðleikið og gerir trúlega vonlaus- ar kröfur til leikarans. í upphafi leiksins býr hann í lítilli íbúð í § Berlín með vini sínum, en þaðan §§ verða þeir að flýja þegar nasistar komast á snoðir um þá. Um tíma tekst þeim að dyljast og halda ( sambandi sínu leyndu, en að lokum klófesta nasistar þá. Þeir eru fluttir saman í fangabúðir og §§ á leiðinni eru þeir pyntaðir á hinn viðurstyggilegasta hátt. Max er þar neyddur til að afneita vini sínum og leggjast jafnvel svo lágt að taka þátt í að berja hann til að bjarga eigin skinni. í viðurkenn- § ingarskyni sleppur hann við að bera rauða tígulinn, einkennis- tákn hómósexúalista í fangabúð- um Hitlers, og fær að bera davíðs- stjörnuna, en gyðingar eru sagðir §§ hafa sætt mun skárri meðferð á þessum stöðum en þeir sem voru hómósexúal. Hann gerir allt til að bæla hvatir sínar í von um að komast af, en það tekst ekki og hann kemst í tilfinningalegt sam- ; band við annan fanga. Það verður honum að falli og yfirbugaður af samviskubiti styttir hann sér ald- jj ur í leikslok. Það sem einna helst háir Bent §f og dregur úr gildi þess er sá < raunveruleiki, sem þar er reynt að lýsa; hann er skelfilegri en svo a𠧧 hann verði dreginn beint upp á leiksviðið. í rauninni eru þeir einir sem kynntust fangabúðum Hitlers af eigin raun þess umkomnir að j§ gefa öðrum sanna hugmynd um þær, af þeirri einföldu ástæðu a𠧧 þeir einir geta talað um þjáning- m una, sem hafa mátt þola hana. Þetta var Peter Weiss ljóst þegar § hann samdi Rannsóknina, eitt stórbrotnasta skáldverk sem hef- |§ ur verið samið um eyðingarbúðir § nasismans. í Rannsókninni er É hvorki notað gerviblóð né ljós- é kastarar, heldur er vitnisburður þeirra sem lifðu af látinn tala einn og leikritið í rauninni ekki annað É en beinhörð skýrsla um stað- reyndir búðanna. I Bent er hins §| vegar reynt að fá okkur til að trúa því að við séum að horfa sjálf upp á þessar hörmungar; þess vegna er einhver falskur tónn í öllu saman þar sem áhorfandinn skynjar að leikararnir eru að gera eitthva𠧧 sem þeir trúa ekki fyllilega á sjálfir. A.m.k. fór svo fyrir undir- rituðum, en af skrifum gagnrýn- enda um sýninguna, sem hafði hlotið mikið lof þeirra, má ráða að hún hafi haft sterkari áhrif á marga aðra. Og óneitanlega voru býsna grípandi kaflar innanum, ekki síst þar sem David M. Grant §§ kom við sögu, en því miður var gengið frá honum fyrir hlé. Veik- burða og dálítið kvenleg persóna hans stafaði ekki frá sér karl- mannlegum töfrum Richards Ger- |j es, en hún kom miklu betur til §| skila varnarleysi þeirra ofsóttu, || sem þetta leikrit fjallar um. Gamanmál hjá nemum og kennurum í Breiðholti hópur um skemmtidagskrána, sem nemendurnir sömdu og fluttu undir umsjá kennara sinna. Var uppi- staðan skólastarfið, þar sem byrjað var að fjalla um keppni í sjónvarpi og síðan teknir ýmsir þættir úr skólalífinu. Var þetta tveggja tíma dagskrá, sem þótti takast mjög vel. Þriðji þáttur hátíðarinnar fór fram um kvöldið. Þá var dansleikur í Þórskaffi fyrir 7.-9. bekk. Þar fluttu nemendur annál ársins og síðan lögðu kennarar, svo sem venj- an er, fram eitt atriði. Léku þeir atriði úr Mjallhvít í léttum dúr, þar sem prinsinn kom m.a. á Hondu í stað reiðskjóta. (Sjá mynd) Höfðu nær allir kennararnir, sem þessum bekkjum kenna, sitt hlut- verk, léku leiktjöldin, tré og blóm, ef ekki vildi betur. Vakti þáttur þeirra mikla kátínu. Á kvöldskemmtuninni fór fram afhending verðlauna úr innanskólakeppnuih vetrarins, körfubolta, handbolta og fótbolta, svo og skákkeppni, þar sem 3 efstu skákmenn skólans fengu heiðurs- skjal. Stóð dansleikurinn síðan til kl. 1. Þá biðu strætisvagnar fyrir utan, sem óku öllum upp í hverfi sitt. Krakkarnir lögðu öll sem eitt metnað sinn í að hátíðin færi vel fram, enda tókst hún svo vel, að daginn eftir barst eftirfarandi bréf frá veitingahúsinu: „Veitingahúsið Þórskaffi vill þakka nemendum úr Hólabrekku- skóla fyrir mjög góða umgengni í salarkynnum okkar. Væntum við þess að eiga samstarf við yður á komandi árum.“ Einnig var hringt frá strætisvögnunum til að biðja fyrir þakklæti til nemenda, sem hefðu sýnt sérlega skemmtilega framkomu á leiðinni af ballinu, sungið í bílnum og verið kát, en prúðmannleg og skóla sínum til sóma. Er ekki síður ástæða til að tíunda það, þegar svo vel er gert, en þegar eitthvað fer úrskeiðis. Eldri bekkir Hólabrekkuskóla i Breiðholti efndu nýlega til árs- hátíðar. sem stóð næstum heilan dag og var ótrúlega fjölbreytt, íþróttahátíð um morguninn, leik- list og sýningar síðdegis og bali með skemmtiatriðum um kvöldið. Sáu nemendur sjálfir um alla hátíðina, sem tókst svo vel að þeir fengu sérstakt þakkarbréf frá danshúsinu, sem kvöldskemmtunin var og fleirum. Myndirnar hér á síðunni eru teknar af einum nemandanum, Heimi, á hátíðinni og skýra sig að mestu sjálfar. Eins og sjá má tóku kennararnir þátt í ýmisskonar keppni, en 7., 8. og 9. bekkur stóðu að árshátíðinni. Hátíðin hófst kl. 10 að morgni, eftir tveggja tíma skólanám. Efnt var til íþróttahátíðar í íþróttahúsi Fellaskóla, sem 2 fulltrúar úr hverj- um bekk sáu um. Þar var margskon- ar keppni. Breiðholtsskóli og Hólabrekku- skóli kepptu í handbolta og Haga- skóli og Hólabrekkuskóli í körfu- bolta. Kennarar og nemendur kepptu í boðhlaupi með þrautum og einnig var handboltakeppni kennara og nemenda. Nemendur sigruðu, þótt kennarar hefðu á að skipa landsliðs- manninum Jens Einarssyni í sínu marki. Þá leystu kennarar af hendi fimleikaþrautir, áttu að leika þær eftir nemendum, og vakti sá þáttur mikla kátínu, enda ekki á hverjum degi að nemendur fá að sjá kennara sína hafna úr heljarstökki á bakinu. Kl. 2 hófst svo skemmtidagskrá í skólanum. I 9. bekk er meðal val- greina boðið upp á leiklist og fram- sögn. Þar sem í 9. bekk eru 360 nemendur er 70 manna lið í þeim valgreinum í hópnum. Sá þessi Iðnfyrirtæki á Norðurlandi Mér hefur veriö falið aö leita eftir kaupendum að öllu hlutafénu í hlutafélagi, sem rekur framleiðslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrirtækiö framleiðir vöru fyrir innlendan og eriendan markað. Starfsmenn við reksturinn eru að meðaltali 120. Rekstrartekjur námu á síðasta ári u.þ.b. kr. 1250.000.000. Starfsemin fer fram í eigin húsnæði fyrirtækisins. Grunnflötur húsa er 5—6000 fermetrar. Brunabótamat húsa er u.þ.b. kr. 1.200.000.000. Húsin standa á 20000 fermetra lóð við sjó og er hafinn undirbúningur að aukningu húsakosts. Fyrirtækið er ailvel búið nýlegum vélum og er það í rekstri. Verðmæti birgða er verulegt. Þeir sem áhuga kynnu að hafa á kaupum á fyrirtækinu í heild eða einstökum þáttum þess eru beðnir að hafa skriflega samband við skrifstofu mína fyrir 26. þ.m. Ragnar Aðalsteinsson hrl. Austurstræti 17, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.