Morgunblaðið - 17.04.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.04.1980, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 + Systir okkar, JOHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Grettisgötu 32, andaöist í Borgarspítalanum 15. apríl. Systkini hinnar látnu. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GUNNAR KRISTJÁNSSON, vélsmiöur, Tryggvagötu 4, Selfossi, (óöur Mýrargötu 10, Reykjavík,) lést í Borgarspítalanum 15. apríl. Elín Pólsdóttir, börn og tengdabörn. t STEFÁN HALLDÓRSSON, fró Tréstööum, sem lézt 9. apríl veröur jarösettur frá Fossvogskirkju, föstudaginn 18. apríl kl. 3. Elín Magnúsdóttir, Halldór Kr. Stefónsson, Þóra G. Bragadóttír, Jónína Magnúsdóttir, og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma ELÍNBORG EGGERTSDÓTTIR, Vesturgötu 12 A, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14.30. Blóm afþökkuð. Hjalti Sigurðsson, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hinnar lótnu. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÚLÍA ÁRNADÓTTIR, Ártúni 1, Selfossi, veröur jarðsungin laugardaginn 19. apríl. Minningarathöfn veröur í Selfosskirkju kl. 1.30. Jarösett verður að Skaröi sama dag kl. 3.30. Árni Halldórsson, Rosemary Halldórsson, Sveínn Halldórsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Guöni Halldórsson, Lilja Guörún Pétursdóttir. og barnabörn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför GRÓU BJARNADÓTTUR, Þinghól. Starfsfólki á deild 6 E Borgarspítalanum þökkum viö einstaka umhyggju í veikindum hennar. Árni Böövarsson, Ágústa Árnadóttir, Ingólfur Böövarsson, Sigríöur Ottósdóttir, Guðbjörg Böövarsdóttir, Ingvi Þorgeirsson, Ragnar Böövarsson, Jenný Magnúsdóttir, Bjarni Böövarsson, Kristín Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför dóttur okkar, móöur, systur og mágkonu SIGRÍÐAR ERLU JENSDÓTTUR, Sogavegi 94. Jens R. Pálsson, Jens R. Kane, Póll R. Jensson, Fríögeröur Jensdóttir, Anna B. Jensdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Orri F. Indriöason, Eiríkur B. Jensson, Böövar Baldursson, Stefón F. Gunnarsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og með góðu línubili. Guðrún Eyjólfs- dóttir - Minning Fædd 5. maí 1895. Dáin 5. apríl 1980. Sumt fólk er eins og heilar þjóðfélagsstofnanir. Allir vita af því, það er ávallt til reiðu og flestir tengja það veruleikanum eins og dagur kemur á eftir nótt. Þannig finnst mér það hafa verið með ömmusystur mína, Guð- rúnu Eyjólfsdóttur eða Gunnu frænku eins og ég heyrði hana jafnan nefnda, sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Ekki man ég eftir mér öðruvísi en hún væri einhvers staðar ná- læg. Hvort sem stóð til einhver framkvæmd í fjölskyldunni, prjóna átti peysu eða jafnvel bara að fara niður í bæ, þá var komið við hjá Gunnu frænku á Skeggja- götunni og málin rædd. Alltaf voru allir guðvelkomnir og alltaf var heitt á könnunni hennar Gunnu. Svo ekki sé minnst á alla molana, sem rötuðu uppí munna yngri borgaranna. Gunna frænka var fædd að Hvammi á Landi 5. maí 1895. Dóttir hjónanna Guðbjargar Jóns- dóttur frá Skarði á Landi og Eyjólfs Guðmundssonar, hrepps- nefndaroddvita í Hvammi. Gunna ólst upp í foreldrahús- um í stórum systkinahóp. Þau eru í aldursröð: Guðríður, húsfreyja á Selfossi; Guðjón, dó barn; Guð- mundur, dó barn; Ágúst, bóndi og kennari í Hvammi; Óskar, verka- maður í Reykjavík; Margrét, dó barn; Guðrún húsfreyja í Reykjavík; Sæmundur, vinnu- maður í Hvammi; Einar, kaup- maður í Reykjavík, og Ármann, kaupmaður í Reykjavík. Einnig voru tveir uppeldisbræð- ur, Guðni Árnason, verslunar- stjóri í Reykjavík, og Sigurgeir Guðjónsson, byggingameistari í Reykjavík. Þá dvöldu lengi á uppvaxtarár- um í Hvammi Elín G. Illugadóttir, húsfreyja á Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, Katrín Sæmunds- dóttir, húsfreyja í Austvaðsholti á Landi, og Ragnheiður Pálsdóttir, húsfreyja í Breiðdalsvík. Af þessum stóra hóp lifa nú Óskar í hárri elli á Landakoti, Sigurgeir byggingameistari í Reykjavík*. og Ragnheiður hús- freyja í Breiðdalsvík. Um þrítugt fluttist Gunna að heiman og ræður sig í vist til systur sinnar og mágs í Tryggva- skála á Selfossi. Síðan fór hún til Reykjavíkur og gerðist ráðskona hjá bróður sínum Einari. Árið 1934 gengur hún að eiga Brynjólf Einarsson, bifreiðar- stjóra hér í borg, frá Ölvisholti í Holtum. Reistu þau sér hús að Skeggjagötu 8 með systrum Brynjólfs og bjuggu þar æ síðan. Hjónaband þeirra var með fá- dæmum hamingjuríkt, en Brynj- ólfur lézt árið 1954, langt fyrir aldur fram. Að Gunnu stóð mikill frænd- garður austanfjalls. Voru ættir hennar mest í sýslunum, sem Þjórsá skilur. Má þar nefna Víkingslækjar- og Presta- Högna- ætt í Rangárþingi og Reykja- og Fjallsætt í Árnesþingi. + Eiginmaöur minn GUNNAR J. EYLAND, Espilundi 9, Garöabæ, lést þriðjudaginn 15. apríl. Guölaug Gunnarsdóttir. + Systir okkar og fóstursystir, ÁSTA KIRSTÍN SIGURDARDÓTTIR, fró Merkistoini, Vestmannaeyjum, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. apríl kl. 13.30. Ingi Sigurösson, Rósa Siguröardóttir, Valgeir Guömundsson. + Viö þökkum hluttekningu og vinsemd við andlát og útför ÞORVALDARJÓNSSONAR, skósmiös, fró Hólmavík. Benedikt Þorvaldsson, Matthildur Guóbrandsdóttir, Sigfríður Björnsdóttir, Helgi Ingimundarson og vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Valdarási, Víöidal. Hulda Ragnarsdóttir, Guömundur Axelsson, Axel Rúnar Guðmundsson. Þarf ekki að fjölyrða það, að margt skyldmennið átti leið til Reykjavíkur. Stóð heimili Gunnu og Brynjólfs jafnan öllum opið með þeirri gestrisni og rausn sem þeim var áskapað að heiman. Nú við lát yndislegrar frænku veit ég að víða er skarð fyrir skildi og saknar margur öruggs hlés. Sérstaklega hef ég verið beðinn að geta þess, að móðir mín og systur hennar þakka nú að leiðar- lokum sinni kæru móðursystur alla hjálpsemina, umhyggjuna og góðmennskuna. Einnig langar þær að þakka af hjarta nöfnu hennar, Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem leigði hjá henni, allt sem hún gerði fyrir frænku þeirra í veik- indum hennar. Snáðinn, sem stóð svo oft með útrétta hönd á tröppunum á Skeggjagötunni og fór glaður heim, biður Gunnu frænku sinni blessunar guðs og eilífan frið í faðmi hans. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. í dag er til grafar borin Guðrún Eyjólfsdóttir, ekkja Brynjólfs Einarssonar leigubílstjóra. Hún andaðist að morgni 5. apríl sl. eftir rúmlega tveggja mánaða legu á Landspítalanum. Guðrún var fædd að Hvammi í Landsveit 5. maí 1895 og var því tæplega 85 ára gömul er hún lést. Hún var dóttir lands-höfðingja- hjónanna Guðbjargar Jónsdóttur og Eyjólfs Guðmundssonar í Hvammi. Systkinin í Hvammi voru alls 10. Yngstur þeirra systk- ina var Ármann Kristinn sem lést 19. des. 1972. Óskar lifir nú einn eftir af þessum stóra systkina- hópi, 89 ára að aldri. Einnig lifir uppeldisbróðir þeirra, Sigurgeir Guðjónsson húsasmíðameistari. Guðrún ólst upp í foreldrahús- um og var þar fram yfir þrítugt er hún réðst til vinnu að Tryggvask- ála á Selfossi. Árið 1934 giftist Guðrún Brynj- ólfi Einarssyni frá Ölversholti í Holtum. Sama ár stofnuðu þau heimili að Sjafnargötu 2 í Reykjavík. Árin 1936—37 reistu þau hús að Skeggjagötu 8 með systrum Brynjólfs og áttu þar heima æ síðan. Guðrún missti mann sinn 1954 og bjó ein í íbúð sinni eftir það, nema hvað hún leigði hluta af henni einstakling- um og nú síðast Guðrúnu Guð- mundsdóttur frá Grundarfirði sem hefur búið þar sl. 11—12 ár. Voru þær nöfnur einkar samrýnd- ar og áttu góðan félagsskap sam- an. Kom sér oft vel fyrir Guðrúnu sálugu að nafna hennar var hjálp- söm og ósérhlífin, þegar hún þurfti á aðstoð að halda í veikind- um sínum síðustu mánuðina, og ber sannarlega að þakka það. Hún gekk ekki alltaf heil til skógar síðustu árin, en flíkaði því ekki. Guðrún hafði yndi af blómum og voru oft falleg blóm í glugga í stofunni hennar. Hún vann tals- vert við hannyrðir og lét eftir sig ýmsa fallega hluti heklaða eða útsaumaða. Guðrún var hjálpfús og fórnfús kona. Hún fór marga ferðina í bæinn fyrir sjúka eða aldraða vini sína sem áttu erfitt með gang. í mörg ár var Óskar bróðir hennar algerlega á hennar vegum og hjúkraði hún honum þar til fyrir rúmu ári að hann fór á sjúkrahús, nær alblindur. Er við nú á kveðjustund minn- umst Guðrúnar Eyjólfsdóttur, Gunnu frænku, eins og við svo mörg kölluðum hana, þá koma ósjálfrátt upp í hugann þær mörgu samverustundir sem við fjölskyldan hér á Fjölnisvegi 4 áttum með henni á liðnum árum. Okkur fannst alltaf einhvers kon- ar hátíðisblær yfir öllu þegar Gunna frænka kom í heimsókn. Nú er okkur söknuður í huga þegar þann góða gest ber ekki framar að garði. Við hinstu vegamót viljum við hjónin þakka Gunnu frænku fyrir allt gott á liðnum árum um leið og við biðjum henni blessunar Guðs handan við djúpið mikla sem aðskilur líf og dauða. Guðbjörg Ármannsdóttir. Þórir S. Hersveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.