Morgunblaðið - 30.04.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980
15
Rithöfundalaun:
Olíkar
stefnur
Það er segin saga, að
óánægjualda brýst út í hvert
sinn, sem úthlutað er úr sjóðum
rithöfunda og annarra lista-
manna. En oftast láta menn þar
við sitja og allt er í sama horfi
til næsta árs.
Snemma á ráðherratíð Vil-
hjálms Hjálmarssonar skipaði
hann nefnd, sem átti að kanna
starfskjör listamanna og gera
tillögur um það, með hvaða
hætti best væri að standa að
þessum styrkjamálum. Sú
nefnd mun ekki hafa gert neitt.
Hún skilaði aldrei áliti.
Rithöfundar hafa skipst í tvo
hópa. Sá fyrri — og líklega
fjölmennari — vill hafa styrk-
ina hærri, og þá handa færri
höfundum, og skipta nokkuð um
menn í betri sætunum, hinn —
og í þeim flokki er undirritaður
mjög eindregið — vill skipta
meginhluta þess fjár, sem til
fellur á ári hverju, til nokkuð
margra, svo að þeir geti að
jafnaði unnið að ritstörfum,
ásamt öðrum aðalstörfum. Þau
laun falli árvisst til viður-
kenndra rithöfunda. En hluta af
launasjóði verði ár hvert varið í
jafna lausastyrki handa byrj-
endum.
Ég tel að listalaunafyrir-
komulaginu eigi að gjörbreyta.
Heiðurslaunanafnið að falla
burt, en allstór hópur roskinna
manna úr öllum listgreinum,
sem nú eru í hæstu launaflokk-
unum eigi að halda sínu áfram
á meðan þeir lifa. En þetta
fyrirkomulag falli niður, er þeir
falla frá, er það varða. Yngri
Jón úr Vör
listamennirnir, sem nú hafa
ekki fest sig í sessi á þessum
launavettvangi, eiga svo að fá
laun eða önnur fríðindi úr
svokölluðum starfslaunasjóðum
sinnar listgreinar. En þá þarf
að stofna.
Ég vil endurtaka það sem ég
hef áður sagt: Aðalsjóður rit-
höfunda á að fá nokkurt fé úr
þeim listasjóði, sem nú er við
lýði, þá bókasafnspeningana,
þegar búið er að greiða afnota-
gjöld til einstakra bókahöfunda,
sinn hluta úr starfslaunasjóði
listamanna og loks úr þeim
sjóði, sem oft er kenndur við
söluskatt. Þá er ótalin árleg
úthlutun frá Ríkisútvarpinu.
Allt er þetta fé, sem rithöfund-
ar hafa unnið fyrir og hafa í
áratugi átt vaxtalaust inni hjá
því opinbera. Þetta gæti orðið
þokkalegur sjóður. Safnast þeg-
ar saman kemur. Möguleikar til
misnotkunar minnka, ef aðeins
er úthlutað einu sinni á ári. Þá
fá síður sömu mennirnir bestu
bitana úr hverjum potti ár eftir
ár. En það þarf auðvitað að
setja um þetta skynsamlegar
úthlutunarreglur.
En það er fleira en launamál,
sem rithöfundar þurfa að láta
sig varða. Höfundalög, sem
samþykkt hafa verið á Alþingi,
eru af flestum hundsuð, vegna
samtaka- og hirðuleysis rithöf-
unda. Þá nefni ég kynningu ,á
bókmenntúm í skólum og meðal
almennings. Þetta er nú í mol-
um. Viðskipti Ríkisútvarpsins
og sjónvarpsins eru handa-
hófskennd, hið síðarnefnda
sama sem lokað rithöfundum,
nema helst þeim sem semja
leikrit. — Og eftir hvaða reglum
eru bækur keyptar til bóka-
safna? Eru t.d. ljóðabækur þar
algjörar hornrekur, en þýddar
stórglæpasögur og þýddir reyf-
arar í heiðurssæti?
Jón úr Vör.
Ingibjörg Þorbergs:
„Svari hver
fyrir sig
í morgunpósti útvarpsins í
dag var rætt við Njörð P.
Njarðvík, formann Rithöfunda-
sambands íslands, í tilefni und-
irskriftalista frá óánægðum rit-
höfundum vegna úthlutunar í
Launasjóði þeirra. Lokaorð
formannsins voru þessi:
— „Eru til þeir höfundar í
Rithöfundasambandinu, sem
hafa meiri áhuga á sjóðum
heldur en ritstörfum?"
Þá bætti morgunpóstmaður
við: — „Og svari hver fyrir sig.“
Skal ég fúslega verða við
þeirri ósk og svara í stuttu máli
fyrir mig, þar sem nafn mitt er
á hinum margumrædda lista.
Ég er í fastri vinnu hjá
Ríkisútvarpinu, sem ég hef
stundað í nær 34 ár. Ég hef ekki
aðstöðu til að semja í vinnutím-
anum. Eftir hinn langa átt
stunda vinnudag (lengst
vinnuvika á Norðurlöndum) e
svo iðulega mörg önnur störl,
sem þarf að sinna. Því er oft
lítill tími til ritstarfa eða ann-
arar skapandi listköllunar.
Þau sjö leikrit, framhaldssög-
ur fyrir börn, ljóð, lög o.fl., sem
ég hef samið, eru því samin á
þeim tíma, sem á að heita
frítími, svo sem þessum fasta
sumarleyfismánuði o.s.frv.
Þess vegna svara ég: — Já,
vissulega hef ég áhuga á sjóð-
um, vegna þess að ég hef áhuga
á ritstörfum. Sjóðurinn gæti
veitt mér tíma til að skrifa. Því
verða sjóður og ritstörf ein
sameiginleg heild í mínum
huga.
Ingibjörg Þorbergs
Þótt ég teljist fremur til
nýliða innan samtaka RSÍ sótti
ég um ritlaun í fyrra til þess að
geta tekið mér frí frá störfum
til að sinna ákveðnu verkefni.
Ég fékk neitun þá.
Endurnýjaði ég svo umsókn
mína í ár og fékk aftur neitun.
Því bíður það verkefni og
þeirri hugmynd hefur mér ekki
ennþá gefist tími til að festa á
blað og vinna úr. Ef til vill
verður tíminn farinn að eyða
þeirri hugmynd svo, að ég verð
að láta hana mást út, eins og
reyndar oft áður.
Ég vil ákveðið taka fram, að
persónulega er ég ekki á móti
neinum þeirra listamanna er
ritlaunin hlutu, og tel ég þá
vera launanna fyllilega verðir.
Hitt er svo annað mál, að það
eru einnig margir aðrir, og
vissulega hefur úthlutunar-
nefndinni verið mikill vandi á
höndum.
Líti maður á nöfnin í tveim
hæstu flokkunum í fyrra og nú,
vaknar sú spurning hvort hægri
menn séu svona miklu lakari
rithöfundar en þeir vinstri ...
Mín skoðun er sú, að réttlæti
eigi að ráða en ekki pólitískar
skoðanir. Einhvern veginn virð-
ist það þó vera svo, að ýmsir séu
alltaf og alls staðar í náðinni,
en aðrir útilokaðir frá öllu.
Hvaða listamaður vildi ekki
geta hlýtt sinni köllun og helgað
sig listinni eingöngu? — Verið
atvinnulistamaður ...
Aldirnar kveða svo upp dóm-
inn: Hvað er gott og hvað er
slæmt. — Hvað er list og hvað
er ekki list.
Með vinsemd og virðingu.
Ingibjörg Þorbergs.
Orðsending til
Ingimars Erlends
Sigurðssonar
í Morgunblaði 29. apríl læt-
urðu frá þér fara, innanum
annað bull, dálítil ummæli sem
snerta mig. Þú segir þar um
Launasjóð rithöfunda: „í efstu
flokkunum bæði í fyrra og í ár
eru einvörðungu rithöfundar
sem eru utan í eða innan í
einum ákveðnum stjórnmála-
flokki, þ.e. Alþýðubandalaginu.“
Ég er einn þessara rithöfunda
og vildi mega gera við þetta
stutta athugasemd. Stjórn-
málaskoðanir mínar eru nokkuð
sem þú ættir að láta í friði. Þær
eru ekki á þínu valdi fremur en
þær eru á valdi Alþýðubanda-
lags, Framsóknar, Ihalds eða
Krata. Þetta eru nefnilega
rnínar skoðanir.
Upphlaup faglegra og mór-
alskra vanmetagemlinga undir
forystu fáeinna lífsþreyttra fas-
ista sem nú þola það ekki lengur
að starfsaðstaða listamanna
fari eftir neinu öðru en pólitísk-
um lit, það upphlaup mun
dæma sig sjálft. Og það verður
með ámátlegri sjálfslýsingum
sem komið hafa frá íslenskum
höfundum.
Nær væri ykkur raunar að
hætta nú að gera fólki upp
skoðanir til að hafa af því
viðurværið og hugsa frekar um
eitthvað sem þið skiljið betur —
Þorgeir Þorgeirsson
til dæmis peninga. Á 25 ára
starfsferli hefi ég fengið 25
mánaða laun úr Launasjóði
rithöfunda. Þetta fé hefi ég
fengið undanfarin þrjú ár. Út-
gefin verk mín á þeim tíma
munu hafa fært ríkissjóði um
65 mánaða laun í söluskattinum
einum. Þetta tel ég æskileg
samskipti og fæ ekki skilið
hvernig það ætti að stefna
lýðræðinu í landinu útí fen og
ógöngur — einsog þið segið —
þó slíku mætti halda eitthvað
áfram.
Það væri semsé jafn óhag-
kvæmt fyrir mig og ríkissjóð ef
þessari samvinnu yrði nú hætt
fyrir tilmæli einhverra póli-
tískra uppskafninga og vit-
firrtra talentleysingja í opin-
beru taugakasti.
Séu einhverjir í barlómskór
ykkar sem boðið geta ríkiskass-
anum uppá jafn hagkvæm við-
skipti væri ykkur nær að efna
til slíks fremur en reisa kröfur
um það að ríkissjóður skaði sig
stórlega til þess eins að kasta
mér útí örbirgð vegna einhverra
skoðana sem ykkur þóknast að
gera mér upp.
Semsé: Hugsið og talið um
eitthvað sem þið skiljið. Þá
verðið þið betri manneskjur.
Þorgeir Þorgeirsson.
Endurbætur
á afísingar-
búnaði jarð-
stöðvarinnar
AÐ undanförnu hefur staðið
yfir athugun á afísingarbún-
aði loftnetsins á jarðstöðinni
Skyggni. Tilefni þessara at-
hugana var, að nokkrar hita-
mottur loftnetsins brunnu, og
ákvað því framleiðandi loft-
netsins að auka kröfur þær
sem settar höfðu verið fram
áður af hans hálfu um ein-
angrun þessa búnaðar.
Verktaki hóf aðgerðir á
staðnum til að auka einangr-
unargildið með álímingu ein-
angrunarbands að eigin vali
án samráðs við byggingar-
nefnd jarðstöðvarinnar. Bygg-
ingarnefnd stöðvaði verkið á
þeim forsendum að kanna
þyrfti hvort upphafleg ein-
angrun væri gölluð og hvort
aðferð sú sem verktaki beitti
væri haldbær.
Hafa síðan verið gerðar
athuganir á einangrunarefn-
inu og jafnframt kannað hvort
hægt væri að endurbæta gerð
hitamottanna. Komið hefur í
ljós að afhendingartími end-
urbættra hitamotta er slíkur
að opnun jarðstöðvarinnar
mundi frestast fram á vetr-
armánuði, ef ákveðið væri að
skipta þeim út.
Er það mat póst- og síma-
málastjóra og nefndarinnar að
samþykkja verði tillögur
framleiðanda um endurbætur
gegn ítarlegri og framlengdri
ábyrgð á afísingarbúnaðinum,
enda sé tryggt að verkið við
þessar endurbætur hafi ekki í
för með sér skemmdir á loft-
netinu.
Verktaka hefur samkvæmt
framansögðu verið falið að
halda verkinu tafarlaust
áfram og að tímasetja jafn-
framt síðustu verkin við stöð-
ina með það í huga að hægt
verði að opna hana sem fyrst.
(Fréttatilkynning).
Þormóöur rammi:
Greiddi
1100 millj. i
vinnulaun
Siglufirði 29. apríl.
FYRIRTÆKIO Þormóður
rammi greiddi Siglfirðingum
1100 milljónir i vinnulaun í
fyrra. Má af þessu sjá hversu
þarft fyrirtækið er okkur Sigl-
firðingum.
— m.j.
Landssamband
iönverkafólks:
Látil framleiðni
ekki verkafólki
að kenna
4. þing Landssambands iðn-
verkafólks haldið í Reykjavík
25.-26. apríl 1980 mótmælir harð-
lega að íslensku verkafólki sé
kennt um litla framleiðni og telur
að þar sé fyrst og fremst um að
kenna skipulagsleysi, gömlum og
úreltum vélum, lélegu hráefni og
skilningsleysi atvinnurekenda á
aðbúnaðarmálum verkafólks á
vinnustöðum.