Morgunblaðið - 30.04.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL 1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
barnavagni er léttara en fullorð-
inn maður í hjólastól.
Magnús kann áreiðanlega að
meta hug ykkar hjá Óháða söfnuð-
inum, en segir að því miður geti
góð meining mistekist. Var í þessu
tilfelli ekki aðvörunar þörf? Von-
andi tekst ykkur að laga þetta,
með því sama góða hugarfari sem
þið sýnduð áður, og aðrir læri af
mannlegum mistökum.
Magnús er af sumum sakaður
um að heimta og heimta. En fer
hann fram á annað en sama rétt
og göngufærir, að fatlaðir komist
áfram í sínum hjólastól, hvort
heldur er yfir götur, af gangstétt á
gangstétt, í kirkjur, opinberar
byggingar, verslanir eða leikhús?
Er þetta ekki jafnréttismál? Við
sem getum gengið á okkar fótum,
ættum að gera okkur ljóst, að við
höfum enga tryggingu fyrir því
að hljóta ekki sömu örlög og
Magnús, kannski strax í dag eða á
morgun, ung sem gömul.
Þegar Magnús er að benda á
erfiðleika fatlaðra, er hann ekki
að vinna fyrir sig, heldur allan
þann fjölda sem er í hjólastólum.
Hann hefur sýnt karlmennsku
sína með því að guggna ekki,
heldur vinna og vinna. Starf hans
eigum við ekki að vanmeta, heldur
þakka. Ábendinguna líka!!
Að kvöldi síðasta vetrardags,
N.N.
• Góð „Vorgleði“
á Hvammstanga
„Andvakan fannst mér yfrið
löng“ stendur þar, en jafnvel
nokkurra stunda vaka getur verið
gleðjandi endurvarp vel lukkaðra
stunda.
Frjálsar samkomur á skírdag og
laugardag fyrir páska, upp unnar
og fluttar af heima- og heiman-
mönnum, mest innanhéraðsefni,
list hugar og handa, hljóms og
menningarlegra hátta, var allt
skuggalaust, m.a. sýndu sam-
komugestir staðnum og flytjend-
um þann fagra hátt að ganga
hljóðlega um og rjúka ekki upp úr
sætum fyrr en samkomunni hafði
verið slitið.
Óvenjulegt og eftirtektarvert
var síðasta atriðið, skandering
konu og karls. Hann með meira af
glettnisvísum, mörgum ógleyman-
lega landfleygum, en hún með nær
eingöngu perluvaldar hringhendur
og allmargar léttilega víxlstuðlað-
ar, fágaðar að efni og allri gerð.
Þar sem þau bundu sig ekki við
síðasta staf hverrar vísu heldur
fyrsta staf síðasta orðs urðu
valkostirnir fleiri með fyrsta staf
svarvísunnar.
Þetta var vel til valið til að
minna á, að undir viðhaldi þessar-
ar orðsins listar, ríms og stuðla-
formsins og ekki síst stökunnar, á
íslenzk tunga og þjóðmenning líf
sitt og gengi.
Ennfremur var það eftirtekt-
arvert á staðnum og samkomun-
um, að þessar samkomur voru
gjörsamlega lausar við þann því
miður alltof algenga bölvald,
áfengið, er ógnar víðast hvers
konar mannfagnaði. Þökk sé þeim
er fyrir þessari „Vorgleði“ stóðu
og stjórnuðu henni.
Einn aðkomugesta.
Þessir hringdu . .
• Chicco,
ekki Ticco
Móðir hringdi:
Eitthvað hafa stafirnir skol-
ast til milli símtólanna hjá okkur,
er ég hringdi út af Chicco-pelun-
um, Ch varð að T.
Mig langar því að bæta við
þeirri ábendingu að það yrði víst
sagt eitthvað, ef ryksuguinnflytj-
endur heimtuðu hið sama og
pelainnflytjendur, þ.e. að maður
þyrfti að kaupa nýja ryksugu með
hverjum poka.
Því spyr ég enn: Af hverju er
ekki hægt að kaupa pokana í
lausu?
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Satu
Mare í Rúmeníu í fyrra kom þessi
staða upp í skák Rúmenanna
Biriescu og Ciocaltea, sem hafði
svart og átti leik.
HÖGNI HREKKVISI
"MA E6
G3r> SIGGA V/öGA í 1/LVE^W
ELLEN
BETRIX
snyrtivörukynning
miðvikudaginn 30. apríl
frá kl. 1—6.
Ný lína í kremum kynnt. Kynningarverö á
næringarkremum.
O.CA
SNYRTIVÖRUVERSLUN
BANKASTRÆTI 8 SfMI 14033
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 14., 17. og 20. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1980, á Vatnsendabletti 4,
þinglýstri eign Sveins Rögnvaldssonar, fer fram á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. maí 1980 kl.
12.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 14., 17. og 20. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1980, á Skemmuvegi 10 —
hluta —, þinglýstri eign Reykjavogs hf., fer fram á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. maí 1980 kl.
13.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 14., 17. og 20. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1980, á Auöbrekku 36 —
hluta —, þinglýstri eign Burstagerðarinnar hf., fer
fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. maí 1980
kl. 11.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 107., 111. tölublaði Lögbirt-
ingablaösins 1979 og 5. tölublaði 1980, á
Álfhólsvegi 91 — hluta —, þinglýstri eign Jóhanns
O. Péturssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðviku-
daginn 7. maí 1980 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn íKópavogi.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 75., 79. og 82. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979, á Furugrund 30 —
hluta —, þinglýstri eign Guðjóns S. Agnarssonar,
fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. maí
1980 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 14., 17. og 10. tölublaöi
Lögbirtingablaösins 1980, á Smiðjuvegi 12, —
hluta —, þinglýstri eign Hafsteins Júlíussonar hf.,
fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. maí
1980 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
ikki wm mi / -
<00661 í mog lkW
qútiWj m Wúm vioNoH I
mlo^vró^ < /SmvliÖ/ðÓROVf?
29.... Hal+!, og hvítur gafst upp,
því að eftir 30. Rxal er hann mát í
öðrum leik. Ciocaltea sigraði á
mótinu, hlaut 8V2 vinning af 11
mögulegum. Næstir komu landi
hans Ungureanu, og Júgóslavinn
Sindik með 7‘/2 vinning.
vú mi /Ah/AÍ\ =
M YÍ4NnA =
QA&mtOG&i Av (E%OQ V/0 \ ‘
VúiN A'O
\\)oWöM OtW WÖL4 vWNM
fr^WWINN teKOtfM Aftl /
\yií|
e® §