Morgunblaðið - 20.06.1980, Page 1
32 SÍÐUR
136. tbl. 67. árg.
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980
Prentsmiðja MorKunblaðsins.
Bani-Sadr freistar
að treysta garðinn
19. júnl. AP.
FORSETI írans, Abolhassan Bani-Sadr, stokkaði upp i yfirstjórn
iranska hersins í dax benda likur til að með þvi hafi forsetinn ætlað
að treysta vörð sinn (?eKn stranKtrúa andstæðinKum sinum. Aðeins
sólarhrinKÍ áður haföi forsetinn skorað á byltinKarvarðliða þjóðarinn-
ar að sameinast að baki honum.
Opinber fréttastofa landsins og
útvarp skýrðu frá því að Bandi-
Sadr hefði fallist á afsagnarheiðni
yfirmanns herforingjaráðsins,
Mohammed Hadp Shadmehr,
hershöfðingja, og að Valiolpah
Fallahi, hershöfðingi hefði tekið
við af honum. Fjölmiðlarnir
greindu frá öðrum mannaskiptum
og bentu á að harðlínusamtök
Múhammeðstrúarmanna hefðu
efnt til samsæris til að bola
forsetanum frá völdum sem „verk-
færi Bandaríkjamanna".
I frásögn Teheran útvarpsins
kom ekki fram nákvæmlega hverj-
ir það voru, er knésetja vildu
forsetann, en þó var leitt getum að
því að þar færi leiðtogi Islamska
lýðveldisflokksins, dr. Hassan
Ayat, fremstur í flokki. Flokkur-
inn hefur meirihluta á þingi og
lýtur yfirboði klerkastéttarinnar.
CARTER SKOÐAR HEIÐURSVÖRÐ — Carter Bandaríkjaforseti og Sandro Pertini,
forseti Ítalíu, (til hægri) skoða heiðursvörð í Quirinale höll skömmu eftir komu Carters
til Rómar í gærkvöldi. simamynd ap.
Sameining erindi
Carters í Evrópu
Kom. 19. júní. AP.
CARTER Bandaríkjafor-
seti kom til Rómar í kvöld
og hóf þar með átta daga
ieiðangur sinn um Evrópu.
För forsetans er ætlað að
glæða samtakamátt vest-
rænna bandalagsþjóða
sem þótt hefur dvína sök-
um ósamkomulags að und-
anförnu um málefni Af-
ganistans, írans og Mið-
Austurlanda. Carter mun
meðal annars sækja efna-
hagsráðstefnu sjö helztu
iðnríkja í Feneyjum um
helgina, en þrátt fyrir
yfirskrift fundarins telja
bandarískir embættis-
menn að fyrir dyrum sé
einhver mikilvægasti ör-
80 teknir
höndum í
Pakistan
Lahore. Pakistan, 19. júni. AP.
UM áttatíu löKÍræðingar voru
handteknir er löKregla ruddist
inn á klúbbsfund þeirra i Lahore i
Pakistan i dag. Lögfræðingarnir
höfðu efnt til ráðstefnu veRna
nýrra herlaKa er seildust mjög inn
á svið borgaralegra dómstóla.
Hitnaði fundarmönnum í hamsi
og er þetta talinn stærsti andófs-
fundur i Pakistan siðan Ali
Bhutto, forsætisráðherra, var líf-
látinn fyrir ári.
yggismálafundur síðustu
tuttugu ára.
Á flugleiðinni frá Washington
skýrði bandaríski utanríkisráð-
herrann, Edmund Muskie, frétta-
Rainbow
Warrior
gripinn
við Spán
El Ferrol, Spáni, 19. júní. AP.
RAINBOW Warrior, sem um-
hverfisverndarsamtök Græn-
friðunga gera út, var í daK
færður til hafnar á norð-
vesturströnd Spánar og áhöfn
skipsins kyrrsett fyrir að
trufla veiðar hvalveiðiskips
um fimmtiu sjómilur frá
landi.
Hvalverndarmenn beittu
sömu brögðum og þeir lögðu
stund á við Island í fyrra og
sigldu hraðbáti í veg fyrir
skutul hvalveiðiskips með nafn-
inu Ibisa 3. Urðu veiðimenn að
láta af tilraunum sínum um
stund og fóru Grænfriðungar
þá um borð og ræddu við
skipstjóra. Skömmu síðar komu
tvær spænskar freigátur á
vettvang og fylgdi önnur þeirra
Rainbow Warrior til hafnar.
Búist er við yfirlýsingu frá
yfirvöldum síðar, en hvalvernd-
armenn munu hafa verið utan
spænskrar iandhelgi er atburð-
urinn átti sér stað.
Þess má geta að einn íslend-
ingur, Eggert Kjartansson, var
um borð í Rainbow Warrior, og
er því í hópi þeirra, sem kyrr-
settir voru.
mönnum svo frá að þjóðirnar
þyrftu að „fullvissa hver aðra um
stefnumiðin", einkum með tilliti
til innrásar Sovétmanna í Afgan-
istan. Auk fjölskyldu Carters og
Muskies, eru þeir Zbigniew Brzez-
inski, öryggisráðgjafi, Lloyd Cutl-
er, sérstakur ráðgjafi, og Jody
Powell, blaðafulltrúi, í för með
forsetanum.
Þetta er í fyrsta sinn að Carter
hleypir heimdraganum eftir að
hann sótti efnahagsfund í Tókýó í
fyrra. Hann mun koma að máli við
ítalska leiðtoga á föstudag og eiga
viðræður við Jóhannes Páí II páfa
áður en hann heldur á laugardag
til Feneyja, þar sem hann mun
hitta leiðtoga Vestur-Þýskalands,
Frakklands, Bretlands, Ítalíu,
Kanada og Japans. Carter mun
síðar ferðast til Júgóslavíu, Spán-
ar og Portúgals.
N ATO-her gögn
rædd í Noregi
Krá Jan Krik Laurá I ÖnIú.
UMRÆÐUR hafa aftur hlossað upp I Noregi um hernaðaraðstoð frá
Bandarikjunum ef hættu ber að höndum og staðsetningu hergagna frá
NATO á norskri grund. Nýlega birtist í Bandarikjunum skýrsla þar
sem segir að ef 8.000 bandariskir hermenn verði hafðir til taks til þess
að fara til Noregs gæti orðið nauðsynlegt að reisa hernaðarmannvirki
að verðmæti allt að einn milljarður norskra króna i Noregi.
Skýrsluna samdi fjárlaga-
skrifstofa Bandaríkjaþings og þar
er gerð grein fyrir nokkrum mögu-
leikum á fyrirfram staðsetningu
hergagna frá NATO í Noregi og
hvernig bandarískir hermenn
skuli hjálpa Norðmönnum á
stríðstímum.
í skýrslunni er einnig hvatt til
þess að bandarískir hermenn fái
fleiri tækifæri til æfinga í Noregi.
í norska landvarnaráðuneytinu
er lítið vitað um bandarísku
skýrsluna, sem birtist nú í norsk-
um blöðum. Hins vegar vinnur
ráðuneytið stöðugt að athugunum
á NATO-aðstoð við Noreg.
Norðmenn fylgja þeirri stefnu,
að erlendu herliði verði ekki kom-
ið fyrir í Noregi á friðartímum. Ef
reist verða mannvirki til að geyma
hergögn eða komið verður upp
herskálum til þess að fastar æf-
ingar geti farið fram, verður
óbeinlínis farið í kringum þessa
stefnu í herstöðvamálum að dómi
sumra stjórnmálamanna í Noregi.
í skýrslunni segir, að viðræður
fari fram milli Norðmanna og
Bandaríkjamanna um staðsetn-
ingu útbúnaðar handa 8.000
bandarísVum hermönnum í Noregi
og komið hafi fram eindregnar
óskir bæði frá Noregi og Dan-
mörku um fyrirfram staðsetningu
útbúnaðar til handa hermönnum.
Bíðendur
eiga byr...
Charleston. Vestur-Virginíu.
19. júní. AP.
HUNDRAÐ og sjö ára gömul
kona. Mary Marvich, sem kom
til Bandaríkjanna fyrir átta-
tíu og sex árum, mun á
laugardag sjá draum sinn um
bandarískan ríkisborgararétt
verða að veruleika.
Mary, sem kom þaðan sem
nú heitir Júgóslavía, hafði
reynt í fjörutíu ár að fá
bandarískt vegabréf, en einatt
verið neitað af því hún hafði
gleymt nafni skipsins, er bar
hana að ströndum Bandaríkj-
anna árið 1894. Það var starfs-
maður utanríkisráðuneytisins,
sem ákvað að gera gangskör í
málinu eftir að hafa orðið
áskynja um hrakfarir gamal-
mennisins.
Biskupar auðsýna
sáttfýsi í S-Afríku
Johannesarhorg. Suóur-Afriku. 19. júni. AP.
TRÍIARLEIÐTOGAR blökkumanna hvöttu i dag forsætiráðherra
landsins. P. W. Botha til að skjóta á fundi með þeim til að „bjarga
landinu" úr ólgupotti stúdentaóeirða og framleiðsluverkfalla. Banda-
ríkjastjórn hefur komið þeirri orðsendingu til suður-afrískra
yfirvalda að stirðna kunni i samskiptum landanna beiti lögregla ekki
meiri nærgætni í meðferð óvopnaðra mótmadahópa.
Ekki er enn vitað með vissu hve
margir týndu lífi í fjögurra daga
útistöðum lögreglu annars vegar
og blökkumanna og kynblendinga
hins vegar, en flest dagblöð í
Suður-Afríku halda fast við töl-
una 42 og segja að um tvö hundruð
manns hafi særzt. öryggismála-
ráðherra landsins, Louis Le
Grange, lét hins vegar svo um
mælt á blaðamannafundi í dag að
tölur þessar væru þó nokkuð
ýktar.
Eftir þessi harðvítugustu átök
sem orðið hafa í landinu frá því í
Soweto uppreisnunum 1976, eru
nú að mestu kyrr tíðindi í Suður-
Afríku. Að sögn fréttaskýrenda
áttu óeirðirnar að mestu rætur
sínar að rekja til óánægju kyn-
blendinga með lakari menntun-
arskilyrði en hvíti minnihlutinn á
við að búa.
Botha hefur sagt að hann myndi
ræða við biskupa úr röðum
blökkumanna ef þeir lýstu opin-
berlega andstöðu sinni við komm-
únistíska tilburði í landinu og
víttu ofbeldisöflin. Biskuparnir
segjast nú munu fallast á þessi
skilyrði.