Morgunblaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980 Tvær glæ- nýjar ís- lenzkar ÞRYMSKVIÐA Handrit og teikningar. Sigurður Ö. Brynjólfsson. Kvikmyndun og klipping: Óli Ö. Andreassen og S.Ö.B. Lesari: Erlingur Gíslason. MÖRG ERU DAGS AUGU Handrit texti og stjórn: Guðmundur P. ólafsson. Kvikmyndun og klipping: óli Örn Andreassen. Tónlist: Ketil Hvoslef/ Jón Yngvi Yngvarsson. Lesarar: Þorleifur Ilauksson/ Elínborg Stefánsdótt- ir/ óskar Halldórsson. Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Tvær nýjar íslenskar kvikmynd- ir eru núna sýndar í Regnbogan- um. í forrétt fáum við að sjá fyrstu íslensku teiknimyndina ÞRYMSKVIÐU gerða af Sigurði Ö. Brynjólfssyni. Mynd þessi er um 17 mínútur á lengd tekin á 16 mm filmu og í lit. Fyrir utan að vera „sú fyrsta sinnar tegundar" er mynd þessi haganlega gerð. Lipurlega teiknuð í persónulegum stíl Sigurðar, litasamsetningar smekklegar með nokkrum auglýs- ingablæ (gætir jafnvel áhrifa frá Bacon). Þá er myndin kímin og meinfyndin á stundum. Þetta er mikið hól en það þýðir ekki að myndi sé gallalaus, hún er „til- raunaverk" eins og segir í leikskrá. Og sé hún borin saman við teiknimyndir frá ríkjum þar sem þessi tegund kvikmyndagerð- ar hefur náð nokkrum þroska þá sést hennar helsti veikleiki sá að, hver einstök mynd fer of fljótt fyrir og textinn er ekki tjáður með nægilega fjölbreyttu myndmáli. En þetta eru byrjandaörðugleikar og ég óska Sigurði 0. Brynjólfs- syni til hamingju með þetta þolin- mæðisverk. íslenska ríkið ætti að hafa manndóm í sér til að fá menn á borð við hann til að festa íslendingasögurnar með þessum hætti á filmu og blað. í breyttum heimi er slíkt eina færa leiðin til að bjarga þeim frá gleymsku. Nú er heilinn hafði með hjálp augnanna snætt forréttin hófst aðalmyndin MÖRG ERU DAGS AUGU. Þessi mynd er mun lengri, en á engan hátt merkilegri en mynd Sigurðar. Hún er hefðbund- in náttúrumynd sem lýsir lífinu í Vestureyjum á Breiðafirði. Óvenju innileg og gerð af mönnum sem unna þessari sérstæðu náttúru- perlu. Enda er líkt og myndin sé tekin innan úr hjúpi — svona eins og vélinni stýri sjálf náttúran. Er alltaf notalegt að sitja í bíó og komast í snertingu við frumöflin án þess svo mikið sem dýfa hendi í saltan sjó eða rífa sig á bergnibbu. Slík eru forréttindin við að vera maður, að geta ferðast með hjálp annarra manna um ókunn lönd. Vestureyjar á Breiðafirði, eru ekki ókunnur heimur flestum íslend- ingum svo er Ómari Ragnarssyni fyrir að þakka, en hann virðist hafa sérhæft sig í þessum hluta landsins. Er það vel en mættum við fá meir að heyra. Nú, en myndin MÖRG ERU DAGS AUGU býr ekki aðeins yfir sjón- rænum þokka. Textinn sem er fluttur með myndinni er hreint út sagt: afbragð. Málið kjarnyrt, framsögn lesara skýr og hljómfög- ur. Hljóðupptaka aldrei þessu vant skammlaus. Það mætti ætla af þessari lýsingu að myndin væri öll hin ljúfasta svona líkt og póstkort með tali. Nei í myndinni eru andstyggilegar senur, þar kemur fyrir kópadráp og skarfa- dráp sem er stundað af hálfstálp- uðum unglingum jafnt og fullorð- num af slíku offorsi að fer um kaupstaðarbörnin. MÖRG ERU DAGS AUGU er þannig raunsönn lýsing á lífinu í Vestureyjum þar sem ekkert er dregið undan. Lýs- ing sem á erindi inn á heimili landsmanna í gegn um sjónvarpið. ÞRYMSKVIÐU má svo sýna í staðinn fyrir Tomma og Jenna eitthvert kvöldið. Það eru fleiri stjörnur en í Hollywood. Kypnir á Fæðis og klæðiskvöldunum á Sögu er Birna Bjarnadóttir, klædd glæsilegum upphlut, en hún kynnir það sem fram fer bæði á islenzku og eriendum málum. Sýningar- stúlkur úr Kar- on sýna fatnað úr islenzkri ull á Fæðis- og klæðiskvöldun- um. HEFÐBUNDNA sunnu- dagssteikin er mörgum hugstæð, en á skemmti- kvöldunum Fæði og klæði í Súlnasal Hótel Sögu á föstudögum er búið að út- víkka landhelgi iamba- kjötsins í framleiðslu, því þar er boðið upp á 30 rétti úr íslenzku lambakjöti og sækja gestir réttina á borð hlaðið kjötréttum og ostum, og einnig er boðið upp á nokkra sjávarrétti. Saga hefur áður verið með slík fæðis- og klæðiskvöld, en svo er skemmtunin nefnd vegna réttanna sem boðið er upp á og einnig er tízkusýning á fatnaði úr íslenzkri ull, sýning á ís- lenzku keramik og skart- gripum. Konráð Guðmundsson, hótel- stjóri Hótel Sögu, sagði í samtali við Mbl., að bæði innlendir og erlendir kæmu á fæðiskvöldin og reyndar væri það algengt að íslendingarnir lýstu undrun sinni á hinum fjölbreyttu réttum úr lambakjötinu. Kvað Konráð það óalgengt áður að menn bæðu um lambakjöt þegar þeir færu út að borða við hátíðleg tækifæri, en nú væri það sífellt algengara, enda aukið úrval rétta. Þá kvað Konráð fólk gjarnan vilja kynn- ast nýjum aðferðum á umrædd- Sýnishorn af matborðinu, hlöðnu öllum hugsanlegum rétt- um úr islenzku lambakjöti, brauðum, ostum og fiskréttum. Konráð Guðmundsson hótel- stjóri kannar stöðuna fyrir miðju. Ljósmynd Mbl. Kristján. Lambakjöt í nýju ljósi Fæði og klæði á föstudags- kvöldum á Hótel Sögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.