Morgunblaðið - 20.06.1980, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980
Á ferð með forsetaframbjóðanda:
Það viðraði vel þegar blaðamað-
ur ásamt ljósmyndara mættu í
bítið á Reykjavíkurflugvelli síð-
astliðinn laugardag til fundar við
Guðlaug Þorvaldsson og konu
hans, Kristínu Kristinsdóttur.
Ætlunin var að fylgja þeim hjón-
um eftir þann daginn. Flogið
skyldi með TF-SKY til Aust-
fjarða. TF-SKÝ er tveggja hreyfla
flugvél en hún er að því leyti
óvenjuleg, að annar hreyfillinn er
á nefi hennar, hinn aftan á
búknum. Það átti eftir að koma á
daginn, að vélin, þrátt fyrir sér-
stætt útlit, er hin traustasta, að
ekki sé minnst á hinn ágæta
flugstjóra hennar, Ingimar Svein-
björnsson.
Til stóð að fara á Vopnafjörð,
síðan á Egilsstaði, þaðan til Borg-
arfjarðar eystri og loks niður á
Seyðisfjörð. I ljós kom að ekki var
hægt að lenda á Vopnafirði, —
Austfjarðaþokan landsfræga kom
í veg fyrir að hægt væri að lenda
þar. Hún grúfði sig yfir fjörðinn.
Guðlaugur varð því að fresta för
til Vopnafjarðar — um sinn að
minnsta kosti.
Um hádegisbil fórum við í loftið
og flogið var sem leið lá til
Egilsstaða. Það var falleg sjón að
sjá yfir hálendið á leiðinni austur,
— vart skýhnoðri á himni og
hálendið blasti við. í hálfan annan
tíma nutum við útsýnisins og
lentum á Egilsstöðum um tvöleyt-
ið. Úti fyrir fjörðunum lá Aust-
fjarðaþokan en á héraði skein sól í
heiði og Egilsstaðir skörtuðu sínu
fegursta. Arni Halldórsson, lög-
fræðingur, einn dyggasti stuðn-
— Múlafoss er i baksýn.
Myndir Mbi. KrÍNtján.
Tekið á móti Guðlaugi og Kristínu skammt fyrir utan Seyðisíjörð.
„Gefið er val - og gerum heit
Guðlaugur skal að Bessastöðum“
ingsmaður Guðlaugs, tók á móti
honum á flugvellinum ásamt
Bjarna Björgvinssyni, skattstjóra
Austurlands. Guðlaugi ásamt
fylgdarliði sínu, var boðið í mat til
Arna og konu hans. Þar var á
borðum ljúffeng hreindýrasteik.
En fundartíminn nálgaðist óðum
og ekki gafst tími til að drekka
kaffi — haldið var að Valaskjálf,
þar sem fundurinn skyldi haldinn.
Þar var fyrir margmenni, þegar
Guðlaugur ók í hlaðið. Vilhjálmur
Hjálmarsson frá Brekku, tók þar á
móti Guðlaugi, sem síðan gekk
manna á milli og heilsaði. Vil-
hjálmur var fundarstjóri og stýrði
fundinum af röggsemi — eins og
honum er lagið.
Fjögur ávörp voru flutt á fund-
inum. Það voru þau Sigurður Ó.
Pálsson, skólastjóri Barnaskólans
á Eiðum, Bjarni Björgvinsson,
skattstjóri Austurlands, Guðbjörg
Kolka, frá Hvanná í Jökuldal, og
Árni Halldórsson, lögfræðingur á
Egilsstöðum, sem þau fluttu. Að
loknum ávörpum þeirra flutti
Guðlaugur Þorvaldsson ræðu.
Hann hóf mál sitt á því að lýsa
degi úr lífi frambjóðanda.
Frá Vestmannaeyjum
um SÍKlufjörð,
Grímsey til Blönduóss
Það var föstudagurinn 6. júní
sem hann lýsti. Þau hjónin hófu
daginn árla dags í Eyjum, voru
komin á fætur fyrir 7. Þau heim-
sóttu 8 vinnustaði, ræddu við
starfsfólk og svöruðu spurningum
þeirra. Að lokinni yfirreið um
vinnustaði var haldið flugleiðis til
Siglufjarðar og lögðu þau upp
klukkan hálf ellefu frá Eyjum.
Guðlaugur og Kristín vlð brottförina frá Reykjavfk. Mbi.mynd: ói.k.m.
Þau eyddu bróðurpartinum af
deginum á Siglufirði. Fóru um
vinnustaði, ræddu við fólk. „Sigl-
firðingar halda þeim góða sið að
byrja daginn snemma og hefja
vinnu klukkan sjö og hætta fjög-
ur,“ sagði Guðlaugur. Því var
brugðið á það ráð að halda útifund
á Siglufirði og klukkan að ganga
sex var haldið til Grímseyjar.
Eftir fund með Grímseyingum var
haidið til Blönduóss og þar var
haldinn fundur. Um miðnæturbil
hélt svo Guðlaugur ásamt konu
sinni frá Blönduósi — löngum og
annasömum degi í lífi frambjóð-
anda var lokið.
í skugga kreppunnar
Guðlaugur sagði því næst frá
því, að margir, hvaðanæva af
landinu, úr öllum stéttum, hefðu
komið að máli við sig og hvatt
hann til forsetaframboðs. Það var
síðan í annarri viku í janúar, að
hann tók þá ákvörðun að bjóða sig
fram til forsetaembættisins. „Mér
fannst ég standa uppi og segja við
sjálfan mig — þér er það skylt,“
sagði Guðlaugur.
Hann nefndi þrjú atriði, sem
hann taldi gott veganesti til þess
að gegna embætti forseta íslands.
Hið fyrsta, sem hann nefndi í því
sambandi, voru uppvaxtarárin í
Grindavík. „Ég var alinn upp á
sama hátt og 90 til 95% þjóðar-
innar þá — í skugga kreppunnar,"
sagði Guðlaugur. í öðru lagi
nefndi hann skólagöngu sína.
Hann hefði átt því láni að fagna
að komast í langskólanám, en það
var síður en svo sjálfsagður hlutur
hjá almenningi á þeim árum. í
þriðja lagi nefndi Guðlaugur
starfsreynslu sína. Hann hefði
fengist við mörg störf um ævina,
„ekki alltaf staðið sömu megin við
borðið".
„... því at hrísi vex
og hávu grasi
vegr, es vættki treður“.
Því næst ræddi Guðlaugur um
forsetaembættið og vitnaði í
Hávamál.
„Veiztu, ef þú vin átt,
þanns þú vel trúir,
far þú að finna oft,
því at hrísi vex
og hávu grasi
vegr, es vættki treður.“
Og hann hélt áfram: „Forsetinn
er þjóðkjörinn og það er mikils um
vert að hrís og gras nái ekki að
vaxa í götunni milli hans og
fólksins, sem byggir þetta land.
Svo mikils virði, að það er eitt
helsta hlutverk forsetahjónanna
að halda þessum samskiptaleiðum
hreinum og greiðfærum. Ella get-
ur forsetinn hvorki orðið það
sameiningartákn og friðarins
maður, sem honum er ætlað að
vera, né sá sáttanna og friðarins
maður, sem þjóðinni er þörf á.
Forsetinn þarf að ferðast meðal
fólksins og vera meða! fólksins.
Það er bezta leiðin til þess að
viðhalda raunverulegum tengslum
við þá, sem í dagsins önn halda
uppi þessu fámenna, sjálfstæða
þjóðfélagi. Bezta leiðin til að
kynnast í raun og sannleika við-
horfum fólksins.
Að sækja fólk heim víðs vegar
um byggðir landsins, bæði við
hátíðleg tækifæri og hversdagsleg,