Morgunblaðið - 20.06.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.06.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980 Sverrir Hermannsson, forseti neðri deildar Alþingis: „Hvaðan eru runnar greiðslur undir borð- ið á yfirvinnukaupi?“ .Þingfararkaupsnefnd hefur ekkert með launaákvarðanir að gera. Fyrir 10 árum var ákveðið að farið skyldi með þingmannslaun eins og segir í lögum um laun alþingismanna, að þeir taki laun samkvæmt 3. hæsta launaflokki starfsmanna ríkisins, hæstu Iaun í þeim flokki. Þannig hefur þetta verið í 10 ár, en þingfararkaups- nefnd ákveður hins vegar öll önnur kjör þingmanna." Þetta sagði Sverrir Hermannsson, for- seti neðri deildar Alþingis í sam- tali við Morgunblaðið í gær eftir að hann hafði setið daglangan fund með öðrum forsetum þings- jns, vegna ákvörðunar þingfarar- kaupsnefndar um að hækka laun þingmanna um 20% til samræmis við aðra ríkisstarfsmenn. Sverrir hélt áfram: „Einnig fylgist þingfararkaups- nefnd með framfylgd laganna. Skömmu eftir áramót kom í ljós, að fyrir hvorki meira né minna en 6 árum hafa þeir, sem eru í viðmiðunarflokki þingmanna fengið 20 til 30% hækkun launa, aðeins veðurstofustjóri einn hefur 15%. Það var almenn krafa þing- manna úr öllum flokkum, þegar þetta lá fyrir, að farið yrði að lögum. Umræða um þetta stóð vikum saman í Alþingi og ég tek undir með Eiði Guðnasyni, þegar hann kallar það hámark hræsn- innar, er menn vilja ekki kannast við þetta." „Þingfararkaupsnefnd," sagði Sverrir, „á engra annarra kosta völ en fara að gildandi lögum og þetta eru þau lög, sem henni ber að starfa eftir. í ljós kom, að menn hafa allt upp í 50% greiðslu umfram samning og eru þar hæst- ir prófessorar, sem jafnframt eru læknar. Geta þeir farið allt upp í 53%. Svo tala menn um sparnað og að sýna eigi ábyrgð, sem felst síðan í því að aðstoðarmenn ráð- herra hafa 1V4 þingfararkaup. Þeir eru ráðnir á 600 til 700 þúsund króna mánaðarlaun, en fá þar ofan á 90%, laun, sem í dag eru einhvers staðar á milli 1100 og 1200 þúsund krónur á mánuði." „Ég hef alla tíð verið andstæður því, að þingmenn af hræðslugæð- um öxluðu þá byrði fram af sér að fylgja fram lögum um laun sín. Frá upphafi hef ég verið valinn af mínum flokki til þess að starfa í þingfararkaupsnefnd. Ég hefi gert þetta frá því er ég settist á þing, þar sem ég hef ekki talið mér annað fært en að gegna þessu starfi, þótt ekki sé það eftirsókn- arvert, vegna þess að ég tel mér ekki fært að ætlast til að félagar mínir vinni störf, sem ég treysti mér ekki sjálfur til að vinna. En nú er lokið þeim störfum, fyrst félagar mínir vilja ekki standa við orð sín, og sjálfur hef ég ákveðið og fengið samþykkt forseta þings- ins, að aðrir aðilar ákveði kaup og kjör þingmanna. Gegn því hef ég staðið alla tíð.“ „Það er dapurlegt," sagði Sverr- ir Hermannsson, „að hlýða á lýðskrum eins og í ræðu forsætis- ráðherra 17. júní síðastliðinn, þar sem talað var eins og talið er að fólkið vilji heyra, þótt Alþingi og störf þess séu svert í leiðinni. Ég vil í þessu sambandi sérstaklega vekja athygli á ummælum Stefáns Valgeirssonar, nefndarmanns í þingfararkaupsnefnd í Morgun- blaðinu 17. júní, þar sem hann bendir á og leggur til, að þessar aukagreiðslur verði allar afnumd- ar og tekið til hendi í þeim efnum. Það er tillaga, sem ég tek sterk- lega undir." „En hvaðan eru runnar greiðsl- ur undir borðið á yfirvinnukaupi?" spurði Sverrir Hermannsson. „Það skyldi þó ekki vera, að þær séu upprunnar frá árinu 1964, úr fjármálaráðherratíð Gunnars Thoroddsens, og það skyldi þó ekki vera, að stærsta skrefið hafi verið stigið 1973 í tíð vinstri stjórnar- innar þá, og sitthvoru megin við samningaborðið hafi setið þeir Halldór E. Sigurðsson og Kristján Thorlacius? — sem er að sprengja af sér siðferðisgerðirnar af hneykslan nú þessa dagana. Ég vil enn spyrja: Er einhver með fullu viti, sem trúir því, að í hinu þrönga samfélagi á Alþingi, geti farið fram umræður um stór- breyting á kjörum þingmanna, án þess að þingmenn viti, hvað fram fer?“ „Það hefur aldrei verið til siðs, að bera lagatúlkun þingfarar- kaupsnefndar undir atkvæði þing- flokka, en auðvitað var frá málinu greint á þeim vettvangi, eins og margsinnis hefur komið fram. En hver er undirrótin að upphlaupi og æðibunugangi fjármálaráðherra nú? Honum verður á sú regin- skyssa, að bjóða hinum lægst launuðu meðal opinberra starfs- manna 1—2% kauphækkun, for- maður flokksins, sem gekk til Helgi Seljan forseti efri deildar: Eðlile^t að nefndin at- hugaði málið en ég vil að það verði kannað betur „ÉG hef verið sannfærður um það frá upphafi, að þessi ákvörðun þingfararkaupsnefndar ætti ekki að koma til framkvæmda. Hins vegar er það engin spurning í mínum huga, að þingfararkaups- nefnd hefur farið að lögum, en það var aftur spurning í mínum huga, hvort þrír menn, þótt þeir heiti forsetar, eigi að hafa meira að segja, en sjö manna nefnd, sem svo lengi hefur farið með þetta mál,“ sagði Helgi Seljan, forseti efri deildar Alþingis, er Mbl. ræddi við hann eftir fund forset- anna um launahækkunarákvörðun þingfararkaupsnefndar. Mbl. spurði Helga þá, hvers vegna það hefði orðið ofan á, að hann hefði staðið að tilmælum til þingfarar- kaupsnefndar um að ákvörðun hennar kæmi ekki til fram- kvæmda. „Mín skoðun hefur alltaf verið ljós. Ég vildi að málið yrði kannað enn betur, en ég er alls ekki að segja, að ákvörðun nefnd- arinnar hafi verið röng.“ Mbl. spurði Helga þá, hvort tímasetn- ing hækkunarinnar hefði ráðið úrslitum í hans huga. „Alls ekki,“ svaraði Helgi. „Ég hef alltaf skilið málið þannig, að það væri verið að athuga með samræmingu við það, sem þegar hefði gerzt hjá öðrum, en alls ekki grunnkaupshækkun. Mér fannst eðlilegt að þingfarar- kaupsnefnd kannaði málið og ég vil bara að það verði athugað enn betur. Mér kemur til dæmis mjög á óvart þetta launaskrið, sem orðið hefur hjá opinberum starfs- mönnum og finnst full ástæða til að það verði kannað ofan í kjölinn. Mér skilst að þarna sé um sex til sjö hundruð manns að ræða. Nú vil ég ekki efast um, að þessir menn vinni þessa vinnu. Sjálfur þekki ég það til dæmis af eigin reynslu að skólastjórastarfinu fylgja ótaldar stundir, sem skóla- stjóri verður að vinna utan reglu- legs vinnudags. Varðandi yfirvinnu, sem þing- menn vinna um þingtímann, þá er hún býsna mikil og mér finnst það eðlileg spurning, hvernig eigi að meta hana. Það er líka spurning, hvernig á að meta yfirvinnu þing- manna, þegar þeir fara um kjör- dæmi sín að sumrinu og eru þá vissulega að vinna starf, sem heyrir setu á Alþingi til. Mér finnst sjálfsagt, að menn meti þetta og það verður þá gert í haust. Eftir ósk okkar þingforsetanna til skrifstofustjóra Alþingis, held ég að það sé ljóst, að það er mjög eindreginn vilji til þess að fela ákvörðun um kaup og kjör alþing- ismanna einhverjum óháðum að- ila, þannig að mál af þessu tagi geti ekki komið upp aftur. Sjálfur hef ég alltaf lýst því yfir, að ég óttaðist það ekki, að einhver slíkur dómur lækkaði laun alþingis- manna, heldur hitt, að hann færi að meta okkur til dæmis eins og ráðuneytisstjóra. Ég hef því verið einn af þeim, sem héldu fram þeirri skoðun, að þingfararkaups- nefnd Alþingis ætti að sjá um þetta mál, en eftir ítrekaða hluti af þessu tagi, þá er ég nú þeirrar skoðunar, að það sé útilokað fyrir nokkurn mann, alþingismann sem Garðar Sigurðsson formaður þingfararkaupsnefndar: Dettur ekki í hug að taka fram fyrir hendurnar á forsetum „VIÐ höfum falið allt okkar vald í hendur forsetunum og vorum svo kurteisir að vera ekki að gefa þeim neinar tilskipanir um það, hvernig þeir ættu að taka á málinu, eins og sumir hafa nú leyft sér. Forsetarnir báru fram sín tilmæli og auðvitað dettur okkur ekki í hug að taka fram fyrir hendurnar á þeim,“ sagði Garðar Sigurðsson, formaður þing- fararkaupsnefndar, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi um borð í Gullbergi VE, sem þá var statt á Papagrunni. „Málið verður svo rætt þegar þing kemur saman í haust, eins og tilmæli þingforsetanna bera með sér, og við erum allir svo miklir þingræðismenn að vilja það,“ sagði Garðar. Mbl. spurði Garðar álits á ákvörðun þingforsetanna um endur- skoðun á lögum og reglum um kaup og kjör þingmanna. „Ég er mjög ánægður með hana,“ svaraði Garð- ar. „Og af ýmsum ástæðum er ég nú ánægðar’ með slíka ákvörðun en ég hefði áður orðið. Ég geri ekki ráð fyrir, að menn verði gráðugir í að sitja í þingfararkaupsnefnd úr þessu." Mbl. spurði, hvort orsök þessara ummæla væru atburðir undanfarinna daga vegna ákvörðun- ar nefndarinnar. „Menn hafa aldrei sótzt eftir starfi í þessari nefnd, heldur verið svona hálfpartinn skikkaðir í hana,“ sagði Garðar. „Svo eru félagar manns í landi ekkert of heiðarlegir í garð okkar, sem erum svona á útköntunum, þegar þeir segjast ekki hafa átt von á neinu frá manni, heldur þykjast koma af fjöllum." „Ég tel nú sumum betur hæfa sú lýsing, að þeir komi út úr hól,“ sagði Garðar síðar í samtalinu við Mbl. kosninga undir kjörorðinu „samn- ingana í gildi". Menntahrokadeild Alþýðubandalagsins ætlar að bjarga efnahagsmálum íslands með því að hnoða á hinum lægst launuðu í hópi opinberra starfs- manna. Slíkt tilboð hefði enginn gert, sem hefur snefil af viti á því, hvernig á að standa að kjara- samningum. Hverjir eru það svo sem þiggja yfirvinnugreiðslurnar. Er það rétt, að þeir séu 600 til 700, og að allar greiðslurnar séu til manna, sem eru ofar í launastig- anum en tilboð Ragnars Arnalds nær til, frá 16. launaflokki og upp úr?“ Að lokum sagði Sverrir Her- mannsson: „Ég ætla að biðja menn að minnast orða minna. Þegar kjara- dómur eða einhver annar aðili tekur að ákvarða þingmönnum laun, þá skulu þeir sjá, að þing- menn hætta að vera slakir hálf- drættingar á borð við þjóðbanka- stjóra. Hvernig ætti ég í þingfar- arkaupsnefnd, að standa gegn kröfum þingmanna um að fylgt yrði fram lögum um laun þing- manna, þar sem ég er, auk þing- fararkaupsins, með 60% af laun- um þjóðbankastjóra sem forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins. Þau 60% af þjóðbankastjóralaun- um eru hærri en allt þingfarar- kaupið. Við höfum horft á áflog innan Alþýðubandalagsins milli formanns þingflokksins og Garð- ars Sigurðssonar, formanns þing- fararkaupsnefndar. Garðar Sig- urðsson kann að vera kjaftfor sjóari, en það er hann, sem segir satt. Ólafur Ragnar Grímsson er hins vegar í öðrum erindagjörð- um, þegar hann er að reyna að koma höggi á Garðar Sigurðsson. Hann er í leiðinni að reyna að fella hann úr stöðu sinni fyrir vin sinn Baldur Óskarsson." aðra, að standa í því að þurfa að ákveða sín kjör sjálfur." Mbl. spurði Helga, hvernig mál- ið hefði farið í gegn hjá þingflokki Alþýðubandalagsins með tilvísun til þess sem fjármálaráðherra, formaður þingflokksins og for- maður þingfararkaupsnefndar hafa sagt. „Afstaða þingflokksins hefur aldrei farið neitt á milli mála,“ svaraði Helgi. „Þetta er eins og segir í bókun Skúla Alexanderssonar, ritara þing- flokksins, sem birt hefur verið. Hún er rétt og Garðar Sigurðsson getur ekki mótmælt henni frekar en aðrir. Hitt er svo aftur, að Garðar var ekki á þessum fundi og því var það Ólafur Ragnar Gríms- son, sem bar málið upp. Og það fékk algjöra andstöðu að afgreiða málið. Garðar gerði svo grein fyrir störfum þingfararkaupsnefndar á öðrum þingflokksfundi og þar voru ekki allir mættir frekar en á þeim fyrri. Garðar skýrði frá hækkun á aukagreiðslum og kom að þessu máli í lokin, og ég skildi hann svo, að þingfararkaupsnefnd væri að kanna málið, en minnist þess hins vegar ekki, að hann tilnefndi neina ákveðna prósentu eða dagsetningu. Ég hygg að menn hafi verið ásáttir um að nefndin athugaði málið, en þingflokkurinn var á móti því að afgreiða það. Þannig held ég, að báðir hafi rétt fyrir sér í því, sem ég hef séð eftir þeim haft.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.