Morgunblaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980 15 Andstæðir hópar ber jast í Bólivíu La Paz. 19. júní. AP. ÞRÍR biðu bana og sjö særðust í dag í harðnandi bardögum stuðnings- manna þess að herinn taki völdin í Bólivíu og stuðn- ingsmanna þess að kosn- ingar fari fram í landinu eftir 10 daga. Einn beið bana og tveir særðust þegar sprengja sprakk á bar í Félagar í Mujahedeen Khalghflokknum héldu útifund í Teheran á dögunum og urðu þá fyrir aðsúg hægri sinnaðra múhameðstrúarmanna. Myndin sýnir félaga í Khalghflokknum svara grjótkasti andstæðinganna. Ráðherra hótar að hætta í Israel Jerúsalem. 19. júni. AP. ÍSRAELSSTJÓRN samþykkti í nótt að skera niður herútgjöld, sem áætluð hafa verið 3,6 milljarðar dollara alls, um 140 milljónir dollara til að reyna að hefta óðaverðbólgu, en þetta málamiðlunarsamkomulag hefur ekki lægt deilur í fallvaltri stjórn ísraels. Niðurskurðurinn var sam- fundi, hinum fyrsta í stjórninni þykktur að loknum níu tíma sem hefur staðið fram á nótt Maður andast í beinni útsendingu Leeds. 18. júni. AP. ÞÚSUNDIR sjónvarpsáhorfenda horfðu á mann hníga niður og deyja í beinni útsendingu hjá BBC í dag. Starfsliðið hélt í fyrstu að maðurinn væri með látalæti til þess að lífga upp á samræðurnar, en þegar hjúkrunarkona og fleiri viðstaddir fóru að gera lifgunartilraunir á honum var myndavélinni beint frá. Fjöldi manns hringdi til sjónvarpsins til þess að vita hvað komið hefði fyrir, en ákveðið var að ljúka útsendingu þáttarins þar sem aðeins nokkrar mínútur voru eftir. síðan stjórnin samþykkti friðar- viðræður við Egypta fyrir 16 mánuðum. Niðurskurðurinn nem- ur fjórum af hundraði og er helmingi minni en Yigal Hurvitz fjármálaráðherra hafði krafist. Hurvitz tjáði fréttamönnum að hann væri að hugsa um að segja af sér til að mótmæla því að stjórnin neitaði að draga meira úr herútgjöldum. Stjórnin félli ekki þótt Hurvitz segði af sér, en við það mundi stjórnin missa annan ráðherrann á tveimur mánuðum. Begin hefur ekki tekizt að finna nýjan landvarnaráðherra í stað Ezer Weizman sem sagði af sér 15. maí til að mótmæla kröfum Hurvitz um niðurskurð herútgjalda. Agreiningur í stjórninni hefur valdið því, að eftirmaður Weizmans hefur ekki verið skipaður, og Begin hefur gegnt starfi landvarnaráðherra auk embættis forsætisráðherra. Veður víða um heim Akureyri 10 alskýjaó Amsterdam 20 skýjað Aþena 20 heióskírt Barcelona 23 léttskýjaó Berlín 19 skýjaó BrUssel 18 rigning Chicago 26 skýjað Feneyjar 23 léttskýjaó Frankfurt 19 rigning Genf 17 skýjað Helsinki 25 heióskírt Jerúsalem 26 heióskírt Jóhannesarborg 14 heióskírt Kaupmannahöfn 16 skýjaö Las Palmas 23 léttskýjaó Lissabon 26 heiöskírt London 17 skýjaó Loa Angeles 26 skýjaó Madríd 18 heiöskírt Malaga 25 léttskýjaó Mallorca 15 léttskýjaö Miami 30 skýjaó Moskva 25 heiðskírt New York 14 skýjaó Ósló 35 heióskírt París 20 skýjað Reykjavík 13 léttskýjað Rio de Janeiro 27 heióskírt Rómaborg 25 heiðskírt San Fransisco 14 heióskírt Stokkhólmur 22 skýjaö Tel Avív 27 heióskírt Tókýó 28 skýjaó Vancouver 19 skýjaó Vínarborg 18 skýjaó miðborg La Paz og tveir biðu bana og fimm særðust í götubardögum á aðaltorginu í Santa Cruz, ann- arri stærstu borg Bólivíu. Herráð Bólivíu lýsti því yfir að atburðir í Santa Cruz sýndu rétt- mæti þeirrar áskorunar heraflans að kosningunum verði frestað vegna ríkjandi ástands. Þeir sem áttust við í Santa Cruz voru herskáir hægrimenn, sem krefjast herbyltingar, og náms- menn, sem vilja lýðræðislegar kosningar. Hægriöfgamenn úr Sósíalistíska falangistaflokknum lögðu undir sig stjórnarbyggingar umhverfis torgið, en námsmenn hröktu þá burtu. Falangistar, en margir þeirra eru smábændur, vilja að sendi- herra Bandaríkjanna, Marvin Weissman, verði rekinn úr landi vegna eindrégins stuðnings hans við lýðræði í Bólivíu. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að herinn hyggist taka völdin til að koma í veg fyrir að þingkosningar fari fram 29. júní. Diplómatar í La Paz telja að falangistar reyni að stofna til óeirða, sem gætu réttlætt bylt- ingu. Ráðizt á sendiráð i Bagdad Nikósiu, 19. júní. AP. ÍRAKSKIR öryggisverðir fóru til brezka sendiráðsins í Bagdad í dag og drápu þrjá vopnaða menn sem hófu skothríð á sendiráðið einni klukkustund áður. Engan sakaði, hvorki sendiráðsmenn né öryggis- verði. Árásarmennirnir komust ekki inn í sjálfa sendiráðsbygginguna. Starfsmenn sendiráðsins voru fluttir á öruggan stað í bygging- unni þegar árásin hófst. Þetta gerðist 20. júní. 1978 — Tito marskálkur varar við heimstyrjöld vegna viðsjár austurs og vesturs. 1976 — Menachem Begin verður forsætisráðherra í Israel. 1974 — Hafréttarráðstefnan í Caracas hefst. 1973 — Juan Peron snýr aftur til Argentínu eftir 18 ára útlegð. 1963 — Samkomulag um „heita línu“ milli Hvíta hússins og Kremlar. 1945 — Spáni meinuð SÞ-aðild. 1934 — Samkomulag um landa- mæri Súdans og Líbýu gert. 1933 — Herbylting í Síam. 1927 — Uppreisn Drúsa lýkur í Sýrlandi. 1920 — Tilræði við þýzka sendi- herrann í Peking leiðir til um- sáturs um erlend sendiráð í Kína. 1898 — Bandaríkjamenn taka Guam í stríðinu við Spánverja. 1891 — Bretar og Hollendingar semja um landamæri á Borneó. 1867 — Andrew Johnson forseti kunngerir samning um kaup á Alaska af Rússum. 1837 — Valdataka Viktoríu Bretadrottningar — Hollenzkir landnemar stofna lýðveldi í Nat- al. 1792 — Franskur múgur gerir innrás í Tuileries. 1791 — Flóttatilraun Loðvíks XVI stöðvuð við Varennes. 1789 — Tennishúseiðurinn; að- dragandi frönsku stjórnarbylt- ingarinnar hefst. 1605 — Feodor II Rússakeisari ráðinn af dögum í hallarbylt- ingu. Afmæli — Adam Ferguson, skozkur hagfræðingur (1725— 1816) — Jazques Offenbach, þýzkættað tónskáld (1819—1880) — Lillian Hellman, bandarískt leikritaskáld (1905—). Andlát — 1836 Emmanuel Siey- es, stjórnmálaleiðtogi — 1837 Vilhjálmur IV Bretakonungur — 1870 Jules de Goncourt, rithöf- undur — 1965 Bernard Baruch, fjármálamaður. Innlent — 1750 Hekla klifin fyrsta sinni (af Eggert Ólafssyni og Bjarna Pálssyni) — 1904 Fyrsta bifreiðin kemur til ís- lands — 1320 Konungur aðvarar kirkjuna og heitir bændum vernd — 1468 Kristján I kærir víg Björns Þorleifssonar og til- kynnir upptöku skipa — 1589 Hamborgarar fá leyfi fyrir Djúpavogi — 1627 Herhlaup Tyrkja í Grindavík — 1766 Fyrsti fjórðungslæknir skipaður — 1890 Þúsund ára landnáms Eyjafjarðar minnzt — 1913 Fyrsti Fordbíllinn kemur — 1923 Bann við dragnótaveiði við ísland — 1926 Kristján X í heimsókn til íslands — 1937 Alþingiskosningar — 1954 Ás- mundur Guðmundsson vígður biskup. Orð dagsins — Menn fá litlu áorkað með trú, en alls engu án hennar — Samuel Butler, enskur rithöfundur (1835—1902). Sálmasöngsbók til kirkju- og heimasöngs Sálmasöngs- bókin hefur veriö ófáan- leg um langt skeiö en nú er hún kom- in aftur. BÓKAVERZLUNj Bókaafgreiðsla Skemmuvegi 36, s. 73055. SIGfUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆT118 REYKJAVÍK SÍMI; 13135

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.