Morgunblaðið - 20.06.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1980
23
þess fyrirtækis vildi hann sem
mestan og bestan. Fyrir störf
hans í þágu þess stöndum við
félagar hans í mikilli þakkarskuld.
Eg sendi frú Önnu Vigdísi,
Ólöfu dóttur hans og manni henn-
ar Kristni Gunnarssyni apótekara
innilegar samúðarkveðjur okkar
allra í Pharmaco.
Sverrir Magnússon.
I dag kveðjum við hinzta sinn
góðan starfsbróður, vin og félaga,
Baldvin K. Sveinbjörnsson apótek-
ara í Holts Apóteki í Reykjavík.
Leiðir okkar Baldvins heitins
lágu fyrst saman árið 1964, er ég
tók sæti í stjórn Lífeyrissjóðs
apótekara og lyfjafræðinga, en
Baldvin var formaður stjórnar
sjóðsins allt frá stofnun hans árið
1956 og til dauöadags eða í tæpan
aldarfjorðung.
Mér er minnisstæðast frá því
samstarfi, hinn einlægi áhugi
Baldvins á því að reyna ávallt að
greiða úr vandræðum sérhvers
lánsumsækjanda og hann beitti
sér alltaf fyrir því að hverjum
einstökum umsækjanda yrði veitt
öll sú fyrirgreiðsla, sem reglur
sjóðsins frekast leyfðu.
Baldvin heitinn tók alla tíð
virkan þátt í störfum Apótekara-
félags Islands og átti sæti í stjórn
þess um árabil svo og í samninga-
nefndum.
Mér þótti alltaf bjartara yfir
þeim fundum er Baldvin sat, enda
reyndi hann ávallt að sætta ólík
sjónarmið manna, og að vanda-
málin væru leyst á þann veg að
sem flestir ef ekki allir mættu vel
við una.
Auk starfa Baldvins fyrir lífeyr-
issjóðinn og Apótekarafélagið get
ég ekki látið hjá líða að minnast á
áratuga langa setu hans í stjórn
fyrirtækisins Pharmaco HF, sem í
mörg ár hefur verið í fararbroddi
íslenzkra lyfjaframleiðenda.
Baldvin heitinn bar ekki veik-
indi sín á torg, en hann hafði
fengið tvö alvarleg hjartaáföll, hið
fyrsta fyrir um það bil sjö árum
og hafði það nærri riðið honum að
fullu. Aldrei urðum við sam-
starfsmenn hans þess á nokkurn
hátt varir í fari hans eða tali að
hann gengi með svo alvarlegan
sjúkdóm. Segja má að dag hvern
hafi sverð dauðans hangið yfir
honum, en hann virtist alltaf
hress og kátur er við hittumst eða
ræddum saman í síma. Ég, sem oft
leitaði til Baldvins, varð þess
aðeins var á því, að ekki var hægt
að ná tali af honum milli kl. 12 og
3 á daginn. Þá hvíldi hann sig og
hans góða kona, Anna Vigdís, leið
okkur ekki að ónáða hann þessa
lifsnauðsynlegu hvíldarstund
hans.
Það er sem betur fer svo, að
enginn veit fyrir hvenær kallið
kemur né hver verður kallaður
næstur. Þegar við Baldvin heitinn
skildum fyrir þrem vikum að
afloknum stjórnarfundi í Pharm-
aco HF hvarflaði það ekki að mér
eitt andartak, að það yrði í
seinasta sinn sem við ættum tal
saman, en sú varð reyndin.
Að leiðarlokum færi ég Baldvini
K. Sveinbjörnssyni þakkir mínar
fyrir mér auðsýnda vináttu og
hjálpsemi.
Ennfremur flyt ég honum þakk-
ir og kveðju Apótekarafélags ís-
lands fyrir unnin störf í þágu þess
og stéttarinnar allrar. Ég votta
eiginkonu, dóttur og öðrum ást-
vinum hins látna einlæga samúð
og hluttekningu.
Hvil í friði.
Werner Itasmusson.
Aðfaranótt 9. júní lézt Baldvin
K. Sveinbjörnsson, lyfsali, í Borg-
arspítalanum.
Baldvin var fæddur 8. febrúar
1909 á Patreksfirði.
Hann hóf skólagöngu sína á
Patreksfirði, en lauk gagnfræða-
prófi í Menntaskóla Akureyrar.
Hugur hans stefndi að lyfja-
fræðinámi, og byrjaði hann verk-
legt nám í Lyfjabúðinni Iðunni
hjá Jóhönnu Magnúsdóttur, lyf-
sala, árið 1930, og lauk fyrrihluta-
prófi haustið 1933.
Þá lagði Baldvin land undir fót,
ásamt þeim Sverri Magnússyni og
Sverri Sigurðssyni, og fóru þeir
þeir til Kaupmannahafnar og hófu
nám við Pharmaseutisk Lærean-
stalt. Þaðan útskrifuðust þeir allir
sem lyfjafræðingar haustið 1935.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Eg á þrjú börn, sem öll eru gift. Eignir á eg litlar. og eg er
hræddur um, að eg muni iitið láta eftir mig handa börnum
minum. Margir vina minna eiga mikiar eignir, sem börn
þeirra munu erfa. En mér finnst eins og mér hafi ekki tekizt
að afla börnum minum nægra efnisgæða. Hvað er til ráða?
Mér finnst fátt hörmulegra en börn, sem bíða þess
með óþreyju, að efnaðir foreldrar þeirra kveðji
þennan heim, svo að þau geti tekið það, sem þau láta
eftir sig.
Henry Van Dyke sagði einhvern tíma: „Mundu, að
það, sem þú átt í þessum heimi, tilheyrir öðrum,
þegar þú deyrð, en það, sem þú ert, verður þitt að
eilífu“.
Vera má, að yður takizt ekki að safna miklum
veraldarauði handa börnum yðar, en það er margt
annað, sem þér getið ánafnað þeim.
Þér getið skilið þeim eftir minningu um guðræki-
legt líf.sem þér lifðuð í ljósi eilífðarinnar. Þér getið
látið eftir yður mynd manns, sem mat heiðarleik
meira en öflun efnisgæða, heilindi meira en lendur og
lauseyri. Þér getið gefið þeim minninguna um
óeigingjarnt líf, lifað Guði og öðrum mönnum.
Góð börn mundu aldrei kvarta yfir því, að þó að þér
skilduð ekki eftir neitt veraldargæði, ef þér gefið þeim
trú til að lifa á, hugsjónir til að leiðbeina þeim og
minningu um líf, fólgið í Kristi og Guði.
Eg vildi óska, að margir þeirra, sem eru að safna
handa börnunum sínum, gleymdu ekki gildi þessara
hluta, því að þeir endast lengur en peningarnir, sem
þeir kunna að ætla þeim að erfa.
Baldvin byrjaði að vinna hjá
Christian Havns Apotek á Amag-
er, en flutti svo heim til íslands
árið eftir og hóf aftur störf hjá
Lyfjabúðinni Iðunni. Hann starf-
aði þar í fjórtán ár, eða þar til
hann stofnaði Holts Apótek þann
29. september 1950, og hafði hann
því rekið það í tæp 30 ár er hann
lézt.
Hann starfaði mikið að félags-
málum lyfsala, var í stjórn Apó-
tekarafélags íslands í átján ár, og
formaður Lífeyrissjóðs Apótekara
og lyfjafræðinga frá stofnun hans
1955 til dauðadags.
Árið 1956 tók hann þátt í
stofnun Pharmaco hf. og var í
stjórn og varastjórn frá upphafi.
Kynni okkar Baldvins hófust
árið 1963, er hann ásamt stjórn
Apótekarafélags Islands fengu
mig til að móta tillögur að reikni-
grundvelli fyrir lyfjaverðlagningu
í ört vaxandi verðbólgu.
Ég gerði það að skilyrði að ein
lyfjabúð væri notuð til rekstrar-
tilrauna og viðmiðunar við þessa
grunnvinnu og bauð Baldvin fram
þjónustu sína.
í þessu samstarfi kom strax
fram hve jákvæður og framfara-
sinnaður persónuleiki Baldvin var.
Má segja að frá þessum tíma
hafi Baldvin verið í stöðugum
endurbótum á fyrirtæki sínu, og
viidi hann ávallt tileinka sér
nýjustu og beztu aðferðir á hverju
sviði og sést árangur þess starfs
áþreifanlega í dag í Holts Apóteki.
Ekki hefur Baldvin talið sig
vera að kveðja okkur, því hann
pantaði þremur dögum áður en
hann lézt viðbótar tölvubúnað.
Baldvin fékk hjartaáfall fyrir
átta árum, og fékk þannig aðvör-
un, þannig að hann var þakklátur
fyrir hvert ár sem hann bætti við,
því hann taldi sig lifa á „tíma-
frarnlengmgu".
Baldvin var góður vinur og
félagi og sá ætíð bjartari hliðarn-
ar á verkefnum og umhverfi sínu.
Hann starfaði af heilum hug sem
félagi í Rotary-Austurbær frá
árinu 1965.
Eftirlifandi kona hans er Anna
Vigdís Ólafsdóttir og áttu þau
eina dóttur, Ólöfu Vigdísi, lyfja-
fræðing.
Ég bið góðum vini velfarnaðar
við nýjar aðstæður og þakka
honum langa vináttu og samstarf,
og Önnu Vigdísi og Ólöfu og
öðrum aðstandendum sendi ég
samúðarkveðjur.
Guðmundur Einarsson
verkfræðingur
Kveðja írá starfsfólki
Holts Apóteks
I dag kveðjum við góðan hús-
bónda Baldvin K. Sveinbjörnsson
apótekara. Kynni okkar af honum
eru mislöng, en öll viljum við
þakka honum ágætt samstarf.
Við hið sviplega fráfall verður
okkur litið til baka yfir langa
starfsævi hans. Hann var
áhugasamur um allar nýjungar,
sem horfðu til framfara í rekstri
apóteksins, og lagði áherslu á
vinnuhagræðingu, svo sem fyrir-
komulag á vörum með hagkvæm-
um innréttingum og notkun ým-
issa hjálpargagna við innkaup.
Fyrir nokkrum árum varð hann
fyrstur sinna stéttarbræðra til að
nýta sér tölvuþjónustu við bók-
hald og rekstur apóteksins.
Þjónusta við viðskiptavinina
var Baldvin hugleikin og hafði
hann skilning á mikilvægi hennar.
Honum var annt um að viðskipta-
vinir fengju fljóta og góða þjón-
ustu og að virðing væri borin fyrir
tíma þeirra. Með deildaskiptingu
og sérhæfðu starfsfólki er stuðlað
að þessu. Einnig var hann hlynnt-
ur skipulegri fræðslu og upplýs-
ingamiðlun til starfsfólks í því
skyni að auka þekkingu þess, en
það er grundvöllur bættrar þjón-
ustu.
Baldvin lagði ríka áherslu á að
viðskiptavinurinn gæti leitað
beint til lyfjafræðingsins og feng-
ið þá vitneskju, sem hann vanhag-
aði um milliliðalaust.
Baldvin var þægilegur vinnu-
veitandi, jafnlyndur og gestrisinn
við starfsfólk sitt. Við þökkum
góða viðkynningu og sendum sam-
úðarkveðjur til Önnu Vigdísar,
Ólafar og fjölskyldu, og systra
hans Guðrúnar og Sigríðar.
SUMARHBMIUÐ BIFRÖST
jT ÍTí)x
Aðstaða jM 1
Maturogkaffi
Á 2ja manna herb. með hand-
laug og útvarpi. Bókasafn, verslun
og setustofa. Sturtur, gufubað og
íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöð
og sími. Rómuð náttúrufegurð.
ÍZEdl
Fyrir einstaklinga, starfshópa,
fjölskyldufagnaði og hópferðir.
Pantið með fyrirvara.
Ráðstefnur-fundir-námskeió
Stakar máltíðir eða afsláttar
matarkort, hálft eða fullt fœði{
Sjálfsafgreiðsla.
Börn______________________
Frítt fæði með gistingu fyrir
börn orlofsgesta til 8 ára aldurs.
Matur á hálfvirði fyrir 8—12 ára.
Fyrir allt að 150 manns. Leitið
upplýsinga og verðtilboða.
Pantanir og uppiysingar
93- 7500 Bifröst
2ja manna herb.
fSLENSKUR ORtOFSSTAÐUR
26.6—30.6. 4 daga orlof 31.000.—
30.6— 7.7. viku orlof 54200,—
7.7.—14.7. viku orlof 58.400,—
14.7.—21.7. viku orlof 58.400,—
21.7.—28.7. viku orlof 58.400,—
28.7.— 4.8. viku orlof 58.400,—
5.8.—12.8. viku orlof 54.200,—
12.8.—19.8. viku orlof 54.200,—
20.8.—26.8. 6 daga orlof 46.600,—