Morgunblaðið - 20.06.1980, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980
WORödN-
RAFr/NJ
(0
-4^
GRANI GÖSLARI
Þú ert áttavilltur
Nei! Norðvestur er í þessa átt.!
Réttu mér leyndarmál yfirkokksins — eins og skot!
Gvendur viltu vita um get
raunaleikina á sunnudaginn?
Af sunnlensku
mannlífi
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í keppni tveggja sveita voru
spiluð 3 grönd á báðum borðum
eins og eðlilegt var. En spilið
vannst aðeins á öðru borðanna og
ef til vili sérð þú hvað kom fyrir á
hinu borðinu og getur hugsan-
lega bent á leið til úrbóta.
Norður
S. Á643
H. 75
T Qfi
L. ÁKD42
Suður
S. 92
H. ÁD9
T. ÁK53
L. 10987
Vestur spilar út spaðakóng. Níu
slagir virðast upplagðir — eða
hvað! Eða eru þeir það ekki?
Fimm slagir á lauf, tveir á tígul
og ásarnir í hálitunum eru níu
slagir. Sá sem tapaði spilinu
hugðist taka þessa slagi í róleg-.
heitunum en í ljós kom að það var
ekki hægt án sérstakra ráðstaf-
ana.
Norður
S. Á643
H. 75
T. 96
L. ÁKD42
COSPER
Vorud þad þér scm íenjfuð hóstakastið í miðri lokaariunni minni?
Skúli Magnússon. Keflavík,
skrifar:
„Á undanförnum árum hafa
komið fram á sjónarsviðið rit, sem
einkum helga sig sveitum og
héruðum landsins. Nokkur þess-
ara rita hafa komið út í nærri tvo
áratugi, sum lengur.
Eitt þessara rita sem senn fyllir
tvítugasta árið er Goðasteinn, sem
nýlega barst mér í hendur. Er það
átjándi árgangurinn sem kemur
út í ár.
• Tímaritið
Goðasteinn
Goðasteinn er gefinn út í
Skógum undir Eyjafjöllum af
þeim Jóni R. Hjálmarssyni og
Þórði Tómassyni. Ritið er einkum
helgað sunnlenskum málefnum og
er fjölbreytt að efni, eins og
endranær. Alls leggja nú sextán
höfundar ritinu til 21 frásöguþátt
og kvæði. Meðal efnis má nefna
grein Einars Sigurfinnssonar um
strand fransks spítalaskips við
Meðallandssand 1899, Gissur
Jónsson í Drangshlíð skrifar um
sjósókn og landbúnað, Þórður
Tómasson um Elínu Þorsteins-
dóttur frá Löndum í Vestmanna-
eyjum. Auk þess starfsskýrslu
byggðasafnsins í Skógum fyrir
árið 1978 og um Arnarhólsbað-
stofuna sem flutt var frá Arnar-
hóli í Landeyjum að Skógum. Jón
R. Hjálmarsson skrifar m.a. um
Skógaskóla þrjátíu ára og þátt um
notkun gufuvéla í skipum. Margt
fleira forvitnilegt er í ritinu og er
þetta aðeins lausleg upptalning.
Útgefendur geta þess m.a. í
stuttri athugasemd, að alls hafi
komið út 30 hefti af Goðasteini á
átján ára ferli hans. Mikið af því
er þegar uppselt og eftirsótt af
söfnurum. Sýslunefnd Rangár-
vallasýslu styrkti útgáfuna að
þessu sinni með fjárstyrk. En
kostnaður allur er í lágmarki og
efnið látið ókeypis í té.
• Launalaust
menningarstarf
Um gildi slíks rits sem Goða-
steinn er þarf vart að fjölyrða.
Athyglisvert er að þar kemur
fram skýrast dæmi þess hve mikið
af menningarlegum efnum er unn-
ið án launa. Mikill hluti menning-
armála um land allt er þannig til
kominn. Vafalaust væri flestum sá
fróðleikur sem í Goðasteini er
glataður með öllu ef ritsins nyti
ekki við.
Útgefendur Goðasteins eru báð-
ir þjóðkunnir menn. Hafa þeir
unnið heimahéruðum sínum mikið
og merkilegt starf. Jón R. Hjálm-
arsson veitti Skógaskóla forstöðu
um árabil og er auk þess kunnur
útvarpsmaður. Hann hefur ritað
töluvert í blöð og tímarit og gefið
út bækur.
• Óþreytandi
elja og áhugi
Þórður Tómasson hefur auk
merkilegs starfs við byggðasafnið
í Skógum, unnið íslenskri þjóð-
fræði ómetanlegt gagn með ára-
langri vinnu við þjóðháttasöfnun.
Hann er auk þess hagur mjög á
ritað og mælt mál. Stendur hann í
fremstu röð þeirra sem við íslensk
fræði fást. Byggðasafnið í Skógum
er sjálfgefið dæmi um óþreytandi
elju og áhuga, sem tæplega er á
færi annarra en þéirra sem ganga
heilir til verks.
óskandi er að Goðasteinn haldi
áfram útkomu sinni þrátt fyrir
dýrtíð og ýmsa óáran í þjóðfélagi
allsnægta. Enn býr sunnlenskt
mannlíf yfir ýmsu merkilegu, sem
á blað þarf að komast."
• Forseti má
hafa próf
Helga Gunnarsdóttir, Þórs-
götu 2A, skrifar:
_í Velvakanda hinn 30. maí
Vestur
S. KDGIO
H. K1032
T. 10842
L. 5
Austur
S. 875
H. G864
T. DG7
L. G63
Suður
S. 92
H. ÁD9
T. ÁK53
L. 10987
Vestur fékk að eiga fyrsta
slaginn en næsta spaða tók sagn-
hafi í blindum. Þrír hæstu í
laufinu fylgdu en fjórða laufslag-
inn eignaðist sagnhafi heima og
uppgötvaði þá, að innkomu vant-
aði á blindan til að taka þann
fimmta, sem beið þar tilbúinn. Og
sama var hvað reynt var, átta
slagir urðu hámarkið.
Sjálfsagt hefur þú séð hvað að
var og jafnvel fundið vinningsleið-
ina, sem fylgt var á hinu borðinu.
Þar fékk vestur að eiga tvo fyrstu
slagina á spaða og eftir það mátti
láta lauf af hendinni í spaðaásinn.
Stíflan farin og laufslagirnir urðu
fimm.
NÚ ÞEGAR skólarnir brautskrá nemendur sína, er ekki úr vegi að birta þessa mynd af hópi sjúkraliða. sem
reyndar eru ekki nýlega brautskráðir frá Sjúkraliðaskóla íslands. — En mynd af þeim hefur a.m.k. ekki verið
birt í Mbl. Sjúkraliðarnir eru: Fremsta röð frá vinstri: Auður Pétursdóttir, Þóra Einarsdóttir. Margrét Ósk
Vífilsdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Vera Friðriksdóttir, Adda Björk Júnsdóttir. Jónína G. Ólafsdóttir.
Marianne Jóhannsson.
Ónnur röð frá vinstri: Inga Jóhanna Jónsdóttir, Fjóla Rut Rúnarsdóttir. Guðlaug Brynja Hjaltadóttir, Lilja
Bergey Guðjónsdóttir, Jóhanna Daviðsdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir, Ingigerður Þórðardóttir. Ásta
Bjarnadóttir, Anna J. Oddgeirs.
Aftasta röð frá vinstri: Þyri Þorvaldsdóttir, Sigríður Ilrönn Helgadóttir, Guðrún H. Ólafsdóttir. Þórdis
Másdóttir, Arnheiður Björnsdóttir, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Bryndis Tryggvadóttir, Guðrún Kjerulf.
Magnús Gunn-
arsson sigur-
vegari boðsmóts
Taflfélagsins
MAGNÚS Gunnarsson, Sel-
fossi, sigraði í boðsmóti Tafl-
félags Reykjavikur, sem lauk
á miðvikudagskvold. Hlaut
Magnús 6 vinninga og var
Magnús Sólmundarson jafn
honum að vinningum, en
Magnús Gunnarsson vann á
stigum; hlaut 24/29,5 stig, en
Magnús Sólmundarson hlaut
24/26 stig. Keppendur voru 38
og voru tefldar 7 umferðir
eftir Monradkerfi.
Fjórir menn hlutu fimm
vinninga, en þriðji varð Róbert
Harðarson með 23,5 stig.
Fjórði var Karl Þorsteins með
22,5/29 stig, fimmti Lárus Jó-
hannesson með 22,5/28,5 stig
og sjötti Guðmundur Hall-
dórsson með 19,5 stig.
Keppendur höfðu eina og
hálfa klukkustund hvor á 36
leiki og síðan hálftíma í viðbót
til að ljúka skákinni.