Morgunblaðið - 20.06.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 20.06.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FöfSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1980 31 Gróttumenn komu á óvart á Isafirði GRÓTTA kom heLdur betur á óvart i bikarkeppni KSÍ á mið- vikudagskvöldið er liðið vann ísfirðinga verðskuldað 2-0 á ísaf- irði. ísfirðingar voru sterkari aðilinn úti á vellinum allan tím- ann, en Gróttumenn vörðust mjög skynsamlega og tækifæri heimamanna voru ekki mörg né merkileg. Grótta náði hins vegar góðum sóknarlotum og áttu fleiri færi en þau, sem gáfu mörkin tvö. Á fyrstu 5 mínútum leiksins fengu ísfirðingar 2 góð færi, sem ekki nýttust og Grótta kom síðan smátt og smátt inn í myndina. Fyrra mark Gróttu skoraði Gunn- ar Páll Þórisson þegar um 5 mínútur lifðu af fyrri hálfleiknum og var snaggaralega að því staðið hjá þessum unga leikmanni, en hann fékk knöttinn inn í miðjum teig ÍBÍ eftir aukaspyrnu Gísla Gíslasonar. í síðari hálfleiknum bætti Grótta svo um betur og skoraði Gísli Gíslason úr vítasp- yrnu á 36. mínútu hálfleiksins. Grótta hafði þá fengið auka- spyrnu nokkuð fyrir utan vítateig ÍBÍ og góð sókn endaði með hörkuskoti Halldórs bakvarðar, sem fór í hendi eins varnarmanna ÍBÍ. Ekki var um annað að ræða en að dæma vítaspyrnu. Markv- örður ÍBÍ varði frá Ágústi Jónss- yni, en dómarinn lét endurtaka spyrnuna, þar sem markvörðurinn hafði hreyft sig of fljótt. Gísla urðu ekki á nein mistök er hann fékk tækifæri til að spreyta sig, sjálfsagt hefur hann verið minn- ugur þess er markvörður ÍBÍ varði frá honum vítaspyrnu fyrir réttu ári síðan, en þá slógu ísfirðingar lið Gróttu út úr bikarnum. Beztu menn Gróttu voru Steinar markvörður, Gísli Gíslason og Rúnar bakvörður, en í heild barð- ist liðið vel. Lítll broddur var í leik ísfirðinga, en Halldór Ólafsson hleypti þó lífi í sókn þeirra er hann kom inn á um miðjan seinni hálfleik. í Knattspyrna | Unglingameistaramót GSI fer fram um helgina GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur býður ungum kylfingum á opið golfmót á Grafarholtsvelli, sunnudaginn 22. júni n.k. Aldursmark er, að verða ekki 22ja ára fyrir 1. september n.k. Ræst verður út frá kl. 10.00 og þeir ræstir út fyrst sem hafa hærri forgjöf. Leikið verður af „hvítum“ teigum. Verðlaun verða veitt fyrir árangur bæði með og án forgjafar. Æfingadagar fyrir þá sem hafa skráð sig í mótið eru á fimmtu- dag og föstudag 19. og 20. Unglingameistaramót GSÍ verð- ur haldið á Hvaleyrarvelli 28. og 29. júní n.k. Eftir mótið verður valið í unglingalandsliö íslands, sem keppir í Þýzkalandi á Evrópu- móti unglinga 20. til 27. júlí n.k. Opna mótið á Grafarholtsvelli er kjörinn vettvangur fyrir undir- búning fyrir Unglingameistara- mótið og árangur í báðum þessum mótum verður hafður til hliðsjón- ar, þegar landsliðið verður valið. Þá fer fram hjóna- og para- keppni og Jónsmessumót í golfi á Grafarholtsvellinum um helgina. Álafosshlaupið Á LOKADEGI íþróttahátídar Í.S.Í nk. sumar, sunnudaginn 29. júní 1980, fer fram almennings- hlaup frá Álafossi í Mosfellssveit til Laugardalsvallar i Reykjavik. Vegalengdin er um það bil 14 kílómetrar. Lagt verður af stað frá Álafossi stundvislega kl. 19:45. Álafosshlaup verður í senn kapphlaup íþróttamanna og heilsubótarskokk trimmarar á öll- um aldri. Allir sem koma í mark fá vottorð um unnið afrek og ennfremur verða 1., 2. og 3. verðlaun (karla og kvenna) veitt í hverjum aldursflokki samkvæmt eftirfarandi skiptingu: yngri en 16 ára, 16-19, 20-29, 30-39, 40- 49, 50 ára og eldri. Sigurvegari hlaupsins hlýtur veglegan far- andbikar sem gefinn er af Álafossi hf. og er ætlunin, að keppt verði um hann árlega. Tilkynnið þátttöku með nafni, heimilisfangi og aldri. Póstfang: Álafosshlaup, FRÍ, íþróttamiðst- öðin, Laugardal, Pósthólf 1099,121 Reykjavík. Knattspyrnuskóli Fylkis í SUMAR mun knattspyrnudeild Fylkis halda knattspyrnunámskeið á Árbæjarvelli. betta er í fyrsta skipti sem Fylkir heldur námskeið sem þessi og er það von okkar að sem flestir komi. Hvert námskeið verður í hálfan mánuð og er miðað við 22 pilta í hvern hóp. Námskeiðin verða opin öllum á aldrinum 7—12 ára fæddum 1968—1973. Námskeiðin verða kl. 10—12 og 13—15 alla virka daga. Eldri hópurinn fyrir hádegi og yngri eftir hádegi. Námskeiðin verða sem hér segir: 23. júní til 4. júlí. 7. júlí til 18. júlí. 21. júlí til 1. ágúst. 5. ágúst til 18. ágúst. Umsjónarmenn og leiðbeinendur verða, Ólafur Magnússon leikfimi- kennari, leikmaður í Val, landsliðsmaður í knattsp. og Sigurður Helgason leikfimikennari, leikmaður í Fylki. Munu þeir kenna undirstöðuatriðin í knattspyrnu og leikreglur. Þátttökugjald verður kr. 8.000.00 og greiðist við innritun, sem verður í Félagsheimili Fylkis v/Árbæjarvöll. Föstudaginn 20. juní frá kl. 18.30 til 19.30. Laugardaginn 21. júní frá kl. 10.00 til 12.00. • Um siðustu helgi fór fram á Hólmsvelli i Leiru, opna Dunlop-mótið i golfi. Vegna þrengsla gátum við ekki birt mynd af sigurvegurunum fyrr en nú. Glæsileg verðlaun voru veitt á mótinu og hlaut sigurvegarinn Þorbjörn Kjærbo sem er lengst til vinstri ferð á Dunlop-mótið í Englandi auk annarra verðlauna. Næstur honum á myndinni er Árni Árnason framkvæmdastjóri Austurbakka hf. sem veitti verðlaunin. Þá Gunnar Schram sem hlaut 1. sæti með forgj. Síðan koma Hilmar Björgvinsson er jafnaði vallarmetið og Sveinn Sigurbergsson. Ljósm. rtskar s.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.