Morgunblaðið - 05.07.1980, Page 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK
148. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Páfi vígði
risakirkju
Aparecida. Brasilíu. 4. júlí. AP.
JÓHANNES Páll páíi II vígði í
dag stærstu dómkirkju í Bras-
ilíu. Aparecida þjóðarkirkjuna
sem margir telja að sé jafn-
framt stærsta guðshús róm-
versk kaþólskra á jarðríki.
Kirkjan, sem tekið hefur meira
en tuttugur ár að reisa. er í
litlum bæ, Aparecida, í suðaust-
urhluta iandsins.
Það olli töluverðum vonbrigð-
um, að miklu færri komu til að
hlýða á guðsþjónustu páfa, en
búst hafði verið við. Að sögn
yfirvalda á staðnum komu að-
eins 300.000 pílagrímar, en kirkj-
unnar menn höfðu búist við
einni milljón. Kenndu þeir bras-
ilísku ríkisstjórninni um, en hún
hafði varað við algeru öngþveiti
ef of margir þyrptust til að
hlýða á páfa.
Eldingin
græddi
skallann
Falmouth. Maine, 4. júlí. AP.
FYRIR skemmstu var
greint frá þvi að blindur
maður, Edwin E. Robin-
son, hefði hlotið sjónina
aftur er iaust í hann
eldingu. En þar með
virðist sagan ekki öll,
því lukkuhrólfurinn hef-
ur sagt frá því að nú sé
að spretta hár upp úr
höfðinu þar sem hann
nauðasköllóttur
var
fyrir.
„Það
mála,“
fer ekki milli
segir eiginkona
Robinsons, Doris, „heimil-
islæknir okkar skoðaði það
með stækkunargleri. Það
virkilega sprettur."
„Ótrúlegt, en satt“ er
haft eftir heimilislæknin-
um, W.F. Taylor. „Við
munum vita með vissu
eftir tíu daga, en það eru
miklar líkur á að hann
muni heimta allt sitt hár
aftur.“
„ERKIKLERKURINN LIFI'* — Einn af námsmönnunum níu. sem settust að í sendiráði írans í París hengir upp mynd af Khomeini
utan á vegg hússins. Námsmennirnir héldu sendiherranum og fimm oðrum starfsmönnum i gíslingu áður en franska logreglan skarst
í leikinn á föstudagskvöld og flæmdi þá á brott.
íranskur eldmóður í
París, Teheran og Baku
Teheran, París, 4. júlí. AP.
HUNDRUÐIR þúsunda
fylktu liði með andbanda-
riskum eldmóði á götum
Teheran í dag. En samtímis
því, að íranir gerðu háreysti
heima fyrir, gerðu landar
þeirra harða hrið að bæki-
stöðvum stjórnarerindreka á
erlendri grund. Æstur múg-
ur réðst á íranska ræð-
ismannsskrifstofu í sovézku
borginni Baku, og níu náms-
menn tóku sér bólfestu í
sendiráði írans i Paris og
kváðust þeir vera stuðnings-
menn Ayatollah Ruhollah
Khomeinis.
Það var arfaprins Khomeinis í
íran, Ayatollah Hossein Ali
Montazeri, sem frumkvæði hafði
að fjöldagöngunum í Teheran og
hugðist hann sýna stuðning al-
mennings við erkiklerkinn með
þessum hætti. Að sögn útvarpsins
í Teheran hrópuðu göngumenn
vígorð eins og „I hei með Carter"
og „Sovétríkin eru óvinur okkar,
engu síður en Bandaríkin".
I höfuðborg hins sovézka hiuta
Azerbaijans, Baku, reyndu æfir
íranskir mótmælendur að kveikja
eld í ræðismannsbyggingunni. Að
sögn talsmanns íranska utanríkis-
ráðuneytisins í Teheran, var um
að ræða iranska ríkisborgara sem
snúa vilja aftur til heimalandsins
sem fyrst. Hann sagði að þeim
hefði verið veitt vegabréfsáritun,
en þeir yrðu hins vegar að bíða,
þar til stjórnvöld í Teheran hafa
borið kennsl á hvern einstakling í
hópnum.
í París bar það til í morgun, að
níu íranskir námsmenn tóku sér
bólfestu i sendiráði lands síns og
tóku sendiherrann og fimm aðra
starfsmenn í gíslingu. Náms-
mennirnir neituðu því, að þeir
tilheyrðu nokkrum stjórnmála-
flokki, en sögðust vilja láta í ljós
óánægju sína með þá, sem létust
vera fylgismenn Khomeinis „en
gera alls ekkert fyrir þá, sem fært
hafa fórnir og eru píslarvætti
okkar." Tóku þeir fram, að hér
væri einkum átt við utanríkisráð-
herra íran, Sadegh Ghotbzadeh.
Fréttir frá París herma, að náms-
mennirnir hafi verið óvopnaðir og
hafi franskir lögreglumenn gripið
í taumana á föstudagskvöld og
hrakið þá úr byggingunni. Þeir
voru spurðir um skilríki, en ekki
handteknir.
Stórræði á döfinni
í hermálum Breta
Lundúnum, 4. júlí. AP.
BREZKA ríkisstjórnin er
komin á fremsta hlunn
með að ákveða uppbygg-
ingu nýs flota kjarnorku-
kafbáta, sem útbúnir
verða bandarískum Trid-
ent-eldflaugum.
Embættismenn í Lundúnum
skýrðu frá því, að tíu ára endur-
Bretum sagt að hypja
sig frá Diego Garcia
Freetown, Sierre Leone, 4. júlí. AP.
EININGARSAMTÖK Afríku-
ríkja bundu í dag enda á
sautjánda leiðtogafund sinn
með óvæntri kröfu um að
brezku flotastöðinni á Diego
Garcia á Indlandshafi yrði
skilað til eyríkisins Mauriti-
us. Mauritius lét Bretum eyj-
una eftir árið 1968, er ríkið
hætti að vera brezk nýlenda
og hefur hún verið birgðastöð
Bandarikjahers síðan. Diego
Garcia er einn mikilvægasti
hlekkurinn í varnarkeðju
vestrænna rikja á Indlands-
hafi og Kyrrahafi.
Hvassyrt ályktun samtakanna,
sem forsætisráðherra Mauritius,
Sir Seewosagur Ramgoolam, hafði
frumkvæði að, var samþykkt ein-
hljóða. í henni sagði að „Afríku
stafaði ógn“ af herviðbúnaði á
Diego Garcia og var skorað á
Breta að láta flotastöðina skilyrð-
islaust af hendi.
Krafa Sir Seewosagurs kom sem
helliskúr úr heiðríkju yfir loka-
fund ráðstefnunnar. Málinu hefur
aldrei áður verið hreyft á fundi
samtakanna og var það ekki á
dagskrá í þetta sinn. Var þó
samþykkt að taka málið upp með
skírskotun til fyrsta ákvæðis
reglugerðar samtakanna, en í
henni segir, að þau skuli einnig
láta sig varða Madagaskar og
aðrar eyjar umhverfis Afríku.
Diego Garcia, sem er hluti Brezka
samveldisins, er að finna í fimm-
tán hundruð mílna fjarlægð frá
Mauritius í Chagos-eyjaklasanum.
Skömmu áður en ályktun þessi
kom fram hafði naumlega tekizt
að afstýra klofningi meðal þeirra
fimmtíu ríkja, er fundinn sækja,
út af því hvort samþykkja bæri
aðild Vestur-Sahara lýðveldisins,
er nýtur aðstoðar Alsírs. Að
minnsta kosti tólf ríki, hlynnt
vestrænum þjóðum, hótuðu úr-
sögn úr einingarsamtökunum, ef
þau viðurkenndu landið sem full-
valda ríki.
Fréttir hafa áður borizt um að
Sovétríkin og bandamenn þeirra
hafi beitt undirróðri til að fá
Mauritius til að heimta Diego
Garcia aftur.
nýjunaráætlun stjórnarinnar, sem
kosta mun meira en fimm þúsund
og sjö hundruð milljarða íslenzkra
króna, sé ætlað að sexfalda kjarn-
orkuafl brezka eldflaugakerfisins.
Bretar eru nú að mestu háðir
fjórum kjarnorkukafbátum um
varnir sínar, og hefur hver þeirra
á að skipa sextán bandarískum
Polaris-eldflaugum með brezkum
kjarnaoddum.
Sendiherra Bandaríkjanna i
Bretlandi, Kingman Brewster,
sagði fréttastofu AP í viðtali
nýlega, að stjórnvöld í Washing-
ton og Lundúnum hefðu nú um
langt skeið skeggrætt vígstöðuna,
og væri það á valdi Breta að kjósa
hvað þeir teldu heppilegast.
Fullvist er talið, að ákvörðun
stjórnarinnar muni hrinda af stað
hörðum fjárhagslegum, stjórn-
málalegum og hernaðarlegum
deilum í Bretlandi. Stórlega hefur
dregið úr ríkisútgjöldum til skóla,
heilbrigðiskerfis og þjónustu-
greina, síðan stjórn Thatchers
kom til valda, og þykir mörgum,
sem kostnaðarsöm hervæðing
samræmist illa aðhaldsstefnu
þeirri, sem boðuð hefur verið.