Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980
Bjarni Sveinsson og Ólafur SkaK-
vík um borð i Ingu, en þeir
sÍKruðu i keppninni í fyrrasumar.
5 bátar í
sjóþeysu
SJÓÞEYSAN eða sjórallið í
kringum l^ndið hefst í dag og
ræsir Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnarfé-
lags Islands, bátana klukkan
14, en lagt verður af stað úr
víkinni framan við Útvarps-
húsið við Skúlagötu. Fimm
bátar taka þátt í þeysunni að
þessu sinni, en það eru Félag
farstöðvaeigenda, Snarfari og
Dagblaðið, sem standa að
keppninni.
Fyrsti viðkomustaður bát-
anna er Grindavík og er áætlað
að bátarnir verði þar um
klukkan 17. Þaðan verður hald-
ið áfram til Vestmannaeyja og
komið þangað í kvöld. Síðan
verður haldið áfram hringinn í
kringum landið með viðkomu á
Höfn, Neskaupstað, Raufar-
höfn, Grímsey og Akureyri, en
þar fá keppendur tækifæri til
hvíldar í um hálfan sólarhring.
Síðan verður haldið áleiðis til
Reykjavíkur og komið við á
Siglufirði, ísafirði og Ólafsvík
og til Reykjavíkur er áætlaður
komutími bátanna klukkan 19
þann 13. júlí.
Klængsel í Flóa:
Eldur í verk-
stæði og bílar
skemmdust
ELDUR kom upp í giimlu timbur-
húsi á harnum KlænK.seli í Gaul-
verjabæjarhreppi í fyrrinótt og
skemmdust tveir bílar. sem voru í
húsinu. Húsið er gamalt ibúðarhús
en bóndinn á Klængseli hefur að
undanförnu notað það sem verk-
stæði. Ilann hafði verið að vinna að
bílaviðgerðum fram á kvöld og
hafði meðal annars verið að log-
sjóða. Um nóttina vaknaði hann og
varð litið út að húsinu og sá þá hvar
eldur var laus i bíl inni í húsinu.
Kallaði bóndinn á slökkviliðið á
Selfossi, sem einnig sinnir ná-
grannabyggðum og barst kallið til
Selfoss klukkan 2.57 um nóttina.
Slökkvistarfið gekk greiðlega, en
talið er að annar bíllinn sé alveg
ónýtur og hinn er mikið skemmdur.
Eldurinn var einkum í öðrum bílnum
en náði einnig að læsast, í þak
hússins, sem er mikið skemmt.
Engin slys
er bifreið
hentist
á barnavagn
Akureyri. 4. júií.
ÁREKSTUR varð um klukkan 17 í
dag á mótum Mýravegar og Þing-
vallastrætis er tvær fólksbifreiðar
rákust saman. Önnur bifreiðin hent-
ist á barnavagn, en barnið sem í
vagninum var sakaði ekki, en vagn-
inn skemmdist hins vegar nokkuð.
Bifreiðarnar skemmdust ekki, en
annar bílstjórinn meiddist lítillega.
—D.J.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH:
Ríkisstjórnin gat komið í veg
fyrir lokanir en gerði það ekki
„ÞAÐ er rétt hjá sjávarútvegs-
ráðherra, að fjárhagsstaða frysti-
húsanna hefur nú í langan tima
verið erfið vegna kostnaðarhækk-
ana hér innanlands, á sama tima
og ekki hafa orðið teljandi verð-
hækkanir á mörkuðunum,“ sagði
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna i samtali við Morgun-
blaðið, er hann var spurður álits
á viðtali við Steingrím Her-
mannsson, sem hirtist í Tímanum
i gær. „Þennan vanda hafa orð-
hagir menn leyst á einfaldan hátt
með því að búa til orðið „grát-
kór“.“
„Eg vil taka fram, að ég tel, að
þegar við fiskverðsákvörðunina í
lok maí og þá sérstaklega á fundi
fulltrúa frystihúsanna með for-
sætisráðherra, þar sem viðstaddir
voru iðnaðar- og menntamálaráð-
herrar, auk forstjóra Þjóðhags-
stofnunar, þá hafi þegar verið
gerð grein fyrir þeim vanda, sem
staðið var frammi fyrir. Auk þess
lágu fyrir greinargóðar upplýs-
ingar frá Þjóðhagsstofnun. Ef þá
þegar hefði verið gripið til þeirra
ráðstafana, sem nýlega hafa verið
gerðar og þeirra, sem ennþá eru á
umræðustigi, þá hefði mátt koma í
veg fyrir flestar þær lokanir
frystihúsa, sem nú koma til fram-
kvæmda."
Hvað um markaðsmál Færeyja?
„Að því er varðar ummæli
ráðherra í sambandi við mark-
aðsmál Færeyja, virðist mér þar
gæta .nokkurrar fljótaskriftar,
enda takmarkað, hvað hægt er að
kynna sér á stuttum fundi. Það er
nánast óþarfi að taka fram, að við
höfum selt verulegt magn af ufsa
og nokkurt magn af karfa til
Vestur-Evrópu undanfarið á
hærra verði en í Bandaríkjunum,
en eins og ráðherra tekur réttilega
fram, þá er þessi markaður bæði
takmarkaður og viðkvæmur. Mér
hefur virzt, að markaðsstarfsemi
Færeyinga í sölu á frystum fiski
hafi verið í meginatriðum með
svipuðum hætti og hér, þegar
undan er skilið, eða tekið er tillit
til landfræðilegrar legu annars
vegar og þess friðar, sem ríkt
hefur milli Breta og Færeyinga,
sem hefur gefið Færeyingum
óslitið tækifæri til að starfa að
markaðsmálum í Bretlandi."
Aðspurður um þær aðgerðir,
sem Steingrímur Hermannsson
tíundar í áðurnefndu viðtali, sagði
Eyjólfur: „Steingrímur setur þetta
fram eins og þessar ráðstafanir
hafi þegar verið framkvæmdar.
Þær hafa ekki verið framkvæmd-
ar. Það er engin skuldbreyting
ákveðin og enn hefur hækkun
afurðalána ekki verið ákveðin. Því
er ráðherra bara að gefa þetta í
skyn. Hann hefur ekki enn fengið
grænt ljós hjá Seðlabankanum,"
sagði Eyjólfur ísfeld og bætti við
að nýleg sala til Sovétríkjanna
hafi haft jákvæð áhrif. Taldi hann
t.d. að Akureyrarfrystihúsin
hefðu sagt upp talsvert miklu af
starfsfólki sínu, ef þær sölur hefðu
ekki komið til. Væri svo sennilega
um fleiri frystihús.
99
Mjög' lítið
FULLTRÚAR Flugleiða og flug-
manna félagsins mættu á fundi
hjá Steingrími Ilermannssyni í
samgöngumálaráðuneytinu í gær
og ræddu stöðuna í deilu aðil-
anna. Síðan hófst sáttafundur
eftir hádegi i gær og annar cr
boðaður í dag kl. 2 hjá Gunnari
G. Schram.
Baldur Oddsson, formaður
Ijoftleiðaflugmanna, sagði í sam-
tali við Mbl. í gær, að fundurinn
með Steingrími hefði verið gagn-
— segja formenn
flugmanna-
félaganna
legur, „andrúmsloftið hreinsaðist
og það var ákveðið að halda
sáttafund, en á honum skeði ekki
mikið. Þó má segja að það sé
tiltölulega lítið sem ber á milli og
ég vona að það gangi saman á
morgun á fundi eftir hádegi.
Þetta voru vinsamlegar umræður
ber á
og það er nokkur tími til stefnu
fyrir laugardaginn 12. júlí.“
Kristján Egilsson, formaður
FÍA, sagði í samtali við Mbl. í
gær, að laugardagsfundurinn
legðist vel í sig. Hann kvaðst
vona, að Flugleiðir létu af þeirri
yfirlýsingu sinni að þeir hefðu
gengið eins langt til móts við
flugmenn og frekast væri unnt.
Kristján kvað fundinn með
Steingrími hafa verið gagnlegan,
„en,“ sagði hann, „það er ekki
spurningin um kostnað eins og
málið stendur, heldur orðalag, og
ég tel það illa farið, ef það gengur
ekki saman."
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugleiða, sagði, að nú þegar
væri verkfallsboðunin 12. júlí
farin að valda skemmdum og kvað
hann því bráðnauðsynlegt að af-
lýsa verkfallinu, þar sem afpant-
anir væru farnar að berast í
verulegum mæli.
Allar flugferðir Flugleiða í dag,
bæði innanlands og utan, verða
samkvæmt áætlun.
Niðursuðuverksmiðjan QRA:
Hættir að selja
fiskbollur í bili
Eldur í eldhúsi
Ljósm. RAX
SLÖKKVILIÐIÐ var í gærkvöldi kvatt að fjölbýlishúsinu
númer 72 við Kleppsveg. en ckki rcyndist um mikinn eldsvoða
að ra'ða. Kviknað hafði í leppum á hellu á eldavél og mikinn
reyk lagði um íhúðina frá þeim og potti á eldavélinni.
— VIÐ HÖFUM ekki enn tekið
endanlega ákvörðun í þessu máli,
en í bili seljum við ekki frá okkur
fiskbollur eða fiskbúðing meöan
við fáum ekki samþykkta hækk-
un, en við gerum okkur vonir um
að hækkun verði leyfð mjög
fljótlega, sagði Magnús Tryggva-
son hjá Niðursuðuverksmiðjunni
ORA í samtali við Mbl.
— Ríkisstjórnin hefur heimilað
hækkun á fiski, dósum, mjólk og
launum og höfum við að undan-
förnu framleitt á hærra verði, en
við fáum ekki að hækka sjálfir.
Það er því ekkert vit í að selja frá
sér meðan svo er og framleiðum
við því á lager í bili. Hins vegar
Steypustöðvarnar tapa
1—1,5 milljón á dag með-
an hækkun er ekki leyfð
— Steypustöðvarnar tvær í
Reykjavík tapa einni til einni
og hálfri miiljón á dag og ég
veit ekki hvað verður hægt að
gera, ef við fáum ekki hækkun.
Ríkisstjórnin fcllst ekki á 10%
hækkun. en henni láðist að
samþykkja 9% hækkun til
okkar í staðinn og fengum við
þvi enga hækkun núna, sagði
Halldór Jónsson framkvæmda-
stjóri Steypustöðvarinnar. —
Það hafa verið það miklar
tilkostnaðarhækkanir að und-
anförnu að dæmið gengur ekki
lengur upp og það er ljóst, að
alvarlegir tímar eru framund-
an og sumir tala jafnvel um að
kreppa sé orðin staðreynd. Stef-
án Bjarnason hjá Möl og sandi
á Akureyri sagði að í 60%
verðbólgu mætti ekki líða mjög
langt milli hækkana og nú væri
eríitt um rekstrarfé þegar
bankarnir væru að loka. — Það
þykir ekki langur greiðslufrest-
ur 1 — 2 mánuðir, en við getum
ekki boðið viðskiptamönnum
annað, þvi bankar taka ckki
lengri vixla og þröngt er orðið
um öll lán. Eg vil ekki vera
mjög svartsýnn. en loftið
lævi blandið, sagði Stefán.
er
Talsmenn steypustöðvanna
voru sammála um, að nokkuð
minni steypusala hefði verið
síðustu viku og líklega væri
nokkur samdráttur. Þó væri
erfitt um það að segja, góð tíð
hefði haft í för með sér jafnari
sölu meirihluta ársins, nú stæðu
yfir sumarfrí, en hugsanlegt
væri, að þar sem þröngt væri á
lánamarkaði hefðu einhverjir
hætt við fyrirhugaðar bygg-
ingar.
má benda á, að nú eru fluttar inn
fiskbollur frá Noregi, en þær eru
dýrari, jafnvel þótt við fengjum
nokkra hækkun samþykkta, sagði
Magnús Tryggvason ennfremur.
Danska og
grænlenzka
tii skiptis
ÞAÐ VAR í nógu að snúast hjá
grænlenzka útvarpsmanninum
Jörgen Chemnitz á Húsavík í
gærkvöldi. Ilann lýsti þar lands-
leik Islendinga og Grænlendinga
í knattspyrnu og lét sér ekki
nægja síðari hálfleik viðureign-
arinnar, heldur lýsti hann öllum
leiknum og bætti síðan 15 minút-
um við til að ræða við keppendur.
Allt þetta var i beinni útsend-
ingu og voru gerðar breytingar á
dagskrá útvarpsins í Nuuk til að
koma þessari lýsingu að. Chemn-
itz talaði tveimur tungum í út-
varpslýsingunni og skipti á milli
grænlenzku og dönsku með jöfnu
millihili. Þá má einnig geta þess,
að landsleik Færeyinga og Græn-
lendinga var lýst af frétta-
mönnum frá báðum löndum, en
sá leikur fór fram á Sauðárkróki
á miðvikudag.
'O
INNLENT