Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980
Beyki —
blóðbeyki
Fagus silvatica
Þar sem nú eru þrotnar
hinar fróðlegu greinar Sigur-
laugar Árnadóttur í Hraun-
koti um NYTJAJURTIR,
verður aftur upp tekinn
þráðurinn um kynningu á
hverskyns runna- og trjá-
gróðri í tilefni ársins og er
fyrsta greinin í þeirri lotu
eftir Ingólf Davíðsson grasa-
fræðing.
„Lærdómssetrið er kaldur
kofi, hjá skógarins síkvika
súlnahofi“. Þannig hugsaði
margur íslenskur Hafnar-
stúdent á vorin og brá sér til
skógar um helgar út í sjá-
lensku fögru beykiskógana.
Það er eins og að ganga í
geysimikilli súlnahöll, beyki-
stofnarnir gildir og sléttir.
Laufþakið hvelfist yfir, hátt
uppi, en jörðin, „hallargólf-
ið“ hvítt af anemónum. Víða
er beykið 25—30 m á hæð,
„íkorni hleypur á grænum
göddóttri skál. Beykið er
stórt laufríkt tré. Það laufg-
ast um miðjan maí í Dan
mörku og flykkist þá fólk út í
skógana því nýútsprungið
fagurgrænt laufið er undur-
fagurt.
Beykið er all breytilegt,
myndar aðeins kjarr við lé-
leg skilyrði. Laufið tollir oft
á trjánum fram á vetur og
jafnvel til vors. Það getið þið
séð hér á landi t.d. við gamla
Miðbæjar-barnaskólann, og
á Laufásvegi í Reykjavík og
Hellisgerði í Hafnarfirði.
Laufin eru gljáandi, egglaga
með heila jaðra. Til eru
afbrigði með ljósrauð eða
rauðbrún blöð. Kallast þau
„blóðbeyki" og eru stórfalleg.
Munu margir íslendingar
hafa séð blóðbeykitrén stóru
í Kongens Have í Kaup-
mannahöfn.
Lélegt beyki hefur löngum
verið notað til eldiviðar und-
ir nafninu „brenni".
Beyki-hrislan sunnanundir gamla Miðbæjarbarnaskólanum í
Reykjavik. Myndin var tekin i mai mánuði sl. og var þá enn ekki
fallið laufið frá fyrra sumri.
greinum, grimmleg ugla kúr-
ir í leynum, og langstökk
tekur úr laufdyngjunni, lítill
froskur í vorblíðunni". Beyk-
ið þrífst prýðilega í Dan-
mörku, Suður-Svíþjóð, Bret-
landseyjum o.fl. hlýjum
löndum, en á íslandi skortir
nægilegan sumarhita til þess
að það nái sæmilegum
þroska. Heyrt hef ég um
væna beykihríslu í Birtinga-
holti, þá stærstu á landinu,
en hún brann fyrir alllöngu.
Til eru um 4—5 m háar
beykihríslur í Reykjavík og
Hellisgerði í Hafnarfirði í
skjóli kletta og húsa. Ekki er
gerandi að rækta beyki nema
í góðu skjóli við sem best
skilyrði. Því er fjölgað með
fræsáningu, helst að haust-
inu. Aldinin eru þrístrendar
brúnar hnetur, sem sitja í
Beyki er notað til margs-
konar smíða t.d. í húsgögn,
vagna, parket-gólf, érlendis í
bjálka undir járnbrautar-
teina o.fl. o.fl. Viðurinn er
fremur harður og þungur,
gulhvítur á lit, en roðnar oft
smám saman. Beykigreinar
(og smíðaúrgangur) þykja
ágætur eldiviður. Nú í „dýr-
tíðinni" nota Danir mikið
arin-beykibrenni og láta vel
af. Beyki er stundum kallað
BÓK (og bog) frá fornu fari
e.t.v. vegna þess að snemma
voru ristar rúnir á beyki-
kefli. Það var BÓK þeirra
tíma. Ker og tunnur þ.á m.
síldartunnur voru smíðaðar
úr beyki á miðöldum, en þá
voru síldveiðar miklar á Eyr-
arsundi. Skyldi nafnið
BEYKIR vera af því dregið?
I.Ð.
Guðni Einarsson, Snorri Óskarsson, Erla Höskuldsdóttir og Samúel Ingimarsson vinna að undirbúningi
„ísland fyrir Krist“. Liósm Kris,i4n
„ísland fyrir Krist“:
„Viljum benda íslensku
þjóðinni á Jesúm Krist“
„Hvað er að gerast í heiminum í
dag?“ er yfirskrift á bréfi sem
Alþjóðlegi bréfaskólinn, I.C.I.
sendir inn á öll heimili á íslandi
um þessar mundir. Er það fyrsta
bréfið af sex í biblíubréfaskóla
sem öllum er frjálst að taka þátt í
án endurgjalds.
Alþjóðlegi bréfaskólinn er sjálf-
stæð stofnun sem starfar víða um
lönd en höfuðstöðvarnar eru í
Belgíu. Hvítasunnusöfnuðurinn
sér um dreifingu og þýðingu bréf-
anna hér á landi.
í framhaldi af dreifingu bréf-
anna mun Hvítasunnusöfnuðurinn
standa fyrir samkomum víða um
land í júlí. Um 30 Kanadamenn,
þar á meðal tvær söngsveitir, og
nokkrir þekktir bandarískir
kennimenn munu taka þátt í
þessum samkomum sem verða
m.a. í Reykjavík, Keflavík, Sel-
fossi, Vestmannaeyjum, Vopna-
firði, Akureyri, Húsavík, Sauðár-
króki, Siglufirði og ísafirði. Auk
þess mun samkomutjald sem rúm-
ar um 800 manns rísa í Reykjavík.
„Herferð" þessi hefur fengið heitið
„ísland fyrir Krist".
„Eina lausnin
er Jesú Kristur“
„Tilgangurinn með þessu er að
benda íslensku þjóðinni á Krist.
Við trúum því sem kristin að þjóð
okkar sé í vanda og að eina
raunhæfa lausnin á vandanum sé
Jesús Kristur," sögðu þau Erla
Höskuldsdóttir frá Siglufirði,
Snorri Óskarsson frá Vestmanna-
eyjum, Samúel Ingimarsson frá
Keflavík og Guðni Einarsson frá
Reykjavík í samtali við Mbj. Þau
starfa öll að undirbúningi „ísland
fyrir Krist".
„Upphaf þessa máls var það að
fyrir nokkrum árum sendi eldri
kona 20 dollara til höfuðstöðva
Hvítasunnusafnaðarins í Banda-
ríkjunum og bað um að fyrir þá
yrði eitthvað gert fyrir ísland. Þó
hafði þessi kona ekki nokkur
tengsl við landið. Þegar yfirmaður
bréfaskólans frétti þetta fékk
hann strax áhuga á að gera
eitthvað í málinu. Síðar hitti hann
íslending sem var á biblíuskóla í
Belgíu og þá fóru hjólin að snúast
fyrir alvöru og ákveðið var að
þýða bréfin yfir á íslensku.
Það var svo fyrir tilviljun að
okkur barst bréf frá Kanada frá
manni sem heitir Keith Parks og
er leiðandi maður í þvi að virkja
menn í almennt safnaðarlíf. Sagði
hann að hjá sér hefði vaknað
hugmynd um að koma með hóp til
íslands í ár. Á fundi i Hvítasunnu-
söfnuðinum í árslok 1979 hafði
líka verið ákveðið að nota árið
1980 til einhvers sérstaks átaks.
Hvitasunnusöfnuð-
urinn dreifir biblíu-
bréfaskóla i hvert
hús á landinu og
stendur fyrir sam-
komum víöa um
land í júlí
Þetta small því allt saman og
undirbúningsstarfi er nú að Ijúka.
Við reiknum með því að dreifa
síðustu bréfunum í lok þessarar
viku.“
„Kristin trú kemur
fólki að gagni í
mannlífinu“
Þau sögðu að bréfin væru ekki
byggð upp á sérkenningum Hvíta-
sunnumanna, heldur einungis
Biblíunni.
„Við erum ekki að benda fólki á
einhvern sérstakan söfnuð, við
erum að benda á Jesúm Krist. Við
vonum að þetta veki athygli og
umræður og að fólk geri sér ljóst
að kristin trú er raunhæf og að
hún kemur fólki að gagni í daglega
lifinu."
í framtíðinni er gert ráð fyrir
aframhaldandi starfi skólans hér
á landi. Þau bréf sem íslendingar
fá núna eru sérstök kynningar- og
leiðbeiningarbréf en t gegnum
þennan bréfaskóla mun vera hægt
að taka háskólapróf í guðfræði.
MIKILVÆGUSTU
SPURNINGAR
LÍFSINS
^ÍÍ HVAÐ ER AÐ GERAST
( HEIMINUM ( OAG?
Langar til að
sjá þjóðina vakna
upp til lifandi
trúar
Undirbúningsstarfið hefur mest
allt verið unnið í sjálfboðaliða-
vinnu. En hvers vegna hafa þau
gefið sig út í þetta?
„Sérhver maður sem gefst
Kristi á hönd er kallaður," sögðu
þau. „Reynsla okkar í trúarlífi er
það jákvæð að við hljótum að telja
það sælu og happ fyrir þann sem
hreppir. Það er innileg löngun
okkar að sjá samlanda okkar
vakna upp til lifandi trúar."
— Þið talið um lifandi trú.
Hver er munurinn á trú og lifandi
trú?
„Þegar talað er um trú er
yfirleitt átt við skoðun. Maður
kemst að því hvað er hið rétta og
trúir þvi. En lifandi trú er að fólk
kemst að því hvað er hið rétta og
breytir samkvæmt því. Trúin
verður að verki í lífi þeirra.
Nikodemus, sem sagt er frá í
Jóhannesarguðspjalli, var mjög
trúaður maður. Hann kom sem
slíkur til Jesú og spurði hvað hann
ætti að gera til að öðlast eilíft líf.
Það er þá sem Jesús segir að hann
verði að endurfæðast. Hann varð
að eignast meira en þá trú sem
hann átti.
Það má líka segja að lifandi trú
sé andlegt og persónulegt sam-
band við Guð. Lifandi trú þarf að
næra til þess að hún gefi eitthvað.
í stað þess að vera heimspeki er
hún lífsmáti."
Við stöndum
öll að þessu“
— Hver fjármagnar þessa „her-
ferð“?
„Alþjóðlegi bréfaskólinn, I.C.I.
fjármagnar allt það sem snýr að
bréfunum og dreifingu þeirra. En
það sem að samkomunum snýr er
fjármagnað af framlögum safn-
aðarmeðlima og velunnara safn-
aðarins."
Að lokum vildu þau Erla,
Snorri, Samúel og Guðni taka það
fram að tilgangurinn með „ísland
fyrir Krist" væri að ná til allrar
þjóðarinnar og benda henni á
Krist.
„Því er okkur það afskaplega
kært ef allir þeir sem trúa á
Drottinn Jesúm styrki okkur í
bæn. Við viljum að við stöndum öll
að þessu þó að Hvítasunnusöfnuð-
urinn sé framkvæmdaaðilinn,"
sögðu þau að lokum.
rmn