Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980
13
fjárveitingum í skolplagnir. I
samþykkt borgarráðs var þó sett
það skilyrði, að ekkert yrði þarna
nema keiluspil og sú starfsemi
sem því tengdist. í umhverfis-
málaráði hafði forstöðumaður
borgarskipulags kynnt tiliögu um
veitingarekstur og meiri umsvif í
kringum þetta, sem er óþarfi, þar
sem Loftleiðir hafa opna kaffi-
teríu allan sólarhringinn í næsta
nágrenni. Aftur á móti hefði verið
gott að fá slíkt við Nauthólsvíkina.
Suðurhluti Öskjuhlíðar er orðinn
yndislegur gróðursæll útivistar-
staður, sem margir nýta sér og
óþarfi að leiða þangað starfsemi,
sem krefst bílaumferðar og um-
svifa.
Hvað snertir nauðsynlegar
lagnir út í Nauthólsvíkursvæðið,
hlýtur að verða að taka afstöðu til
þess nú hvort ganga eigi í það
verk, eða hætta öllum bollalegg-
ingum um nýtingu á svæðinu og
umferð fólks. Raunar er ég alveg
undrandi á því að heilbrigðisyfir-
igardal
thólsvík
völd skuli líða það sem þegar er
þar, miðað við kröfur um salerni
og handlaugar annars staðar, og
horfir fram hjá því að fólk verður
að setjast bak við stein eða gengur
örna sinna niður í fjöru. Þegar
rignir skolast allt í heitan lækinn
og sjóinn. Það skyldi þó ekki vera
að bakteríur af erlendum upp-
runa, sem greinast nú í sjónum
þarna, eigi þar uppruna.
Með aðstöðunni
kemur notkunin
íslendingar hafa á undanförn-
um árum verið að gera sér grein
fyrir kostum þessa lands og tæki-
færum, sem það hefur upp á að
bjóða umfram önnur lönd. Hér
höfum við dýrmætt landrými,
hreint loft og óspillta náttúru til
að nýta og njóta. Sem er hreinn
lúxus í augum þéttbýlli landa.
Þegar frumþörfum hefur verið
fullnægt í húsnæði og fæði, gefst
svigrúm til að huga að því sem til
ánægju og vellíðunar snýr. Þetta
gildir ekki síður í þéttbýli en
dreifbýli. Og með auknum frítíma
verður þörf og löngun meiri til
samskipta fólks og sameiginlegra
leikja og útivistar. En slíkt kemur
ekki af sjálfu sér. Heldur ekki í
Reykjavík. Þarna hefur orðið viss
þróun. Eftir átakið mikla við
útrýmingu lélegs húsnæðis, við að
koma hitaveitu í hvert hús og
síðan varanlegri gatnagerð til
aksturs og rykbindingar, var farið
að huga að umhverfinu. tekin frá
útivistarsvæði í borg og utan og
byrjað að gera þau aðgengileg til
notkunar. Sést vel hvernig
íþróttasvæðin í öllum hverfum og
utan borgar hafa laðað að, svo og
önnur aðstaða. Er skíðaaðstaðan í
Bláfjöllum þar ljóst dæmi. Svo og
gerð göngugötunnar í Austur-
stræti og frágangur hennar með
hitalögnum undir sem fékk harða
gagnrýni fyrir kosningarnar 1974.
Þótti ýmsum mesta bruðl. En á
þessum stöðum sést vel hve fólk
kann að meta aðstöðu, sem veitt er
og hvernig notkunin fylgir á eftir,
þótt það taki nokkurn tíma að
þróast.
Sama er um öll hin 'svæðin, sem
unnið hefur verið við að þurrka
upp og jarðvegsbinda, gróðursétja
í og lagfæra fyrir íbúana að njóta
og nýta. Og í framhaldi af því er
tillagan fyrrnefnd um líf í borg
frá 1979, þar sem grunnhugmynd-
in er að laða til notkunar frátekin
auð svæði í hverfunum fyrir fólkið
þar og félög þess. Að því er nú
unnið.
Breytingar á
lífsháttum
Að sjálfsögðu getur enginn séð
fyrir hvað borgarar Reykjavíkur
kunna að vilja í framtíðinni.
Hvaða viðbótaróskir þeir kunna
að hafa umfram það, sem við
þekkjum í dag. Þar verður bara að
reyna að spá fram í tímann út frá
því sem við þekkjum í dag og gæta
þess að brenna ekki allar brýr að
baki, eins og með því að þekja
hvern blett með járnbentri
steinsteypu. Svo þétt að hvergi
verði svigrúm á landi fyrir þá sem
á eftir koma og óskir þeirra.
En við erum þó, eins og aðrir,
farin að eygja veigamiklar breyt-
ingar á lífsháttum frá því sem nú
er. Fram að þessu hefur-mannkyn-
ið gengið í gegn um tvær algerar
byltingar í lífsháttum, sem hver
um sig þurrkaði út fyrri menningu
og færði í staðinn aðra lifnaðar-
hætti, sem fyrratíma fólk gat ekki
órað fyrir. Landbúnaðarbyltingin
varð á þúsundum ára, en iðnaðar-
byltingin tók um 300 ár og er að
fjara út þessa áratugina. Og nú er
þriðja umbyltingin í uppsiglingu,
eins og þeir gátu a.m.k. fengið
hugboð um, sem fylgdust með
örtöivu-þáttunum í sjónvarpinu í
vetur. Með hraða nútímans mun
byltingin sú gerast á miklu
skemmri tíma en hinar fyrri. Með
henni eru að koma yfir heiminn
nýir lífshættir, sem byggjast á
nýjum orkugjöfum, framleiðslu-
háttum sem eru að gera stóru
færibandaverksmiðjurnar óþarfar
og munu dreifa störfunum frá
þéttu miðborgunum og í litla
vinnustaði úti í íbúðarhverfunum
eða jafnvel inni á heimilunum.
Samskipti öll, þjónusta og upplýs-
ingaöflun mun fara fram um
tölvur, sem allt eins hagkvæmt er
að hafa heima hjá sér, eins og í
dýrum skrifstofurekstri — rétt
eins og símann. Margir spá því að
þetta eigi eftir að gerbreyta fjöl-
skyldulífinu, verðmætamati og
Elin Pálmadóttir
lífsstíl — öllum rytma hins dag-
lega lífs. í stað þess að allir æði af
stað að heiman í bílalestum á
sama tima á stóra vinnustaði og
heim aftur örþreyttir, þá verður
hægt að velja sér vinnutíma,
starfa í smáeiningum eða heima,
svo jafnvel gefist aftur í nokkrum
mæli færi á sameiginlegri fram-
leiðslueiningu í fjölskyldunni, eins
og var á landbúnaðarstiginu og
margir sakna, eftir að fjölskyid-
urnar fóru að tætast í sundur.
Menn fá verkefni heim um tölvur
og senda þau frá sér um tölvur og
vinna þau þegar þeim hentar.
Og tneð bæði styttum vinnutíma
og starfi heima í hverfunum á
mismunandi tíma, þarf líka meiri
og sveigjanlegri nýtingu á tóm-
stundum, íþróttum, likamsþjálfun
o.s.frv. í heimahverfinu eða í nánd
við það. Talið er að þá muni fólk
vilja og þurfa að hafa allt slíkt í
nánd við sig. En við það sparast
aftur dýrar og umfangsmiklar
samgönguæðar og sí dýrara elds-
neyti á farartækin.
Þótt vart sé hægt að sjá hvernig
þær lífskröfur verða, er augljóst
að við, sem erum svo lánsöm að
hafa ekki þegar þrengt of mikið að
okkur og eigum enn möguleika á
að taka við óvæntum þörfum,
erum þrælheppin. Væri því dálítið
önugt og skammsýnt að fara
æinmitt nú að ganga á auðu svæðin
í byggð og þrengja kosti þeirra
sem á eftir koma og það til að
leysa stundarblankheit, sem þó
eru miklu minni en þau voru áður
fyrr þegar menn höfðu reisn til að
byKKja Landsbókasafn, Alþingis-
hús og Þjóðleikhús o.fl. Það væri
skammsýnt — E. Pá.
í Laugardalnum eru þegar
mikil íþróttamannvirki og í
framtíðinni þörf fyrir mörg önn-
ur, en norðan til er grasgarður
og gróðursvæði. Unnar hafa
verið tillögur um lagningu
trimm-, skíða- og göngubrauta
um dalinn ug mælt með að það
verði gert sem fyrst. Slitnu
linurnar sýna brautirnar og þá
hægt að velja sér styttri eða
lengri leiðir.
\
Dómkirkjan:
Sunnudagstón-
leikar í sumar
S.l. sumar var tekin upp sú
nýbreytni í kirkjulífi Reykjavík '
ur, að haldnir voru orgeltónleik-
ar í Dómkirkjunni á sunnudags-
eftirmiðdögum í júli ug ágúst.
Hófust þeir kl. 6 síðdegis og
stoðu í 30—40 mínútur. Var þetta
gert að frurakvæði dómorganist-
ans, Marteins H. Friðrikssonar,
sem lék á öllum tónleikunum.
Þetta gafst svo vel í fyrra, og
var vel sótt, þannig að ákveðið
hefur verið að halda þessu áfram,
en auka fjölbreytnina. Á sumum
tónleikunum munu því koma fram
kórar og einsöngvarar og einnig
aðrir organistar.
Fyrstu tóleikarnir verða á
sunnudaginn kemur, þ. 6. júlí og
hefjast sem fyrr segir kl. 6
síðdegis, en kirkjan verður opnuð
stundarfjórðungi fyrr og er öllum
heimill ókeypis aðgangur. Þá mun
Marteinn H. Friðriksson leika
verk eftir Bach og Reger og enda á
Choral í E-dúr eftir César Frank.
Þetta verður svo vikulegur við-
burður í Dómkirkjunni í júlí og
ágúst, og forráðamenn hennar
vænta þess, að þær vinsældir, sem
þessir tónleikar nutu á liðnu
sumri, eigi enn eftir að aukast.
Verið velkomin í Dómkirkjuna.
Þórir Stephensen.
Guðmundur Sigurjónsson:
Lofsvert framtak
Skáklíf á íslandi stendur í
miklum blóma um þessar mund-
ir, og ýmis teikn eru á lofti, sem
lofa góðu um næstu framtíð.
Margt mætti nefna, en í þessum
pistli langar mig að ræða um
aðeins eitt þeirra, enda ber það
hæst. Ilér hef ég í huga helg-
armót Jóhanns Þóris Jónsson-
ar, ritstjóra timaritsins Skák-
ar.
Hann hélt fyrsta mótið í
Fjölbrautaskólanum í Keflavík
undir verndarvæng Jóns Böðv-
arssonar skólameistara, en ann-
að mótið fór fram í Hótel
Borgarnesi, þar sem Jóhannes
Sigurðsson hótelstjóri ræður
ríkjum. Þessi skákmót voru öll-
um til mikils sóma, er þar komu
nærri. Allir bestu skákmenn
landsins mættu til leiks, en því
miður er það fremur fátítt að
slíkt gerist nú orðið. Ánægju-
legast fannst mér þó að sjá
nokkra af okkar fremstu ungl-
ingum þarna, og höfðu sumir
þeirra komið um langan veg.
Ekki virtist mér að þessa ungu
menn skorti áhuga eða hæfileika
til að þjóna listinni, en tækifæri
til að spreyta sig við þá bestu
hafa verið fá til þessa. Nú hefur
orðið ánægjuleg breyting þar á.
Jóhann Þórir hefur í hyggju
að halda fleiri skákmót út um
land á næstunni með svipuðu
sniði, enda hefur þetta framtak
hans hlotið mjög góðar undir-
tektir hvarvetna. Sveitarfélög og
fyrirtæki hafa lagt honum lið
auk skákfélaga viðkomandi
staða. Þessi mót standa yfir í
aðeins þrjá daga og þvi sjá
margir sér fært að taka þátt í
þeim. Þátttökugjaldi og öðrum
kostnaði er mjög í hóf stillt og er
því engum ofviða. Skákmönnum
vítt og breitt um landið mun því
á næstunni gefast mörg tæki-
færi til að máta þá bestu.
Tveir unglingar úr Bolungar-
vík hafa vakið mikla athygli
fyrir snjalla taflmennsku í helg-
armótunum tveimur, sem fram
hafa farið. Þeir heita Halldór
Einarsson og Júlíus Sigurjóns-
son. í Keflavík vann Halldór
gömlu kempuna Benóný Bene-
diktsson og Júlíus yfirspilaði
íslandsmeistarann Jóhann
Hjartarson gjörsamlega, en í
tímahraki missti Júlíus af vinn:
ingi. Þetta var forleikurinn. í
fyrstu umferð mótsins í Borg-
arnesi drógust þeir félagar gegn
Jóhann Þórir Jónsson
Friðrik Ólafssyni og Margeiri
Péturssyni. Stórmeistarinn
komst lítið áleiðis gegn öruggri
taflmennsku Halldórs og skákin
endaði að lokum með jafntefli.
Margeir lenti í hrikalegum erfið-
leikum gegn Júlíusi og rambaði
lengi á barmi glötunar, en um
síðir heppnaðist honum að ná
jafntefli. — Sögur í þessum dúr
verða vafalaust fjölmargar áður
en árið er liðið. Svo er Jóhanni
Þóri fyrir að þakka. Heyrst
hefur, að næsta helgarmót verði
í Bolungarvík.