Morgunblaðið - 05.07.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980
Staða
íslands
í vályndri
veröld
Staða íslands í sameiginlegu varnarkerfi
vestrænna þjóða verður mikilvægari með
hverju árinu sem líður. Og á tímum eins og
nú, þegar spennan á alþjóðavettvangi
magnast í kjölfar hernaðaraðgerða
Sovétmanna í Afganistan, gera menn sér
betur grein fyrir gildi landa eins og
íslands, sem eru á hernaðarlegum skurð-
punkti. Frá pólitískum sjónarhóli er
samstaða þjóða mikilvægari nú en áður.
Sálrænar afíeiðingar sundurlyndis hefðu í
för með sér, að ekki yrði um að ræða
nægilegt pólitískt þrek til að beita
hernaðarmættinum, ef nauðsyn krefði.
En eins og málum er nú háttað er hrein
fásinna og barnaskapur að ímynda sér
annað en það sé matið á hernaðarlegum
og pólitískum styrkleika. sem ræð^ur
úrslitum um friöarhorfur. Og frá bæjar-
dyrum vestrænna þjóða hljóta menn að
líta yfir völlinn með kvíðboga.
Á leiðtogafundinum í Feneyjum. Jimmy Carter og
Helmut Schmidt heilsast að Valery Giscard d’Estaing
viðstöddum.
Friður á
spjótsoddum
Sovétmenn hafa yfirburði í
venjulegum herafla langt umfram
það, sem nauðsynlegt er til að
verja yfirráðasvæði þeirra. I Evr-
ópu hafa þeir auk þess komið fyrir
eldflaugum með kjarnorku-
sprengjum — SS-20 flauginni —
sem ná frá skotpöllum innan
sovésku landamæranna til skot-
marka í öllum evrópsku Atlants-
hafsbandalagsríkjunum þar á
meðal íslandi. Miðað við þau
áform, sem nú eru á döfinni,
verður það ekki fyrr en á árinu
1983, sem Atlantshafsbandalagið
hefur komið sér upp varnarkerfi
gegn þessum eldflaugum. Aðgerð-
ir Bandaríkjamanna til að endur-
bæta langdrægt- kjarnorkueld-
flaugakerfi sitt benda til þess, að
þeir efist um stöðu sína gagnvart
Sovétmönnum á þessu sviði, sem á
ensku er nefnt „the central bal-
ance“ milli risaveldanna og héF
verður nefnt miðkerfið. En sam-
kvæmt viðurkenndri hernaðar-
kenningu nútímans er jafnvægi í
miðkerfinu, eða ógnarjafnvægið
svonefnda, lykillinn að því, hvort
með óflugum viðbúnaði sé unnt að
koma í veg fyrir styrjöld', þ.e;
kjarnorkuvopnin langdrægu hafi
fyrirbyggjandi áhuga og fæli frá
átökum (deterrence-kenningin). Á
höfunum hafa Vesturlönd enn
smávægilega yfirburði yfir Sov-
étríkin. .
Spennan í Mið-Austurlöndum
og óvissan um raunveruleg áform
Sovétmanna í Afganistan og íran
veldur því, að Bandaríkin og
bandamenn þeirra hafa talið
nauðsynlegt að grípa til gagn-
ráðstafana. Vestrænum leiðtogum
er ljóst, að á einum degi geta
Sovétmenn farið landveg að
Persaflóa með öflugan herafla og
þar með lagt undir sig mikilvæg-
ustu oliulindir Vesturlanda. Verði
skrúfað fyrir þær mundi grund-
völlurinn undir efnahagsstarfsemi
Vestur-Evrópu og Japans bresta
en Bandaríkin gætu siglt áfram á
annarri vélinni eða ef til vill
rúmlega það.
Tími sovéskra
tækifæra
Við þessar aðstæður svarar
meirihluti Vestur-Þjóðverja í
skoðanakönnun, að hann telji Sov-
étríkin mesta herveldi í veröld-
inni. Og hvarvetna tala menn nú
orðið um næstu stórátök í sífellt
meiri smáatriðum. Á ráðstefnu,
sem haldin var á vegum Atlants-
hafsherstjórnar Atlantshafs-
bandalagsins í Annapolis í Banda-
ríkjunum fyrir skömmu sagði
Raymond Aron, hinn þekkti