Morgunblaðið - 05.07.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980
15
franski hugsuður, að næsti ára-
tugur væri „tími tækifæranna
fyrir Sovétríkin." Og utanríkis-
málaritstjóri Newsweek Arnaud
de Borchgrave minnti í erindi sínu
á, að 1973 hafi Leonid Brezhnev á
leynifundi með leiðtogum Varsjár-
bandalagslandanna sagt, að 1985
yrðu kommúnistar búnir að ná
yfirhöndinni í heiminum. Og rit-
stjórinn sakaði vestræna ráða-
menn um að leyna umbjóðendur
sína, kjósendurna, hve illa Vestur-
lönd stæðu í raun að vígi til að
komast hjá erfiðum ákvörðunum.
En framtíðarfræðingurinn heims-
frægi Herman Kahn minnti
áheyrendur sína á þá óhugnanlegu
staðreynd, að allar áætlanir Sov-
étmanna benda til þess, að þeir
telji unnt að heyja kjarnorku-
styrjöld án gjöreyðingar. En slík
stefna gerir fyrirbyggjandi gildi
kjarnorkuvopnanna að engu og
ruglar öllum þeim fræðilegu for-
sendum, sem friðurinn er talinn
byggjast á. Theo Sommer ritstjóri
þýska vikublaðsins Die Zeit var
ekki eins áhyggjufullur yfir hern-
aðarmætti Sovétríkjanna og
fyrrgreindir ræðumenn og í máli
hans endurspeglaðist sá munur,
sem vart verður í afstöðu ráða-
manna í Bonn og París annars
vegar og Washington hins vegar
til Kremlverja.
Ólík viðhorf
til slökunar
í tilefni af fundi æðstu manna
helstu iðnríkja heims í Feneyjum
fyrir skömmu rifjuðu menn upp
þennan ágreining. Fyrir fundinn
sendi Jimmy Carter Bandaríkja-
forseti Helmut Schmidt kanslara
Vestur-Þýskalands bréf, þar sem
hann vék að ágreiningsatriðum
þeirra. Var því meðal annars
komið af stað í fjölmiðlum, að
leiðtogana greindi á um, hvort
nauðsynlegt væri að koma fyrir
eldflaugavarnakerfi í Evrópu gegn
sovésku SS-20 eldflauginni. En
ákvörðun um kerfið var tekin á
ráðherrafundi Atlantshafsbanda-
lagsins í desember s.l. Helmut
Schmidt hefur borið til baka, að
nokkur ágreiningur sé um þetta
mál enda hafi hann á árinu 1977
verið upphafsmaður að umræðum
um það, sem síðar leiddu til
fyrrgreindar ákvörðunar. Og á
Fenyjafundinum sameinuðust
þjóðaleiðtogarnir um fordæmingu
á herför Sovétmanna í Afganistan
og töldu haldlítil fyrirheit
Kremlverja um brottkvaðningu
herafla þaðan.
Ágreiningurinn kemur hins veg-
ar fram í því, að bæði Helmut
Schmidt og Giscard d’Estaing
Frakklandsforseti hafi farið til
viðræðna við Leonid Brezhnev
síðustu vikur og daga þrátt fyrir
andmæli Bandaríkjamanna. Evr-
ópsku leiðtogarnir telja slíkar
viðræður nauðsynlegar til að við-
halda slökunarstefnunni (dét-
ente). Bandaríkjamenn hafa hins
vegar velt því fyrir sér, hvers virði
slík stefna sé, ef hún leyfi Sovét-
mönnum að gleypa hvert landið
eftir annað. Og það eru ekki
einungis Bandaríkjamenn, sem
draga í efa, að rétt sé nú um
stundir að ganga til viðræðna við
Kremlverja. í nýlegu blaðaviðtali
sagði Þjóðverjinn Christoph
Bertram, forstjóri Alþjóðaher-
málastofnunarinnar í London, að
hann teldi viðræður Frakklands-
forseta við Brezhnev „taktísk"
mistök og hann velti því fyrir sér,
hvort för Helmut Schmidts til
Moskvu í þessari viku þjónaði
nokkrum öðrum tilgangi en þeim,
að fullvissa Sovétmenn um að þeir
ættu að fylgja óbreyttri stefnu.
Hins vegar lagði hann á það
áherslu, að „taktísk" mistök væru
allt annað en friðmæli. Og alls
ekki mætti álykta sem svo, að
ráðamenn í Evrópu vildu friðmæl-
ast við Moskvuvaldið. Og Bertram
minnti á, að gárurnar milli evr-
ópskra ráðamanna og bandarískra
innan Atlatnshafsbandalagsins
mætti einnig rekja til þess, að
hinir fyrrnefndu teldu Banda-
ríkjastjórn skorta stefnufestu.
Mikilvægar
spurningar
Þessar umræður vekja margar
spurningar: Hvers vegna finnst
Bandaríkjamönnum, að evrópsku
leiðtogarnir gangi of langt? Hvað
veldur því, að viðhorfið til Sovét-
ríkjanna verður annað eftir að
nær þeim dregur? Hvaða afleið-
ingar hefur það, að meirihluti
íbúa Vestur-Þýskalands telur Sov-
étríkin mesta herveldi heims?
Hvers vegna má nú lesa spár um
það, að fall Evrópu verði rakið til
pólitísks þrekleysis? Hvaðan fá
Vesturlönd þá sterku einhuga for-
ystu, sem öllum virðist ljóst, að
ekki er fyrir hendi? Hver verður
næsti forseti Bandaríkjanna, eða
kanslari Vestur-Þýskalands eða
forseti Frakklands? — svo að
aðeins þeir séu taldir, sem standa
í kosningabaráttu eða eru að hefja
hana.
Þessum spurningum verður ekki
svarað hér, en þær hljóta að leita
á huga allra, sem velta fyrir sér
Grigori Romanov — ýmsir
spá því, að hann muni
koma fram sem leiðtogi
Sovétríkjanna úr valdabar-
áttunni að Brezhnev
gengnum.
þróun alþjóðamála. Svörin við
þeim eru ekki heldur einhlít, því
að jafnframt er nauðsynlegt að
hyggja að því, hvert stefnir í
æðstu valdastofnunum Sovétríkj-
anna. Nú er því spáð, að strax eftir
valdaferil Leonid Brezhnevs muni
taka við samvirk forysta, sem fari
með stjórn landsins á meðan
menn skipi sér í fylkingar til að
ákveða nýja framtíðarforystu.
Hverjir muni skipa hana ræðst
ekki síst af því, hvað keppinaut-
arnir eru greiðviknir við herinn,
öflugasta valdahópinn í sovéska
kerfinu. Miðað við slíka þróun spá
margir vestrænir Sovétfræðingar
því, að Grigori Romanov verði
hlutskarpastur að lokum. Hann er
nú yngsti félaginn í hinni allsráð-
andi stjórnmálanefnd kommún-
istaflokksins, 57 ára að aldri, og
leiðtogi flokksdeildarinnar í Len-
ingrad.
Fimm
punktar um
Island
Þegar metin er staða Islands á
alþjóðavettvangi er ekki of lang-
sótt að velta fyrir sér heildar-
þróun alþjóðamála. Enginn hefur
lengur heimild til að skipta heim-
inum í ferninga, þríhyrninga eða
aðra fleti og segja, að það, sem
gerist á þessu svæðinu eða hinu,
hafi engin áhrif utan þess. Og ekki
má gleymast, að það eru höfin,
samgöngur á þeim og sú flotas-
tefna Sovétmanna, að fáni þeirra
skuli blakta um allan heim, sem
gera veröldina að einni heild í
hernaðarlegu tilliti. Lönd, sem eru
á lykilhafsvæðum breytast í
skurðpunkta milli austurs og vest-
ur hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Norður-Atlantshafið er
að þessu leyti mjög viðkvæmt og
þar liggur ísland um þjóðbraut
þvera.
í fljótu bragði má nefna fimm
ástæður, sem skýra hvernig ísland
kemur inn í myndina:
1. Vegna þess hve kafbátar
búnir kjarnorkueldflaugum eru
mikilvægur liður i miðkerfinu
milli risaveldanna og 70% af
slikum kafbátum Sovétríkjanna
hafi bækistöð fyrir norðan Island
er landið vegna legu sinnar hluti
af þessu kerfi. Hvorugt risaveld-
anna mundi þola óvissu eða tóma-
rúm á íslandi.
2. Sameiginlegt varnarkefi Atl-
antshafsbandalagsins byggist á
því, að sérhver bandalagsþjóð
leggi sitt af mörkum til sameigin-
legra varna. Framlag hvers og
eins fer eftir efnum og ástæðum.
íslendingar leggja fram land und-
ir varnarstöð, sem er lífsnauðsyn-
legur hlekkur í sameiginlega varn-
arkerfinu, um leið og hún er
sérstök öryggistrygging fyrir ís-
land. Aðild Islands að Átlants-
hafsbandalaginu án sérstaks
varnarviðbúnaðar í landinu sjálfu
er þverstæða, sem ekki er unnt að
rökstyðja með skynsamlegum
hætti eða á fræðilegum forsend-
um.
3. Ekki er unnt að greina á milli
Norður-Evrópu eða Norður-
Atlantshafs og Mið-Evrópu.
Hættuástand eða átök í norðri
mundu leiða til mikillar spennu og
síðar átaka í Mið-Evrópu. Með
stefnu sinni í utanríkis- og örygg-
ismálum leggur ísland lóð á vog-
arskál friðar í Evrópu.
4. Án þess að með sýnilegum
hætti sé ljóst, að unnt verði að
flytja liðsafla og birgðir frá
Norður-Ameríku til Vestur-
Evrópu á hættutímum er varn-
arstefna Atlantshafsbandalagsins
einskis virði. Átökin i síðari
heimsstyrjöldinni sýndu, að að-
staða á íslandi er nauðsynleg til
að heyja orrustu á Atlantshafi og
hafa betur.
5. Núverandi skipan mála, þar
sem Vestur-Evrópa og ríkin í
Norður-Ameríku sameinast um að
tryggja öryggishagsmuni sína, er
óskastaða frá íslenskum sjónar-
hóli. Færi svo, að hugmyndin
um „fortress America", þ.e.
Bandaríkjamenn dragi úr skuld-
bindingum sínum gagnvart vörn-
um Vestur-Evrópu, kæmi til fram-
kvæmda yrðu íslendingar settir í
mjög erfiða aðstöðu. Til að komast
hjá því að þurfa að velja á milli
Evrópu og Norður-Ameríku hljóta
þeir að leggja sig fram um að
viðhalda núverandi skipan.
Staðreyndir
en ekki aukaatriði
Á nýlegri ferð um Bandaríkin
átti ég þess kost að hlusta á ræður
lærðra manna eins og áður er
getið. Ég ræddi einnig við emb-
ættismenn í utanríkisráðuneytinu
og varnarmálaráðuneytinu í
Washington. Tók þátt í fundi með
starfsmönnum rannsóknastofnun-
ar bandaríska þingsins, hitti
starfsmann eins öldungardeildar-
þingmanna og gerði mér ferð í
Center for Defense Information,
sem hér hefur orðið frægt, sem
heimild herstöðvaandstæðinga.
Enginn íslendingur getur gengið
af fundi allra þessara aðila með
aðra skoðun en þá, að þeir telji
ísland lífsnauðsynlegan hlekk í
því kerfi, sem stofnað hefur verið
til í því skyni að tryggja heims-
friðinn, og núverandi utanríkis-
stefna íslendinga sé eina skyn-
samlega forsendan í því tilliti.
Því miður mun líklega langur
tími líða, þar til tækifæri gefst til
að fara þannig á fund margra
ólíkra aðila í höfuðborg Sovétríkj-
anna og leita álits þeirra á stöðu
íslands í vályndri veröld. En ekki
þarf langa íhugun til að komast að
þeirri niðurstöðu, að Sovétmenn
hijóti að líta á ísland sem þann
þröskuld, er þeir þurfa að komast
yfir til að ná yfirhöndinni á
Norður-Atlantshafi. Og Atlants-
hafið ræður úrslitum um heimsyf-
irráð. Þetta hlýtur þeim íslend-
ingum að vera ljóst, sem leggja sig
fram um að breyta núverandi
utanríkis- og öryggisstefnu ís-
lands. Helsta markmið Sovétríkj-
anna í samskiptunum við ísland
er að fá landsmenn til að rjúfa
varnarsamstarfið við Bandaríkin
og ganga úr Atlantshafsbandalag-
inu. Með þetta sama markmið eru
þeir, sem ganga undir kjörorðinu:
Island úr NATO, herinn burt.
Innan heildarrammans verðum
við að meta alla viðleitni okkar til
að tryggja frið og eigið öryggi. í
samanburði við undirölduna í
þróun öryggis- og alþjóðamála eru
umræður um vopnabúnað og
tækjakost á Keflavikurflugvelli
smávægilegt aukaatriði. Slíkum
umræðum standa þeir einir fyrir,
sem vilja ekki takast á við stað-
reyndirnar. Þótt þær séu ógnvekj-
andi er nauðsynlegt að taka mið af
þeim og engu öðru. Geri menn það
ekki, fljóta þeir sofandi að feigð-
arósi og þaðan verður ekki aftur
snúið.
Björn Bjarnason.
Leonid Brezhnev og Helmut Schmidt ffyrir framan heiðursvörö í Moskvu á
mánudaginn.