Morgunblaðið - 05.07.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Augiýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Að hengja bakara
fyrir smið
Margir stjórnmálamenn og þá fyrst og fremst þeir, sem
fylgja fram vinstri stefnu, eru þeirrar skoðunar, að
það sé til marks um harðsnúna baráttu gegn verðbólgu að
takmarka rétt atvinnufyrirtækja til að verðleggja fram-
leiðslu sína í samræmi við kostnað. Framsóknarmenn hafa
gerst sérstakir málsvarar slíkrar stefnu hér á landi og kenna
hana við niðurtalningu. Er hún þungamiðjan í efnahags-
stefnu núverandi ríkisstjórnar. Oftar en einu sinni hefur
verið vakið máls á því hér í blaðinu, hve óheillavænleg þessi
stefna er, því að læknisaðgerðsn, sem í henni felst, er þannig,
að glímt er við sjúkdómseinkennin en ekki grafist fyrir um
orsök þeirra. Síðastliðinn sunnudag var þess getið hér á
þessum stað, að líklega hefði Ólafur Jóhannesson núverandi
utanríkisráðherra verið helsti boðberi þessarar kuklkenning-
ar, bæði sem forsætisráðherra og viðskiptaráðherra. Þessi
ummæli hafa greinilega komið við kaunin á framsóknar-
mönnum, því að í forystugrein Tímans í gær segir meðal
annars: „Öll forustugrein Morgunbl. síðastl. sunnudag var
helguð kröfum um meiri verðhækkanir — um meiri
verðbólgu."
Stefnu Framsóknarflokksins í baráttunni við verðbólguna
verður best lýst með máltækinu: Að hengja bakara fyrir
smið. Hún einkennist af geðþóttaákvörðunum stjórnmála-
manna, sem vega beint að rekstrarafkomu atvinnufyrirtækja
og miða að því einu að leika á vitlaust vísitölukerfi.
Fórnardýr stefnunnar eru, þegar til lengdar lætur þeir, sem
atvinnu hafa hjá þeim fyrirtækjum ,sem saumað er að, og
þeir, sem rétt hafa til þjónustu hjá opinberum fyrirtækjum.
Skoðum eitt nýlegt dæmi. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar eru hátíðlegar yfirlýsingar um það, að þannig skuli
staðið að framkvæmdum í orkumálum, að dregið verði úr
innflutningi á olíu. Slíkur sparnaður verður einungis
framkvæmdur með því að nýta innlenda orkugjafa til hins
ýtrasta, bæði vatnsorku og jarðvarma. Til þess að leika á
vísitölukerfið tók ríkisstjórnin hinsvegar þá ákvörðun í vor
að skera svo niður tekjur Hitaveitu Reykjavíkur, að
fyrirsjáanlegt var, að framkvæmdir á hennar vegum myndu
stöðvast. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær er nú
svo komið, að liðlega 300 íbúðir í Reykjavik og liðlega 100
íbúðir í Hafnarfirði munu ekki fá hitaveitu fyrir veturinn og
óljóst er, hvort þær fái yfirleitt hitaveitu. Er þetta í fyrsta
sinn síðan 1967, að sú staða kemur upp, að ný hús fá ekki
hitaveitu um leið og þau eru byggð.
Greinilegt er, að ákvörðunin um hækkun gjaldskrár
Hitaveitu Reykjavíkur samrýmist alls ekki stefnu ríkis-
stjórnarinnar í orkumálum. Og dregur ákvörðunin úr
verðbólgu? Miðað við fjálglegar yfirlýsingar viðskiptaráð-
herra um það, hve neikvæð áhrif innflutningur olíu á
okurverði hefur á verðlagsmálin, verður að draga það mjög í
efa. En á máli þeirra stjórnarsinna, sem sigla undir
merkjum Framsóknarflokksins í verðbólgumálum, heitir
þetta niðurtalning verðlags. Og niðurtalningarstefnunni er
framfylgt af svo miklu offorsi, að vafi er talinn ríkja um það,
hvort ákvarðanir ríkisstjórnarinnar styðjist við lög. Er risin
deila milli verðlagsráðs og ríkisstjórnarinnar um afgreiðslu
stjórnarinnar á tillögum ráðsins, sem byggjast á lagafyrir-
mHum um verðlagsmál.
Þegar niðurtalningarstefna ríkisstjórnarinnar var kynnt
höfðu glöggir menn á orði, að aldrei fyrr hefði verið gerð
önnur eins aðför að atvinnurekstri í landinu, ef þessari
stefnu yrði hrundið í framkvæmd. Eftir fimm mánuði eru
afleiðingar stefnunnar að koma fram með fullum þunga. I
sjálfu sér efast Morgunblaðið ekki um, að landsmenn séu
tilbúnir til að „þrengja mittisólina eitthvað" eins og Tíminn
telur nauðsynlegt í gær. Hins vegar er það einkennileg
glámskyggni hjá framsóknarmönnum, ef þeir halda, að
menn fáist til þess, þegar fylgt er stefnu, sem miðar að því að
hengja bakara fyrir smið.
Stofnun íslensku utanríkisþjón-
ustunnar bar brátt að eftir að
Danmörk var hernumin vorið 1940.
Strax daginn eftir hernám Dan-
merkur, eða hinn 10. apríl, sam-
þykkti Alþingi ályktun þess efnis,
að íslendingar tækju að svo stöddu
meðferð utanríkismálanna í eigin
hendur, sbr. auglýsingu nr. 54, 10
apríl 1940. Á grundvelli þessarar
þingsályktunar voru síðan gefin út
bráðabirgðalög nr. 120, 8. júlí 1940
um utanríkisþjónustuna erlendis og
hefur því hin íslenska utanríkis-
þjónusta nú starfað í 40 ár formlega
séð, en á hitt ber þó jafnframt að
líta, að Stjórnarráð Islands hafði
allt frá árinu 1918 þegar sambands-
lögin gengu í gildi, unnið að íslensk-
um utanríkismálum.
Forsaga málsins er í stuttu máli
þessi. Með sambandslögunum, sem
gengu í gildi hinn 1. desember 1918,
var ákveðið, að Danir skyldu fara
með utanríkismál íslands í umboði
þess. Þetta þýddi það fyrst og
fremst, að Islendingar réðu nú í
fyrsta sinn sjálfir yfir utanríkis-
málum sínum og ákváðu hvaða
stefnu skyldi fylgt og í öðru lagi það,
að Danir, nánar tiltekið danska
utanríkisþjónustan, skyldi annast
meðferð utanríkismálanna fyrir
þeirra hönd og samkvæmt fyrir-
mælum þeirra.
Þetta atriði í sambandslögunum,
að Danir skyldu á þennan hátt gæta
hagsmuna íslands á erlendum
vettvangi, var mörgum góðum ís-
lendingum þyrnir í auga, því þeim
fannst, að þetta hlyti að þýða, að
ísland væri ekki að öllu leyti
fullvalda ríki og sjálfrátt gerða
sinna á sviði utanríkismála á meðan
Danir gættu hagsmuna þeirra er-
lendis. Þessi skoðun var byggð á
misskilningi, því íslendingar réðu
samkvæmt sambandslögunum að
öllu leyti sjálfir yfir utanríkismál-
um sínum og það var hlutverk
danska utanríkisráðherrans og
embættismanna hans að leita fyrir-
mæla hjá íslensku ríkisstjórninni
um hver væri stefna hennar í hinum
ýmsu málum, sem taka þurfti
ákvarðanir um á hverjum tíma og
framkvæma síðan þau fyrirmæli
sem þeir fengu héðan að heiman.
Það kom í hlut forsætisráðherra,
eins og eðlilegt var, að annast þau
tengsl við hin dönsku stjórnvöld,
sem nauðsynleg voru í þessu sam-
bandi. Fyrst í stað annaðist dóms-
og kirkjumálaráðuneytið þau
skrifstofustörf, sem hér var um að
ræða, enda fór forsætisráðherra á
þeim árum jafnframt með dóms- og
kirkjumálin. Á þessu varð nokkur
breyting árið 1926, er sérstakur
starfsmaður var ráðinn til forsætis-
ráðherra til þess að annast þessi
embættisstörf. í sambandi við Al-
þingishátíðina 1930 var þessi starfs-
maður einnig látinn annast ýmis
bréfaviðskipti við útlönd vegna há-
tíðahaldanna og þannig varð smátt
og smátt til vísir að lítilli skrifstofu,
sem fékk heitið utanríkismáladeild.
I fyrstu störfuðu þar aðeins einn
fulltrúi og skrifstofustúlka, en þeg-
ar heimskreppan og viðskiptaöng-
þveitið sem henni fylgdi fór að gera
vart við sig um 1931 fóru störf
skrifstofunnar að aukast jafnt og
þétt, enda þurftu íslendingar þá
sjálfir að senda árlega samninga-
nefndir til helstu nágrannaland-
anna til þess að semja við þau um
viðskiptamál.
Síðari heims-
styrjöld
Þannig stóðu þessi mál þegar
heimsstyrjöldin síðari skall á haust-
ið 1939, en þegar Danmörk svo var
hernumin af Þjóðverjum í apríl-
mánuði 1940 var vitanlega útilokað,
að þeir gætu gætt utanríkismála
íslands og að ríkisstjórn og Alþingi,
sem þá sat á rökstólum, yrðu því að
taka til sinna ráða og skipa meðferð
utanríkismálanna á þann hátt, sem
best fullnægði hagsmunum íslensku
þjóðarinnar á þessum alvarlegu
tímum, og það var líka tafarlaust
gert, eins og tekið er fram í upphafi
þessarar greinar.
Bráðabirgðalögin nr. 120, 8. júlí
1940 voru lögð fyrir Alþingi árið
eftir og þá voru samþykkt í þeirra
stað lög um utanríkisráðuneyti ís-
lands og fulltrúa þess erlendis nr.
31, 27. júní 1941.
A bráðabirgðalögunum voru gerð-
ar nokkrar orðalagsbreytingar til
þess að gera ákvæðin skýrari, en
auk þess var bætt við þau nýrri
grein, sem var mjög þýðingarmikil,
því með henni var utanríkisráðu-
neytið stofnað að lögum. Grein þessi
varð 1. gr. laganna og var hún
svohljóðandi: „Með utanríkismál Is-
lands fer sérstakt ráðuneyti í
Reykjavík, er nefnist utanríkisráðu-
neyti. Skrifstofustjóri utanríkisráð-
uneytisins sér um daglegan rekstur
þess, ásamt öðrum embættis-
mönnum, sem til þess eru skipaðir.
Nánari fyrirmæli um starfsmenn og
verkaskiptingu utanríkisráðuneytis-
ins skulu sett í reglugerð."
Utanríkisþjónustan starfaði síðan
samkvæmt þessum lögum óbreytt-
um þar til lög nr. 39, 16. apríl 1971
tóku gildi í stað eldri laganna.
Þegar áðurnefnd bráðabirgðalög
gengu í gildi voru þegar starfandi
nokkrar sendiráðsskrifstofur er-
lendis. Þar var fyrst og fremst um
að ræða sendiráðið í Kaupmanna-
höfn, sem stofnað var árið 1920 og
hefur starfað óslitið síðan að tveim-
ur árum undanteknum á tímabilinu
1924—1926, er það var lagt niður að
nafninu til af sparnaðarástæðum.
Sendiráðsskrifstofan fékk að starfa
áfram sem embættisskrifstofa öll
stríðsárin og varð að þeirri skrif-
stofu ómetanlegt gagn fyrir Islend-
inga, sem innlyksa urðu í Danmörku
og hún varð raunar líka þýðingar-
mikill tengiliður fyrir íslendinga
annars staðar á Norðurlöndum.
Agnar Kl.
Jónsson:
Uta
þjónus\
Eftir að Alþingi hafði samþykkt
áðurnefnda þingsályktunartillögu
um meðferð utanríkismálanna voru
stofnuð tvö ný sendiráð, annað í
London, hitt í Stokkhólmi. Bæði
þessi sendiráð komu í mjög góðar
þarfir og höfðu mikið að starfa
strax frá upphafi. Sendiráðið í
London gegndi mikilsverðu hlut-
verki í sambandi við viðskiptin milli
Islands og Bretlands. Útflutningur-
inn á íslenskum sjávarafurðum til
Bretlands var mjög þýðingarmikill
fyrir Island, og þótt hann væri það
ekki síður fyrir Breta, var oft um
ótrúlega mikla erfiðleika á þessum
viðskiptum að ræða sem leysa
þurfti. Þarf ekki annað en minna á
fiskflutningana til Bretlands og
öryggismál sjómannanna íslensku í
því sambandi. Það skipti líka miklu
máli fyrir ísland að tryggja inn-
flutning á nauðsynjavörum til
landsins og var þar fyrst og fremst
um eldsneyti og matvæli að ræða. Á
þessum sviðum vann sendiráðið í
London mikið og gott starf.
I Stokkhólmi var starf sendiráðs-
ins með nokkuð öðrum hætti. Þar
varð fyrst og fremst um alls konar
aðstoð við einstaklinga að ræða,
Islendinga sem höfðu strandað er-
lendis vegna stríðsins og þurftu á
persónulegri aðstoð að halda. Sendi-
ráðið gat einnig haft samband við
Islendinga í Noregi og Finnlandi og
því tókst líka að hafa nokkuð
reglulegt samband við skrifstofuna í
Kaupmannahöfn þannig að það varð
miðstöð fyrir Islendinga á Norður-
löndum yfirleitt og tengiliður milli
þeirra og ættingja hér heima fyrir
milligöngu utanríkisráðuneytisins
Á þennan hátt var mögulegt að
veita íslendingum á Norðurlöndum
fjárhagslega aðstoð og koma áríð-
andi skilaboðum milli einstaklinga
heima og erlendis.
Vestan hafs
Þegar stríðið byrjaði haustið 1939
var skipaður viðskiptafulltrúi í New
York, e.t.v. að einhverju leyti í
framhaldi af þátttöku íslands í
hinni miklu heimssýningu þar, en
þar kynntu íslendingar á mjög
myndarlegan hátt útflutningsafurð-
ir sínar og menningu. Vorið 1940 var
viðskiptafulltrúastarfinu breytt í
aðalræðismannsstarf, því ríkis-
stjórnin vænti þess, að viðskipti
íslands mundu fljótlega beinast
vestur um haf, eins og skeð hafði í
fyrri heimsstyrjöldinni. Það fór líka
svo, að fljótt eftir að stríðið hafði
brotist út, fóru íslenskir kaupsýslu-
menn til Bandaríkjanna til inn-
kaupa á nauðsynjum. Eimskipafélag
4C
lslands tók líka upp siglingar vestur
um haf. Þannig hófust strax í
stríðsbyrjun mikil viðskipti við
Bandaríkin og Kanada, aðallega þó
hið fyrrnefnda.
Ári síðar eða sumarið 1941 var
svo gerður hinn svonefndi hervernd-
arsamningur milli íslands og
Bandaríkjanna. Þá jukust öll sam-
skipti milli landanna gífurlega.
Einn liður í þessari samningagerð
mælti svo fyrir um, að löndin skyldu
opna sendiráð hvort hjá öðru, en
Bandaríkin höfðu þá nokkru áður
stofnað ræðismannsskrifstofu í
Reykjavík.
Sendiráðið íslenska í Washington
D.C. var opnað í október 1941 og
fékk þegar feikna mikið að starfa.
Viðskipti Islands beindust á stríðs-
árunum svo til eingöngu að Bret-
landi og Bandaríkjunum. Þau voru
ákaflega fjölbreytt og margvísleg,
en urðu fljótt ótrúlega erfið i allri
Utanrikisráðuneytið var til skammt