Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980
23
framkvæmd, því bókstaflega allt
var selt undir eftirliti af öryggis-
ástæðum og af því leiddi að sækja
þurfti um leyfi fyrir öllum útflutn-
ingi til nefnda. Afleiðingin af slíku
voru sífelld fundarhöld, umsóknir
um leyfi á alls konar eyðublöðum í
mörgum eintökum og svo sífellt
þjark, sem upp tók mikið af vinnu-
tímanum hvern einasta dag. Störfin
í þessum nýstofnuðu sendiráðum
voru því oft ákaflega þreytandi en
oftlega líka ánægjuleg þegar vel
gekk og það tókst að knýja fram
góðan árangur fyrir íslenska hags-
muni og slíkt tókst líka oftast sem
betur fer.
Það leiðir af því sem hér hefur
verið talið að framan, að störfin
jukust jafnframt í hinu litla utan-
ríkisráðuneyti hér heima. Starfs-
fólkinu fjölgaði eftir því sem störfin
jukust og urðu fjölbreyttari. Sam-
skiptin við hin erlendu setulið,
Breta og Bandaríkjamanna, tóku
mikið af starfstíma starfsfólksins,
því þegar frá upphafi var ákveðið að
þau skyldu af íslands hálfu fara
fram á vegum utanríkisráðuneytis-
ins. Það var án efa skynsamlegt að
hafa þá skipan á afgreiðslu þessara
höfðu setulið. Af hálfu íslensku
ríkisstjórnarinnar var talið rétt að
taka þessum tilmælum vel og komst
þannig diplómatískt samband á
milli landanna árið 1944.
Þess má geta, að flest þeirra
ríkja, sem nefnd hafa verið hér að
framan, höfðu ræðisskrifstofur hér
á landi, og hafði svo verið áratugum
saman af hálfu sumra þeirra. Um
leið og stofnað var stjórnmálasam-
band við þessi ríki breyttu þau
ræðisskrifstofum sínum í sendiráð.
Þau ríki, sem ekki höfðu haft hér
ræðisskrifstofur, stofnuðu að sjálf-
sögðu sendiráð.
Sendiráð í París
Fljótt eftir lok heimsstyrjaldar-
innar hófst öflug uppbygging Evr-
ópuríkjanna og varð París bráðlega
aðalaðsetur ýmissa alþjóðastofnana
fyrir Vestur-Evrópu. Það kom fljótt
í ljós, vegna efnahagsmála og margs
fleira (t.d. marshallaðstoðin og
Efnahagsstofnun Evrópu (OEEC
síðar OECD), að það mundi hafa
þýðingu fyrir Island að hafa þar
sendiráð auk þess sem verið var að
nríkis-
tan
I
r ara
mála, enda hefur svo verið alla tfð
síðan og annast nú varnarmáladeild
utanríkisráðuneytisins þessi sam-
skipti.
Það hafa nýlega verið uppi raddir
um það að breyta þessu fyrirkomu-
lagi og flytja hin ýmsu mál undir
þau ráðuneyti, þar sem þau „norm-
alt“ ættu að hljóta afgreiðslu, en
það er vafasamt að það verði til
bóta. Núverandi utanríkisráðherra
hefur líka látið í ljós þá skoðun að
þetta þurfti nánari athugunar við.
Á stríðsárunum bárust tilmæli
frá Sovétríkjunum um að tekið yrði
upp diplómatískt samband milli
þeirra og íslands. Engin verslunar-
viðskipti voru þá á milli ríkjanna,
né gátu orðið á meðan stríðið stóð
yfir, svo að hér var um pólitískar
ástæður að ræða um upptöku nánari
samskipta, enda voru Sovétríkin þá
komin í hernaðarbandalag við
Bretland og Bandaríkin, sem hér
byggja upp markað fyrir íslenskar
afurðir í Frakklandi. Þar var því
stofnað sendiráð og fastanefnd árið
1946. Þá voru stofnuð sendiráð í
Noregi og Vestur-Þýskalandi og
réðu þar um bæði vináttutengsl og
skyldleiki svo og viðskiptasjónar-
mið.
Á árunum eftir lok stríðsins jókst
alþjóðleg samvinna einnig mjög
mikið, eins og þegar hefur verið
vikið að. Auk þeirra alþjóðastofn-
ana, sem þegar hafa verið nefndar
gerðist ísland aðili að Sameinuðu
þjóðunum og undirstofnunum
þeirra, 16 að tölu, að Atlantshafs-
bandalaginu og að Evrópuráðinu.
Síðar kom svo þátttaka í Fríversl-
unarsamtökum Evrópu og samvinnu
við Efnahagsbandalag Evrópu og
um það bil 20 alþjóðastofnanir
aðrar, sem hér verða ekki taldar
upp. Auk sendiráðanna hafa því
verið stofnaðar fastanefndir svo
sem hjá Sameinuðu þjóðunum í New
York, hjá Atlantshafsbandalaginu í
Bruxelles og í Genéve, þar sem
margar alþjóðastofnanir hafa aðal-
aðsetur.
Nú á síðari árum hefur verið
stefnt að því að stofna stjórnmála-
samband við mörg fleiri ríki, ekki
síst í Asíulöndum bæði vegna óska
um nánari samskipti á grundvelli
vináttu og samheldni þjóða á milli
en vitanlega einnig með aukin
viðskipti og nýja markaði fyrir
augum. Of snemmt er að segja
nokkuð um árangur af þessari
viðleitni. Þess má einnig geta, að
stofnaðar hafa verið töluvert á
annað hundrað ólaunaðar ræðis-
skrifstofur víðs vegar um heim og
koma þær oft að góðu gagni.
Miðstöð utanríkisþjónustunnar er
utanríkisráðuneytið, sem hefur yfir-
umsjón með allri utanríkisstarfsem-
inni. Málefni þau, sem undir utan-
ríkisráðuneytið falla eru öll utan-
ríkismál í víðustu merkingu þess
hugtaks og má þar til dæmis nefna
utanríkispólitík landsins, verslun-
arviðskipti við önnur lönd, fyrirsvar
íslands hjá öðrum ríkjum og hjá
alþjóðastofnunum, gæslu hagsmuna
íslenskra ríkisborgara og upplýs-
ingastarfsemi. Til þess að vinna sem
best og hagkvæmast að utanríkis-
málum íslands hefur utanríkisráðu-
neytinu verið skipt í deildir, sem
hver hefur sín ákveðnu verkefni.
Þessar deildir eru nú fimm að tölu.
ísland tók sjálft við meðferð
utanríkismála sinna að öllu leyti á
hinum erfiðustu tímum fyrir fjöru-
tíu árum, þegar hin lamandi áhrif
heimsstyrjaldarinnar voru að byrja
á að segja til sín. Sannast að segja
var þjóðin heldur illa undir það búin
að takast á við hin miklu og erfiðu
verkefni, sem ákvörðuninni fylgdu.
En sjálfs er höndin hollust, segir
gamalt máltæki, og það fer ekki á
milli mála, að meðferð hinna ís-
lensku utanríkismála var best kom-
ið í höndum landsmanna sjálfra.
Það var sannkölluð eldskírn er hin
nýstofnaða utanríkisþjónusta hlaut
í upphafi, en þegar litið er til baka
til þessara ára verður varla annað
sagt en að allt starfið hafi gengið
blessunarlega vel. Öll vandamál
þarf að leysa og öll voru þau leyst
þótt misjafnlega tækist og þótt
árangurinn yrði ekki alltaf sá sem
helst hefði verið vonast eftir.
Árin eftir að heimsstyrjöldinni
lauk voru sannarlega erfið enda
þurfti utanríkisþjónustan ekki síður
þá að fást við hin þýðingarmestu
mál fyrir land og þjóð. Það á ekki
við að fara að telja þau upp í þessari
grein, en það nægir að minna á
handritamálið, þar sem utanríkis-
þjónustan kom töluvert við sögu, og
þó sérstaklega landhelgismálið, þar
sem allar framkvæmdir á þeirri
stefnu, sem Alþingi og ríkisstjórn
hafa markað, hafa verið í höndum
utanríkisþjónustunnar. Aðgerðir í
því máli hófust að marki strax eftir
lok stríðsins og þeim er ekki lokið
enn eins og kunnugt er.
Enda þótt mér hafi verið málið
skylt held ég, að mér sé óhætt að
fullyrða eftir áratuga starf í utan-
ríkisþjónustunni, bæði heima og
erlendis, að hún hafi unnið mikið og
gott starf fyrir ísland og íslenska
hagsmuni. Það hefur sjálfsagt líka
verið lán utanríkisþjónustunnar, að
hún hefur jafnan haft mörgum
góðum og gegnum starfsmönnum á
að skipa.
Hér hefur í stuttu máli verið
drepið lauslega á uppbyggingu ís-
lensku utanríkisþjónustunnar og
það hlutverk, sem henni er ætlað að
gegna í kerfi hins íslenska ríkis-
valds, enda engin tök á að rekja
slíkt nánar í blaðagrein. Ef litið er á
þróunina, eins og hún hefur orðið
þessi fjörutíu ár, verður varla annað
sagt en að hún hafi orðið þannig, að
sæmilega vel sé séð fyrir þörfum
landsins eins og þær eru nú. Því
hefur stundum verið haldið fram, að
staðsetning sendiráða hafi verið
nokkuð handahófskennd, en eins og
sjá má af því sem að framan er sagt
er það ekki rétt. Það má ekki
einblína á það, að flest sendiráðin
séu í nágrannalöndum okkar og því
á tiltölulega litlu svæði hnattarins.
Sendiráðin hafa verið stofnuð eftir
því sem þörf landsins hefur sagt til
um og þar sem aðalviðskiptin hafa
verið við nágrannalöndin er eðlilegt
að flest sendiráðin séu einmitt þar.
Það má alltaf stofna fleiri sendiráð
ef þörf krefur og ef fé fæst til slíks á
fjárlögum, en kostnaður af utanrík-
isþjónustu íslands er nú hlutfalls-
lega mjög svipaður kostnaði hinna
Norðurlandanna af rekstri utanrík-
isþjónustu þeirra. Eins og nú er
háttað þörfum íslands virðist ekki
ástæða til neinnar serstakrar út-
færslu eða stórstækkunar á utanrík-
isþjónustunni að óbreyttu ástandi.
Þó kann að vera, að æskilegt sé að
styrkja sum sendiráðin, þar sem
álag er mest, en að sjálfsögðu
verður alltaf að fara eftir því sem
hagsmunir þjóðarinnar krefjast,
hvort sem það er stjórnmálástandið
í heiminum, viðskiptahagsmunir
eða önnur sjónarmið sem til greina
koma. Aðalatriðið er það, að þjóðin
sníði sér jafnan stakk eftir vexti á
sviði utanríkismálanna eins og á
öðrum sviðum þjóðlífsins.
i tima til húsa i Stjórnarráðinu við Lækjartorg
Ný bók:
Frelsisbaráttan í
Ráðstjórnarríkjunum
íslenzka andóísnefndin var stofnuð í janúar sl., er
leiðtogi andófsmanna í Ráðstjórnarríkjunum, vísinda-
maðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakharof,
var handtekinn og sendur í útlegð til hinnar lokuðu
borgar Gorkí. Tilgangur nefndarinnar er að styðja
andófsmenn í hinum austrænu alræðisríkjum í baráttu
þeirra fyrir frelsi og lýðræði, safna upplýsingum um þá
og miðla þeim.
Andófsnefndin hefur nú í
samvinnu við Almenna bókafé-
lagið gefið út bók um baráttu
andófsmannanna, sem nefnist
„Frelsisbaráttan í Ráðstjórn-
arríkjunum“. I henni eru grein-
arnar Hvers vegna varð ég
andófsmaður? eftir Andrei
Sakharof, Viðvörun til
Vesturlandamanna eftir Alex-
ander Solsénitsyn, Mannrétt-
indahreyfingin í Ráðstjórnar-
ríkjunum eftir Vladimír Búk-
ofskí, andófsmannatal með aevi-
ágripum flestra kunnustu and-
ófsmannanna og eftirmáli eftir
Hannes H. Gissurarson, sagn-
fræðing, þar sem hann ræðir um
forsendur frelsisbaráttunnar í
verkalýðsfélögum, en leiðtogi
þeirra, Hlébanof, hefur lengi
verið vistaður á vitfirringahæli.
Þetta mál hlýtur verkalýðs-
hreyfingin íslenzka að láta sig
varða. Það er skylda íslenzkra
verkamanna að styðja starfs-
bræður sína í Ráðstjórnarríkj-
unum, sem réttlausir eru.
Andófsnefndin skorar einnig
á íslenzka listamenn og vísinda-
menn að sýna valdsmönnum í
Ráðstjórnarríkjunum, að þeir
styðji andófsmennina í frelsis-
baráttu þeirra."
Andófsnefndin hyggst efna í
haust til andófsvöku með ungu
fólki, halda einnig áfram að
safna og miðla upplýsingum um
Frá blaðamannafundi íslensku andófsnefndarinnar, f.v. Hannes H. Gissur-
arson, umsjónarmaður bókarinnar; Inga Jóna Þóröardóttir, formaður
nefndarinnar og Friörik Friðriksson, nefndarmaður.
austri, samskipti Vesturlanda-
búa og Kremlverja og þá von,
sem enn er til, um að þegnar
Kremlverja hljóti að lokum þau
mannréttindi, sem eru talin
sjálfsögð á Vesturlöndum. Inga
Jóna Þórðardóttir, viðskipta-
fræðingur, skrifar formála bók-
arinnar, en hún er formaður
andófsnefndarinnar.
Að sögn Ingu Jónu á blaða-
mannafundi í gær, skrifaði ís-
lenzka andófsnefndin ólympíu-
nefndinni bréf, þegar eftir
stofnun sína, og hvatti til þess,
að íslendingar færu að dæmi
flestra annarra lýðræðisþjóða
og sendu ekki íþróttamenn á
Ólympíuleikana 1980 í Moskvu
að nýlokinni innrás Rauða hers-
ins í Afganistan, til þess að
kommúnistar gætu ekki gert þá
að áróðursleikjum, eins og þjóð-
ernissósíalistar gerðu í Berlín
1936. Islenzka ólympíunefndin
hafði þessa hvatningu að engu,
og harmar andófsnefndin það,
að sögn Ingu Jónu — ekki sízt
þegar vitað er, að flestir eða
allir kunnustu andófsmennirnir,
sem eftir voru í Ráðstjórnar-
ríkjunum, hafa nú verið hand-
teknir fyrir leikana.
Inga Jóna sagði: „Andófs-
nefndin skorar á íslenzka
ólympíufara að taka undir fyrir-
huguð mótmæli franskra
íþróttamanna á leikunum í
Moskvu.
Andófsnefndin skorar á hinar
voldugu fjöldahreyfingar okkar,
íþróttahreyfinguna og verka-
lýðshreyfinguna, að styðja and-
ófsmenn í Ráðstjórnarríkjunum
í framtíðinni. Hún bendir á það,
að í bókinni Frelsisbaráttunni í
Ráðstjórnarríkjunum er sagt
frá baráttu verkamanna í Ráð-
stjórnarríkjunum fyrir frjálsum
Frelsisbaráttan í Ráðstjórnarríkjun-
um inniheldur þrjár ræður eftir
kunna andótsmenn, andófsmanna-
tal og eftirmála ritaöan af Hannesi
H. Gissurarsyni. Formála skrifar
Inga Jóna Þórðardóttir.
andófsmenn og reyna að fá
einhverja þeirra til landsins.
Þeir, sem hafa áhuga á að styðja
nefndina í orði og verki, geta
skrifað í pósthólf 1334, 121
Reykjavík. í andófsnefndinni
eru auk Ingu Jónu Þórðardóttur,
formanns, Friðrik Friðriksson,
viðskiptafræðinemi, Guðmund-
ur Heiðar Frímannsson,
menntaskólakennari, Gunnar
Þorsteinsson, menntaskólanemi
og Óskar Einarsson, læknanemi.
I viðtalinu við Morgunblaðið
sagði Inga Jóna Þórðardóttir, að
nefndin vildi með þessu fram-
taki sínu verða við ósk andófs-
mannanna um að vekja athygli
á þeirra málstað á íslandi. Inga
Jóna sagði það skoðun sína, að
allir Islendingar ættu að geta
sameinast um að styðja við
bakið á andófsmönnunum, það
væri mál, sem ekki kæmi dæg-
urþrasi stjórnmálanna við.