Morgunblaðið - 05.07.1980, Side 24

Morgunblaðið - 05.07.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 Pyrsta. annaó og þriAja! Uppboðshaldarinn var i miklum ham. Á myndinni gefur m.a. að líta ungfrú Útrás. fulltrúa Tizkuhallarinnar Tútti og ungírú verkakonu. Viðstaddir skemmtu sér konunglega. „Á nokkuð að selja þig mamma?" „Á NOKKUÐ að selja þig, mamma?“ spurði lítið barn, með angistarhreim í röddinni, móður sína á Bernhöftstorfunni í gær. Það var ekki nema von að unginn spyrði, því þarna á Torfunni var í gangi heljarmikið uppboð á „kon- um“ af öllum stærðum og gerð- um. Hitt gæti svo kannski orðið einhverjum umhugsunarefni hvað barninu fannst það nær- tækt, að móðir þess yrði sett á uppboð, eins og hver annar varn- ingur. En þarna gafst bæjar- búum sem sagt einstakt tækifæri til að bjóða í og festa sér konur á vildarkjörum, án þeirra snún- inga sem slíkt getur haft í för með sér. Ungum manni (sem ekki vildi láta nafns síns getið) varð að orði, að svona ætti þetta að véra á hverjum föstudegi, yrði mikil hag- raeðing að því að geta sparað sér ballferðirnar og jafnvel verið kominn með gripinn heim um kvöldmatarleytið, beint í elda- mennskuna. Var því að vonum mikill handagangur í öskjunni þegar byrjað var að bjóða í „vöruna", sem ekið hafði verið á uppboðsstað á heyvagni. Fyrst var boðin upp hin „sígilda húsmóðir", en það er, eins og öllum er kunnugt, „módel sem alltaf stendur fyrir sínu“. Kvaðst uppboðshaldari, sem kynnti vöru sína af engu minni sannfær- ingarkrafti en margir starfsbræð- ur hans, eiga eina svona heima og hefði hún reynst vel, auk þess sem þessi gerð hentaði sérlega vel til sveita. Varð það líka úr, að bóndi að austan hreppti hnossið, eftir nokkuð þjark við reykvískt ung- skáld. Sá böggull fylgdi reyndar skammrifi, að húsmóðirin átti tvö börn, en þeim fylgdu meðlög, þannig að bóndinn ætti að geta unað ánægður við sitt fyrir 15. Konur boðnar upp á Toríunni þús. krónur! Fulltrúar skemmti- staðarins „Alblíðukjallarinn og „Tízkuhallarinnar Túttí“ fóru á heldur hærri prís, enda mátti fá þá síðasttöldu endurnýjaða „ef málningin flagnaði af“, eða hún yrði „gripin ómáluð á almanna- færi“. Æstist nú leikurinn til muna og buðu utanbæjarmenn kýrverð í ungfrú „Útrás", enda gripurinn föngulegur, en því var hafnað af uppboðshaldara, á þeim forsend- um að hér væri ekki um nein vöruskipti að ræða, eða hvað? Einna tregast gengu boðin í „iðn- verkakonuna, afgreiðsludömuna og frystihúsfrúna", en það varð úr, að sami aðili keypti þær í kippu og fylgdu þau hlunnindi kippunni, að henni mætti skila til viðkomandi verkakvennafélaga þegar hún væri úr sér gengin. Fulltrúi ónefndrar bílasölu hafði tvímæla- laust vinninginn hvað eftirsókn uppboðsgesta varðaði. Var það að vonum því henni fylgdu varahlut- ir, s.s. höggdeyfar sem endurnýja má að vild. Gengu boðin ótt og títt og jókst spenna viðstaddra eftir því sem ofar dró. Var þessi kostagripur að lokum sleginn á eina milljón og fjórtán krónur. Það var Rauðsokkahreyfingin sem að þessu „uppboði" stóð og vildu aðstandendur hennar að sögn, vekja athygli á því hugarfari sem ríkir meðal þeirra sem gera sér útlit kvenna að féþúfu. Endir uppákomu þessarar varð á þá lund að er uppboðshaldari hugðist bjóða upp síðasta „gripinn á skrá“, fulltrúa R.S.H., reyndist þar vera „vargur í véum“ eða fulltrúi Rauðsokkahreyfingarinn- ar. Leystist þá samkoman upp í hugsjónalegum ágreiningi, en von- andi hefur bóndinn sloppið austur með húsmóðurina hagnýtu. H.H.S. 1 ^ 'JvffÍ AWy f* —" \ mfc. bk - í. * ■ - mJmJtA Eins og sjá mú, var uppboðið vel auglýst. „Varningnum“ ekið á uppboðsstað. Ríkisstjórnin: Greinargerð varaverð- lagsstjóra lögð fram en ákvörðunum frestað Á FUNDI ríkisstjórnarinnar á fimmtudag var lögð fram greinar- gerð frá varaverðlagsstjóra um hækkanir. sem Verðlagsráð hafði samþykkt á fundi sínum, en rlkis- stjórnin hafnað. Sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. að nokkuð hefði verið rætt um grein- argerðina. en málinu síðan frestað. Yrði það aftur á dagskrá ríkis- stjórnarinnar á þriðjudag þegar Tómas Árnason viðskiptaráðherra situr fundinn, en hann var ekki á siðasta fundi. Kvaðst forsætisráðherra ekki geta sagt um hvort ríkisstjórnin myndi breyta fyrri ákvörðunum sínum varðandi hækkanirnar, málið yrði rætt á næsta fundi ríkisstjórn- arinnar. Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, kvaðst undrandi á því að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa breytt fyrri ákvörðun sinni, eftir að hafa kynnt sér greinargerðina. Hann kvaðst hafa reiknað með að hún gerði það, því fyrirtækin gætu neyðst til að loka, fengju þau ekki umbeðnar hækkanir, sem Verðlags- ráð hafði samþykkt. Ný barna- fataverzl- un opnar ENDUR og hendur heitir ný barnafataverzlun, sem er til húsa í Miðbæjarmarkaðnum. Hér er um að ræða verzlun með alhliða fatnað fyrir börn á öllum aldri. Fötin koma helzt frá Banda- ríkjunum, Danmörku, Frakklandi og Ítalíu. Sérstakt leikhorn er fyrir börnin þar sem þau geta leikið sér á meðan móðirin verzl- ar. Verzlunin leggur áherzlu á að hafa fjölbreytt vöruval og kynna ýmislegt úr tízkuheimi barnanna. Eigandi verzlunarinnar er Guðrún V. Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.