Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980
29
Um tíu þúsund manns munu nú þcjíar hafa skoðað sýninguna.
KJARVALSSTAÐIR
Yfirlitssýning á verkum Kristínar
Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur
NÚ HAFA um tíu þúsund
manns skoðað yfirlitssýn-
ingar á verkum Kristínar
Jónsdóttur og Gerðar
Helgadóttur að Kjarvals-
stöðum. Sýningin var sett
upp í tilefni Listahátíðar,
en er jafnframt sumar-
sýning Kjarvalsstaða og
verður opin fram til 27.
júlí n.k. Sýningin er opin
alla daga frá kl. 14—22.
í tilefni sýningarinnar
gáfu Kjarvalsstaðir út
litprentuð póstkort með
verkum eftir báðar lista-
konurnar, sem seld eru á
svningunni.
HÓTEL BORG
. Flugkabarett
í kvöld klukkan 22.00 verður
leikritið Flugkabarett sýnt á Hótel
Borg. Gestum verður gefinn kostur
á snarli og léttvíni bæði fyrir og
eftir sýningu, og á eftir er dans-
leikur. Bæði er unnt að kaupa miða
einungis á leiksýninguna, og svo
með dansleik. A morgun verður
svo eftirmiðdagssýning fyrir fjöl-
skylduna og byrjar hún kl. 16.00,
og er miðasala á Hótel Borg.
Happdrætti Hjartaverndar:
25 vinningar að
verðmæti 16,5
milljónir króna
í ELLEFU ár hefur Hjartavernd
rekið happdrætti til styrktar
starfsemi sinni. Þessa dagana er
að hefjast tólfta happdrættisárið.
en dregið verður 12. september
n.k. Að þessu sinni eru vinningar
margir sem áður, alls 25 vinn-
ingar að verðmæti 16,5 miiijónir
króna.
Stærsti vinningurinn er Ford
Fairmont Ghia bifreið, fjögurra
dyra, sjálfskipt, ljós að lit með
vinyltoppi. Þá er Laneer 1600 Gl.
bíll annar vinningurinn, en hann er
einn vinsælasti bíllinn á markaðn-
um núna og mikið seldur hér á
landi. Auk þessara stóru vinninga
eru 23 eitt hundrað þúsund króna
vinningar, vöruúttekt eftir eigin
vali.
A undanförnum árum hefur
happdrættið rennt drjúgum stoð-
um undir rekstur Rannsóknar-
stöðvar Hjartaverndar, en hún er
leitar- og rannsóknarstöð sem
leggur aðaláherslu á að finna
hjarta- og æðasjúkdóma, áður en
þeir eru komnir á hættulegt stig.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru
mannskæðustu sjúkdómar með
þjóðinni nú á dögum og er því mikil
nauðsyn að finna rætur þeirra og
byrjunareinkenni. í Rannsóknar-
stöð Hjartaverndar hafa verið
framkvæmdar um 55.000 einstakl-
ingsskoðanir þau rúm 12 ár sem
stöðin hefur starfað. Af fjárhags-
ástæðum hefur mjög dregið úr
starfsemi stöðvarinnar síðustu ár-
in. Verðbólgan og rýrnun peninga
hefur lamað fjárhag hennar. Öllum
ber saman um að fyrirbyggjandi og
verðandi aðgerðir séu nauðsyn-
legar ef vinna á bug á hjarta- og
æðasjúkdómum. Það er stefna
Hjartaverndar.
Forráðamenn Hjartaverndar
heita á allan almenning að leggja
starfsemi samtakanna lið með því
að kaupa miða í happdrættinu og
stuðla að sölu þeirra. Um leið eiga
þeir von á góðum vinningi ef
heppnin er með. Gott málefni á
góðan stuðning skiiið.
Fréttatilkynning.
Ólafur Kristjánsson
skipstjóri — Sjötugur
TÓNLEIKAR
Orgeltón-
leikar í Dóm-
kirkjunni
Martin Hunger mun halda tón-
leika í Dómkirkjunni á morgun
klukkan sex. Hann mun halda
uppteknum hætti í allt sumar.
SELFOSS
Sýningu Hans Christians-
sen lýkur um helgina
í safnhúsi Árnessýslu á Selfossi stendur yfir
myndlistarsýning. Hans Christiansen sýnir þar 34
vatnslitamyndir og teikningar. Sýningunni lýkur á
morgun, en hún er opin frá 14—22 í dag og á
morgun.
Breið á Skipaskaga er í raun
einn af fáum stöðum á íslandi sem
er undir sjávarmáli, svo það má
segja um þann sem þessar kveðjur
á að fá, að hann hafi andað að sér
sjávarseltunni um leið og hann
drakk móðurmjólkina, enda oft að
bragða á seltunni í öll þau ár er
hann barðist við ránardætur.
Þau voru ekki háreist húsin á
Akranesi upp úr aldamótum er
fólk bjó í, en þá bjuggu oftast tvær
fjölskyldur í þeim og svo var
einnig um litla húsið á Breiðinni
sem þau hjón Ragnheiður Finns-
dóttir og Kristján Guðmundsson
bjuggu í með sín 10 börn. Var
Ólafur 7. í röðinni, en hann er
fæddur 5. júlí 1910. Það var glaður
systkinahópur sem ólst upp á
Breiðinni. Þessar glöðu æsku-
stundir entust alltof stuttan tíma,
því þessum stóra systkinahóp var
ætlað annað hlutverk, en fá að
njóta sinna foreldra og æskunnar,
er Ólafur var 9 ára gamall deyr
móðir hans og aðeins tveimur
árum síðar faðir hans.
Ólafur fór suður til Reykjavíkur
og tók bróðir hans Kristinn á móti
honum, en hann var þá kvæntur
og búinn að stofna heimili þar.
Fátt var um kveðjur er frá
Akranesi var farið og virtust
vinirnir vera horfnir, en Ólafur
átti sér draum sem síðar rættist.
Fljótlega varð að fara að vinna
fyrir sér, lá þá sveitin næst við, en
þar kunni sveinninn ekki við sig,
of mikið salt var í blóðinu og á
sjóinn skyldi haldið. 15 ára gamall
fór hann hjálparkokkur á togar-
ann Austra sem gerður var út frá
Viðey, þá þótti það staða í þessu
þjóðfélagi að vera hjálparkokkur á
togara og í svona stöðu reyndu
menn að halda og vinna sig upp og
það gerði Ólafur, af sjónum fór
hann ekki í rúm 30 ár nema um
tveggja vetra skeið er hann stund-
aði nám í Stýrimannaskólanum,
þar er horft var til þess að komast
í hólinn.
Fyrsta skipið er hann tók að sér
að stjórna var Freyja RE. svo
kallaður línuveiðari, var það árið
1946, frá þeim tíma var hann svo
til óslitið skipstjóri þar til hann
hættir sjómennsku um 1960. Lengi
var hann með nýsköpunartogara
en einmitt á þeim tíma, kom hann
GALLERÍ DJÚPIÐ
Fyrsta einkasýning Val-
disar Óskarsdóttur
í Gallerí Djúpinu stendur yfir ljósmyndasýning
Valdísar Óskarsdóttur. Á sýningunni eru 20 ljós-
myndir, og er þetta fyrsta einkasýning Valdísar.
Sýningin stendur til 16. júlí og er opin daglega frá
11—23. Myndirnar eru allar til sölu.
til síns heimabæjar Akraness.
Með fullmargar hendur á lofti sem
buðu hann velkominn, þetta var
stór stund fyrir Ólaf og langþráð-
ur draumur rættist.
Þá er Ólafur hætti á sjónum
hélt hann ótrauður áfram við
grundvallar atvinnuveginn.
Endurmenntaði hann sig í fisk-
vinnslu og kælitækni og tók að sér
að byggja upp fiskeftirlitið, svo að
hráefnið yrðí fullkomnara er að
landi bærist. Þetta frumherja
starf var bæði mjög vanþakklátt
og erfitt, en með lipurð, ktinnáttu
og stjórnsemi komst Ólafur svo
frá þessu starfi að enn þann dag í
dag býr eftirlitið að verkum hans.
Það má segja um hann sem og
marga aðra, að hann hefur ekki
haft hátt yfir verkum sínum, þau
hafa verið unnin í hljóði og
árangurinn verið þau laun, er
hann vildi helst þiggja, gleðin yfir
árangri í starfi.
14. nóv. 1931 kvæntist Olafur
konu sinni Ólafíu Hermannsdótt-
ur og eiga þau eina dóttur Láru, á
hún þrjú börn, afa sínum til
mikils yndis.
Kæri vinur ég veit að þú verður
ekki hrifinn af því, að ævi þín
skuli tíunduð svona í blaði, en það
er einfaldlega ekki hægt að ná til
þín, svo kær kveðja fylgir með
þessum linum ogósk um hamingju
til handa þér og þínum.
Afmælisbarnið er að heiman.
Kristmundur Sörlason.