Morgunblaðið - 05.07.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980
31
Eftir síðari heimsstyrjöld-
ina ríkti mikil óvinátta og
hatur milli þjóðverja og banda-
rikjamanna. Þýskættaðir
bandaríkjamenn urðu fyrir
allskyns ofsóknum og banda-
ríkjamenn voru ekki eins vel
séðir eins og bandarískir pen-
ingar í býskalandi. Jafnvel
þó friður hafi verið saminn
höfðu gömul sár í hugum fólks-
ins ekki fengið nægan tíma til
að gróa.
bá hugkvæmdist einum
ágætum presti sem hafði dval-
ið í báðum löndunum að besta
leiðin til að efia vináttuna
milli þjóðanna væri að senda
þýsk ungmenni til dvalar í
Bandaríkjunum og bandarísk
ungmenni til dvalar í býska-
landi. Á þann hátt va‘ri
hægt að sanna í eitt skipti
fyrir öil að andstæðingar í
striðum væru ekki eins há-
bölvaðir og stríðsæsinga-
menn vildu láta líta út fyrir.
bctta gafst vel og innan fárra
ára bættust við fleiri lönd sem
vildi taka þátt í þessum
ungmonnaskiptum. bá voru-
samtökin ICYE (International
Christian Youth Exchange)
formlega stofnuð.
ísland gekk í samtökin
fyrir um það bil 20 árum og
hafa fleiri þátttakendur frá
íslandi farið til skiptinema-
dvalar erlendis, hlutfalls-
lcga miðað við mannfjölda en
frá nokkurri annarri þjóð.
í dag starfa skiptinema-
samtökin á íslandi af fullum
krafti og næsta ár fara út 19
íslendingar en ti) íslands
koma 16 umgmenni frá ýms-
um löndum.
Ilöfuðstöðvar K.A.U.S.
(Kristilegra alþjóðlegra ung-
menna-skipta) eru i kjallara
Hallgrimskirkju þar sem
skrifstofa samtakanna er
opin frá 1 —1 og simanúmcrið
er 21617.
Stærsta vandamálið í sam-
handi við rekstur á skipti-
nemasamtökum er útvegun
fjölskyldna. Nú, þegar tæpur
mánuður er þangað til er-
lendir skiptincmar stiga á
íslenska grund vantar ennþá 8
fjölskyldur.
Má segja að rekstur sam-
taka sem stuðla að vináttu-
hondum milli þjóða hafi aldrei
verið brýnni en einmitt í dag
er Hestar þjóðir víghúast af
kappi. Vilt þú leggja þitt af
morkum til þess að jafnvægi á
vogarskál friðar haldist og
gefa ungmenni frá öðru
landi kost á að d*elja á
hcimili þinu um tima.
bað er grátbroslegt til
þess að hugsa að nú aðeins 35
árum eftir hildarleik seinni
heimsstyrjaldarinnar, skuli
einn þátttakandi í samtök-
unum sem dvalið hefur á
íslandi í eitt ár. eiga yfir höfði
sér fangelsisdóm fyrir þær
einar sakir að vilja ekki
gegna herþjónustu. bessi
ungi maður er ítalskur og
heitir Marco Marcolungi.
Ilann er ekki smár vexti og
sannkaþólskur cins og svo
margir landar hans. Nei. hann
er hávaxinn og aðhyllist
kenningar Gautama
Buddha. bar sem hann kvaðst
einnig vera kommúnisti var úr
vöndu að ráða fyrir skiptin-
emasamtökin. Ilvar var
hægt að finna fjölskyldu sem
gæti umborið jafn sundurleitar
skoðanir í einunt og sama
manni. bórbergur bórðar-
son er eini íslendingurinn
sem þekktur er fyrir að hafa
haft sömu skoðanir og Marco
á trúmálum og stjórnmálum
en þar sem bórbergur er
búinn að skipta um tilverusvið
varð að leita á önnur mið.
Gísli Þór Gunnarsson:
„Ég fór ekki í skóla
til aö læra, ég fór til
að kenna“
Að búa með vel gefnum manni í
heilt ár er eins og að lesa
spennandi bók sem ekki er hægt
að segja um hvernig endar. Til
þess að hægt sé að skilja fólk
verður oft að rýna í bakgrunn þess
og það er einmitt það sem ég hef
reynt að gera.
Marco Marcolungi fæddist fyrir
tuttugu árum í litlu sveitaþorpi
nálægt Verona. Hann var velkom-
inn í heiminn því móðir hans hafði
misst fóstur fjórum sinnum áður
en hann leit dagsins ljós. Jafnvel
þó drengurinn væri einkabarn þá
var allt gert til að gera hann
sjálfstæðan og færan um að
standa á éigin fótum.
Marco lýsti uppeldisaðferðum
móður sinnar á eftirfarandi hátt:
„Þegar ég var lítill var ég mikill
slagsmálahundur. Það þýddi ekk-
ert fyrir mig að fara grenjandi
heim og klaga hina krakkana, því
móðir mín varð aldrei vond fyrir
mína hönd. Hún vissi sem var að
sjaldan veldur einn er tveir deila.
Eg varð að berjast einn fyrir
tilverurétti mínum því annars
gerði það enginn.
Móðir mín kenndi mér líka að
hægt væri að komast hjá því að
láta annað fólk særa sig með því
að læra að skilja ástæður þess
fyrir breytni sinni. Hún var ekki
góður kennari því hún skildi ekki
allt sem hún kenndi. Faðir minn
særir hana t.d. oft jafnvel þó
henni ætti að vera orðið fullljóst
hvernig hann er.“ Faðir Marcos er
sterkur áhrifavaldur í lífi hans.
Hann er vínræktarbóndi en lætur
sér ekki nægja að rækta vínvið,
hann drekkur líka í óhófi.
Föðurafi Marcos var aðalsmað-
ur í húð og hár. Hann drottnaði
bæði yfir héraðinu og fjölskyldu
sinni. Torg litla sveitaþorpsins ber
líka nafn afans og heitir Marco-
lungos plaza og afinn átti líka
flestar nýbyggingar í miðbæ
þorpsins auk þess sem hann var
bæjarstjóri.
Marco fyrirlítur veikleika föður
síns en dáir hann á vissan hátt
fyrir það sem hann hefði getað
orðið ef hæfileikar hans hefðu
fengið að njóta sín.
„Faðir minn hafði mikil áhrif á
mig,“ sagði Marco einhverju sinni
„Hann hefur alltaf verið frjáls og
óháður öðrum og getað gert nokk-
urnveginn það sem honum sýnd-
ist. Þegar hann var ungur skrifaði
hann ljóð og skáldsögur sem ég
álít betri en það sem ég hef
skrifað fram að þessu. Eg man
sérstaklega eftir mjög ævintýra-
legri sögu fyrir börn. Hann ætlaði
að verða rithöfundur en faðir hans
tók hann úr skóla til að láta hann
vinna á ökrunum. Hann gat aldrei
fyrirgefið föður sínum fyrir að
hafa gert framtíðardrauma hans
að engu. Eina menntunin sem
hann hlaut eftir þetta var í
bréfaskóla þar sem hann lærði um
landbúnað.
Faðir minn hefur ekki.sterkan
persónuleika og þroski hans
staðnaði einhversstaðar á lífsleið-
inni. Eg hugsa allt öðruvísi en
faðir minn. Hann hefur ekki kafað
mjög djúpt ofan í sjálfan sig og
þar af leiðandi heldur hann að
hann hafi alltaf rétt fyrir sér.
Hann fjasar mikið um kommún-
isma sem hugsjónastefnu en vinn-
ur hvorki fyrir hana né gegn.
Annars veit ég ekki hvernig faðir
minn er í dag því ég hef ekki talað
við hann í sjö ár. Ég hef ekkert við
hann að segja. Því miður kemst ég
ekki hjá því að heyra í honum því
að hann syngur við raust bæði dag
og nótt.“
Marco stundaði nám í skóla sem
kaþólskar nunnur veittu forstöðu
öll sín barnaskólaár. Það vildi
honum til happs að ein nunnan
tók miklu ástfóstri við hann og
beindi hún huga hans að því að
lesa góðar bækur. Þannig að þegar
Marco var fjórtán ára hafði hann
lesið mikinn hluta heimsbók-
menntanna. Þá tók hann smásam-
an að fá áhuga á heimspeki og
eftir það glímdi hugur hans stöð-
ugt við einhver heimspekileg við-
fangsefni. Eins og lög gera ráð
fyrir lenti pilturinn í eldheitu
ástarsambandi 17 ára sem kastaði
honum frá æðstu sælutilfinningu
niður í dýpsta þunglyndi. Á tveim
árum skrifaði hann ca. 200 ástar-
bréf til vinkonu sinnar en smám-
saman tók hugur hans að beinast
að öðrum hlutum.
Hann hafði alltaf hugsað mikið
um dauðann og það er ágæt leið til
að verða sér úti um varanlegt
þunglyndi.
Það var ekki fyrr en hann komst
í kynni við austræna heimspeki
sem birta tók í lífi hans. Með því
að lesa „Bókina um veginn, Háva-
mál Indlands og heimspekirit um
Búddisma" lærði hann að lifa án
hræðslu við dauðann.
Til að miðla öðrum af vísdóm
sínum skrifaði hann þrjár stuttar
skáldsögur og eina langa heim-
spekiritgerð. Ekki tókst honum að
fá þær birtar en hinsvegar hlaut
hann veglega viðurkenningu fyrir
ritgerð um málverkasýningu sem
samanstóð af verkum sem nokkrir
ítalskir skæruliðar höfðu málað
meðan þeir dvöldu í fangabúðum
nasista. Þeir sem sluppu lifandi úr
þessuni fangabúðum stofnuðu með
sér samtök sem veittu allháa
fjárupphæð í verðlaun fyrir bestu
ritgerðina. Það voru meðal annars
þessir penmgar sem gerðu Marco
kleift að komast til íslands.
Margir skiptinemar byggja upp
fallvaltar draumaborgir um
áfangastað sinn sem síðan brotna
þegar kaldur veruleikinn blasir
yið. Marco kom hinsvegar til
Islands án þess að búast við
nokkru þannig að hrostnar vonir
plöguðu hann aldrei. Hann ætlaði
sér að nota íslandsdvölina til að
auðga andann með lestri góðra
bóka og reyna að festa hugsanir
sínar niður á blað ef færi gæfist
til. Mér er það illskiljanlegt
hvernig honum tókst að ná valdi á
íslensku því hann tók aldrei þátt í
samtöium sem fjölluðu um hina
hversdagslegu smámuni sem flest-
um eru svo hugleiknir. Ef ekki var
talað um heimspeki þá sat Marco
bara hljóður og virtist ekki taka
eftir neinu sem gerðist umhverfis
hann. Besta leiðin til að ná til
hans var að beina talinu að
einhverjum torskyldum heim-
spekikenningum.
— Um hvað fjalla bækurnar
sem þú hefur skrifað?" spurði ég
hann eitt sinn. Það var eins og
opnað væri fyrir flóðgátt. Marco
hélt hálftíma fyrirlestur á ensku
því íslenskan var ekki orðin hon-
um svo töm.
— Fyrsta bókin sem ég samdi
heitir „Uppskurður á krabbameini
í fæti“. Hún er gamansöm ádeila á
rökfræði og kaþólsku kirkjuna.
Atburðir sögunnar gerast hvorki á
serstökum stað eða á sérstökum
tíma. Það má m.a. finna lýsingu á
eylandi nokkru þar sem fólk er
kúgað af nunnum sem eru eins og
sjóræningjar með krók, leppa
fyrir augum og alskegg.
Ég samdi líka eina bók sem er í
svipuðum stíl og Finnegans Wake
eftir James Joyce. Hún fjallar um
•sögur orðsins allt frá því að
frummennirnir tóku að tengja
saman hljóð og hluti. Sú bók heitir
„Sun, Ra. D. C. Arte. R.“
— Segðu mér Marco. Hvenær
hafðir þú tíma til að skrifa allar
þessar sögur? Varstu ekki í
skóla?“
— Jú, ég var víst í skóla,“ sagði
Marco og andlit hans Ijómaði „En
ég fór ekki í skólann til að læra.
Ég fór til að kenna og því fólki
sem ég hitti."
Það má geta þess hér að Finne-
gans Wake er talin torskildasta
Mk heimsbókmenntanna. Marco
hirðir lítt um að laga verk sín að
kröfurn fjöldans. Itölsk stúlka sem
dvelst hérna sem skiptinemi fékk
að lesa handritið að fyrstu bók
Marcos og hún skildi ekkert hvað
maðurinn var að fara. í „Háva-
málum Indlands“ sem er ein af
uppáhaldsbókum Marcos er það
brýnt fyrir mönnum að fylgja
köllun sinni án þess að hirða um
veraldlegan ábata. Köllun Marcos
er að skrifa og honum stendur
nákvæmlega á sama um dóma
misviturs fólks.
Þegar Marco hafði dvalið tæpa
tvo mánuði á Islandi lagði hann
land undir fót og fór til Fáskrúðs-
fjarðar til að vinna í fiski. Ekki
ílentist hann þó í fiskvinnu því
hann kom aftur eftir tæpa tvo
mánuði og kvartaði mikið undan
þessum morðvörgum sem höfðu
það fyrir atvinnu að drepa sak-
lausa fiska. Fiskvinnan staðfesti
líka þá trú Marcos að vinna undir
ríkjandi þjóðfélagskerfi væri af
hinu illa og einungis fanartálmi á
leið mannssálarinnar til full-
komnunar.
— Takmark lífs míns er að
öðlast þekkingu til að yfirvinna
dauðann,“ sagði Marco í einni af
mörgum viðræðum okkar. „Dauð-
inn hættir að vera ógnvekjandi
þegar hugur manns er orðinn
tómur. Það eru hinar veraldlegu
langanir og ástríður sem gera það
erfitt fyrir manninn að deyja."
Marco er mjög þægilegur í
umgengni. Það stafa alltaf frá
honum jákvæðir straumar. Ekkert
virðist geta komið honum úr
jafnvægi og sumir hafa haldið því
fram að hann sé algerlega tilfinn-
ingalaus. Sjálfur segist hann hafa
stöðvað tímann og þar með hætt
að láta stjórnast af reynslu.
Eina skiptið sem ég sá að
honum var virkilega brugðið var
þegar hann hafði fengið bréf frá
einhverjum vini sínum sem sagði
það í fréttum að ein vinkona
þeirra væri byrjuð að taka hero-
ine. Mjög erfitt er fyrir ungt fólk á
Italíu að fá vinnu þannig að
margir leggja árar í bát jafnvel
áður en lífsbaráttan hefst fyrir
alvöru. Stjórnvöld eru mjög mis-
tæk í baráttu sinni við atvinnu-
leysi, verðbólgu og fjármálamis-
ferli. Sem dæmi um hringavitleys-
una má nefna að eitt árið var
mörgum tonnum af ávöxtum hent
svo ekki yrði verðfall a framleiðsl-
unni. Þegar líða tók a veturinn
varð ljóst að skortur á ávöxtum
var yfirvofandi. Þá gri|iu stjórn-
völd til þess nauðungarráðs að
hefja innflutning á ávoxtum frá
Frakklandi og Spáni.
Marco er einn af ítolsku rót-
tæklingunum sem vilja kollsteypa
hinu staðnaða þjóðfélagskerfi og
koma á sósíalisma. Hann hyggst
stofna kommúnu á italiu þegar
hann snýr aftur heíjri en hann
ætlar sér ekki að bua i henni.
Draumur Marcos er að geta dregið
sig úr skarkala umheimsius og
helgaö sig einveru. Kenningar
hans eru mótsagnakenmlar. Hann
vill. sósíalisma fyrir alla aðra en
sjálfan sig.
Jafnvel þó hægt væri að týna til
ýmislegt sem er mótsagnakennt í
fari Marcos, þá finnst mér ekki
svara kostnaði að tíunda það hér.
Þegar öltu er á botninn hvolft þá
er hann nær hinum gullna meðal-
vegi en flestir aðrir. Hann lifir
mjög einföldu lífi. Borðar hclst
ekkert annað en grammetisfæði,
notar ekki önnur nautnalyf en
tóbak og eltist lítið sem ekkért við
kvenfólk.
Marco er mjög mannlegur Guru.
Eina koldimma vetrarnótt sát-
um við í óvistlegri stofu kommún-
unnar og horfðum í kertaljós.
— Segðu mér Marco. Hvað varð
til þess að þú fórst að skrifa?“
— Ég fór að skrifa þegar ég
byrjaði að hata föður minn. Þegar
ég var átta ára bar hann mér það
á brýn að ég hefði stolið múrsteini
frá honum. Ég strauk að heirnan í
tvo daga og eftir það byrjaði ég að
skrifa."
— En af hverju skrifarðu?"
— Fyrir mér er lífið eins og búr.
Ég er eins og tígrisdýr sem er að
reyna að brjótast út. Mín leið til
að sleppa útúr búrinu er að
skrifa.“
Viðtal við ítalska heimsþekinginn Marco Marcolungi,
sem dvaldið hefur á íslandi, sem skiptinemi ICYE