Morgunblaðið - 05.07.1980, Síða 35

Morgunblaðið - 05.07.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980 35 skreytingar, og stofnaði verzlun- ina Flóru í Reykjavík 1932 að námi loknu. Kynni okkar hjónanna af Pétri og Rögnu í Kjarri hófust um hvítasunnuleytið vorið 1973. Á þessum stuttu sjö árum tókst þegar með okkur slík vinátta, að það var sem við værum bundin nánum fjölskylduböndum og hefð- um þekkzt alla æfi. Oft var gist í Kjarri, þótt við ættum kofa í Kjarrslandi, þar sem við hófum trjárækt í skjóli Péturs og Rögnu og í skóla hjá þeim. í þeim skóla var kennt, hversu náttúran birtir innsta eðli alls lífs og allra hluta og hve skjólið er öllum gróðri nauðsynlegt, eins og manni sjálf- um, en Ragna var frábær kennari. Við sjúkdómslegu og andlát Pét- urs 1976 knýttust „fjölskyldu" böndin enn fastar, og enn sýndi Ragna, hvað í henni bjó af þrótti, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Þegar Ragna var orðin ein, lét hún ekki bugast. Hún byrjaði nýja kapítula í lífi sínu, þótt komin væri fast að sjötugu, byggði sól- stofu við húsið, fyllti hana blóm- um, tók fram vefstólinn sinn, hóf aftur að rækta tré. Þetta var henni kleift vegna hjálpar vin- kvenna hennar, er gistu hjá henni langdvölum á víxl og firrtu hana einverunni, og einnig naut hún aðstoðar góðra manna um vinnu í gróðrarstöðinni, sem henni fór nú að sækjast þunglegar að stunda sjálf. En hver dagur rúmhelgur var vinnudagur við ræktunina, og kæmist hún í gróðurhúsið, var sá dagur góður dagur. Hún lifði á tengslum sínum við náttúruna og jarðargróðann í bókstaflegum skilningi. Þangað sótti hún þenn- an nærri ofurmannlega þrótt sinn, en Ragna var ofurmenni að innra krafti, því sem Frakkar kalla „élan vital". Mjög var gestkvæmt í Kjarri alla tíð; þau Ragna og Pétur voru vinmörg, svo undrum sætti, og var svö um helgar sem hús þeirra stæði um þjóðbraut þvera. Öllum var veitt, hvort eð var kaffi eða matur, ef á matmálstíma var. Og vinahópurinn var raunar um land allt. Mikið mæddi á húsfreyjunni, og oft var Ragna þreytt, er sunnudagur leið að kveldi, en gæti hún fengið sér skamman blund, var sem hún væri aftur hlaðin þrótti á ný. Og starf hennar náði langt út fyrir heimilið og býlið. Hún tók ríkan þátt í starfi kvennasamtaka, vae formaður kvenfélags Ölfushrepps um árabil og í forystuliði ræktunarmála Sambands sunnlenzkra kvenna. Hún hélt námskeið fyrir húsmæð- ur í matjurtarækt og matreiðslu matjurta í Hveragerði, og þóttu þau einkar skemmtileg og nutu mikilla vinsælda. Aðrir kunna gleggri skil á þessu starfi, en ég varð var við miklar símhringingar í Kjarri og fjörleg samtöl um hvers konar framfaramál, er kvenfélögin beittu sér fyrir. Ragna var í brennidepli þessa áhugastarfs og gekk að því öllu af feikna krafti. Það var aldrei dauf- legt í kring um hana. Og öllum þeim, er námu land í Kjarrslandi, veitti hún tilsögn og hjálp við trjáræktina. Öll voru þau systkin virkir þátttakendur í framfaramálum sveitanna, Páll á Kröggólfs- stöðum, Ingimar í Fagrahvammi og Sigurður sonur hans, og átti Ragna við þá mikil skipti, en nánastar voru þær systurnar Ragna og Helga, hin kunna skóla- stýra og rithöfundur, sem látin er fyrir allmörgum árum. Ragna Rögnvaldsdóttir, fóstursystir þeirra, var nöfnu sinni og systur mikil stoö og annaðist hana af stakri fórnfýsi á hinum erfiðu mánuðum í vor og sumar. í Kjarri var unnið eftir þeirri kenningu, að tíminn væri partur náttúrunnar, og því skyldu plönt- ur verða vel rættar, en ekki „píndar fram“ í flýti. Náttúran hefði sína eigin hrynjandi og þyrfti að hafa sinn tíma, en maðurinn skyldi agast í þolin- mæði og læra að bíða. Af þessu sést, að starf Rögnu Sigurðardótt- ur og persónuleiki hefur merkingu iangt út fyrir takmörk þessa lands. Náttúran er orðin þjóðum heims hið stærsta vandamál í stað þess að vera mesta tækifærið, sem manninum er gefið. Því keppast menn eftir nýjum sjónarmiðum og háttum í sambýli við náttúruna. Ragna Sigurðardóttir lifði þessi sannindi, og hún tengdi þau sinni sterku guðstrú, sinni kirkjulegu trú, er dugði henni vel í lífi og dauða. Blessuð sé minning merkrar konu. Þórir Kr. Þórðarson. Jón Erlends- son - Minning Fæddur 16. apríl 1903. Dáinn 30. mai 1980. Hann elsku hjartans afi minn er dáinn. Hann kvaddi jarðvist þessa 30. maí síðastliðinn eftir erfiða sjúkdómslegu, og hélt yfir móðuna miklu, þangað sem leið okkar allra að lokum liggur. Hann afi minn var einn af þeirri kynslóð er barnsskónum sleit um og eftir aldamótin síðustu, einn af þeirri kynslóð er leiddi þessa þjóð fyrir þröskuld nýrra tíma. Það var því orðið drjúgt dagsverkið sem hann afi skilaði íslenzku þjóðfé- lagi á langri og atorkusamri ævi. Æviferill afa er sagan um sveitapiltinn sem ungur byrjaði brauðstritið og hófst til vegs og virðingar af sjálfum sér, dugnaði, hörku og eigin verðleikum. Hann afi átti líka gott hjarta sem er gulli betra. Það var raunar sama hvað hann afi tók sér fyrir hendur og hversu margbreytileg viðfangs- efnin voru, allt blómstraði í hönd- unum hans, enda svaf hann ekki á verðinum. Hann afi svaf aldrei á verðinum, heldur hafði hann ætíð vakandi auga með öllu og öllum, jafnvel allt til hinztu stundar, það sannar bezt hans síðustu orð til mín. Ég finn það æ betur og betur eftir því sem frá líður hversu mikill sannleikur er fólginn í máltækinu sem segir „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Það er okkur sem eftir erum þó ofurlítil huggun harmi gegn að vita hversu heitt og innilega hann afi trúði á æðra tilverustig og við vitum að nú líður honum vel. Það var aldrei ætlun mín að tíunda hér ævi eða lífsstarf afa, enda væri það efni í heila bók, já meira til og mér lítilmagnanum vissulega ofraun. Ég vildi bara í þessum fátæklegu orðum þakka elskulegum afa mínum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Allt það sem hann gerði fyrir mig, sagði mér og kendi verður mér ómetan- legt veganesti á lífsleiðinni. Algóður guð blessi og varðveiti minningu elsku afa míns. Afabarn. Fyrstu bátarnir leggja að bryggju i Reykjavik eftir að hafa lokið hringnum umhverfis landið i sjóralli 1978. Umhverfis land- ið á átta dögum í dag laugardaginn 5. júli kl. 14 leggja væntanlega 5 smábát- ar upp frá Reykjavik i langa og erfiða þolraun en hún er fólgin i keppni þeirra umhverfis land- ið. Þetta er þriðja árið i röð, sem slik keppni er haldin hér. Þessir fimm bátar eru allir vel útbúnir enda eins gott, þeirra biða mikil átök ef að likum lætur. Keppni sem þessi er mikið álag bæði á menn og báta, en auðvitað fer það þó að mestu eftir veðri. Þetta ætti að geta orðið skemmtileg tilbreyt- ing frá lognmollu hversdags- leikans að fylgjast með fleytun- um fimm þennan stóra hring umhverfis landið. sem taka á átta sólarhringa. Athyglisvert er að fjórir af þessum fimm bátum eru framleiddir hér á landi, en það bendir til að menn hafi trú á þessari bátafram- leiðslu. sem er tiltölulega ný hér heima. Er það vel og að mínu mati verðug tiltrú. Oft hef ég verið spurður, hver sigri í þessari keppni. Mitt svar er venjulega að keppni sem þessa sigrar enginn fyrirfram, þar af leiðandi er ekki hægt að gefa afdráttarlaust svar. Marga erfiðleika þarf að yfirstíga áður en hringnum er lokið. Svo sem storma, straumrastir. rekavið, þoku og blindsker. Bátarnir og áhafnir þeirra Eins og ég sagði í upphafi þessarar greinar eru líkur á, þegar þetta er ritað, að fimm bátar taki þátt í keppninni, þó er ekki fullkomlega ljóst hvort tuttugu og þriggja feta báturinn frá Mótun h.f. í Hafnarfirði sem skráður hefur verið, taki þátt í keppninni. Áhöfnin á þeim báti yrði þá, ef til kæmi, þeir Sigfús Sveinsson og Kristján Magnús- son báðir þaulvanir sportbáta- menn. Þessi bátur hefur þá sérstöðu að vera eini keppnisbát- urinn með dieselvél, er hún 145 hestafla Mercruiser en báturinn heitir Gáski. Frá ísafirði kemur einn bátur, er það tuttugu og tveggja feta Flugfiskur, einmitt sami báturinn og sigraði í keppninni í fyrra, en hann var Satar Umsjón HAFSTEINN SVEINSSON seldur til ísafjarðar á síðasta ári. Ekki hef ég hestafla tölu vélar þessa báts eða nafn þegar þetta er skrifað. Áhöfn hans verða nú þeir ísfirðingarnir Daði Hinriksson og Einar Valur Kristjánsson, þrautreyndir sjó- menn. Frá Eskifirði koma hjónin Lára Magnúsdóttir og Bjarni Björgvinsson, þau tóku þátt í sjóralli umhverfis landið 1978 með mjög góðum árangri. Vakti þá þrautseigja og dugnaður Láru mikla athygli. Nú fara þau á tuttugu og tveggja feta brezkum báti af Fletcher gerð, reyndar er þetta sami báturinn og þeir Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirsson kepptu á í fyrra, en urðu að hætta keppni á Akureyri vegna bilunar. Þessi bátur er með tvöhundruð og fimmtíu hestafla vél, af gerðinni Chrysl- er Super-B, er hann mjög hraðskreiður og vel útbúinn. Ekki er að efa að margar góðar óskir fylgja þeim hjónum í væntanlegum átökum, það eitt útaf fyrir sig er hverjum gott veganesti, en báturinn heitir Lára. Frá Vestmannaeyjum kemur Bjarni Sveinsson, en með honum verður Ólafur Skagvík. Þeir sigruðu í fyrra. Verða þeir aftur á nýjum tuttugu og tveggja feta Flugfisk báti, knúnum 290 hestafla Volvo-Penta vél. Hætt er við að þeir félagar hafi fullan hug á að láta nú ekki deigan síga þegar á hólminn kemur. Bátur þeirra ber nafnið Inga. Frá Grundarfirði koma tveir korn- ungir menn þeir Magnús Sof- aníasson, aðeins 19 ára garnall, sem er eigandi og skipstjóri bátsins, en með honum verður Þröstur Líndal, 24 ára gamall, báðir hinir vöskustu piltar að sjá. Þeir eru yngstir keppenda og á minnsta bátnum eða á 18 feta Flugfiski með 175 hestafla Mariner utanborðsvél. Magnús er búinn að eiga þennan bát í þrjú ár og siglt honum mjög mikið, þá að sjálfsögðu við alls- konar veðurskilyrði. Ber hann nafnið „Spörri". Handtök hans við stjórnvölinn sönnuðu mér, er ég fór nú í vikunni í örstutta reynslusigl- ingu með honum, að hann er enginn viðvaningur á skekkt- unni. „Þú verður yngsti kaft- einninn í flotanum Magnús. Það verður einhver að vera það“, svaraði hann og kvaddi. Athygl- isvert er að enginn bátur er skráður frá Reykjavík í þetta sinn. Skýringin á því er kannski meðal annars hafnleysi reyk- vískra sportbáta. Hvílir það eins og mara á bátaeigendum og dregur úr þeim að nokkru vilja og athafnaþrá. Lagt verður upp frá Rauðarárvíkinni, það er kverkin Skúlagata—Sætún. Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélagi íslands ræsir bátana klukkan 14.00 í dag. Nýtt heimsmet í Class On 1. desember 1979 féll nfu ára heimsmet ítalans Pellolio í hraðsiglingu með utanborðsmótor. Þjóðverjinn Walter Vieser sló metið á Prince Albert Canal við Liége í Belgíu og náði 133.64 km/klst. Á báti af gerðinni Cees van der Valden Catamaran með Mariner Magnum 2 lítra V-6 utanborðsmótor. Fyrra metið ítalans var 127.34 km/klst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.