Morgunblaðið - 05.07.1980, Síða 37

Morgunblaðið - 05.07.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 37 félk í fréttum Forseti Suöur-Kóreu í fylgd með feguröardísum Fegurðardísirnar á myndinni eru hluti af þeim stúlkum sem nú taka þátt i keppninni um ungfrú alheim, með forseta Suður-Kóreu Choi Kyu-Hah. Talið frá vinstri: Hisae Hiy- ama frá Japan, Carmen Parada frá Boliviu, Delyse Nottle frá New Zealandi, Rosario Velasqu- ez frá Honduras. því næst for- seti Suður-Kóreu, þá Althea Rocke frá Trinidad og Tobago, Dona Aportadera. frá Guam. Sirpa Viljamaa frá Finnlandi og að síðustu Lorry Del Santo frá Ítalíu. Fred Astaire í það heilaga Fred Astraire gekk í það heilaga fyrir skömmu. Sú útvalda er Robvn Smith knapi. Fred hitti Robyn fyrir tíu árum síðan. Hún átti að ríða einum af Freds hestum í veðmálskeppni og síðan hafa þau verið saman. En einn galli er þó á gjöf Njarðar. Fred á dóttur úr fyrra hjónabandi sem býr í Irlandi og hefur hún reynt allt sem hún getur til að fá hjónabandið ógilt. „Ég er í uppnámi og held að það sé óviðeigandi að svona gamall maður giftist barnungri stúlku. Mig hafði aldrei dreymt um að fá stjúpmóður sem er yngri en ég. Enn ég hef ekki heldur í hyggju að hitta hana,“ segir hún. Áldursmunur á Fred og Robyn er 45 ár, en það er ekki neitt sem veldur áhyggjum segir Robyn. Carter í Júgó- slavíu Eins og fram hefur komið í fréttum voru Carter og frú á ferðalagi um Evrópu. Hér sjást þau á rólegum veit- ingastað í Belgrad í Júgóslavíu. Guðmundur Jóhannsson: Eru alþingis- menn eineygð- ir í eigin sök? Mörg-eru þau hin breiðu spjótin sem sveiflað hefur verið nú að undanförnu til varnar því gjör- ræði er laun alþm. voru hækkuð um 20%. Ýmsir úr hópi hinna sjálfumglöðu alþingismanna ryðj- ast fram á ritvöllinn og saka aðra úr sínum hópi sem koma vilja í veg fyrir að óprúttnin nái fram- gangi sínum og þar eru ekki spöruð stóryrðin og fúkyrðin þar sem þeir eru m.a. sakaðir um þjóðarhneyksli, lygar og lagabrot, tvískinnung o.fl. o.fl. Ékki hittir maður svo mann að máli að hann ekki láti undrun sína í ljós yfir þeirri ósvinnu sem fólgin er í þeirri ákvörðun að rétta sjálfum sér 20% launahækkun án mikillar fyrirhafnar. Og þeir eru ekki ófáir hinir almennu launþegar sem telja það þjóðarhneyksli að til skuli vera fulltr. á löggjafarsam- komu þjóðarinnar sem eru svo ófyrirleitnir að halda uppi vörn fyrir slíkri ósvinnu og manni er spurn geta hinir sömu svo ætlast til að hinn almenni þjóðfélagsþegn taki eitthvert mark á eða beri virðingu fyrir þessum herrum. Það hefur löngum verið sagt, „að það sem höfðingjarnir hafist að hinir ætla sér leyfist það“. Já það er nú svo að vandi fylgir vegsemd hverri og í upphafi skyldi endirinn skoða. Höfuð rök þessa gjörnings eru þau að verið sé að leiðrétta misræmi sem skapast hafi að undanförnu á launum alþm. ann- ars vegar svo og öðrum hópi sem taka laun samkv. 120 lfl. BHM-manna hins vegar. Fróðlegt er að velta þessu örlítið fyrir sér og skoða nánar. Almennt er gerður greinarmunur á föstum launum og heildarlaunatekjum einstaklingsins. Eftir því sem fram hefur komið þá mun vera ráð fyrir því gert að alþm. taki laun eftir 120 lfl. BHM og þá er mér spurn hafa þeir ekki gert það? Hefur lfl. þessa viðmiðunarhóps nokkuð verið breytt? Með einni blaðagrein af mörg- um sem skrifaðar hafa verið um þetta efni er ljósritaður hluti 1. gr. laga no 4 1964 sem fylgisk. og sönnunargagn um það hver laun alþm. skuli vera, en í þessari grein er talað um lfl. B3. Ér þetta ekki orðið úrelt ákvæði? Er nokkursstaðar talað um í lögum að ef þessi viðmiðunarhóp- ur vinnur aukavinnu að þá skuli alþm. njóta góðs af því eða er nokkursstaðar talað um að ef þessi viðmiðunarhópur misnotar aðstöðu sína til að reikna sér eftirvinnu eins og sumir vilja vera láta, að þá skuli alþm. gera það líka. Með hvaða hætti geta alþrn. í raun og veru bundið sig launalega séð á nokkurn hátt aftan í aðrar launastéttir þegar á það er litið að þeir eru ekki að störfum nema hálft árið en taka laun fyrir það allt. Þó hin sífelldi samanburður og metingur milli stétta og manna sé hvumleiður þá má og á það benda eins og oft hefur áður fram komið að laun alþm. samkv. 120 lfl. BHM eru ekki einu tekjur sem þeir njóta hjá ríkinu og það væri útaf fyrir sig fróðlegt að sjá og heyra hverjar þær séu í heild. Á sama tíma og þingfarar- kaupsnefnd skammtar sjálfri sér og félögum sínum úr aski þjóðar- innar og telja sig vera að leiðrétta rýrnun launa sinna sem orðið hafi miðað við aðra, þá er öðrum launþegum ríkisins synjað um samskonar kröfur sem byggðar eru á sömu rökum og sannast það hér sem oft áður að ekki er sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón. Menn hafa á orði að alþm. beri að hafa góð laun, suss um sei, því eru að sjálfsögðu allir sam- mála og því ættu ekki allir að hafa góð laun sem nenna og geta unnið. En stóra spurningin er hvað eru góð laun og við hvað skal miða? Lægstu laun á vegum BSRB eru í dag 275.175.- eru það góð laun? Trúlega ekki. Laun alþm. eru þrisvar sinnum hærri eða kr. 817.541- eru það góð laun? Meti hver út frá sjálfum sér. Hver er sá hinn hlutlausi aðili sem með góðri samvisku treystir sér til að meta hve mörgum sinnum störfum alþm. er verðmeiri fyrir þjóðfélag- ið en hins lægst launaða. Margt hefur verið sagt hér að lútandi m.a. það að þeir sem staðið hafi að og beri ábyrgð á þessari hækkun til alþm. ættu tafarlaut að segja af sér störfum, þetta er stór krafa sem mér finnst vera til of niikils ætlast, því margur góður drengur hefur gert skyssur og yfirsjónir en tekið sig síðan á, og því ættu alþm. ekki að gera það eins og ýmsir aðrir. En sú er lágmarkskrafa til þessara vísu manna að þeir sýni þann manndóm og viðurkenni að hér hafi orðið mistök á í stað þess að berja höfðinu við steininn. Sé fjárhagur þjóðarinnar með þeim hætti sem sagt er og er ekkert dregið í efa, að hann leyfir ekki launahækkun til hins almenna launþega þá verður að reikna með því siðgæði alþm. að þeir ríði ekki á vaðið með upplausnaraðgerðum og jafnvel pólitískum brellum, því það er allri þjóðinni ljóst að alþm. lifa ekki við nein nauðþurftarlaun og því engin þörf fyrir svona góðsemi við sjálfa sig. Ný Morgan Kane-bók Út er komin há Prenthús- inu tuttugasta Morgan Kane-bókin, en þessar bæk- ur hófu göngu sína hér á landi árið 1976. Tuttugasta bókin fjallar um viðureign Kanes við mannræningja sem ræna ungum stúlkum, dætrum auðugust höfðingjanna í Mexícó og feðurnir urðu að greiða offjár í lausnargjald til þorparanna. Morgan Kane var falið það verkefni að ganga milli bols og höf- uðs á ræningjunum. Enginn vissi hverjir þeir voru. Ætti Kane að takast að leita þá uppi, varð hann að egna fyrir þá. (FréttatilkynninK). Stroku- fangarnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.