Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 154. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Strauss tekur af umbúðir FRANZ Jóseí Strauss kanzl- araefni Kristilega Sósíal- bandalagsins í Vestur- Þýzkalandi varaði í dag við því að endurtekinn yrði í málefnum Afganistan sá „helgisiður“ að líða Rússum hvaðeina. Strauss sagði fyrsta þrep þessa helgisiðar að Rússar færðust í hraukana. „Á öðru stigi hrópar heimsbyggðin upp yfir sig af hneykslun," sagði Strauss. „Þriðja stigið," hélt hann áfram „er svo að heimtaðar eru gagnaðgerðir og bönn. í fjórða lagi er varað við því að gera úlfalda úr mýflugu. Núm- er fimm er að aðhafast alls ekkert. í sjötta áfanga snúa menn sér aftur að dægurmálum. í sjöunda og síðasta lagi eru svo Rússar beðnir afsökunar á að menn skyldu tapa stjórn á sér einu sinni.“ „Þessi helgisiður má ekki endur- taka sig varðandi Afganistan," sagði Strauss. Ádrepuna flutti Strauss á þriðja fundi Evrópska lýðræðissambandsins í Salzburg, en það er samband flokka kristi- legra demókrata og íhaldsmanna. Hann gagnrýndi Helmut Schmidt kanzlara mjög harðlega fyrir að koma tómhentur frá Moskvu. f, -m Frelsinu feginn Símamynd AP. Richard Queen. bandariski gislinn. sem Ayatollah Khomeini ákvað að láta lausan vegna veikinda. fluttur á sjúkrabörum út úr flugvél við komuna til Zurich. HÁTTSETTIR ráðamenn frá Bandaríkjunum og í Vestur- Þýzkalandi munu í næstu viku hefja undirbúning að samninga- viðræðum um takmörkun meðal- drægra kjarnorkueldflauga í Evrópu, að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins í dag. Aðstoðarútanríkisráðherra Bandaríkjanna, Warren Christ- opher, verður formaður bandar- ískrar sendinefndar sem setjast mun á rökstóla með Vestur- Þjóðverjum í Bonn mánudaginn 14. júlí. Leiðtogi vestur-þýzku nefndarinnar verður Gunther van Well, aðstoðarútanríkisráðherra. Að sögn embættismanna verða málin reifuð í víðu samhengi, en efst á baugi verða væntanlega viðbrögð NATO við nýlegu tilboði Sovétmanna um að semja um staðsetningu meðaldrægra eld- flauga í Evrópu án skilyrða. Eins og fram hefur komið í fréttum brydduðu Sovétmenn Samherjum slær saman Aranyaprathet. Thailandi. 11. júli. AP. SKÆRULIÐAR fyrrverandi forsætisráðherra Kambódiu, Pol Pot. og kambódískir andstæðingar kommúnista háðu snarpan bardaga á landamærum Tailands i dag. Hcrma fréttir að tuttugu manns hafi tint lifi og u.þ.b. níutiu særzt. Læknar kanna heilsu Queens Ztírich. 11. iúlí. AP. - w BANDARÍSKI stjórnarerindrekinn Richard Queen sem látinn var laus af heilsufarsástæðum úr 250 daga gislingu í íran í gær cyddi sinum fyrstu frelsisstundum i sjúkrahúsi i Zúrich i dag og gekkst undir margvíslegar læknarannsóknir. Forcldrar Queens héldu þcgar til móts við son sinn flugiciðis frá Ncw York. Það var Ayatollah Khomeini sjálfur sem fyrirskipaði að Queen skyldi sleppt og segja heimildir í Iran að þar hafi hvorki ríkisstjórn Boða Bonnfund um viðræðuósk Rússa fyrst upp á hugmyndinni um viðræður þessar á fundi með Helmut Schmidt kanzlara Vest- ur-Þýzkalands í síðustu viku. í fréttum frá Lundúnum í dag segir hins vegar að Bretar beri Vestur- Þjóðverjum á brýn að þeim hafi láðst að leiða bandamenn sína í allan sannleikann um viðskipti þeirra Brezhnevs og Schimdts. Benda Bretar meðal annars á greinargerð stjórnarandstöðu- blaðsins Die Welt í Vestur-Þýzka- landi en þar kemur fram í fyrsta skipti að Brezhnev hafi varað kanzlarann mjög við annars vegar aðild Spánverja að NATO og hins vegar afskiptum bandalagsins ucan Evrópu. Segjast Bretar hafa orðið að leita sérstakrar staðfest- ingar á fregn þessari og hafi hún fengizt í Bonn. Kissinger vekur óhug WaxhinKton, 11. júlí. AP. ÍHALDSSÖMUM stuðnings- mönnum Ronald Reagans. vænt- anlegs frambjóðanda repúblik- ana til embættis Bandaríkjafor- seta. óar nú mjög við tilhugsun- inni að fá fyrrverandi utanríkis- ráðherra landsins, Henry Kiss- inger. inn á innsta gafl hjá utanríkisráðgjafa forsetaefnis- ins. Kissinger verður einn aðal- ræðumanna á flokksþingi repú- blikana á þriðjudagskvöld og hóf hann nýlega að gefa Reagan óbeinar ráðleggingar á fundum með sérstökum utanríkisráðgjafa Reagans, Richard V. Allen. Allen staðfesti í vikunni að samráð hefðu verið höfð við Kissinger. Hann lýsti utanríkisráðherranum fyrrverandi sem „einstökum per- sónuleika á vettvangi utanríkis- rnála". „Mér kæmi á óvart,“ sagði hann „ef ríkisstjórn Reagans sniðgengi kosti af því tagi er Kissinger hefur yfir að ráða.“ Einn fulltrúa repúblikana á flokksþinginu komst svo að orði: „Þetta er náunginn sem gaf okkur SALT I og II, Panamasamninginn og lét Ford fela sig undir skrif- borðinu þegar Solzhenytsin kom í bæinn. Okkur hefur vegnað ágæt- lega án hans síðustu fjögur árin.“ Um það bil sem saman sló með herjunum voru thailenzkir embætt- ismenn að sýna erlendum stjórnar- erindrekum um á svæðinu, þar sem Thailendingar segjast nýlega hafa orðið fyrir árásum Víetnama frá Kambódíu. Átökin urðu við Nong Samet, flóttamannabúðir, er hýsa um átta- tíu þúsund Kambódíumenn undir yfirumsjón Frjálsu khmeranna, sem andæft hafa stjórn korrtmúnista í Phnom Penh síðan í fyrra. Bæði Frjálsir khmerar og stuðningsmenn Pol Pots hafa barizt gegn herjum Víetnama í Kambódíu. Þó eru litlir blíðleikar með liðunum og skerst í odda með þeim annað veifið. Opinber fréttastofa Víetnama til- kynnti í dag að stjórnvöld í Phnom Penh væru reiðubúin til skilyrðis- lausra viðræðna við Thailendinga um lausn sameiginlegra vandamála Thailands og Kambódíu. Fréttastof- an, er sagðist hafa yfirlýsinguna eftir SPK, fréttastofu Kampútseu, benti á að vildu Thailendingar gæta hlutleysis væri þeim skylt að hætta að abbast upp á Kambódíu og mylja undir leifarnar af herjum fyrrver- andi stjórnar. í gagnið á ný Simamynd AP. Brezka smáfyrirtækið Redcoat hefur ákveðið að kaupa f jögur loftskip. að jafnvirði fjögurra milljarða islenzkra króna. til áætlunarferða milli Bretlands og nágrannarikja. Loftskipin gætu hvert um sig rúmað helmingi flciri farþega en júmbóþota. landsins ný byltingarráð komið nærri. I Teheran sagði ríkissak- sóknarinn, Ayatollah Ardabili, að ráðstöfunin hefði verið gerð af mannúðarástæðum. „Það ber ekki að líta á hana á nokkurn hátt sem stefnubreytingu af okkar hálfu gagnvart Bandaríkjunum eða gísl- unum. Eins og höfuðklerkurinn benti á, er það þingið sem úrslit- um ræður um framtíð gíslanna,“ sagði saksóknarinn. Queen var borinn á sjúkrabör- um út úr flugvélinni við komuna til Zúrich. Áð sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í Bern í Sviss gæti liðið nokkur tími þar til læknar hafa sjúkdómsgreint Queen, sem er 28 ára að aldri. „Það var engum fyrri vísbending- um til að dreifa um hvað háir honum," sagði talsmaðurinn. Lof tskip í tízku á ný Lundúnum. 11. júli. AP. BREZKT smáflugfélag. sem stofnað var fyrir fjórum árum og hefur yfir sextíu starfskröftum að ráða. tilkynnti í dag að það hygðist taka í þjónustu sína loftskip til áætlunarfcrða og verður það fyrsta loftskipið scm þannig er rekið í f jörutiu ár. Talsmenn Redcoat flugfélags- ins, sem er flutningafyrirtæki með bækistöðvar í Surrey-héraði á Suðaustur-Englandi, sögðu að þeir hefðu gert samning við brezkan framleiðanda um kaup á fjórum loftskipum fyrir árið 1984, og kæmi til greina að kaupa tíu til viðbótar. Verða þetta fyrstu loftskipin, sem notuð hafa verið til samgangna síðan síðasta Zeppel- in-skip Þjóðverja flaug árið 1939. Loftskipin, helíumfyllt, og um 183 metrar að lengd, gætu flutt útflutningsvörur Breta á erlendan markað með allt að 29 af hundraði minni tilkostnaði en með flutn- ingavélum þeim sem notaðar eru að sögn talsmanna félagsins. Segja þeir jafnframt að félagið muni standa því betur að vígi sem ólíudýrtíð kreppir meir að í fram- tíðinni. Ahlaup á sendiráð San Salvador. El Salvador. tl. júli. AP. VOPNAÐIR vinstri róttæklingar réðust í dag inn í sendiráð Costa Rica í San Salvador, felldu einn lögregluþjón og hleyptu um eitt hundrað smábændum og landbún- aðarverkamönnum inn í bygging- una. Lögregla freistaði að sögn yfirvalda að hrekja árasarliðið úr byggingunni, en þá er sagt að sendiherra Puerto Rico hafi komið fram í anddyrið og skipað þeim að hörfa frá hið snarasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.