Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 Prósaskáldið Henry Miller Lát Henry Millers hefur ekki valdið neinu fjölmiðlafári á Is- landi. Engu að síður munu margir Islendingar hafa lesið bækur hans eins og til dæmis Sexus, Plexus og Nexus. Miller hefur sagt frá því hvern- ig líf hans tók nýja stefnu eftir að hann kynntist June Smith sem í bókum hans er nefnd ýmist Mona eða Mara. Þessi kona sýndi honum næturlíf New York borgar og gerði hann handgenginn því með þeim hætti að hinn eiginlegi Henry Miller varð til. Áður hafði Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hann verið kvæntur ríkisstarfs; maður með rithöfundardrauma. í skúffunni lá óprentuð skáldsaga: Clipped Wings. Hjónaband þeirra June Smith og Henry Millers entist í tíu ár. Það kallaði hann The Rosy Crucifixion, en hin rósrauða krossfesting átti eftir að setja mark sitt á flest ef ekki allt sem hann samdi. Menn hafa kallað Henry Miller prósaskáld og líkt honum við vin hans, franska skáldið Blaise Cendrars. Það er ekki fjarri lagi því að oft líkist stíll Millers Ijóði. Hann er hugmyndaríkur í frá- sögnum sínum, en kannski um of margorður. Sjálfur er hann alltaf þungamiðja, skáldsögur hans eru í raun minningar hans sjálfs. Það sem mesta athygli vakti voru berorðar lýsingar hans á sam- skiptum karls og konu, en fáir hafa verið nákvæmari en hann i öllu því sem snertir kynferðismál. Kannski hefur það valdið því hve marga áhugasama lesendur hann eignaðist og ekki síst beindust augu manna að honum eftir að bækur hans voru bannaðar víða um heim. í bókum sínum gerist Henry Miller málsvari algjörs frelsis manna í lífi sínu. Kenndirnar stýra penna hans. Hann segir frá því opinskátt í bókum sínum sem aðrir láta liggja milli hluta eða treysta sér ekki til að lýsa. Með einlægni sinni (sem stundum get- ur minnt á Þórberg Þórðarson) hafði hann mikið gildi fyrir þróun bókmennta, til dæmis er ekki fráleitt að álykta að hann hafi valdið nokkru um þá stefnu sem Beat generation tók á sjötta ára- tugnum með Jack Kerouac í broddi fylkingar. Meðal norrænna lærisveina Millers má nefna Norð- manninn Agnar Mykle. Rithöf- undum eins og Miller hættir til að vera eintóna í bókum sínum af því að þeir eru svo bundnir við eitt efni sem þeir endurtaka sífellt. Þannig gat Miller stundum þreytt lesandann. Verstar eru heimspeki- legar hugleiðingar hans. Þær eru stundum utangátta í framvindu sögunnar. En þess ber að gæta að Miller er ekki höfundur hnitmið- unar, hann stefndi ekki að tak- mörkun, heldur vildi koma sem flestu að. Helstu skáldsögur Millers komu út á árunum 1934—1959. Einna kærust er mér ferðabók hans frá Grikklandi sem kom út 1941. Þessi bók lýsir í senn daglegu lífi Grikkja og ferðamanna á Grikk- landi og er full af einkennilegri dulúð. Prósi bókarinnar er dálítil veisla fyrir lesandann. Miller dáir allt sem grískt er, en einkum fólkið og þá ekki síst konurnar. Ef einhver fer að fletta Grikklands- bókinni til að finna djarflegar ástarfarslýsingar verður sá hinn sami fyrir vonbrigðum. Aftur á móti er hægt að fræðast í bókinni um erfitt hjónaband rithöfundar- ins Lawrence Durrels, vinar Mill- ers. Reynum við að meta Henry Miller samkvæmt því besta sem hann skrifaði hlýtur hann að verða eftirminnilegur í hugum okkar. Hann hefur átt sinn þátt í að gera bókmenntirnar mannlegri. Henry Miller Um hreppa og sýslur Lýður Björnsson: SAGA SVEITARSTJÓRNAR Á ÍSLANDIII. 451 bls. Almenna bókafélagið Rvík, 1979. «Saga sveitarstjórnar á Islandi er yfirlitsrit og því skortir mikið á, að hún geri öllum þáttum ýtarleg skil,» segir Lýður Björns- son í Lokaorðum þessa rits. Hreppapólitík! — segja menn stundum og kennir niðrunar í orðinu. Til mótvægis má svo minna á orð Cesars sem vildi heldur vera «æðsti maður í þessu þorpi en næstæðsti maður í Róm.» Jónas Hallgrímsson byrjaði rit- störf sín fyrir Fjölni á að skrifa «Fáein orð um hreppana á ís- landi.» Og víst er hreppapólitíkin, hvort sem okkur líkar betur eða verr, okkar upprunalegasta og elsta og þar með þjóðlegasta pólitík. I raun og veru er hún sama eðlis og landsmálapólitíkin; aðeins smærri í sniðum. Eins og öðrum stjórnmálum fylgja henni svipt- ingar. En þess konar ýfingar berast sjaldan út fyrir hreppa- eða sýslumörkin, eru sjaldan skráðar nema þá í fundargerðabókfna og Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON gleymast því jafnskjótt sem móð- urinn rennur af mönnum. í fyrstunni var fátækrafram- færi aðalmál hverrar sveitar- stjórnar. En margt hefur breyst með áranna rás og nú er ýmiss konar almenn þjónusta löngu orð- in efst á baugi — skipulagsmál og gatnagerð, vatnsveita, hitaveita, skólamál og svo framvegis. En eðli málsins samkvæmt verður saga sveitarstjórnar ávallt með öðrum svip en landsmálasag- an, að ekki sé minnst á sjálfa veraldarsöguna. Eins og í guð- spjöllin vantar hér bardagann. Saga af þessu tagi hlýtur alltaf að bera nokkurn bókhalds- og fund- argerðasvip. Þess er ekki heldur að vænta að hún verði neinn skemmtilestur. Hún þarf fyrst og fremst að vera traust og áreiðan- leg og sýnist mér Lýður Björnsson hafa unnið verk sitt með hliðsjón af þeim sjónarmiðum. Sagnfræðingar hafa á undan- förnum árum sinnt í verulegum mæli sögu einstakra staða og byggðarlaga. Verður þess áreiðan- lega ekki langt að bíða að hver kaupstaður hafi eignast sitt sögu- rit. En byggðaþróunin hefur rask- ast verulega miðað við það jafn- vægi sem áður ríkti. Saga sumra hreppa er nú öll. Sums staðar, þar sem áður voru ærin umsvif og fjörugt mannlíf, er nú allt komið í eyði og ekki fyrirsjáanlegt að byggð hefjist á ný. Þessi saga sveitastjórna á Islandi er því að flestu leyti tímabær. Fram kemur í Lokaorðum að vinnan við þetta verk hafi tekið höfundinn áratug eða rösklega það og skyldi engan undra. Þetta er undirstöðurit sem geymir fyrst og fremst staðreynd- ir og aðalaatriði og er því einkar handhægt uppsláttarrit fyrir hvern þann sem þarf á slíkum fróðleik að halda. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Norræna húsið heldur ótrautt áfram þeirri venju sinni, að leggja sýningarsali í kjallara undir sumarsýningar og er sýningin í ár hin fimmta í röðinni. Sérstaða Norræna hússins, Kjarvalsstaða og Listasafns íslands réttlætir full- komlega slíkt kynningarframtak en tvennt ber þó að harma að þessu sinni og það eru deilur er risu upp á milli Norræna hússins og Kjarvals- staða vegna kynningar á verkum Kristínar Jónsdóttur svo og að upphengingin í sölum Listasafnsins gefur mjög rýra hugmynd um íslenzka myndlist og verk í eigu safnsins, vægast sagt. í fyrra fallinu verður að segjast að slíkar deilur ættu að vera óhugsandi þar sem að áætlanir um sýningar eru gerðar löngu fyrir- fram og stofnanirnar ættu að hafa náið samband til að að forða því að listviðburðir rekist á. Hér eru fyrirbyggjandi aðgerðir besta lausnin. Það hefur komið í ljós, að vegur Kristínar hefði orðið meiri, — já langtum meiri ef að Norræna húsið hefði fengið að halda sína kynn- Benedikt Gunnarsson Gudmundur Elíasson Sumar- sýning Norræna hússins 1980 v þeir eru og enda skólabræður og næstum jafnaldrar, svo er einnig með Guðmund Elíasson (f. 1925) sem þó er elstur þeirra og þannig Nestor sýningarinnar. En verk Guðmundar eru merkilega sundur- laus á þessari sýningu og sýna naumast hans bestu hliðar og eru þó verkin ein sér ekki ósnotur en afskaplega ósamstæð frá einum manni. Hér vantar númer á mynd- irnar og ártöl og er ógjörningur að átta sig á þessum myndum hvar listamaðurinn stendur í dag né hvert hann stefnir. Losaralegur frágangur myndanna er mikili fing- urbrjótur á þessari sýningu. Yngstur á sýningunni er svo Sigurður Þórir Sigurðsson (f. 1948) og telst það mjög jákvætt, að i ingarsýningu og að uppúr henni hefði verið hafist handa um viða- mikla yfirlitssýningu á verkum hennar að Kjarvalsstöðum, sem hefði verið rækilega undirbúin. Veglegt sýningarrit hefði þá átt að fylgja, sem um leið hefði þjónað sem glæsileg heimild um líf og list Kristínar og þá vísir að sérstakri bók, sem hefði vafalítið fylgt í kjölfarið. Um þetta býst ég við að allir geti verið sammála og ber því mjög að harma fljótfærnislega þró- un mála, en hér sannast sem fyrr, að of seint er að vera gáfaður eftirá. Um deilurnar sjálfar, kjarna þeirra og orsakasamhengi fjalla ég ekki hér, enda ekki rétti vettvang- urinn auk þess sem ég á erfitt með að skilja þær til fulls og málið viðkvæmt. — Það skal strax viðurkennast, að eftir fyrstu yfirferð á sýninguna og einnig eftir þá fjórðu, hef ég það sterklega á tilfinningunni, að sýn- ingin hefði orðið mun heillegri og sterkari í hinni fyrirhuguðu mynd. Norræna húsið hefur frá upphafi sýnt þá einurð, að velja á sumar- sýningar eftir eigin höfði og hefur fyrir það hlotið gagnrýni, aðallega neðanjarðaraðfinnslur undir rós. Þeirra er telja sig sjálfkjörna að dæma um það hvernig hlutirnir eigi að vera og hverju skuli hampað. Þetta eru sem oftast hinir ýtnu boðberar þess, að sýningar eigi að vera „samstæðar", en slíkur fram- sláttur er séríslenzkt fyrirbæri og hvergi tíðkað í framkvæmd nema að gengið sé útfrá ákveðnu þema. Á þessari sýningu í Norræna húsinu er áberandi að myndir tveggja sýnendanna fara vel saman þ.e. Benedikts Gunnarssonar (f. 1929) og Jóhannesar Geirs, (f. 1927) Jóhannes Geir Sigurður Þórir Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.