Morgunblaðið - 12.07.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 12.07.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 13 taka einn ungan og umdeildan listamann með á sýninguna. Þá má segja um Sigurð, að hann sé grafíker sem málar, — miklu frekar en t.d. málari sem einnig vinnur í grafík, — þetta er augljóst því að grafísku myndirnar eru svo miklu betur unnar og upplifaðar. Hin grafíska kennd virðist aftur á móti vera víðs fjarri í flestum olíu- og olíupastelmyndunum nema helzt í myndinni „Skipamálun" (frá Slippnum), sem gerð er í olíupastel og er um leið að mínu mati hrifmesta verk Sigurðar á þessu sviði. Sannast sagna þykir mér Sigurður nokkuð úti að aka í þessari gerð mynda, þær eru t.d. ekki nægilega þróaðar tæknilega séð til að sannfæra og taka áhorf- andann föstum tökum. Listamaður- inn hefði ótvírætt haft hag af því að sýna meira af grafík því að hann virðist eiga mikið erindi á þann vettvang og myndir hans svo sem nr. 16 „Á kassanum" og 17 „Frá Slippnum" eru merkileg viðbót við svið íslenzkrar grafík-menntar. Benedikt Gunnarsson sýnir hér á sér ýmsar hliðar í myndum, gerðum í pastellitum, akryl og olíu. I pastellitunum og akryl virkar Bene- dikt dálítið þokukenndur og á köflum óákveðinn, — þykir mér það tjáningarform er hann hér kynnir naumast með sterkari hliðum hans. Olíumyndirnar eru allt annar hand- leggur og vil ég hér benda á myndir eins og nr. 17. „Eldur í Heimaey III" frá 1976, „Jónsmessunótt við Veiði- vötn“ frá sama ári og síðast en ekki síst „Land í sköpun" frá 1970 sem mér þykir langsamlegast sterkasta framlag Benedikts og mikil prýði af á sýningunni. Sú mynd er mjög hrifmikil og efniskennd og kynnir að mínu mati bestu eiginleika Benedikts sem málara. Jóhannes Geir Jónsson kemur ótvírætt sterkastur frá þessari sýn- ingu með merkilega jafngóðar myndir, hef ég ekki í annan tíma séð jafn margar hrifmiklar og fágaðar myndir frá hans hendi á einurn stað. Honum virðist stöðugt fara fram í glímu sinni við að ná fram hughrifum frá landslaginu, því að þetta eru miklu meira stemmningamyndir en beinar landslagsmyndir og ég held að enginn í íslenzkri málaralist máli betur veðrabrigði, þokuslæðing, mistur eða sól og birtu en Jóhannes Geir. Það er skemmtilegt að sjá hvernig hann svo lífgar upp myndflötinn með sprellifandi hest- um og mannfólki á öllum aldri. Jóhannes Geir er sannur artisti á sínu sviði og hefði verið meira en fróðlegt að sjá myndir hans og Kristínar Jónsdóttur saman á þess- um stað svo sem fyrirhugað var. Mér þykir upphenging sýningar- innar ekki hafa tekist sem skyldi og gera hana fyrir vikið veikari í heild, að mínu mati á hver sýnandi að hafa sitt afmarkaða rými því að þannig koma sérkenni hvers og eins best fram og skila skýrustu heild- armynd. Sýningarskráin er hin eigu- legasta og ágæt heimild um sýnend- ur. Gott væri ef í framtíðinni bættist við á forsíðu númer sýn- ingarinnar í rómverskum tölum, slíkt hefur einnig upplýsingagildi. Þetta er sýning sem að æskilegt væri að sem flestir skoði, innlendir sem útlendir en hún stendur til 10. ágúst. Leiðrétting Ýmsar prentvillur slæddust í grein mína í fimmtudagsblaðinu „íhugun að lokinni listahátíð", — flestar smávægilegar og viðráðan- legar þótt hvimleiðar væru. Eitt vil ég þó sérstaklega leiðrétta og það er í sambandi Við hinn forna framslátt „Mundus vult decipi, ergo decipiatur“ Heimurinn vill láta blekkjast, látum hann því blekkjast. í blaðinu kemur fram að framslátturinn sé ferskur, kristalstær og nýr, vegna þess að hann sé forn en á að sjálfsögðu að vera þó hann sé forn. Hér er nefnilega reginmunur á merkingu hugtaksins og svo afdankaður er ég ekki ennþá að slá því fram, að hið gamla sé gott fyrir það eitt að vera gamallt... Eitt af félagslegu fyrirbærunum borgeir borgeirsson Þorgeir Þorgeirsson: YFIRVALDIÐ Skáldsaga eftir-bestu heimildum og skilrikjum. Kristján Jóhann Jónsson annað- ist útgáfuna. Iðunn 1980. Iðunn hefur á undanförnum árum gefið út sextán bækur í bókaflokkn- um fslensk úrvalsrit í skólaútgáfu. Bækurnar munu vera mikið notaðar í skólum og því ekki úr vegi að gefa því gaum hvernig að þeim er staðið. Oft eru það ungir og áhugasamir kennarar nýútskrifaðir í bók- menntafræðum frá Háskólanum sem ganga frá ritunum til útgáfu. Speglast venjulega í formálum þeirra og skýringum hvað þeir hafa lært og hvað eru viðurkennd fræði meðal lærimeistaranna. Val Yfir- valdsins eftir Þorgeir Þorgeirsson Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON er skiljanlegt og kemur ekki á óvart. Skáldsagan „eftir bestu heimildum og skilríkjum" gefur tilefni til sögulegrar upprifjunar og varpar ljósi á vinnubrögð höfunda heim- ildaskáldsagna sem eins og kunnugt er hafa verið fyrirferðarmiklar í bókmenntum samtímans, ekki síst í nágrannalöndum okkar. „Bókmenntir eru fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri" skrifar Krjst- ján Jóhann Jónsson í upphafi for: mála skólaútgáfu Yfirvaldsins. í framhaldi af þessu fræðir Kristján Jóhann lesendur/nemendur um ýmsa annmarka auðvaldsþjóðfé- lagsins; bókmenntirnar „hafa ekki farið varhluta af því sýndargildi sem klínt er á alla vöru á markaðs- torgi auðvaldsins", skrifar hann. I nafni ýmissa hégilja telur hann að villt sé um fyrir fólki, fyigjendur nýrýninnar hafa verið fremstir í flokki þeirra sem telja öðrum trú um „að bókmenntir séu óháðar og frjálsar". Hann segir réttilega að bókmenntir séu „listrænn texti sem miðar að því að laða fram listræna upplifun hjá lesandanum". En hver er þessi listræna upplifun? Hann svarar að bragði: „þegar menn fást til að virkja tilfinningar sínar og ímyndunarafl og beita því með öðrum þeim vitsmunum sem þeim eru gefnir að þeim verkefnum sem fyrir liggja". Óneitanlega er þetta prósaískt orðalag, en skiljanlegt hjá manni sem hafnar því að snillingar séu til. „Bókmenntalegar" skilgreiningar Kristjáns Jóhanns Jónssonar eru fremur óljósar, en áhugi hans á þjóðfélagsmálum sýnilega töluverð- ur og væntanlega lofsverður. Hins vegar er það rétt hjá honum að menn verða að setja sig inn í nýlenduveldi Dana á Islandi til þess að skilja Yfirvaldið. Ekki sakar að menn átti sig á sagnfræði til að geta lesið sagnfræðilegt verk að gagni, heimilda- eða skýrslusögu eins og saga Þorgeirs Þorgeirssonar er. Kristján Jóhann telur að menn eigi ekki að líta fyrst og fremst á skáldsöguna sem listræna heild heldur á skáldverkið að auka mönnum skilning á sögu og stétta- baráttu kúgaðrar þjóðar svo að þeir geti gerst virkir baráttumenn gegn hvers kyns heimsvaldastefnu. Yfirvaldið er þannig skrifað að lesendur skilja held ég flestir að höfundurinn er á bandi fátæklinga og ógæfumanna. Reynt er að gefa í skyn að Blöndal sýslumaður sé ekki allur þar sem hann er séður, enda er hann fulltrúi valdsins, sem ímynd kerfisins lifir sýslumaðurinn á glæpum manna. Þótt þannig sé vegið að minningu sýslumannsins í sögunni er þess gætt með nokkrum undantekning- um þó að gefa lesandanum tækifæri til að álykta sjálfur, segja ekki of mikið berum orðum. Sagan er sögð af skáldlegum þrótti og víða er í henni litríkar myndir mannlífs og náttúru sem gera hana umfram allt að læsilegu skáldverki. Þannig verð- ur ekki komist hjá að leggja á Yfirvaldið listrænt mat. Hvað sem öllum heimildum líður er hver einstaklingur ekki opið blað. Dóma- og þingbækur segja ekki allt sem skiptir máli um persónugerðir manna og þankagang. Yfirvaldið er verk Þorgeirs Þorgeirssonar og sjálfstætt mat hans á hinum válegu atburðum í Húnavatnssýslu. Útgáfa Kristjáns Jóhanns Jóns- sonar á Yfirvaldinu getur verið nytsamleg gagnrýndum lesendum/ nemendum, en þeir sem hlýða kenn- ara sínum í blindni eiga á hættu að sitja uppi með einhliða mynd af bókmenntum. En varla er það ætl- unin þegar á allt er litið? BENSÍNK) IBOTN ÚT í LOFTIÐ s Sumir keyra í rykkjum, spyma af staö, spóla, spæna og snögghemla. Eru í einskonar kvartmíluleik við um- feröarljósin. Slíkt hefur óþarfa bensíneyðslu í för meö sér. Viljir þú draga úr bensíneyðslunni og spara þér stórar fjárhæöir, verður þú að gera þér ljóst að aksturslagið skiptir miklu máli. Aktu rólega af stað. Vertu spar á innsogið. Haltu jöfnum hraða og hæfilegri fjarlægð frá næsta bíl. Gefðu þér góðan tíma. Það eykur bensíneyðslu um 20-25% að aka á 90 km. hraða í stað 70, auk þess sem það er ólöglegt. Hafðu ekki toppgrind né aöra aukahluti á bifreiðinni að ástæðulausu. Réttrn: þrýstingur í dekkjum skiptir líka máli. Hafðu bílinn ávallt í toppstandi. Og reyndu jafnan að velja hentugar akstursleiðir. SPARAÐU AKSTURINN - Í>Á SPARARÐU BENSÍN. ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum: Orkuspamaðarnefnd iðnadarráðuneytisins Bílgreinasambandið Félag íslenskra bifreiðaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferðarráð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.