Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ1980 ÞETTA GERÐIST 12. júlí 1979 — Gilberteyjar fá sjálfstaeði og verða lýðveldið Kiribati eftir 87 ára stjórn Breta. 1975 — Sao Tome og Principe fá sjálfstæði — Ernest Morgan ofursti, sem var rænt í Beirút, framseldur Rashid Karami forseta. 1967 — Kynþáttaóeirðir í Newark, New Jersey — Uppþot kínverskra kommúnista í Hong Kong ná há- marki. 1960 — Frakkar veita Dahomey, Níger, Efri-Volta, Fílabeinsströnd- inni, Chad, Mið-Afríku og Kongó -sjálfstæði — Krúsjeff segir Mon- roe-kenninguna ekki gilda í Róm- önsku-Ameríku. 1957 — Karim prins verður Aga Khan og leiðtogi 10 milljóna múha- meðstrúarmanna við lát afa síns. 1947 — Fundur 16 Vestur-Evrópu- ríkja í París um Marshall-hjálp. 1941 — Samningur Breta og Rússa gerður í Moskvu. 1920 — Rússland og Litháen undir- rita friðarsamning. 1913 — Tyrkir ráðast á Búlgara. 1906 — Alfred Dreyfus höfuðsmað- ur fær uppreisn æru. 1902 — Fólksflutningar til Ástralíu takmarkaðir með lögum og konur fá kosningarétt. 1878 — Bretar taka við stjórn Kýpur af Tyrkjum. 1808 — Innreið Jósefs Bonaparte í Madrid sem konungur Spánar. 1806 — Napoleon stofnar Rínarsam- band Bæjaralands, Wúrttembergs, Mainz, Baden og átta minni fursta- ríkja. 1799 — Pólitísk félög bönnuð í Bretlandi. 1691 — Orrustan um Aughrim. 1588 — Spænski ógnarflotinn fer frá Lissabon til Englands. 1543 — Hinrik VIII kvænist Katr- ínu Parr. Afmæli. Júlíus Cæsar, rómverskur keisari (100—44 f.Kr.) — Henry Thoreau, bandarískur rithöfundur (1817—1862) — Kirsten Flagstad, norsk óperusöngkona (1859—1962). Andlát. 1536 Erasmus frá Rotter- dam — 1859 Robert Stephenson, verkfræðingur — 1910 C.S. Rolls, flugmaður og bílasmiður — 1935 Alfred Dreyfus, liðsforingi. Innlent. 1809 Jörundur hundadaga- konungur grundvallar völd sín — 1662 Hinrik Bjálki kemur að taka við erfðahyllingareiðum — 1851 Innlim- un í danska ríkið boðuð með stjórn- lagafrumvarpi og herskip kemur með herflokk — 1858 Fulltrúafundur um niðurskurð á Akureýri — 1876 405 vesturfarar fara frá Seyðisfirði með „Verona" — 1947 ísland á 16 ríkja ráðstefnu um Marshall-hjálp — 1973 Haag-dómstóllinn ítrekar bráðabirgðaúrskurð um veiðar innan 50 mílna — 1978 Benedikt Gröndal falin stjórnarmyndun — 1880 f. Jakob Möller — 1889 f. sr. Jón Guðnason. Orð dagsins. Menn hugsa um fátt með meiri alvöru en kvöldmat — Samuel Johnson, rithöfundur (1709-1784). Veður Akureyrí 11 rigning Amsterdam 20 skýjaó Aþena 37 skýjaó Berlín 20 skýjað Brttssel 17 rígning Chicago 33 heíóskírt Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 16 rigning Fasreyjar 9 skýjaó Genf 18 skýjaó Helsinki 21 heióskírt Jerúsalem 31 heióskirt Jóhan nesarborg 16 heiðskírt Kaupmannahötn 21 heióskírt Las Palmas 24 | 5 Lissabon 27 heióskírt London 19 heiðskírt Los Angeles 30 heióskírt Madrid 22 heióskírt Malaga 25 heióskírt Mallorca 23 iéttskýjaó Miami 30 skýjaó Moskva 24 heióskírt New York 29 skýjaó Ósló 23 heióskírt París 17 skýjaó Reykjavík 13 skýjaé Rio de Janeíro 30 skýjaó Rómaborg 23 heióskírt Stokkhólmur 21 skýjaó Tel Aviv 30 heióskfrt Tókýó 25 rigning Vancouver 17 skýjaó Vfnarborg 17 •kýjaó HVAÐ ER AD GERAST í BÆNUM? K JARVALSSTAÐIR: Um tólf þúsund manns hafa séð yfirlitssýninguna UM TÓLF þúsund manns hafa nú séð yfirlitssýninguna á verkum Kristínar Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur á Kjarvalsstöðum. Sýningin var sett upp í tilefni Listahátíðar, en er jafnframt sumarsýning Kjarvalsstaða og verður opin fram tii 27. júlí nk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14 til 22. í tilefni sýningarinnar gáfu Kjarvalsstaðir út litprentuð póstkort með verkum eftir báðar listakonurnar, sem seld eru á sýningunni. FÍM SALURINN: Sýning á verkum 18 listamanna t DAG verður opnuð í FÍM salnum sumarsýning FIM, og stendur hún til sunnudagsins 3. ágúst. Á sýningunni eru verk eftir 18 höfunda, teikningar, grafík, olíumál- verk, vatnslitamyndir og myndir unnar úr leir og fleiri efnum. Fólki er gefinn kostur á að kaupa myndir og verk og taka þau með sér. Meðal höfunda má nefna Örlyg Sigurðsson, Ragnheiði Jónsdóttur, Sigrúnu Guð- mundsdóttur og Magnús Á. Árna- son, annan heiðursfélaga FÍM, o.fl. Sýningin er opin alla daga frá kl. 19 til 22. Kristín Magnús i Light Nights les úr Egilssögu. LISTASAFN ALÞÝÐU: Yfirlitssýning á verkum safnsins í DAG verður opnuð í Listasafni alþýðu fyrsta yfirlitssýning á verkum safnsins i hinum nýju húsakynnum Listaskála alþýðu, Grensásvegi 16, Reykjavik. Listaskáli alþýðu var formlega vígður 7. febrúar sl. og þá afhent- ur Listasafni alþýðu til afnota. Fyrsta opinbera sýning Lista- safnsins á Grensásveginum var opnuð 1. maí sl. Var það sýning á málverkum Gísla Jónssonar frá Búrfellskoti, þá nær óþekkts al- þýðumálara. Framlag Listasafns alþýðu til Listahátíðar 1980 var sýning á koparstunguröð Goya, Hörmungar stríðsins, og stóð hún út júnímánuð. Nú opnar Listasafn alþýðu sína fyrstu yfirlitssýningu á eigin verkum í eigin húsakynnum. Uppistaða þeirrar sýningar er úr gjöf Ragnars Jónssonar í Smára, en auk þess eru myndir sem safnið hefur síðar eignast. Sumarsýning Listasafns alþýðu stendur frá 12. júlí—31. ágúst, og verður sýningin opin virka daga kl. 14.00—18.00 og sunnudaga kl. 14.00—22.00. Kaffistofan verður opin á sýningartíma og auk þess verða boðnar veitingar í hádegi virka daga kl. 11.30—1.30. ASMUNDARSALUR: ■ MOKKA: |3 Ingólfur Örn Árnason sýnir Ingólfur Örn Arnarson opnar í dag sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu í Reykjavík. Er þetta fyrsta einkasýning hans, en hann hefur áður tekið þátt í samsýning- um heima og erlendis. Verkin samanstanda af ljósmyndum og textum, en einnig eru sýndar nokkrar bækur. Ingólfur nam við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og stundar nú nám í Hol- landi. Fyrsta sýning Þorvaldar Davíðs Á Mokka stendur yfir sýning á verkum Þorvalds Davíðs Hall- bergssonar frá Húsavík. Þetta er fyrsta sýning Þorvald- ar. Á sýningunni eru 20 blýants- teikningar og eru þær flestar til sölu. Sýningin er opin til 15. júlí. GALLERÍ DJÚPIÐ: Valdís Óskarsdóttir sýnir ljósmyndir í GALLERÍ Djúpinu stendur^rfir ljósmyndasýning Valdísar Osk- arsdóttur. Á sýningunni eru 20 ljósmyndir, og er þetta fyrsta einkasýning hennar. Sýningin stendur yfir til 16. júlí og er opin daglega frá kl. 11 til 23. Myndirnar eru allar til sölu. HÁSKÓLI ÍSLANDS: Sýning á listaverkasafni H.í. Sýningar f jórum sinnum í viku í sumar FERÐALEIKHÚSIÐ hefur hafið sýningar á Light Nights að Frí- kirkjuvegi 11. Sýningar verða fjórar I viku fram til 31. ágúst, það er á fimmtudags-, föstudags-. íaugardags- og sunnudagskvöld- um og hefjast kl. 21.00. Light Nights sýningarnar eru sérstaklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks ensku- mælandi ferðamönnum. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku, að undanskildum nokkrum þjóðlaga- textum og kveðnum lausavísum. Alls verða 28 atriði á dagskrá. Meðal efnis má nefna þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er lesið úr Egilssögu. Á milli atriða eru sýndar skyggnur af verkum íslenskra listamanna og leikin íslensk tónlist af hljómplöt- um auk fleiri atriða. SÝNING stendur yfir á mál- verkasafni Háskóla íslands, sem Sverrir Sigurðsson og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, gáfu. Sýningin er í hátíðarsal skólans og opin alla virka daga frá 14 til 18. Stendur hún til 3. ágúst. Á sýningunni eru 95 málverk, þar aí 70 eftir Þorvald Skúlason. GALLERI LANGBROK: Sýning á handunnum listmunum GALLERÍ Langbrók hóf i gær sölusýningu á handunnum list- munum, tauþrykki, keramik, grafik, fatnaði o.fl., en Galleriið hefur nýlega flutt starfsemi sina á Bernharðstorfu. Einnig er fyrirhugað að Lang- brók getið boðið upp á litlar sýningar í fremsta herbergi Gall- erísins en alls eru herbergin þrjú. Sýningin er opin alla daga frá kl. 12 til 18 eftir hádegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.