Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JULI 1980 39 Horkuleikur á Akureyri EINN leikur fór fram í 2. deild í gærkvöldi. Lið Þórs frá Akureyri og Fylkir mættust á Akureyrar- velli. Eftir jafnan og spennandi leik sigraði Þór 2—1. Voru bæði mörkin skoruð i fyrri hálfleik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti hjá báðum liðum. Fylkis- menn skoruðu eftir tvær minútur og var þar að verki hinn snjalli leikmaður Hilmar Sighvatsson. Hilmar tók aukaspyrnu af um 25 metra færi og þrumuskot hans hafnaði beint upp i samskeyti marksins. Glæsilegt mark. En það tók Þór ekki langan tíma að jafna metin. Strax á sjöundu mínútu leiksins skoraði Oddur Óskarsson, bráðefnilegur leikmað- ur, með glæsilegu skoti. Margir vildu meina að hann hefði verið rangstæður en svo var alls ekki. Mikið fjör færðist nú í leikinn, og á 16. mínútu skoraði Þór annað mark. Þór fékk hornspyrnu og var hún vel framkvæmd. Óskar Gunn- arsson stökk hærra en allir aðrir og skallaði bæði kröftuglega og stórglæsilega beint í netið. Reynd- ist þetta vera sigurmark leiksins. Þór- 0.1 Fylkir | Þór var betra liðið í fyrri hálf- leiknum, en í þeim síðari snerist dæmið við, Fylkir sótti meira en tókst ekki að skapa sér marktæki- færi. Oddur Óskarsson var besti maður Þórs í leiknum en leikmenn Fylkis voru jafnir að getu. Bæði liðin frá Akureyri eru nú á toppnum í 2. deild og er það ekki fjarri lagi að þau komist bæði upp í 1. deild á næsta ári. — sor. Staðaní 1. deild ÞEGAR níu umferðum í ís- landsmótinu i knattspyrnu er lokið er staða liðanna nú þessi: Valur 9—6—1—2 Stig 22-10 13 Fram 9—5—2—2 11- 9 12 lA 9—4—3—2 13-10 11 iBV 9—4—2—3 17-16 10 Víkingur 9—2—5—2 9-9 9 KR 9—5—1—3 10-11 9 ÍBK 9—2—4—3 8-12 8 UBK 9—4—0—5 16-14 8 Þróttur 9—2—2—5 7-10 6 FH 9—1—2—6 12-24 4 Knattspyrnuleikir um helgina HLÉ verður á keppni í 1. deild í knattspyrnu um helgina. en að venju fara margir leikir fram í 2. og 3. deild víðs vegar um land. Og að sjálfsögðu eru leikir yngri flokkanna á fullri ferð. Hér á eftir má sjá hvaða leikir eru á dagskrá og hvar þeir verða leiknir. Laugardagur 12. júli Deild Kl.: 2. Ilúsavíkurvöllur 15.00 Völsun»fur—ÍBÍ 2. l.auKardalsvóllur 14.00 Ármann — KA 2. Norófjarðarvóllur 15.00 Þróttur— llaukar 2. Sclíossvöllur 15.00 Sclfoss—Austri 3. A Melavöllur 16.00 ÓAinn —Katla 3. llelluvóllur 16.00 Hekla-ÍK 3. B Varmárvöllur 16.00 Afturcldinx—Grótta 3. Grindavikurvöllur 16.00 Grindavík —Viðir 3. Stjórnuvóllur 16.00 St jarnan — llveraKerAi 3. C Búóardalsvöllur 16.00 ÓlafurPá-HÞV 3. Hcllissandsvöllur 16.00 Reynir—VikinKur 3. BolunKarvlkurvóllur 16.00 BolunKarvik — Snæfcll 3.1) Lauxalandsvöllur 16.00 Arroðinn —Ma«ni 3. Álftaháruvóllur 16.00 HSÞ b—Leiftur 3. SÍKlufjarðarvóllur 16.00 KS — IlófAstrendinKur 3. E LauKavóllur 16.00 Eflinjc—Rcynir 3. Sauóárkróksvollur 16.00 Tindastóll — DaKsbrún l.fl.B Ármannsvöllur 16.00 Ármann —BolunKarvik t.fl.C Ilcllissandsvðllur 15.00 Rcynir II— Týr 5.(111 Þróttarvóllur 14.00 bróttur—BolunKarvik 5.n.c SandKcrðisvöllur 16.00 Rcynir S—Týr Sunnudagur 13. júlí i.fl.B Sclíossvöllur 14.00 Sclfoss—liolunKarvik l.fl.C Bor«:arncsvöllur 14.00 SkalIaKrimur—Týr 5.(1.B Stjörnuvóllur 14.00 Stjarnan — BolunKarvik 5.Í1.C Grlndavtkurvöllur 16.00 Grindavik—Týr Mánudagur 14. júli I.andsl. í Osló 19.00 NorcKur —ísland Algeng sjón í leiknum í gærkvöldi. KR-ingar í hörkusókn og margir Eyjamenn til varnar. U'*™ Mhi. Kmiiía Ovænt mark kom ÍBV á sporið „ÞAÐ ER augljóst að gamla góða KR-heppnin er ekki lengur til staðar,“ varð einum vallargesta að orði i gærkvöldi eftir að Eyjamenn höfðu lagt KR-inga að velli, 3:1. KR-ingar sóttu nær stanzlaust fyrstu 55 minútur leiksins en þá skoruðu Eyjamenn mjög óvænt mark. Markið var mikið áfall fyrir KR-liðið og bættu Eyjamenn við tveimur mörkum áður en KR-ingar lög- uðu stöðuna á síðustu minútum leiksins. KR-ingar hófu strax stórsókn að marki Eyjamanna og tókst þeim oft að opna vörn þeirra með góðum samleik. Færin komu hvert af öðru en ekki vildi boltinn í netið. Tvisvar var bjargað á línu Eyjamarksins eftir skot Hálfdáns og Ottós, Stefán Örn átti þrumu- skot í þverslána og Páll Pálmason markvörður varði tvívegis á ævintýralegan hátt mjög góð skot Elíasar og Stefáns Arnar. Eyja- menn fengu aðeins eitt umtalsvert tækifæri í hálfleiknum en Tómas Palsson skaut þá hátt yfir. KR-ingar héldu áfram upptekn- um hætti í byrjun seinni hálfleiks en á 55. mínútu kom markið, sem gjörbreytti leiknum. Gústaf Bald- vinsson sendi misheppnaða send- ingu inn fyrir vörn KR og Stefán KR-markvörður hljóp út í víta- teigshornið til þess að góma bolt- ann. Enginn hætta virtist á ferð- um, en öllum að óvörum missti Stefán knöttinn frá sér fyrir fætur Kára Þorleifssonar, sem fylgt hafði eftur upp á von og óvon. Kári þakkaði gott boð og sendi knöttinn mjög laglega í netið úr þröngri aðstöðu. Markið sló KR-inga alveg út af laginu. Þeri misstu taktinn og Eyjamenn fóru að sækja. Á 17. mínútu s.h. fékk Sigurlás Þor- leifsson knöttinn rétt innan mið- línu. Hann tók mikinn sprett í átt að marki KR, lék laglega á þrjá varnarmenn og skoraði síðan með góðu skoti neðst í markhornið fjær. KR-ingar höfðu skipt tveimur mönnum inná þegar ÍBV skoraði sitt fyrsta mark og léku þeir aðeins 10 frá 22. mínútu s.h. en þá fór Elías Guðmundsson út af vegna tognunar. Missti hann þar með af landsliðsferðinni til Sví- þjóðar og Noregs. Þrátt fyrir að KR-ingar væru færri þyngdist sókn þeirra þegar á leikinn leið, en Eyjamenn náðu af og til skyndi- sóknum sem sköpuðu hættu, eink- um ef Sigurlás var skipuleggjand- inn. Á 34. mínútu kom sending fram völlinn til Sigurlásar, sem lék á KR-inga og skaut þrumu- skoti að markinu. Guðjón Hilm- arsson reyndi að afstýra markinu en boltinn fór í netið af kolli hans. Guðjón sagði eftir leikinn að boltinn hefði örugglega farið í markið hvort sem var svo að Sigurlás telst markaskorarinn. Mínútu seinna sóttu KR-ingar, sending kom fyrir markið og Ágúst Jónsson stýrði boltanum laglega með höfðinu yfir Pál markvörð. Fleiri urðu mörkin ekki í þess- um bráðskemmtilega leik, þrátt fyrir nokkur góð tækifæri. Bæði liðin sýndu mikla baráttu og léku góða knattspyrnu og var leikurinn til sóma fyrir þau bæði. I STUTTl! MÁLI: l.auKardalsvollur 11. júll. KR — IBV 1:3 (OKI). Mark KR: Ágúst Jonsson á 80. mín. MOrk ÍBV: Kári Þorleifsson á 55. min. oit Sigurlás Þorlrifsson á 62. og 79. min. Áhorfendur: 1078. Gul spjóld: GuAjón Hilmarsson KR. - ss Einkunnagjöfin KR: Stefán Jóhannsson 5 Guðjón Hilmarsson 6 Sigurður Pétursson 6 Ottó Guðmundsson 7 Börkur Ingvarsson 6 Birgir Guðjónsson 6 y/AÓIympíumaðurinn /*>C*TI oiU*.i r'imn *£*!}•** /9» Cm ilAt aUiLA AOtac . r"1** »'*'*■ 1 JonJirtcecA uirdfiihrdm I eþioPiLt oc iIail Cin mAtdAirtiJ, tem rsoMAJ Sntm liffjn. JJi/t P r/Ciirt coLLrfntuur , mArotmialajPi ty 7ÍZE.VIU-IOPJ—AVAHIASTI SIUDKDS f/mm dittJm Cjniit LfiAritA | rog/o Cív/sr Aveoe J*itn/i 80T^LAA(AAP(Cií9 . aeCrrri Ericd . ytnEOi tCitiijA 0» oav 1 epriii. 2 UtíT oc (2 mirj , II 2 se*. , scm /Afi cue ncec-r o cy r<\ f / j m €'~r. © BEAVERBROOfc NEWSPAPERS tgK TOKYO 1964 AaEnE «fo«n I /TIArZ* 4 tyy'/A JrJBArJ PlfSTA iriArJitl OC ÞArJ.i Tl/VA, rJOTAil fJAiJiJ flt. At JCCr* Jr/MJrl OC /1/l/CrJ r/JCo sroi/dA/LPsArio/i-rCriM /nep CmnoCiO.A /e nr/sdrr\ r s /o PJCUT/ST yA/L W t nnrj)! *ejrjt t ;r,p 4 CSArTAr/A fíoeoc AC'J/Jt>/ J/Þ pSjpjy, CJío/i) í /96? CrJ eCn/L /~r r(/y\ nf V2. jAn* HArhJ fít /J/frrA /eCrJA me/-T)jLA 'a f/trt . Jo/JJm JfíA (,/)$ HOrUJA. SÁAA/ior, UAH h HAHS , /TAmo wot-BC^JAH/J SOLi.lt , Saca Ace/Se e/JBAp/ Ho/t/nOoeíA .HArlrl f/APÞAPijT Á /ruei/J / /J/cSífSi /qtC) JAr/rJ VAn. Ct-Jrr ja. -r/t er/CLft/JÞS 06 cA6$UA. trJ/J a STOJC /nAHÞC. J/Ct-e SjdjiLAHÓSlfi . pA< HAH /JA/d/J HOAAAO/n, QATA oC, t'/PÞi s/t^SrJ ÁHJ/n KV’rlrlfí/l i /VrÓLA- SrOL Jón Oddsson 6 Stefán Örn Sigurðsson 6 Sæbjörn Guðmundsson 6 Elías Guðmundsson 8 Hálfdán Örlygsson 7 Ágúst Jónsson vm. 5 Sverrir Herbertsson vm. 5 ÍBV: Páll Pálmason 8 Snorri Rútsson 6 Viðar Eliasson fi Sighvatur Bjarnason 6 Gústaf Baldvinsson 7 Jóhann Georgsson 5 Ómar Jóhannsson fi óskar Valtýsson fi Sigurlás Þorleifsson 8 Tómas Pálsson 5 Kári Þorleifsson fi Þórður Ilallgrímsson vm. fi Dómari: Þorvarður Björnsson 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.