Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 3

Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 3 Þessi hefur líkast til tekið að sér dyravörzlu. því hann stóð við dyrnar og þegar Emilia BjörK íékk að kíkja inn fyrir með myndavélina lét hann hina þegar vita með nokkuð reiðilegu gargi. Fálkaungarnir: Hætta talin á að þeir geti ekki bjargað sér FÁLKAUNGARNIR fjórir, sem eftir lifa, af þeim fimm, sem Austurríkismennirnir rændu fyrir skömmu, voru hinir værðarlegustu í búri sínu að Keldum i gær. Virðast þeir ætla að ná fullri heilsu, en að sögn Ævars Petersen hjá Náttúrufræðistofnun er alls ekki vist hvernig þeim reiðir af uppeldislega séð. Ilann tjáði Mbl., að þegar fálkaungum var sleppt eftir sams konar atvik hér um árið, hafi einn þeirra fundist dauður fljótlega, en ekki sé vitað um afdrif hinna. Ævar sagði, að ætlunin væri að fara með þessa unga á afvikinn stað, eða sem næst þeim stað þar sem þeir voru hirtir. „Síðast var fálkaungum sleppt í nánd við Keldur og við teljum að meiri líkur séu á því að þeir finni sig á afviknum stað.“ Mikil hætta er talin á að fuglarnir geti ekki bjargað sér sjálfir eftir að hafa fengið mat sinn á silfurfati, ef svo má segja, og foreldrar unganna eiga eflaust stóran þátt í að kenna þeim hvernig þeir eiga að bjarga sér við veiðar. Ungunum verður ekki sleppt fyrr en þeir hafa náð nægilegum þroska og eru orðnir fleygir. Tekur það yfirleitt nokkrar vikur frá því að þeir koma úr eggjunum. Sá fremri hafði fengið sér „hænublund“ og nennti ekki að standa upp, en sá aftari var mjög spekingslegur og reigði sig og teygði eins og montinn hani. Ljósm. Mbl. Emilia Árni Grétar Finnsson um vandræði Hitaveitu Reykjavikur: „Trúi ekki öðru en in heimili eðlilegar Bæjarráð Hafnarfjarðar skorar á rikisstjórnina að af- greiða þegar hækkunarbeiðni Hitaveitu Reykjavíkur „ÞAÐ er gífurlega illa farið með þetta fólk, sem hefur treyst á að fá hitaveitu í hin nýju hús sín. Nú verður það að leggja út í stórkostlegan aukakostnað við að koma sér upp kyndingartækjum auk þess, að kyndingarkostnaður með oliu er um nifaldur á við hitaveitu,“ sagði Árni Grétar Finnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarráði Hafnarfjarðar, er Mbl. innti hann álits á þeim vandræðum, sem skapast hafa hjá Hitaveitu Reykjavíkur, vegna þess að hún fær ekki umbeðnar gjaldskrárhækkanir og getur þess vegna ekki lagt hitaveitu í ný Hvammahverfi í Ilafnarfirði. „Það er í raun og veru fárán- legur hlutur að ein okkar aðal- orkulind, heita vatnið, skuli vera orðin munaðarvara, sem við get- um ekki leyft okkur að kaupa vegna vísitölukerfis þess, sem við búum við. Annars trúi ég ekki öðru en ríkisstjórnin verði við kröfum Hitaveitu Reykjavíkur, um eðli- legar gjaldskrárhækkanir, enda er Hitaveitan eitt okkar allra beztu fyrirtækja. Þá má í þessu sambandi nefna að gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur hafa frá árinu 1975 um það bil fjórfaldast í verði, en almennt verðlag hefur hins vegar um það bil sexfaldast. Það sést glöggt á þessu að gjaldskrárnar hafa ekki hækkað óeðlilega í gegnum árin,“ sagði Árni Grétar Finnsson. Þá hefur Morgunblaðinu borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Hafnarfjarðarbæ: Svo sem kunnugt er á Hita- veita Reykjavíkur nú við mikinn fjárhagsvanda að stríða sem íbúðarhverfi, m.a. í hið nýja rekja má til þess að stjórnvöld hafa ekki heimilað Hitaveitunni nauðsynlegar hækkanir á gjald- skrá sinni. Með samningi milli bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og borgarsjóðs Reykjavíkur frá 1973 var Hita- veitu Reykjavíkur veitt einka- leyfi til þess að starfrækja hita- veitu í Hafnarfirði. Á síðasta ári hófust fram- kvæmdir við byggingu nýs hverf- is í Hvömmunum í Hafnarfirði. Þá var ráðist í gatnagerð og lagnir. Ráð var fyrir því gert að Hitaveita Reykjavíkur byrjaði þá á lagningu dreifikerfis fyrir hita- veitu í hverfið en af því gat ekki orðið vegna rekstrarfjárskorts Hitaveitunnar. Hitaveita Reykjavíkur áformaði því að byggja dreifikerfi fyrir Hvammahverfi á þessu ári. Flestir Hafnfirðingar fengu hitaveitu í ársbyrjun 1975. Frá þeim tíma til dagsins í dag hefur vatnsverð Hitaveitu Reykjavíkur hækkað hlutfallslega mun minna en almennt verðlag í landinu. Á þessu tímabili hefur framfærslu- vísitala og byggingarvísitala rúmlega 6 faldast en vatnsverð Hitaveitu Reykjavíkur hefur tæplega 4 faldast. Forsvarsmenn Hitaveitu Reykjavíkur hafa upplýst að vegna fjárhagsvanda Hitaveit- unnar væri að óbreyttu engar lýkur til þess að hægt verði á þessu ári að leggja hitaveitu í Hvammahverfi. Fjárhagsvandi þessi er rakinn til þess að á undanförnum árum hefur Hita- veita Reykjavíkur ekki fengið nægar hækkanir á gjaldskrá sinni. Talið er að fjárvöntun Hitaveitunnar vegna aðkallandi framkvæmda sem vinna þyrfti á þessu ári sé um 2 milljarðar króna. Hitaveitan getur því ekki ráðist í nauðsynlegar fram- kvæmdir við vatnsöflun og dreifikerfi. Á síðasta ári var hafin bygging húsa í I. áfanga Hvammahverfis. í áfanga þessum eru 60 einbýlis- hús og 26 raðhús. Nú er að hefjast bygging II. áfanga hverf- isins, sem er 45 raðhús. Nú er verið að flytja í fyrstu húsin í hverfinu. Olíukynditækj- um hefur þegar verið komið upp í nokkrum húsum og á næstu mánuðum mun þurfa að setja olíukyndingu í flest hús í I. áfanga, alls 86 hús. Ljóst er að ríkisstjórn- hækkanir“ Árni Grétar Finnsson verði Hitaveitu Reykjavíkur ekki útvegað viðbótar fjármagn hið fyrsta verða íbúar hverfisins að hita hús sín með olíu næsta vetur. Slíkt mun hafa gífurlegan kostnaðarauka í för með sér við að koma upp kynditækjum og síðan um nífalt hærri rekstrar- kostnað en upphitun með jarð- varma. Þá er yfirvofandi vatnsskortur á veitusvæði Hitaveitu Reykja- víkur og því er nauðsynlegt að Hitaveitan ráðist nú þegar í boranir eftir heitu vatni og frekari virkjanir. Á fundi bæjarráðs Hafnar- fjarðar þann 10. júlí s.l. var fjallað um ástand sem það skap- ast hefur vegna fjárhagsvanda Hitaveitu Reykjavíkur og sam- þykkt var áskorun til ríkisstjórn- arinnar að heimila eðlilega hækkun á gjaldskrá Hitaveit- unnar. I ályktun bæjarráðs segir m.a., að það er brýnt hagsmunamál allra notenda á orkuveitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur að Hita- veitunni verði séð fyrir auknu rekstrarfé til frekari vatnsöflun- ar, lagningar dreifikerfa og til að tengja nú hús á veitusvæðinu. Við ákvörðun verðs á heitu vatni til neytenda verður að miða við það að Hitaveitunni sé tryggt fé til nauðsynlegrar uppbyggingar og endurnýjunar á veitukerfi sínu. Hitaveita Reykjavíkur hef- ur ný ítrekað sótt til ríkisvalds- ins um hækkun á gjaldskrá sinni. Þrátt fyrir að hækkunarbeiðnir þessar hafi verið ítarlega rök- studdar hefir beiðnum þessum ekki verið sinnt nema að litlum hluta. Nú hefur Hitaveita Reykjavík- ur óskað eftir að hækka gjald- skrá sína um 60% og er hækkun- arbeiðnin til athugunar hjá rík- isstjórninni. Bæjarráð Hafnar- fjarðar telur ekki hjá því komist fyrir ríkisstjórnina að heimila þá hækkun á gjaldskrá Hitaveit- unnar sem tryggi eðlilegan rekstrargrundvöll, svo að komið verði í veg fyrir vatnsskort og að stór hverfi verði hituð upp með olíu, en það yrði stórfelld kjara- skerðing fyrir mörg heimili. Bæj- arráð skorar því á ríkisstjórnina að afgreiða nú þegar hækkunar- beiðni Hitaveitu Reykjavíkur eða til vara að hlutast til um aðrar ráðstafanir til lausnar á þessu alvarlega vandamáli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.