Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 31 Jón Viðar Jónsson: Á Broadway 3. grein Þrir Mummonschanz-leikarar: mannlegar tilfinninjíar ok eiKin- leikar tjáðir á nakinn og markvissan hátt. Þjóðleikhúshópurinn hafði að- eins sex daga til ráðstöfunar þegar hann kom til New York fyrir u.þ.b. mánuði — og það er ekki hægt að sjá stórt brot af leiklist þessarar borgar á viku- tíma. Alla daga voru menn á þönum út og suður; morgnum og eftirmiðdögum var yfirleitt eytt á söfnum, bíóum eða skoðunarferð- um um borgina, á kvöldin var farið í leikhús. Á þessum tíma sá ég alls níu leiksýningar — og hefði þó getað séð eina til viðbótar með betri skipulagningu. En ég viður- kenni fúslega að eftir þeirri sýn- ingu, hver svo sem hún hefði orðið, sá ég ekki mjög mikið. New York-borg er nefnilega sjálf svo stórfenglegt teater mannlífsins, að það sem var að sjá á leiksviðum Broadway bliknar flest í minningunni við hliðina á sumu sem bar fyrir augu manns á ýmsum stöðum í borginni. Á Manhattan-eyju ægir í rauninni saman mörgum ólíkum veröldum og andstæður auðs og allsleysis eru þar hrikalegar. Eitt kvöldið var hlýtt á heimssöngvara syngja fyrir rjóma þjóðfélagsins í Metr- opolitan-óperunni; annan dag var farið í bíl um blökkumannahverfið Harlem, þar sem nakið andlit atvinnuleysisins blasti við. Ég var oft gripinn þeirri tilfinningu á flakki mínu um borgina, bæði á ferð um iður hennar með neðan- jarðarbrautinni og uppi á útsýn- ispalli Empire State Building, að hún væri lifandi vera sem hefði vaxið öllum mönnum yfir höfuð og hegðaði sér nákvæmlega sam- kvæmt eigin vilja. Og þó að víðáttur og margbreytileiki henn- ar séu nánast ógnvekjandi og hvergi virðist maðurinn fjær því að vera í hinni dásömuðu snert- ingu við náttúruna, er New York- borg að sínu leyti mennskust allra borga sem ég hef komið til. Ástæðan er sú að hún virðist geta rúmað allt mannlegt og leyft sérhverri mannveru, hversu lítilmótleg sem hún er, að vera hún sjálf, án þess að útskúfa henni úr samfélagi sínu. Skýja- kljúfarnir og sumar myndir fá tæktarinnar verða líklega það sem ég minnist lengst af New York- borg, eins og ég kynntist henni í þessari för — en stórkostlegast af öllu var þó að reika innan um manngrúann á götum borgarinn- ar, einn og óháður, en þó jafn réttmætur þegn og allir aðrir í samfélagi milljónanna. Mummenschanz Ég hef nú sagt frá flestum þeirra sýninga sem mér vannst tími til að sjá á Broadway. Ég hef einnig reynt að gefa dálitla hug- mynd um innviði þess leikhúss, sem þar er rekið, og meta listræna stöðu þess, að svo miklu leyti sem það er hægt eftir svo stutt og takmörkuð kynni. í þessari loka- grein ætla ég aftur á móti að halda mig við eina leiksýningu, sem hefur gengið á Broadway í þrjú ár og mun vera lögð upp í heimsreisu, þegar þessar línur koma á prent, hafi áætlun hennar staðist. Það er alltaf erfitt að gefa öðrum hugmynd eða tilfinningu fyrir leiklist, sem maður hefur séð og upplifað, með orðum einum saman. Sjaldan hefur mér fundist það eins erfitt og nú, þegar ég verð að koma orðum á blað um þessa sýningu, Mummenschanz. Mynd- irnar, sem ég birti hér með, ættu að auðvelda mönnum nokkuð að átta sig á þeirri leiklist sem þarna var framin, þó að þær hrökkvi á vissan hátt jafn skammt og orðin. Það má jafnvel segja að þær hljóti að gefa dálítið falska mynd af tjáningaraðferð sýningarinnar, því' að í henni byggðist allt á hreyfingu, líkamlegri hugsun. Eins og í hinu hefðbundnara formi látbragðsleiksins, mímunnar, voru engin orð eða hljóð notuð til að ná sambandi við áhorfendur, heldur fór leikurinn fram í algerri þögn. Öll formleg útfærsla var þó ólík því, sem ég hef áður séð af þessu tagi, enda er hér síður um ein- staka leiksýningu að ræða en tilraun til að útvíkka form mímu- leiksins. Eins og nafnið bendir til er Mummenschanz af þýskum upp- runa, eða nánar tiltekið svissnesk- um. Upphafsmenn leiksins, þau Andrés Bossard, Bernie Schiirch og Floriana Frassetto, fengu öll grunnþjálfun í hefðbundnum mímuleik, en fundu snemma til ákveðinnar óánægju með hann. Þau lýsa sjálf afstöðu sinni með þessum orðum: „í klassískum mímuleik snýst allt um að búa til eitthvað fagurt og upphafið. Hinir frægu mímuleikarar sveipa sjálfa sig einhvers konar guðdómi, allt sem þeir gera er mjög músíkalskt. Við vorum að leita að einhverju mannlegra. Við viljum segja skilið við hefð „hvíta andlitsins", þar sem andlitið skiptir svo miklu máli og hlutir eru búnir til úr engu. Ef við þurfum borð, notum við borð; við höfnum allri blekk- ingu. Það er ekkert sem fjötrar Mummenschanz-leikari i gervi munns sem smakkar hikandi á einhverri fæðuteg- und. ímyndunarafl áhorfandans." Það má skjóta því að hér, að frægasti núlifandi fulltrúi þeirrar mímu- hefðar, sem þau þrjú rísa gegn, er líklega Marcel Marcau, franski mímuleikarinn, sem kom hingað og lék í Þjóðleikhúsinu fyrir mörg- um árum. Mummenschanz-leikarinn ber grímu eða hylur líkama sinn allan í einhvers konar gervi úr svampi eða öðru voðfelldu efni, sem leyfir hreyfingum hans að njóta sín til fullnustu. Þannig getur hann breyst í nánast hvað sem vera skal; á meðfylgjandi mynd er hann t.d. tvær samhangandi hálf- kúlur, sem eiga að sýna munn með lafandi tungu. Leikarinn verður eins konar lifandi skúlptur, sem getur hvort sem er fyrirstillt eitthvað formlaust og óhlutbundið eða ákveðin efnisleg fyrirbæri. Oft eru leikararnir annarleg dýr, lífverur sem við vitum ekki full- komin skil á ummyndast kannski fyrir augum okkar. En þó að þessar verur séu framandi, eru hegðunareinkenni þeirra yfirleitt afskaplega mannleg. í fyrsta atriði sýningarinnar sást t.d. formlaus amaba streða við að komast upp á allháan pall fyrir miðju sviði. Hún gerði hverja tilraunina á fætur annarri, tók ýmist löng stökk að pallinum eða reyndi að lyfta sér upp á hann með afli, virtist oft hafa misst móðinn, en reyndi þó ævinlega aftur og komst að lokum upp. Það leyndi sér ekki á tilburðum hennar hver- su hreykin hún var af sjálfri sér, en stoltið kom henni svo sannar- lega í koll, því að pallurinn var ekki breiður og áður en hún vissi af var hún oltin út af honum hinu megin. Á þennan hátt var hið frum- stæðasta allra lifandi forma gætt atferli, sem er öllum mannverum eiginlegt. Orðið Mummenschanz er sett saman úr þýsku orðunum Mumm- en, sem táknar dulargervi eða leik í dulargervi, og Schanz, sem þýðir tilviljun. í Mummenschanz sést aldrei andlit leikarans sjálfs og á það leggja þeir Bossard og Schurch sérstaka áherslu. Gríman er sjálfsagður þáttur í helgisiðum fornra trúarbragða, sem leiklistin er sprottin úr, og hún er ævafornt tákn þeirrar útþurrkunar á per- sónuleika einstaklingsins, sem leiklistin er. Og þeir félagar segj- ast hafa sótt innblástur í alþýð- legar hefðir, sem byggjast á dul- argervum og svissneskt sveitafólk hafi varðveitt frá örófi alda allt fram á þennan dag. „Það eru til grímur fyrir flest tækifæri í lífi fólksins" segja þeir, „grímur sem boða einhverja hátíð, grímur sem reka veturinn á brott. Fólkið framkvæmir sjálft þessar athafn- ir og það eru engir leikarar. Á eftir fara menn heim til sín og enginn veit hverjir þeir voru.“ Andlitsleysið var veigamikið at- riði í sýningunni á Mummen- schanz, ekki síst seinni hluta hennar. Hún var samsett af fjöru- tíu atriðum og þau tuttugu síðari voru nokkuð ólík hinum fyrri. Hugmyndin mun hafa verið sú að fylgja þróun mannsins allt frá stigi .hinnar fyrstu lífveru og í lok fyrri hlutans varpa leikararnir þrír skyndilega af sér kynlegum gervum sínum og stíga fram í svörtum búningum sem hylja líkami þeirra frá hvirfli til ilja. Höfuð þeirra eru hins vegar innan í svörtum ferhyrndum kössum, sem er hægt að festa á grímur og alls kyns hluti (sbr. myndina). Fyrri hlutinn gaf þeim ýmis betri tækifæri til að sýna frábæra líkamsfimi sina og hreyfitjáningu, en snjöllustu atriði leiksins var þó að finna í seinni hlutanum. Ein- faldleikinn og myrkur undirtónn- inn minnti mig oft á andann í leikritum Becketts og það var ekki verið að sýna okkur skástu hliðar mannskepnunnar. Segja má að grunnþemað í flestum þessara atriða hafi verið löngun mannsins til að vera eitthvað, en ná þó sambandi við aðrar mannverur. I einu atriðanna játuðu þessar ver- ur hvor annarri ást sína með því að rúlla klósettpappír sem var festur á höfuðkubbana hver fram- an í aðra; í öðru ástaratriði báru þær marsípangrímur sem þær eyðilögðu með því að sleikja sæt- indin hvor framan úr annarri. Hvað eftir annað var áhorfendum sýnt á hugmyndaríkan og grát- broslegan hátt hvernig árásar- girni, græðgi, sjálfselska, hégóma- skapur og hrein heimska koma í veg fyrir að menn geti náð sam: bandi og sigrast á einsemdinni. í lokaatriði sýningarinnar horfðum við á viðureign tveggja einstakl- inga sem bera grímur úr leir. Annar hefur mótað andlit sitt á glæsilegan hátt með svipmiklum andlitsdráttum og er fullur hroka yfir útliti sínu. Hinn berst ör- væntingarfullri baráttu við að fá eitthvert lag á afskræmt andlit sitt og þegar það tekst ekki ræðst hann á hinn og eyðileggur andlit hans. Þannig ná niðurrifsöflin í manninum alltaf yfirhöndinni og tortima tilveru hans sem sjálfs- stæðs einstaklings. Fílósófían í þessum mímuleik var því óneitan- lega nokkuð einfölduð og gamal- kunn, en hún var túlkuð á svo sérkennilegan og hrífandi hátt að maður hafði ríka ánægju af öllu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.