Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 17 Æft af kappi — þarna má kenna Bessa Bjarnason, Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson. „Sumargleðin 10 ára“ á Hofsósi „ÞAÐ verður mikið um að vera hjá okkur á Ilofsósi i kvöld, — samfelld skemmtidagskrá i yfir tvær klukkustundir. Meðal ann- ars bingó, getraunir og að lokum verður dans stiginn," sagði hinn góðkunni sjónvarps- maður, Þorgeir Ástvaldsson, í samtali við Mbl. vegna ferðar hans ásamt félögum um landið í sumar. Þeir kalla gleðina „Sumargleðin 10 ára". Ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni er fjöldi góðkunnra manna. Ragnar Bjarnason verður með hljómsveit sína. Þá eru þeir með félagarnir Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarnason og Magnús Ólafsson, sem í vetur hefur slegið í gegn í hlutverki Þorláks þreytta hjá Leikfélagi Kópavogs auk þess að hafa leikið í kvik- myndum. Þeir félagar voru á Siglufirði í gærkvöldi og á fimmtudag voru þeir á Blönduósi. Á morgun verða þeir í Ásbyrgi í Miðfirði. ÍSLANDSMÓT í SVIFFLUGI: Tólf keppendur skráðir í mótið sem fram fer á Hellu FLUGMÁLAFÉLAG íslands gengst fyrir íslandsmóti í svif- flugi, sem hefst í dag. Stendur það i níu daga og fer fram á Helluflugvelli. Tólf keppendur hafa skráð sig til leiks, en í hverju keppnisliði eru einn til þrír aðstoðarmenn. Sjö sviffluganna eru í einkaeign, þar af fjórar úr trefjaplasti. Er það í fyrsta sinn sem slíkar flugur keppa hérlendis. Fjórar svifflug- anna eru í eign Svifflugfélags íslands og ein frá Svifflugfélagi Akureyrar og eru þær allar smíð- aðar úr tré. Flugvélar draga svifflugurnar á loft í 600 metra hæð þar sem svifflugan sleppir dráttartauginni og reynir keppandi siðan að fljúga þá keppnisleið sem mótstjórn ákveður það skiptið. Keppt verður í fjarlægðarflugi og hraðaflugi á þríhyrningsleiðum FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA: Grafík, jazz, rokk og fleira um helgina í KVÖLD leikur hljómsveit Gests Guðmundssonar „jazzrokk" í Fé- lagsheimili Stúdenta við Hring- braut. Á morgun sunnudag leika siðan Guðmundur Steingrímsson og félagar. Hefjast báðir tónleik- arnir kl. 22 og lýkur þeim kl. 01. Þá verður Kristjana Finnboga- dóttir Arndal með grafíksýningu í Stúdentakjailaranum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 12.30 til 23.30, og stendur hún út mánuð- inn. NORRÆNA HUSIÐ: 3 sýnmgar um helgina í ANDDYRI Norræna hússins stendur nú yfir sýning á grafík- myndum eftir tvo danska lista- menn, þá Svend Havsteen og Kjeld Heltoft. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9 til 19. og henni lýkur 5. ágúst. í bókasafni Norræna hússins er nú sýning á íslenskum þjóðbún- ingum og kvensilfri. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 14 til 19 og á sunnudögum frá kl. 14 til 17. Sumarsýning stendur einnig yf- ir í Norræna húsinu, og sýna þar fjórir listamenn verk sín, þeir Benedikt Gunnarsson, Jóhannes Geir, Sigurður Þórir Sigurðsson og Guðmundur Elíasson. Sýning þeirra er opin daglega frá kl. 14 til 19, fram til 10. ágúst. Útgerðarmenn og vélstjórar um land allt Leyfum okkur aö heimsækja ykkur á næstu 2—3 vikum til skrafs og ráöageröa. Augnayndið í feröinni veröur ein af hinum frábæru CATERPILLAR VÉLUM, CAT. 3408 365 hö. viö 1800 sn/mín. Veröum á eftirtöldum stöðum: Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Hofsósi Siglufirði Ólafsfirði Dalvík Akureyri 14. júlí kl. 14. júlí kl. 15. júlí kl. 15. júlí kl. 16. júlí kl. 16. júlí kl. 16. júlí kl. 17. júlí kl. 10:00-12:00 16:00-18:00 9:00-11:00 14:00-15:00 9:00-12:00 14:00-16:00 17:00-18:00 9:00-12:00 Húsavík Raufarhöfn Þórshöfn Vopnafirði Seyðisfirði Eskifirði Fáskrúðsfirði 17. júlí kl. 15:00-17:00 18. júlíkl. 9:00-11:00 18. júlí kl. 15:00-17:00 19. júlíkl. 9:00—11:00 19. júlí kl. 15:00-17:00 20. júlí kl. 10:00-12:00 20. júlí kl. 15:00-17:00 CATERPILLAR SALA S. ÞJÚNUSTA 3 CATERPILLAR i Véla- og þjónustukynning 3408 ícatI PLUS HEKLA hf. CoterptNor, Cot, og 09 eru jkrósett vorumertn ■ Laugovegi 170-172, — Simi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.