Morgunblaðið - 12.07.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 12.07.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Þ.Þ. þakkað Dagblaðið Tíminn beitir þessa dagana þeirri aðferð að ráðast ákaft að Morgunblaðinu í úrslitatilraun sinni til að sætta framsóknarmenn við þá stefnu í verðlagsmálum, sem Ólafur Jóhannesson hefur verið helsti talsmaður fyrir og Tómas Árnason hefur framfylgt sem viðskiptaráðherra, að vísu með því að stinga höfðinu í sandinn síðustu daga. Strangt verðlagseftirlit og íhlutun ríkisvaldsins í allar greinar atvinnurekstrar hafa verið ær og kýr framsóknar- manna síðan þeir komust til valda 1971. Miðað við árangurinn og verðbólguflóðið, sem á þjóðinni hefur dunið, er furðulegt að Tíminn skuli halda svo fast í þessa vonlausu stefnu. Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknar fyrir Reykjavík, hefur risið öndverður gegn henni vegna erfiðleika Hitaveitu Reykjavíkur og hótað því að hætta stuðningi við ríkisstjórnina. Varla lætur hann segjast við ásakanir Þórarins Þórarinssonar í Tímanum í garð Morgun- blaðsins. Guðmundur G. Þórarinsson er ekki einn framámanna í Framsóknarflokknum þeirrar skoðunar, að flokkurinn sé á rangri braut í efnahagsmálum. í Vísi í fyrradag má lesa eftirfarandi í grein eftir Magnús Bjarnfreðsson, bæjar- fulltrúa Framsóknarflokksins í Kópavogi. Hann segir, að nokkuð góður friður hafi verið um stefnumál innan Framsóknarflokksins síðustu ár, en bætir síðan við: „Þó er því ekki að neita að upp á síðkastið heyrðist allmikið í þeim, sem eru mjög óánægðir með hvernig allar góðar fyrirætlanir um baráttu gegn verðbólgu renna út í sandinn. Menn óttast nú æ meira að afleiðingar þeirrar þenslustefnu, sem fylgt hefur verið í stjórnartíð flokksins í nær áratug, verði atvinnuleysi og öngþveiti í kjölfar óðaverðbólgu." Hvað segir Þórarinn Þórarinsson um þennan dóm yfir þeirri stefnu, sem hann ver nú af öllu afli? Ekki er unnt að kenna Morgunblaðinu um þessa ófögru lýsingu. Orð Magnúsar Bjarnfreðssonar eru staðfest í ummælum Davíðs Sch. Thorsteinssonar, formanns Félags íslenskra iðnrekenda, í Morgunblaðinu í gær. Davíð segir m.a.: „Nú er það að koma æ berlegar fram með hverjum degi sem líður að við höfum haft rétt fyrir okkur þegar við höfum varað við óstjórn efnahagsmála hérlendis undanfarin 10 ár. Afleið- ingar óstjórnarinnar blasa við: Verðbólgan æðir áfram eins og ófreskja með sívaxandi hraða. Atvinnuöryggi þúsunda manna er stefnt í voða og það þrátt fyrir að 5500 manns hafi flutt af landi burt undanfarinn áratug og lífskjörum hrakar jafnt og þétt hérlendis. Allt er þetta sjálfsskaparvíti og við engan að sakast nema okkur sjálf.“ Um leið og Morgunblaðið tekur undir lýsingar þeirra Magnúsar Bjarnfreðssonar og Davíðs Sch. Thorsteinssonar á afleiðingu efnahagsstefnu Framsóknarflokksins, þakkar það Tímanum og Þórarni Þórarinssyni þann mikla heiður, sem í því felst að vera talinn sterkasti málsvari þeirra aðila, sem telja efnahagsstefnu Framsóknarflokksins glapræði. Er þess hér með farið á leit við Tímann, að hann auki árásir sínar á Morgunblaðið fyrir þá afstöðu þess. Samræmdur matseðill Með álagningu fóðurbætisskatts nálgast ríkisstjórnin það markmið, sem hlýtur að hafa verið ofarlega hjá kommúnistum og öðrum ofstjórnarmönnum við ríkisstjórn- arborðið, að matseðill landsmanna verði sem mest sam- ræmdur. Niðurgreiðslur Efnahagsbandalags Evrópu á fóður- bæti verða til þess, að með aukinni skattheimtu á íslandi er stuðlað að því, að íslendingar auki fjárframlög sín í því skyni að gera það kindakjöt ódýrara, sem meðal annars er flutt út til Efnahagsbandalagslandanna. Og afleiðing hringavitleys- unnar verður sú, að kjúklingar, svínakjöt og egg hækka svo í verði hér, að ofviða verður venjulegum launþega. Jafnframt er spáð mjólkurskorti a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu næsta vetur. Bændum er ljóst, að síst af öllu er þeim greiði gerður með tillögum, sem leiða sjálfkrafa til kröftugrar andstöðu allra neytenda. Með svo skammsýnni tillögugerð eru stjórnmála- mennirnir að auka á vanda bænda en ekki leysa hann. Athygli vakti er hraunstraumurinn steyptist l.jósmynd Mbl. Kristján ómar RaKnarsson. flugmaður og sj heldur tókst Ómari að festa upphal „Fyrs gos V( — segir Páll Eii MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Pál Einarsson, jarð- eðlisfra-ðinK. á skjálftavaktinni í gær, og innti hann eftir gangi mála þar nyrðra. Páll sagði að gosinu hefði raunverulega lokið snemma í gærmorgun og land tekið að rísa á nýjan leik við Kröflu. — „Það er því ekki annað séð, en þessum umbrotum sé lokið i bili,“ sagði Páll. Páll sagði að gosið nú væri það langstærsta, sem komið hefði upp. Hins vegar væri kvikumagnið sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.