Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 30

Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 Hjónaminning: Guðbjörg Einarsdóttir Einar Einarsson Fæddur 1G. maí 1894. Dáinn 5. júlí 1980. Fffdd 7. ágúst 1896. Dáin 24. febrúar 1980. Lokið er löngum ævidegi hjón- anna Einars Einarssonar og Guð- bjargar Einarsdóttur, Hátúni 45, Reykjavík. Þau létust með aðeins fjögurra mánaða millibili í hárri elli. Einar fæddist að Bóli, Biskups- tungum, en ólst upp að Hrauntúni í sömu sveit. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jóhannsson og Evla- lia Jónsdóttir. Guðbjörg fæddist að Langholts- parti, Hraungerðishreppi, en fluttist ung að árum til Reykjavík- ur með móður sinni, þegar faðir hennar lést. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Jónsson og Guðrún Björnsdóttir. Afi og amma giftust árið 1927 og eignuðust saman tvö börn Einar Hörð og Fjólu Díu, einnig ólu þau upp fósturdóttur, Borg- hildi Guðjónsdóttur. Afi og amma voru bæði mjög afhafnasöm, hann sístarfandi við smíðar og hún við hannyrðir og áttu þau fallegt heimili sem bar handbragð þeirra beggja. Amma var mikill vinur vina sinna, sérstaklega þeirra er minna máttu sín, og færði hún þeim oft smá glaðning. Hún var mjög hreinskilin og skemmtileg í framkomu. Afi var mjög tryggur sínum vinum og bar aldrei neinn skugga þar á, hann var einstakt góðmenni, trúði engu illu á neinn og vildi gera gott úr öllu. Hann var mikill félagshyggjumaður, lét sig aldrei vanta á fundi í þeim félögum sem hann var meðlimur í, hann fylgdist vel með málefnum þjóðfélagsins alveg fram á síðasta dag. Þau voru mjög samhent alla ævi og einhuga um það sem þau tóku sér fyrir hendur. Amma átti við veikindi að stríða seinustu æviárin og var þá afi hennar sterka stoð. En lífið þróast áfram og nú eru þau komin á æðra tilverustig eftir langan ævidag. En minningarnar um þau lifa í hugum okkar sem eftir erum. í hjörtum okkar er bæði gleði og sorg, sorg yfir því að hafa þau ekki lengur hjá okkur og gleði yfir því að þau eru búin að skilja við slitna og sjúka líkama og farin að njóta endurnýjaðra krafta í nýrri vistarveru. Við erum þakklát fyrir allar gleðistundirnar sem við fengum notið með þeim. Blessuð sé minning þeirra. Svanur og Björg. t Faöir okkar, GUDMUNDUR PÁLSSON, Hraunbraut 37, Kópavogi, lést aö Hrafnistu 10. júlí. Börn hins lótna. t Eiginkona mín og móöir okkar, STEFANÍA GUDMUNDSDÓTTIR, Bólstaöahlíö 46, lést í Landspítalanum 10. júlí. Valdimar Daníelsson og börn. t Útför eignikonu minnar og móöur, GUDRUNARJÓNSDÓTTUR, Ránargötu 1, sem andaöist 3. júlí, veröur gerö frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 15. júlíkl. 13.30. Sveinn R. Jónsson, Kjartan Gunnarsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför ÓLAFS STEPHENSEN, læknis. Guórún Theodóra Siguróardóttir, Sigríöur Steinunn Stephensen, Eiríkur Stephensen, Siguröur Sverrir Stephensen, Sigríóur Guömundsdóttir, Gyóa Stephensen, Steinunn R. Stephensen, Aslaug og Jón Haraldson, Guðmunda og Finnur Stephensen. Rúnar Bjarnason Minningarorð Fæddur 1. febrúar 1958 Dáinn 5. júlí 1980 Litla kveðju langar okkur hjón- um að senda góðum dreng. Það eru næstum fjögur ár síðan Rúnar kom fyrst inn á okkar heimili að heimsækja yngstu dóttur okkar. Frá fyrstu kynnum var hann alltaf sami prúði pilturinn og vináttan óx og dafnaði bæði milli dóttur okkar og hans og okkar allra. Flugið átti hug hans allan og hann kom til Reykjavíkur til að setjast á skólabekk til að öðlast bókleg réttindi til atvinnuflugs. Þá dvaldi hann á heimili okkar hluta úr tveim vetrum og sam- bandið og vináttan styrktist. Ótal voru ferðirnar, sem hann fór með okkur upp í sumarbústað og hann lagði drjúga hönd á plóginn við smíðina. Það er ekki margur tvítugur pilturinn, sem hefur unnið eins mörg og marg- vísleg störf á stuttri ævi, sem Rúnar, en dugnaður hans og lægni var með eindæmum. En hugurinn var í Vestmanna- eyjum, æskuslóðunum og draum- urinn var að fljúga og sá draumur rættist, þegar Rúnar eignaðist flugvél og fór að fljúga um loftin blá. Ósjaldan þegar við hjónin vorum upp í sumarbústað og heyrðum flugvél nálgast, sögðum við: „Kannski er Rúnar að korna", því hann átti það til að fljúga yfir og blaka vængjum í kveðjuskyni. Ungum vini þökkum við ánægjuleg kynni og samveru- stundir. Hvíli hann í friði, guð blessi hann. Guð styrkji og styðji foreldra og systkini Rúnars í sorginni en minning um góðan dreng lifir. EnKÍnn vani. rkkrrt vrrk rr srm ha nin hrrin o>c strrk dýrmætt hór i hrimi. Glrymdu aldrri þrssu. þú því sú tið. srm liður nú. oll rr oíuKstrrymi (Matt. Joch.) Maria og Ólafur Jensson. hún bjó hjá Önnu dóttur sinni og manni hennar Magnúsi Ólafssyni. Man ég enn þau fyrstu kynni, tekin opnum örmum og boðin hjartanlega velkomin í fjölskyld- una, og var ég þá mjög ung, og bar frá fyrstu bæði traust og virðingu fyrir þessar yndislegu góðu konu. Hólminn tók hún ástfóstri við, og óskaði sér að fá að búa á Elliheimilinu og varð henni að ósk sinni, en síðustu mánuðina dvaldi hún á Sjúkrahúsinu eða þar til yfir lauk. Ég þakka Ellu minni af heilum hug alla hennar hlýju við mig og fjölskyldu mína, og bið algóðan guð að taka hana í arma sér og gæta hennar. Með hjartans kveðju, Svanhildur Arnadóttir. kær fósturmóðir mannsins míns Elínbjörg Jónasdóttir frá Stykkis- hólmi, en hún var fædd í Kletta- koti á Skógarströnd. Ella, eins og við kölluðum hana öll, var alveg yndisleg kona, falleg og hjartahlý, og vildi allt fyrir alla gera. Hún bar alltaf mikla um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni, og vildi þeim allt hið besta, enda sýndi það sig, að barnabörnin og langömmubörnin voru alltaf í fyrirrúmi hjá henni, aldrei sleppti hún prjónum úr hendi, því alla tíð sá hún þeim fyrir vettlingum og sokkum á hendur og fætur, því Elínbjörg Jónasdótt- ir — Minningarorð Hallur Hallsson tannlæknir — Kveðja Hallur Hallsson tannlæknir lést mánudaginn 23. júní sl., sextugur að aldri, fæddur 8. febrúar 1920. Hann var sonur hjónanna Halls L. Hallssonar tannlæknis og konu hans Amalíu H. Skúladóttur. Hallur yngri, eins og hann var oftast nefndur í okkar hópi, fetaði í fótspor föður síns og lærði tannlækningar í Kaupmannahöfn og lauk þaðan námi árið 1942. Hallur eldri var einn af stofn- endum Tannlæknafélags íslands og naut þeirrar gæfu að halda fullu starfsþreki til æviloka, en lést 78 ára gamall árið 1968. Þeim tannlæknum sem kviðu því að eldast við stólinn var starfsferill Halls eldra mikil hvatning. Fráfall Halls yngra, á besta Fædd 10. maí 1889. Dáin 5. júlí 1980. Laugardaginn 5. júlí, lést í sjúkrahúsi Stykkishólms hjart- þeim mátti ekki verða kalt litlu elskunum. Manninn minn Þorvarð Har- aldsson tók hún ásamt manni sínum í fóstur 3ja mánaða gamlan og fékk hann alla þá ást og umhyggju hjá þeim og börnum þeirra sem hann metur mikils og þakkar af heilum hug. Ellu kynntist ég sumarið 1964 er Þorvarður maðurinn minn fór með mig vestur til að kynna konuefnið sitt, og komum við fyrst í Belgsholt í Melasveit, þar sem aldri, leiðir hugann aftur á móti að þeirri óþægilegu staðreynd, sem víða er kunn, að fáir tann- læknar ná mjög háum aldri og er meðal annars kennt um streitu í starfi. Helstu kynni mín af Halli Hallssyni voru frá fundum í Tannlæknafélagi íslands og þá einkum fyrr á árum, er við vorum til húsa í Bolholti 4. Hallur hafði fastmótaðar skoðanir á ýmsum málum og kom þeim einarðlega á framfæri, enda var maðurinn all- ur hinn hvatlegasti. Ekki fer hjá því, að honum yrðu falin ýmis störf í þágu félagsins og átti hann sæti í stjórn þess um skeið auk ýmissa nefndarstarfa. Árið 1972 var haldið hér í fyrsta sinn þing Skandinaviska tann- læknafélagsins, sem er sameigin- legt félag tannlækna á Norður- löndum. Hallur sat þá í stjórn Islandsdeildar þessa félags, sem annaðist allan undirbúning þessa þings, sem tókst svo vel, að lengi verður i minnum haft. Tannlæknafélag íslands þakkar Halli Hallssyni samveru og sam- starf og sendir eftirlifandi konu hans og börnum innilegustu sam- úðarkveðjur. ólafur G. Karlsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og bróöur, ADALSTEINS P. ÓLAFSSONAR, Valhöll, Patreksfiröi. Bolli A. Ólafsson, Svanhildur Júlíusdóttir, Haba A. Ólafsson, Páll Ágústsson, Sjöfn A. Ólafason, Guöjón Hannesson, Sif A. Ólafsson, Elfar Ragnarsson, Hara A. Ólafsson, Ingvar Guömundsson, Pétur A. Ólafsson, Halga Árnadóttír, Erla Egilason, Skarphéöinn Loftsson, Anna Stefanía Einarsdóttir, Jónas Þór, Guörún, Maja og Haukur Ólafsson, og barnabörn hins lótna. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför systur okkar, JÓHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö kórfélögum úr Skagfirsku söngsveit- inni. Hólmfríöur Jóhannesdóttir, Elin Jóhannesdóttir, Björn Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.