Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi: Pólitísk vandræði meiri- hlutans í borgarstjórn Nú er kjörtímabil vinstri manna í borgar- stjórn Reykjavíkur rétt hálfnað og af því tilefni hafa forystumenn flokkanna þriggja, sem fleyttu sér upp í valdastöðurnar á nokkrum tugum atkvæða umfram Sjálfstæð- ismenn, látið eiga við sig viðtöl í málgögnum sínum og komið fram í öðrum fjölmiðlum til að hæla sér af árangri þessa samstarfs, sem áður hefur verið óþekkt í borgarstjórn Reykjavíkur. . Þeir fulltrúar vinstri flokk- anna, sem fluttu afmælisávörpin, báru sig borginmannlega, þögðu um álagningargleði sína í skatta- málum, dáðleysið í skipulags- málum og afleiðingar lóðaskorts en gumuðu þeim mun meira af pylsuvögnum, uppákomum í kringum listahátíð, fjölgun veit- ingastaða og „iðandi mannlífi" í miðborginni. Einhvern tíma voru brauð og leikir taldir tákn hins hnignandi stórveldis. „Ein með öllu“, rauðvínstár með ostinum á matsölustað og spánskir stultu- karlar geta kannski veitt ein- hverjum þá lífsfullnægju, sem félagslega þenkjandi sérfræðing- um úr vinstri fylkingunni hefur þótt á skorta í borgarbrag Reykjavíkur. En varla getur þetta orðið lykillinn að framtíð borgarinnar og rennt stoðum undir þróttmikið samfélag, sem verið hefur í uppbyggingu á undanförnum áratugum í Reykjavík. Þess vegna ery það grátbroslegt að sjá ritstjóra Þjóðviljans ganga af göflunum í barnslegri gleði sinni yfir að loks sé Reykjavík borgið með öllum þessum fjölbreytílega kaffihúsa- rekstri og manneskjum á öllum aldri, sem í sumarstemmning- unni færu hér dansandi og syngj- andi um strætin að manni helzt skildist af hinum hástemmdu lýsingum. Maðurinn með hattinn Meira að segja Sigurjón Pét- ursson, forseti borgarstjórnar, er að springja af mannlífi og setti upp skringilegan hatt einn laug- ardagseftirmiðdag um daginn og lét útvarpshlustendur leita að sér. Hann var auðfundinn því að það voru engir á ferli í miðborg- inni þrátt fyrir kaffihús og pylsu- vagna nema maðurinn með hatt- inn og leigubílstjórinn, sem kom auga á hann. Stultukarlarnir eru farnir heim og óvíst hvað borg- arsjóðurinn getur séð af miklu fjármagni í skemmtilegheit eins og „Umhverfi 80“ á Skólavörðu- stígnum í því magni að stuðli að „viðstöðulausu mannlífi" í bæn- um. Það þarf nokkuð til ef málin eiga jafnaðarlega að vera í því hámarki, sem gerist á listahátíð- um. Það þekkjum við af reynslu fyrri ára, þegar borgin, félög og einstaklingar hafa viljað gangast fyrir einhverri tilbreytingu í bæj- arlífinu. Viðleitni, sem ekki hefur verið hægt að halda endalaust áfram fremur en nú. Á tveggja ára afmæli meiri- hlutans í borgarstjórn Reykjavík- ur hafa oddvitar hans öðru frem- ur reynt að fela þann rótgróna og á stundum heiftarlega skoðana- ágreining, sem ólgar undir niðri hjá þeim þó allt eigi að heita slétt og fellt á yfirborðinu. Eins og við fulltrúar minnihlutans höfum bent á áður, og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, kemur þessi skoðanaágreiningur ákaf- lega illa við hag borgarbúa, þegar hlutirnir eru langtímum í salti og engin hreyfing kemst á fram- kvæmd nauðsynjamála af því að á bak við tjöldin logar allt í illdeilum milli borgarfulltrúa meirihlutans. Þannig er þetta í skipulagsmálum. Enn er ekki ljóst hvert þessi vinstri meiri- hluti stefnir með framtíðarupp- byggingu borgarinnar. Hann hafði í höndunum samþykkt skipulag borgarstjórnar frá árinu 1977, þegar hann tók við, og það átti að gilda til 1995. Skipulagið var stimplað ónothæft af því að það var samþykkt í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Ekkert nýtt skipulag hefur enn verið lagt fyrir borgarstjórn en á sl. vetri lýstu sumir talsrnenn meirihlut- ans yfir því, að lokafrestur í skipulagsmálum rynni út í maí. Maí er löngu liðinn og borgar- fulltrúar hafa engar skipulagstil- lögur séð núna þegar kominn er júlí. Skipulagstillögur munu að vísu hafa verið lagðar fram af hálfu sérfræðinga borgarinnar en hina pólitísku oddvita meirihlut- ans virðst greina á um tillögurn- ar og þar af leiðandi meginstefn- una í skipulagsmálum, sem að vísu er ekki nein ný bóla. Af þessum sökum koma skipulags- tillögur enn ekki fram í dagsljós- ið. Öll seinvirknin og losarabrag- urinn á stjórn borgarinnar vegna samstöðuleysisins er augljós öll- um, sem á annað borð fylgjast með á sviði borgarmála. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en nokkra síðustu mánuð- ina fyrir „afmæli" vinstra sam- starfsins og allra síðustu vikur, verða á vegi okkar ágæt og skýr dæmi um óheilindin í samstarfi borgarfulltrúa vinstri flokkanna, hvernig menn sitja þar á svikráð- um hver við annan en láta svo sem ekkert sé og brosa smjaðurs- lega hver til annars þegar hin opinbera ásýnd meirihlutans á að birtast íbúum borgarinnar. Plötuðu Sjöfn í sumarfríinu Dæmi 1: Svo sem frægt er orðið, ætluðu Alþýðubanda- lagsmenn í borgarstjórn að knýja fram með látum ákvörðun borg- arstjórnar um kaup á 20 strætis- vögnum frá Ungverjalandi, af svokallaðri Ikarus-gerð, núna í vetur. Þetta vildu samstarfsmenn þeirra í meirihlutanum ekki fall- ast á né minnihlutinn. Oddvitar Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks létu þó til leiðast í borg- arráði að samþykkja kaup á 3—5 Ikarus-vögnum í reynsluskyni, svona til að hafa kommana góða. Þegar málið kom fyrir borgar- stjórn þann 17. apríl sl., hafði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, annar borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, sínar skoðanir á málinu: Sjöfn: Forseti, góðir borg- arfuiltrúar. í sambandi við þessa tillögu borgarráðs- fulltrúa meirihlutans, að teknar verði upp viðræður við fyrirsvarsmenn Ikar- us-verksmiðjunnar um kaup á 3—5 vögnum frá verksmiðjunni til reynslu, vil ég benda á eftirfarandi: 1. Tillagan gerir aðeins ráð fyrir viðræðum um kaup, en ekki kaupum. 2. Sérstaka samþykkt borg- arstjórnar verður að fá síðar, ef samningar nást við Ikarus um sérstaka tilraunavagna á aðgengi- legu verði. 3. Ef borgin fer út í tilraunastarfsemi með strætisvagna verða vafa- laust teknar fleiri tegund- ir til prófunar en Ikarus, þvi tilboð komu frá mörg- um öðrum aðilum, sem buðu vagna, sem ekki er reynsla af hér á landi, og þó að þeir hafi allir verið dýrari en Ikarus, verður að fá reynslu af þeim líka, því vel má vera að ending- in væri i samræmi við verðið. Fæ ég ekki séð, að gera megi upp á milli tilboðsaðila, þvi vel má vera, að hagkvæmast sé að kaupa dýrustu vagnana, ef ending þeirra er meiri en sem svarar verðmuni. Það gerðist ekkert meira í Ikarus-málunum í borgarstjórn. Oddvitarnir voru svo klókir að bíða. Vagnarnir eru samt að koma. Borgarstjórn gerði hlé á fundum sínum 19. júní og kemur ekki saman aftur fyrr en í september. Á meðan hefur borg- arráð umboð til að fara með ákvörðunarvald borgarstjórnar. Vinir Sjafnar og samherjar sáu sér leik á borði og notuðu nú fyrsta tækifæri eftir að borgar- ráð fékk vald borgarstjórnar til að ákveða endanlega kaup á þremur Ikarus-vögnum. Þann 24. júní, á fyrsta fundi borgarráðs eftir að borgarstjórn fór í sumar- leyfi, samþykktu fulltrúar meiri- hlutans þar eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að kaupa 3 vagna af Ikarus- gerð skv. tilboði Samafls, sbr. bréf dags. 23. þ.m. enda verði greiðsluskilmál- ar i samræmi við upphaf- legt tilboð fyrirtækisins.“ Þrátt fyrir alla fyrirvara Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í borg- arstjórn 17. apríl sl. er þetta mál nú endanlega afgreitt og kemur ekkert meir til kasta hennar né annarra borgarfulltrúa. Þarna léku þeir ísmeygilega á Sjöfn samstarfsmenn hennar í meiri- hlutanum. Eða hverju öðru á að trúa eftir fyrri yfirlýsingar henn- ar? Var henni alvara með um- mælum sínum í borgarstjórn eða voru þau meiningarlaust hjal? Það er allavega staðreynd máls- ins að borgarstjórn kemur ekki til með að hafa minnstu áhrif á vagnakaup úr því sem komið er. Og það þrátt fyrir kröfu Sjafnar. Adda Bára vill enn meiri hringlandahátt Dæmi 2: Tillögur um Höfða- bakkabrú hafa verið að þvælast í borgarkerfinu um langan aldur. Alþýðubandalagsmenn þyrluðu upp miklu moldviðri út af brú- arsmíðinni en urðu að bíta í það súra epli að lenda í minnihluta, þegar borgarstjórn samþykkti brúarsmíðina þvert ofan í hug- myndir Alþýðubandalagsins. Þá töldu metnaðargjarnir leiðtogar í þessum forystuflokki borgar- stjórnarmeirihlutans virðingu sinni misboðið. Það var reynt að stimpast við og öllum hugsan- legum ráðum beitt til þess að lögleg samþykkt borgarstjórnar næði ekki fram að ganga. Síðast gátu Alþýðubandalagsmenn sett bremsu á málið í byggingarnefnd. Á fundi borgarstjórnar þann 19. júní sl., var Adda Bára Sigfús- dóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, enn harla vongóð um að hægt yrði að bregða fæti fyrir upphaflegu áformin um gerð Höfðabakkabrúar og láta fara fram endurhönnun á mann- virkinu þannig að Alþýðubanda- lagiö héldi andlitinu sem leiðandi afl í borgarstjórn. Adda Bára: „Ég vænti þess, að byggingarnefnd skoði gaumgæfilega það, sem hönnuðir hafa fram að færa i þessu máli, og að borgarráð i sumarleyfi borgarstjórnar hafi hug- rckki til þess að sýna þann hringlandahátt að endur- skoða þetta mannvirki. Það er stundum dyggð að þora að sýna hringlanda- hátt, ef nýr og betri kostur er fyrir hendi en sá sem var fyrir hendi, cða var viðhafður, þegar fyrri ákvörðun var tekin.“ Guðrún Helgadóttir, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, tók líka til máls og lagði mikla áherzlu á að Höfðabakkabrúin væri í endurhönnun: Guðrún: „Ég held að það sé fullkomlega virðingarvert að athygli sé vakin á þessu máli hér, og fulltrúum „Kí m(inn ('ru nú að hu«sa uni na'stu kosninuaharáttu. þá hafa menn kannski okki sórdcilis mikinn áhima á að þa'r ncfndir akkúrat blómstri. som hinir stjórna" — sejíir horjfarfuiltrúi Alþýðubandalajísins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.