Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 40
I NYR MATSEÐILL C)pið alla daga frá kl. 11-24 jrcgimlirifafrife Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Bforgtmblabifc LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ1980 Tveir menn fórust er Skuld VE sökk á Selvogsbanka Tveimur bjargað eftir 12 tíma hrakninga TVEIR menn íórust en aðrir tveir björguðust er mótorbáturinn Skuld VE 203 frá Vestmannaeyjum fékk á sig brotsjó og sökk á öðrum tímanum s.l. fimmtudag á Selvogsbanka. Sjómennirnir sem fórust hétu Gísli Leifur Skúlason. 30 ára og Sigurvin Þorsteinsson. 30 ára. báðir búsettir í Vestmannaeyium og ókvæntir. Sjómennirnir sem komust af hétu Olafur Guðjónsson skipstjóri. 29 ára og mágur hans Þorvaldur Ilreiðars- son. 22 ára. Flutningaskipið Bifröst bjargaði þeim um klukkan hálf tvö í fyrrinótt eftir 12 tíma hrakninga í gúmmíbát. Skuld VE var á lúðuveiðum með haukalóð. A fimmtudagsmorgun- inn fór að hvessa af suð-vestri og hættu skipverjar veiðum og héldu sjó. Var báturinn þá staddur 14—15 sjómílur suð-vestur af Geitahlíð. Tveir skipverja voru í stýrishúsi, Ólafur og Þorvaldur en Gísli Leifur og Sigurvin voru í kojum fram í lúkar. Klukkan 13.15 reið skyndilega brotsjór yfir bát- inn. Lagðist hann strax á hliðina, síðan hvolfdi honum og loks sökk báturinn. Gerðist þetta allt á nokkrum sekúndum. Þeim Ólafi og Þorvaldi tókst með naumindum að komast í gúmmíbjörgunarbát en til Gísla Leifs og Sigurvins sáu þeir aldrei. Svo mikill var flýtirinn að þeir Ólafur og Þorvaldur gátu ekki sent út neyðarkall né tekið með sér neyðartalstöð. Rak gúmmíbát- inn hratt vestur með Reykjanesi og það var ekki fyrr en klukkan rúmlega tólf að vart var við bátinn þegar þeir félagar sendu út neyð- arflugeld, en þá voru þeir staddir útaf Grindavík. Boðum var strax komið til Slysavarnarfélagsins, sem gerði ráðstafanir til björgun- Banaslys í um- ferðinni MAÐUR um sjötugt beið bana í umferðarslysi á gatnamótum Elliðavogs og Langholtsvegar í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Tiidrög slyssins voru þau, að fólksbifreið var ekið af Langholtsvcgi inn á Elliðavog en i sömu svipan kom sendi- ferðabifreið akandi eftir Ell- iðavogi og skullu bifreiðarnar saman. Þrennt var í fólkshif- reiðinni og lést ökumaðurinn, rn tveir farþegar hlutu minni háttar meiðsl. Ökumaður sendiferðabifreiðarinnar var einn í henni og slapp ómeidd- ur. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Báturinn sem fórst, Skuld VE 263. ar. Skipverjar á vöruflutninga- skipinu Bifröst sáu einnig neyðar- flugeldinn og um klukkan 00.30 var búið að bjarga þeim Ólafi og Þorvaldi um borð í skipið. Ekki var talið að það myndi bera neinn árangur þótt leit væri skipulögð á þeim slóðum sem Skuld sökk en nærstatt varðskip fór á staðinn og skip og bátar, sem Ljúsm. SÍKUrneir. voru á þessum slóðum, voru beðin að fylgjast vel með. Björgunar- sveitin Þorbjörn í Grindavík mun ganga fjörur í dag og næstu daga. Sjópróf verða hjá bæjarfógetan- um í Vestmannaeyjum eftir helg- ina. Skuld VE 263 var 15 tonna bátur byggður 1921 í Danmörku og endurbyggður árið 1943. Gisli Lrlfur Skúlasun SÍKurvin Þorsteinsson Bretlandsmarkaður: ísfiskverðið 20% lægra en í fyrra — VERÐ á ísfiski í Bretl- andi hefur lækkað verulega frá því á síðasta ári og nemur lækkunin í pundum um 20%, sagði Kristján Ragnarsson framkvæmd- astjóri LÍÚ í samtali við Mbl. í gær. Kristján Ragnarsson sagði afla skipanna hafa verið Ólafur Guðjónsson skipstjóri á Skuld VE: „Báturinn lagðist á hliðina 2—3 sekúndunt eftir höggið „ÞETTA gerðist allt í einni svipan og miklu fjótar en mann gat grunað. Það hafa varla liðið nema 2—3 sekúndur frá því hóggið kom á bátinn og þar til hann var alveg kominn á hlið- ina.“ sagði ólafur Guðjónsson, skipstjóri á Skuld VE i samtali við Morgunblaðið í gær, en hann komst lifs af ásamt Þor- valdi Hreiðarssyni er báturinn sökk á Selvogsbanka. „Það var búið að vera leiðinda veður allan morguninn en þó ekki svo slæmt að búast mætti við svo óskaplegum brotsjó. Þeg- ar höggið kom á bátinn hent- umst við Þorvaldur til í stýris- húsinu en einhvern veginn tókst okkur að komast út úr því og upp á þak. Við höggið hallaðist báturinn strax 45 gráður en 2—3 sekúndum síðar var hann alveg kominn á hliðina. Mér tókst að sparka í kassann með gúmmí- þjörgunarbátnum og skaust hann upp úr honum. Báturinn . i itei u ólafur Guðjónsson skipstjóri á Skuld (t.v.) og Þorvaldur Hreiðarsson. Myndin var tekin fyrir framan heimili Olafs í gær. Ljósm. Mbl. GuðlauKur. festist undir afturmastrinu en okkur tókst að losa hann en ekki mátti tæpara standa, því í sömu svipan hvolfdi Skuld og urðum við að stökkva yfir í björgunar- bátinn. Mér tókst að ná í hníf og þegar strekkjast fór á fangalín- unni skar ég á hana en auðvitað biðum við í lengstu lög í von um að félagar okkar hefðu tækifæri til þess að komast upp úr lúkarnum. En það var ekki hægt að bíða nema í nokkrar sekúnd- ur, því þá hvarf Skuld í hafið með félaga okkar án þess að við yrðum þeirra varir." „Vistin í björgunarbátnum var ansi köld,“ sagði Ólafur. „Við vorum gegnblautir en þegar við höfðum þurrkað bátinn og farið úr öllum fötunum og undið þau, fór ástandið heldur að lagast. En skjálftinn hvarf ekki fyrr en við tókum hitapoka og fórum í þá saman. Nokkru eftir að slysið varð sáum við til ferða báts. Við tókum seint eftir honum en skutum óðara upp blysi. Þeir tóku ekki eftir okkur enda varla nema von vegna þess hve skyggni var slæmt. Bátinn rak hratt vestur með Reykjanesi og þegar kom fram á kvöld sofnuð- um við. Rétt um miðnætti vakn- aði ég svo við vélargný og sáum við skip koma í átt að okkur. Reyndist þetta vera Bifröst. Ég beið eftir að skipið kæmi nær og skaut þá upp neyðarflugeldi. Skipverjar sáu strax flugeldinn og litlu síðar var okkur bjargað um borð.“ mjög misjafnan að gæðum, dregist hefði stundum að þau kæmust af stað og slíkt væri fljótt að segja til sín í sumar- hitum. Sagði hann sum skip jafnvel hafa þurft að borga með sér við sölurnar, en önnur komið slétt út úr sölum og menn vildu fremur sigla en stöðva alveg. En burtséð frá þessu kvað hann verð- lækkun á Bretlandsmarkaði staðreynd. Þrjú skip seldu ytra í gær. Stálvík seldi 120 tn í Grimsby fyrir 59,4 milljónir eða 496 króna meðalverð, Hoffell seldi 101,5 tn í Hull fyrir 47,9 m.kr. eða 472 kr. meðalverð og í Cuxhaven seldi Vest- mannaey 150 tonn fyrir 74 milljónir, sem er 494 króna meðalverð. Seyðisfjörður: A annað hundrað sagt upp störfum Seyðisfirði 11. júIL TVÖ fiskverkunarhús á Seyftis- firfti hafa sagt upp starfsfólki sínu frá 21. júli. Er hér um aft ræfta Fiskvinnslustöðina og Norðursild, en hjá fyrirtækjun- um vinna samtals nokkuð á annað hundrað manns. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.