Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 23

Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JULI 1980 23 Fré gamla torginu í Viana do Castelo ’^TTÍfnrnrrTTrrrrT Frá athafnasvæði skipasmíðastöðvarinnar þar sem m.a. hafa verið smíðaðir tveir íslenzkir togarar. Kirkjan i St. Luziufjalli fyrir ofan Viana do Castelo JUUUlM/l/1 Nmmí\KKI Frá einni af sjö verk- smiðjum Cap Tabopan Einangrunarkúlur í rafmagnsstaura Þarna eru líka framleiddir slökkvarar og tenglar af öllum gerðum, jafnt fyrir heimahús sem flókinn véla- og tölvuúthunað. Vegna þeirrar grósku sem virðist vera að koma í portúgalskan iðnað, gerir Barbosa sér vonir um að hægt verði að auka framleiðsluna og efla útflutninginn til muna á næstu árum. Fyrirtækið gerði tilboð í nokkurn hluta Hrauneyjarfossvirkjunar en það kom ekki í tæka tíð. Aftur á móti hefur EC haft ýms smáviðskipti við ísland. Tólf hundruð manns eru þarna í vinnu en aðalskrifstofurnar eru til húsa í Lissabon. Það er nokkuð fróðlegt að sjá vinnsluna á þessum kúlum, fyrst er hráefnið sett í blöndunga og streymir þaðan eins og jökulá, fer í gegnum vélar og kemur út í leirrúllum, sem síðan eru mótaðar og þurrkaðar við lágt hitastig og að henni lokinni kemur að því að postilínshúðin sé sett á og þá hefst brennsla á ný og nú er hitinn ekki sparaður, mun vera um 1150 gráður. Þarna sem víðast annars staðar er maður leystur út með gjöfum. Ég fæ að vísu ekki einangrunarkúlur í rafmagnsstaura, hvað þá heldur tengla í tölvur, en fer á braut sæl og glöð með hvíta postulínsfugla frá Vista Algere. Næst síðasta daginn minn í Oporto höldum við Fernanda Maria áleiðis til bæjarins Viana do Castelo að heimsækja þar skipasmíðastöðina, þar sem m.a. hafa verið smíðaðir tveir íslenzkir togarar. Leiðin er ákaflega falleg og sem við förum yfir brúna á Limaánni blasir við há hlíðin sem rís fyrir ofan bæinn og Fernanda Maria segir mér, að síðla sumars springi þar út gul blóm, svo virðist sem fjallið standi í loga. Ég held að Viana do Castelo sé einna fegurstur bæja sem ég hef komið til í þessu landi, þar blandast saman gamalt og nýtt á sérstaklega sjarmerandi hátt, fólkið er ívið kátara en víða annars staðar í N-Portúgal, og kannski öll þessi notalega og óþvingaða landslagsfegurð hafi sín áhrif, því að hún er ekta og sannfærandi. Þegar við komum til skipasmíðastöðvarinnar taka þeir á móti okkur Enrico de Campos Barreto verkfræð- ingur og Daniel Caeiro Pereira framleiðslustjóri. Þeir segja okkur þau tíðindi að daginn áður hafi látið úr höfn seinni íslenzki togarinn sem stöðin var að afhenda íslendingum, um 500 tonn BLJR togari, en hinn fór á sínum tíma til Ólafsvíkur. Þeir létu afar vel af skiptum sínum við íslendinga og vonuðust eftir meiri viðskiptum en hins vegar var þeim líka kunnugt, um að ákveðnar hömlur væru á því framhaldi að svo stöddu. Skipasmíðastöðin í Viana do Castelo smíðar skip sem eru að 30 þúsund tonnum að stærð. Þeir hafa unnið nýsmíði fyrir ótal mörg lönd, o.fl. og þeir hafa einnig aðstöðu til viðgerða. Nítján hundruð manns.vinna í stöðinni, en um nokkurn samdrátt hefur því miður verið að ræða, segja þeir. íslenzki togarinn var númer 112 af skipum stöðvarinnar. Sem stendur eru engar áætlanir á döfinni um stækkun, þær höfðu verið settar á pappír, en eins og útlitið er í bili verður þeim frestað um sinn. Skipasmíðar eiga sér langa sögu hér og á 14. og 15. öld voru þær orðnar nokkuð mikilvæg atvinnugrein. Röskir sæfarar komu hingað, byggðu sér skip og lögðu upp héðan í leiðangra sína. Síðar sóttu sjómenn héðan til veiða við Nýfundnaland og Grænland og síðan var fiskurinn verkaður í Viana. Frumkvæði að ENVC-stöðinni áttu þeir Alves Cerquira og de Albuquerque DÓrey árið 1945 og stöðin hefur þróazt svona hægt og sígandi, án nokkurra umtalsverðra sviptinga. Hún var reist við minni Limaár, á norðurþakka hennar. Þar eru tvær þurrkvír og vinnuskálar ná yfir fjórðung af athafnasvæðinu og eru vitanlega búnir öllum þeim tækjum sem nauðsynleg eru. Þessi 35 ár hafa verið byggð 119 skip þarna en einnig hefur verið unnið dálítið af skipahlutum í samvinnu við Lisnavestöðina skammt fyrir utan Lissabon og lögð hefur verið ríkari áherzla á viðgerðir og endurbygg- ingar. Þeir Pereira og Barreto buðu okkur síðan til hádegisverðar í Hotel St. Luzia, efst á samnefndu fjalli og gnæfir yfir bæinn. Útsýni þaðan verður naumast lýst með orðum, víðáttan að sjá endalaus, skógi vaxin fjöll, Limaáin sem breiðir úr sér í gróskunni og þessi litríki bær, Viana do Castelo. Á leiðinni til Oporto aftur gerðum við stuttan stanz í pínulítilli búð í Clarinhas do Fao og keyptum þar einhverjar sérstakar kökur, sem börnum Fernöndu Mariu þykja öðrum betri. Og rétt áður en við komum til Oporto námum við staðar í Povoa de Varzim og drápum niður fæti á fiskmarkaðinum. Þar var líf í tuskunum æstar og hressar sjómannskonur voru að bjóða til kaups feng eiginmannsins þann daginn, og þar var slegizt um hverja sálina sem að bar og var verulega kostulegt að fylgjast með aðförum kvenmannanna við þessa iðju. Karlarnir koma aldrei nærri því að selja fiskinn, finnst þeir hafa nóg að gert með því að veiða hann og enda virtust konurnar vera í essinu sínu, skræktu og hljóðuðu og hampuðu óspart hver sínum fiskum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.