Morgunblaðið - 14.08.1980, Side 17

Morgunblaðið - 14.08.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 17 Nokkur hús, sem fjölskyldur spænskra starfsmanna hvalstöðvarinnar býr í. en fæturnir neituðu að fylgja svo ekki var um annað að ræða en fá sér einn bolla af kaffi, og sjá hvort þetta jafnaði sig ekki. Ég fór inn á svæðið og var svo lánsamur að einhver smástrákur var að veiða. Ég fór beint til hans og þó svo hann botnaði hvorki upp né niður í því hver ég var þá settist ég niður við hliðina á honum og fór að taka myndir af stöðinni eða því sem sást af henni. Ég tók mynd af honum og það varð til þess að hann róaðist allur. Fyrsta áfanga var náð. Ég fylgdist með tveimur vörubílum, sem voru í stöðugum ferðum milli hval- stöðvarinnar og fiskfyrirtækisins með hvalkjöt í frystingu eða vinnslu. Þar sem þeir virtust koma nokkuð reglulega var hægt að komast uppfyrir hvalstöðina i einu af hléunum hjá þeim. Þegar ég fór að ganga milli húsanna sem starfsmenn bjuggu í var eins og áður hefur komið fram að fólkið var hrætt og fór inn í húsin. Mér tókst að komast þar sem ég gat náð myndum af hvalstöðinni, en dreif mig siðan frá henni aftur og inn á íbúðasvæðið, þvi ég átti ekki von á því að mér gæfist tækifæri til að dveljast þama mikið lengur enda kom það á daginn. Ég sá að maður kom og hraðaði sér heldur, svo ég gerði hvað ég gat til að fara nú ekki að hlaupa heldur stefndi á hlið sem ég hafði komið auga á. Maðurinn var orðinn heldur há- vær en út um hliðið komst ég og þá ákvað ég að stoppa og bíða hans, enda fáeinir metrar á milli okkar, og hann farinn að fræða mig um hina hlið guðfræðinnar sem nunnan hafði ekki séð ástæðu til. Ég átti þó styttri samræður við manninn heldur en ég bjóst við því einhverra hluta vegna lét hann þá skýringu nægja að ég hefði ekki séð neitt „Private“-skilti á leið- inni. Það var svo sem rétt, en auðvitað var mér gert ljóst að ef ég kæmi mér ekki út af svæðinu í snatri þá skyldi ég hafa verra af. Ég treysti orðum hans svo ég spurði hann hvort hann vildi ekki vera svo vinsamlegur að benda mér á leið út af því. Varaður við Ég eyddi þessum degi síðan í samræður við ýmsa aðila í Cancas og að lokum var ekki ástæða til þess að dvelja þar lengur ef það átti ekki að hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir mig og/eða þá sem ég ræddi við. Ég kvaddi því og fór til Vigó, tók farangur minn og dreif mig til La-Coruna sama kvöld með enn einni hraðlestinni. í þessari lest kynntist ég stúdent sem reyndist mér ómetanlega ásamt vinum sínum í því að fræða mig um N-Spán auk þess að kynna mig fyrir fólki, sem gat veitt mér upp- lýsingar um ýmislegt viðkomandi og óviðkomandi hvalveiðum. Held- ur var orðið heitt í öllu sem viðkom hvalveiðum á Spáni og nokkrir sem ætluðu að mótmæla hnepptir snarlega í fangelsi þann 11. júní, en auk þeirra voru aðrir teknir í yfirheyrslur til að örugg- lega yrðu nú ekki vandræði þegar R.W. yrði tekinn. Það voru ófáir sem ég hitti, sem voru heldur óhressir með að stjórnin á Spáni skuli enn styðjast við lögreglu Francos. Mér var tekinn vari fyrir því að reyna að komast í hvalstöðina hjá Corcubion/Zee þar sem öruggt væri að ég yrði tekinn um leið og ég léti sjá mig. Ég tók því ekki áhættu heldur fylgdist með úr þeirri fjarlægð að ég var nokkurn veginn utan seilingar og það endurtók ég í nær því þrjá daga. Þessa daga skorti ekki hráefni til vinnslu þó svo ekki sæi ég hval- fangarana koma að landi. Þetta renndi stoðum undir það sem ég hafði heyrt í Cancas, La-Coruna og hjá Green Peace samtökunum að eitthvað þurfa þeir að fela í sambandi við veiðarnar. Ég dvaldi nokkra daga til viðbótar í La- Coruna og nágrenni áður en lagt var upp til Barcelona þar sem Spánn skyldi kvaddur að sinni. Upplýsinganefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings kveðst hafa sterkar ástæður til að ætla, að miltisbrands- faraldurinn i Sverdlovsk i Sovétríkjunum á síðasta ári hafi aðallega stafað af inn- öndun miltisbrandsspora. Þetta styður þær grun- semdir Bandaríkjamanna, að Sovétar hafi verið að rækta miltisbrandsgerla (anþrax) og þar með brotið sáttmála rikjanna, er bannar fram- leiðslu gerlavopna. Sovét- menn hafa haldið þvi fram að faraldurinn hafi stafað af neyzlu anþrax-mengaðs kjöts, en þá skýringu kveður nefndin nú: „í bezta falli ónákvæma, en í versta falli uppspuna.“ þjónustuna meira en sex mán- uði að hafa uppi á „endan- legum og ótvíræðum vísbend- ingum" um einkennin, eins og nefndin orðar það. Fram að því höfðu verið nokkuð skiptar skoðanir meðal þeirra, er önn- uðust rannsókn málsins bæði það hversu alvarlegur farald- urinn hefði verið og hvort sannanirnar væru nægar. Formaður nefndarinnar Les Aspin (demokrati — Wisc.) lét þau orð falla, þegar greinar- gerð nefndarinnar var lögð fram, að miltisbrandur eftir innöndun spora gæti aðeins komið upp í náttúrunni, ef sporar losnuðu úr ull við rún- ingu fjár. „Þegar staðfestur hefur verið fjöldi dauðsfalla vegna miltisbrands eftir inn- byggingu hafa bandarískir njósnarar lengi haft undir grun um verksmiðju fyrir gerlavopn. Nefndin segir að Sovétmenn kunni að hafa brotið ákvæði um samráð og samvinnu í sáttmála ríkjanna um bann við gerlavopnum, strax með því að hafa ekki komið fram af meiri hreinskilni en raun ber vitni í máli þessu. Bandaríska þingið hefur þegar samþykkt ályktun þar sem áréttað er, að haldi Sovétríkin fast við fyrri sögu um mengað kjöt ættu Bandaríkin að bera fram mót- mæli hjá sameinuðu þjóðun- um. Afstaða Aspins, sem venju- lega tekur frjálslynda afstöðu í málum, er varða samskipti Sovéskum skýringum á miltisbrandsfaraldi hafnaó Umræddar vísbendingar, er bandaríska leyniþjónustan lét fulltrúadeildarþingmönnunum í té, snerta einkenni þeirra hundraða sovézkra þegna, er veiktust í Sverdlovsk svæðinu og niðurstöður krufninga á þeim, er létust. Upplýsinga- nefndin kveður einkennin svara til sýkingar eftir inn- öndun anþrax-spora; almennur slappleiki og vægur hiti innan fárra daga eftir smitun, en síðan öndunarfærasýking, sem lagast lítillega, en versnar síðan aftur með blæðingum í miðmæti í brjóstholinu og bláleitum lit á vörum og húð. Sjúklingurinn deyr oftast inn- an sólarhrings frá því að einkennin verða bráð. Anþrax í meltingarvegi, sem komið gæti upp eftir neyzlu mengaðs kjöts, lýsir sér hins vegar með ógleði, uppköstum, kviðverkj- um og niðurgangi. Það tók bandaríksu leyni- öndun á borgarsvæði, þá hlýt- ur aukin sporaþéttni af mannavöldum að hafa komizt út í andrúmsloftið — eða þá að Sovétmenn hafa staðið fyrir mjög svo leynilegri fjárrún- ingu.“ Þar sem anþrax kemur fyrir meðal ýmissa húsdýra svo sem nautgripa, hrossa, sauðfjár, geita og svína virðist þó ekki óhugsandi að fleiri skýringar gætu verið atmiltis- brandssýkingu eftir innöndun spora. Þannig má nefna, að á sjötta áratugnum kom upp miltisbrandur eftir innöndun spora í bandarískri verk- smiðju, er notaði geitahár sem hráefni. Mark Popovsky, sem er sovézkur útflytjandi og á vini á þessu svæði, fullyrðir hins vegar, að staðreyndin í þessu máli sé sú, að anþrax sporarnir hafi komizt út í andrúmsloftið eftir spreng- ingu í hernaðarbyggingu 19 í Sverdlovsk, en þessa sömu við Sovétríkin kemur fram m.a. í eftirfarandi ummælum: „Framtíð afvopnunarsamn- inga er að veði, unz við höfum fengið ýtarlegar og tæmandi útskýringar." Hann bendir á að SALT-samningarnir og bann við kjarnorkuvopnatil- raunum neðanjarðar byggjast að hluta á velvild Sovétríkj- anna á sama hátt og samning- urinn um sýklahernað gerir. Engan þessara samninga geta óháðir aðilar fyllilega sann- prófað. Aspin álítur: „Það má vera, að Sovétmenn séu reiðu- búnir að taka meiri áhættu, en við töldum líklegt. Stjórnkerfi okkar á e.t.v. engin þau svör við atburðum á borð við far- aldurinn í Sverdlovsk, er Sov- étar sjá ástæðu til að taka alvarlega." (Úr Science, Bd 209, bls. 375 nr. 4454, 18. júlí 1980. Stytt og endursagt). Hvemig leysa SUMMA raðskápar geymsluvanda á heimilinu? KRISTJRfl fí(f SIGGGIRSSOO HG ™ J LAUGAVEGI 13. REYKJAVIK. SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.