Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 22

Morgunblaðið - 14.08.1980, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 Yfirlýsing Hellnamanna: Gripið var til þess eina úrræðis sem tiltækt var Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá ibúum Ilellna á Snæfellsnesi: Landssamband islenskra út- vegsmanna hefur um 1 ‘k árs skeið reynt að fá leyfi til byggingar 5 sumarbústaða í túni jarðarinnar Skjaldartraðar að Hellnum á Snæfellsnesi. íbúar á Hellnum hafa mótmælt byggingu bústað- anna á fyrirhuguðum stað í túni jarðarinnar og telja sumarbú- staðahverfi í miðju Hellnapláss- inu óæskilegt auk þess sem stað- setning húsanna á þessum stað í túni Skjaldartraðar rýri mjög búskaparaðstöðu ábúanda jarðar- innar. Byggingarfulltrúinn í Vestur- landsumdæmi hefur ekki gefið út byggingarleyfi fyrir þessum sumarbústöðum enda skortir sam- þykki opinberra umsagnaraðila fyrir staðsetningunni. Snemma í júlímánuði tilkynnti byggingarfulltrúinn L.Í.Ú. -mönnum að byggingarheimild væri ekki fyrir hendi og gerði kröfu um það að framkvæmdir yrðu ekki hafnar á hinum um- deilda stað fyrr en fullnægjandi heimild lægi fyrir. L.Í.Ú-menn höfðu þess fyrir- mæli að engu og að morgni þriðjudagsins 22. júlí kom vinnu- flokkur til Hellna til þess að bora fyrir og steypa undirstöður undir bústaðina. Byggingarfulltrúinn kom á staðinn í þann mund sem vinnu- flokkurinn var að ljúka undirbún- ingi og borun átti að hefjast. Krafðist byggingarfulltrúinn þess að framkvæmdir yrðu þegar stöðvaðar, en L.Í.Ú-menn sinntu engu og hófu framkvæmdir þrátt fyrir ólögmæti þeirra. Bygg- ingarfulltrúinn hafði þá strax samband við lögregluna í Stykkis- hólmi og bað um aðstoð til stöðv- unar þessara ólöglegu fram- kvæmda. Hvað sem töfunum olli er óljóst, en lögreglan kom ekki á staðinn fyrr en rúmum sólarhring síðar er vinnuflokkur L.Í.Ú- manna var að ljúka framkvæmd- um og yfirgefa staðinn. Fólkið á Hellnum var mjög uggandi yfir framgangi máls þessa og sá fram á, að næsta skref L.Í.Ú.-manna yrði að koma sumar- bústöðunum fyrir í skyndingu á undirstöðunum með ólögmætum hætti án þess að nokkur fengi spornað við yfirgangi þeirra. Fimmtudaginn 24. júlí gripu Hellnamenn til þess eina úrræðis sem þeim var tiltækt til þess að stöðva frekari ólögmætar fram- kvæmdir þeirra L.Í.Ú.-manna sem framkvæma átti með ósvífnum hætti í skjóli fjármagns og yfir- gangs. íbúar á Hellnum hafa nú kallað á þá aðila sem fengnir voru til þess að rannsaka stöplahvarfið og skýrt þeim frá öllum aðdraganda og gangi málsins. Hafa íbúarnir jafnframt lýst fullri ábyrgð á hendur L.Í.Ú.-mönnum og hafa þeir áskilið sér rétt til krafna á hendur L.Í.Ú. vegna óþæginda og kostnaðar sem íbúarnir hafa orðið fyrir vegna yfirgangs þeirra. Pétur Pétursson þulur: Fjórar ófáanleg- ar kótelettur - er afrakstur BSRB samninganna ALDREI fór það svo að ekki kæmi að töðugjaldagillinu í tún- fæti Ragnars. í gær stauluðust svefndrukknir samningamenn BSRB undan tjaldskörinni. Þar höfðu þeir legið undir feldi meðgöngutíma fílsins og ekki látið á sér kræla fyrr en á næturgöltrinu í fyrrinótti. Hver er þá afraksturinn? Sem svarar hálfu frosnu hægra læri pr. kjaft með fjármarkinu sneitt aftan vinstra, eða fjórar ófáan- legar kótelettur. Sumir fá einn félagsmálapakka af viðbrenndu og möluðu Bragakaffi til að skvetta uppá skuðruntuna eftir réttarfrí. Haraldur er ekki nærri eins harðráður og hann var undir Matthíasi og Kristján er bara vinsamlegur eins og hann væri að semja um að gefa eftir þrjú prósentin, sællar minningar, þegar hann tók í hendina á Tómasi. Hann lýsir erfiðri stöðu og segir eins griðkonan í Flóan- um sem átti að lýsa skiptum sinum við stórbóndann um leið og hún lýsti faðerninu: Hann gaf mér í nefið á undan og eftir, en ekki bauð hann mér í staupinu. Pétur Pétursson þulur. Togararnir með 5.400 tonnum meiri afla en í fyrra SAMVKÆMT bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var þorskafli landsmanna orðinn rétt tæplega 300 þúsund lestir um síðustu mán- aðamót. Útlendingar, einkum Norð- menn og Færeyingar, hafa veitt nokkur þúsund tonn af þorski hér við land i ár, þannig að heildar- þorskaflinn er kominn yfir 300 þúsund tonn. Afli togaranna hefur aukizt lítið frá því sem var í fyrra, eða um 5.339 tonn og varð þorskafli togaranna um 12 þúsund lestum minni í júlí í ár heldur en í fyrra. Bátaaflinn hefur hins vegar aukizt í ár um tæplega 11.500 lestir. Heildaraflinn fyrstu 7 mánuði ársins var 857.711 lestir, en hins vegar 973.852 lestir fyrstu 7 mánuð- ina í fyrra. Munar þar langmestu um loðnuaflann, sem er 130 þúsund lestum minni í ár en í fyrra. Botnfiskaflinn hefur aukizt í ár um 35 þúsund tonn. Minna hefur veiðzt af kolmunna í ár heldur en í fyrra og sömu sögu er að segja um hörpudisk. Hins vegar er aukning í rækju- og humarafla frá því sem var í fyrra. Guðrún Gisladóttir, Eggert Ilauksson og Gunnar Rafn Guðmundsson i hlutverkum flækinganna i skemmtigarðinum i leikriti Arrabals, Þríhjólinu, sem Alþýðuleikhúsið frumsýnir i kvöld i Lindarbæ. Ljósm. Mbl. Kristinn. Alþýðuleikhúsið frumsýnir „Þríhjólið'* eftir Arrabal: Austurrísk, íslensk og þýsk leikrit á döfinni Fyrsta verkefni Alþýðuleik- hússins á þessu leikári er leik- ritið Þrihjólið eftir Fernando Arrabal, en það verður frum- sýnt i kvöld. fimmtud. kl. 20. í fréttatilkynningu frá Alþýðu- leikhúsinu segir: Arrabal er fæddur i Spönsku- Marokkó, en ólst upp í Madrid hjá Jesúítamunkum. Áhrifavald kaþólsku kirkjunn- ar hefur oftlega orðið honum að skotspæni i skáldverkum, rit- gerðum og viðtölum. Hann lauk lögfræðiprófi frá háskólanum i Madrid. en lagði jafnframt stund á stærðfræði og er sagður snjall skákmaður, enda minna sum verka hans á Ieikfléttur skáklistarinnar. Að loknu lög- fræðiprófi fluttist hann til Frakklands, m.a. til að mót- mæla því stjórnarfari. sem til skamms tíma rikti á Spáni. Tók hann þann kostinn að skrifa á frönsku. Öll verk hans vitna um sterka andúð á kúgun og ofbeldi. Á íslandi hafa verið sýnd eftir Arrabal eftirtalin verk: Skemmtiferð á vígvöllinn, Fandó & Lís, Bílakirkjugarðurinn og Steldu bara milljarði. Leikritið Þríhjólið, sem hér er sýnt í fyrsta sinn, var frumflutt árið 1958. Þetta verk er gott dæmi um það, hvernig Arrabal skoðar og gagnrýnir hinar ólíku eigindir manneskjunnar. Hetjur Arrabals, sem birtast í nær öllum leikritum hans, eru utan- veltumennirnir, þeir sem lifa í jaðri samfélagsins. Eins og oft áður skýtur hér upp kollinum flækingnum, sem við könnumst við úr gömlu Chaplin kvikmynd- unum, orðræða hans er í senn barnalag og skáldlega innblásin. Persónurnar eru fórnarlömb, sjáendur, kvalarar, hinar barna- legu sálir, sem standa meira og minna skilningsvana gagnvart lögum og reglum þjóðfélagsins. Leikstjóri Þríhjólsins er Pétur Einarsson, þýðingu gerði Ólafur Haukur Símonarson, leikmynd gerði Grétar Reynisson, lýsingu annaðist Ólafur Örn Thor- oddsen, leikendur eru Guðrún Gísladóttir, Viðar Eggertsson, Þröstur Guðbjartsson, Gunnar Rafn Guðmundsson og Eggert Þorleifsson. Þrjár forsýningar hafa verið á leikritinu fyrir fullu húsi. „Mig verkjar í auga- brúnirnar af því að ég geng í buxum“ Þessi setning er hluti af skoð- anaskiptum, sem fram fóru á sviðinu í Lindarbæ, er blm. fylgdist með æfingu á Þríhjólinu í gærdag og ræddi í leiðinni við Ólaf Hauk Símonarson, þýðanda verksins. Ráðnir leikhússtjórar Þeir Ólafur og Lárus Ýmir Óskarsson munu taka við störf- um sem leikhússtjórar hjá Al- þýðuleikhúsinu í ' haust, en hingað til hefur enginn gegnt því hlutverki formlega. Að sögn Ólafs er ráðning leikhússtjóra liður í því að gera starfsemina skipulegri. „En hingað til hefur hið daglega amstur, sem fylgir leikhúsrekstri, s.s. fjármál og annað, hvílt á herðum leikara og annars starfsfólks. Allsherjar- fundur, sem haldinn er hálf- smánaðarlega, mun þó áfram hafa úrslitavald um öll stefnu- markandi mál. Nú starfa um 50 manns í tengslum við Alþýðu- leikhúsið og segja má að upp- byggingin hjá okkur sé ekki ósvipuð því sem er hjá Leikfélagi Reykjavíkur, að allsherjarfund- um undanskildum og svo auðvit- að því, að við höfum ekki efni á að borga okkar fólki á við atvinnuleikhúsin. Næstu verkefni „Æfingar eru nú að hefjast á þýsku unglingaleikriti í þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur, Tóm- asar Ahrens og Ingibjargar Briem. Leikritið hefur enn ekki hlotið nafn á íslensku, en það hefur vakið mikla athygli og verið umdeilt þar sem það hefur verið sýnt, í Þýskalandi og ann- arsstaðar," sagði Ólafur. „Það fjallar um kynlífið vítt og breytt, en sérstaklega í tengslum við unglinga, þegar þeir vakna til vitundar um það að þeir eru kynverur. Frumsýning verður væntanlega eftir 6—8 vikur. Þetta leikrit er komið frá Gribs-leikhúsinu í V-Berlín, en það sérhæfir sig í sýningum fyrir unglinga. Gribs-leikhúsið hefur starfað í Berlín í 20 ár og nýtur mikillar viðurkenningar á sínu sviði, en Tómas Ahrens, einn af þýðendum leikritsins, var þar fastur starfsmaður um árabil. Önnur verkefni eru leikrit eftir þýska kvikmyndagerðar- manninn Fassbinder, Frelsið í Bremen, sem Hallmar Sigurðs- son setur upp, og síðar verk eftir austurriska höfundinn Kroetz, sem Bríet Héðinsdóttir mun setja upp. Vinnutitillinn á því verki er Draugalestin. íslenskt leikrit „Nú og síðan vonumst við til að geta sett upp a.m.k. eitt íslenskt leikrit," sagði Ólafur. „Við erum með tvö í huga, annað nýtt, hitt eldra, en hvorugt hefur verið sýnt áður. Þetta er nú á umræðustigi ennþá, en annars ræðst allt af gangi mála, þ.e. hvað kemur í kassann. Með jafn litlum opinberum styrkjum og um er að ræða hjá okkur, verðum við bara að skrimta frá degi til dags. „Þríhjólið; lýrískt og fallegt verk“ Það fyrsta, sem athygli vekur þegar komið er inn í salinn í Lindarbæ, er að salurinn er nýttur á nokkuð annan hátt en verið hefur. Nú er sviðið á gólfinu, en áhorfendur sitja upp til veggja, sitt hvoru megin við leiksviðið. Ólafur sagði þó að sætanýtingin væri sú sama og áður, þ.e. 120 manns, en Þríhjól- ið verður væntanlega fært upp á fleiri stöðum en í Lindarbæ, því áætlaðar eru sýningar á því í skólum, auk þess sem verkið hefur verið pantað út á land. „Hvað forsýningar, eins og voru á Þríhjólinu, varðar," sagði Ólafur, „þá höfum við hugsað okkur að hafa forsýningar á leikritum framvegis, til að kanna viðbrögð áhorfenda og eiga þá kost á því að lagfæra það sem í ljós kemur að betur mætti fara.“ Aðspurður um verkið sagði Ólafur: „Þetta er fallegt og ljóðrænt verk og persónulega finnst mér þetta mjög falleg sýning hjá Pétri Einarssyni." Þríhjólið verður, eins og áður segir, frumsýnt í kvöld, fimmtu- dag kl. 20.30, en næstu sýningar verða laugardag og sunnudag á sama tíma. hhs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.